Bente B skrifaði:
Denne var virkelig flott, enkel og luftig!!!
19.01.2007 - 00:38Cecilia skrifaði:
Fantastiskt fin och enkel sommartröja, ta me den!!
17.01.2007 - 16:55
Jonna Simonsen skrifaði:
den skal jeg bare strikke
16.01.2007 - 21:34
Marianne skrifaði:
Super flot
03.01.2007 - 19:45Eva Granström skrifaði:
Enkel baströja. Sticka upp den i många färger.
02.01.2007 - 15:43Lykke skrifaði:
Kjempefin!
02.01.2007 - 14:02Gitte skrifaði:
Rigtig sød og enkel.
30.12.2006 - 18:37
Aila skrifaði:
Denne likte jeg!
28.12.2006 - 12:18Camilla skrifaði:
Enkel och utan krussiduller men ändå tuff
25.12.2006 - 21:54Anette skrifaði:
Håller helt med ma! Verkar skön!
16.12.2006 - 14:05
Love Notes#lovenotessweater |
|
|
|
Prjónuð tunika í perluprjóni úr DROPS Cotton Viscose og DROPS Alpaca eða tveimur þráðum DROPS Alpaca. Stærð S-XXL
DROPS 100-8 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. ÚTAUKNING (á við um einingu í perluprjóni): Lykkjur eru auknar út í einingu í perluprjóni með því að lykkjur sem áður voru prjónaðar í sléttprjóni eru prjónaðar inn í perluprjón. Fjöldi lykkja í stykki verður sá sami og áður. MÆLING: Vegna þyngdar á garninu verður að gera öll lengdarmál þegar stykkinu er haldið uppi, annars verður flíkin of síð við mátun. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TUNIKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka og saumað saman í lokin. BAKSTYKKI: Lesið MÆLING – að ofan! Fitjið upp 63-69-75-83-93 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Cotton Viscose eða 2 þráðum Alpaca. Prjónið 4 umferðir slétt. Prjónið síðan sléttprjón með 3 lykkjur PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 15 cm er fitjuð upp 1 kantlykkja í hvorri hlið = 65-71-77-85-95 lykkjur. Prjónið nú sléttprjón yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 18-19-20-21-22 cm fellið af 1 lykkju í hvorri hlið í 5. hverjum cm alls 3 sinnum = 59-65-71-79-89 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38 og 39-40-41-42-43 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið = 63-69-75-83-93 lykkjur. Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51 cm fellið af fyrir handveg í hvorri hlið í annarri hverri umferð þannig: 3 lykkjur 0-0-1-1-1 sinni, 2 lykkjur 1-2-1-2-3 sinnum og 1 lykkja 2-2-3-4-6 sinnum = 55-57-59-61-63 lykkjur. Þegar stykkið mælist 62-64-66-68-70 cm prjónið perluprjón yfir miðju 43-43-43-45-47 lykkjur (aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72 cm fellið af miðju 23-23-23-25-27 lykkjur af fyrir hálsmáli = 16-17-18-18-18 lykkjur eftir á hvorri öxl. Haldið áfram í sléttprjón með 10 lykkjur perluprjóni við hálsmál. Fellið af þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74 cm. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 27-28-29-30-31 cm. Haldið áfram með affelling í hliðum jafnframt því sem miðju lykkjan er prjónuð í perluprjóni (aðrar lykkjur eru prjónaðar áfram í sléttprjóni). Nú er fjöldi lykkja aukinn í einingu í perluprjóni í hverri umferð þannig – lesið útaukning að ofan: Aukið svona út með 1 lykkju hvoru megin við miðju lykkju þar til perluprjón er yfir miðju 21 lykkjum. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37 cm fellið af miðjulykkjur. Setjið 29-32-35-39-44 lykkjur í annarri hlið á þráð og prjónið hvort stykki til loka fyrir sig. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! HLIÐ-1: Prjónið sléttprjón með 10 lykkjum perluprjón við miðju að framan. JAFNFRAMT er aukið út í hlið á sama hátt og á bakstykki = 31-34-37-41-46 lykkjur. Þegar stykkið mælist 47-48-49-50-51 cm fellið af fyrir handveg í hlið á sama hátt og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 48-50-52-52-54 cm er aukin út fjöldi lykkja eins og í perluprjóni í hlið á einingu með perluprjóni í annarri hverri umferð þannig: 5 lykkjur 1 sinni, 1 lykkja 6-6-6-6-8 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 54-56-58-58-60 cm fellið af fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð þannig: 8 lykkjur 1 sinni, 1 lykkja 3-3-3-4-5 sinnum = 16-17-18-18-18 lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram með 10 lykkjur perluprjón við hálsmál til loka. Fellið af þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74 cm. HLIÐ-2: Setjið lykkjur af þræði til baka á prjóninn og prjónið upp eins og HLIÐ-1, nema gagnstætt. ATH: 1. umferð er prjónuð frá miðju að framan, til að koma í veg fyrir að það myndist ”hak”, takið upp 1 lykkju (þá lykkju sem var felld af við miðju að framan). Prjónið þessa lykkju saman við 1. lykkju á prjóni. ERMI: Fitjið upp 40-42-42-44-46 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjón 6 með 1 þræði Alpaca + 1 þræði Cotton Viscose eða 2 þráðum Alpaca. Prjónið PERLUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan þar til stykkið mælist 12 cm. Haldið áfram í sléttprjóni til loka. Þegar stykkið mælist 15 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið með 6-5-4-3-2½ cm millibili alls 5-6-7-8-10 sinnum = 50-54-56-60-66 lykkjur. Þegar stykkið mælist 43-42-42-41-40 cm fellið af fyrir ermakúpu í hvorri hlið í annarri hverri umferð: 3 lykkjur 1-1-1-1-2 sinnum, 2 lykkjur 3 sinnum, 1 lykkja 0-1-2-3-2 sinnum. Haldið áfram að fella af 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 49-49-50-50-50 cm, fellið af að lokum 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru, stykkið mælist 50-50-51-51-51 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í. Saumið ermasauma og hliðarsauma í eitt niður að klauf. TVINNUÐ SNÚRA: Klippið 4 þræði Cotton Viscose eða Alpaca ca 3 metra. Tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í. Leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút í hvorn enda ca 5 cm frá enda á snúru. Dragið snúruna upp og niður í gegnum stykkið í kringum hálsmál. Gerið 1 skúf í hvorn enda á snúru þannig: Klippið 20 þræði Cotton Viscose eða Alpaca ca 25 cm. Deilið skúfnum upp yfir hnút og þræðið í endana í gegn. Hnýtið saman endana og vefjið 1 af endunum utan um efsta hlutann á skúfnum til að halda honum saman. Klippið frá og festið enda. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lovenotessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 100-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.