Bodil Jensen skrifaði:
Jeg har lige strikket 50-5 til str 2 år, findes den i voksen str.
05.01.2026 - 13:30
Britta Fruergaard skrifaði:
Tak og Glædelig jul
22.12.2025 - 01:26
Bitte skrifaði:
Det står att man ska sticka upp maskor är det samma sak som plocka upp?
07.12.2025 - 12:28DROPS Design svaraði:
Hei Bitte. Når det skal strikkes opp masker, henter du tråden slik du gjør når du strikker. Noen ganger kan plukke opp masker bety at man henter opp en allerede strikket maske / eller en tråd i arbeidet. mvh DROPS Design
08.12.2025 - 14:00
Sofia Ahlberg skrifaði:
Hej, hur många gram garn går det åk t balaklava 3-4 år? Med vänlig hälsning, Sofia E Ahlberg
23.11.2025 - 21:43DROPS Design svaraði:
Hei Sofia. Garnmengden til de ulike str. finner du øverst i oppskriften. DROPS FIESTA fra Garnstudio (tilhører garngruppe B) 100-100-150-150-200-200-200 g farge 14, Regnbue Strøssel. mvh DROPS Design
24.11.2025 - 13:51
Fairy Flurry Balaclava#fairyflurrybalaclava |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð húfa / balaklava / lambhúshetta fyrir börn úr DROPS Fiesta. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni og stroffprjóni. Stærð 2 – 14 ára.
DROPS Children 50-5 |
||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BALAKLAVA / LAMBHÚSHETTA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notaðir prjónar af mismunandi lengd, byrjað er á þeirri lengd sem hentar fjölda lykkja og breyttu eftir þörfum. Hettan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan og yfir enni og aftur á bak. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp í hvorri hlið og prjónað er fram og til baka ofan frá og niður. Þegar hettan hefur verið prjónuð til loka, eru lykkjur fitjaðar upp undir opnun hettunnar og síðan er hálsmálið prjónað í hring á prjóninum. Að lokum er prjónaður kantur í kringum opnun andlitsins. EFRA STYKKI / TOPPSTYKKI: Fitjið upp 26-26-26-26-28-28-28 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Fiesta. Uppfitjunarkantur = miðja að framan á enni. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 12-13-14-14-15-15-15 cm. Klippið þráðinn, þetta mynda efra stykkið / toppstykkið fyrir miðju ofan á hettunni. HETTA: Nú á að prjóna upp lykkjur meðfram báðum hliðum á efra stykki / toppstykki innan við ystu lykkju þannig: Byrjið frá horni við uppfitjunarkantinn á efra stykki / toppstykki og prjónið upp 27-29-31-31-33-33-33 lykkjur meðfram annarri hliðinni frá réttu (= hægri hlið frá réttu þegar uppfitjunarkanturinn snýr að þér), prjónið slétt yfir 26-26-26-26-28-28-28 lykkjur frá efra stykki / toppstykki, prjónið síðan upp 27-29-31-31-33-33-33 lykkjur meðfram hinni hliðinni (= vinstri hlið frá réttu þegar uppfitjunarkanturinn snýr að þér) = 80-84-88-88-94-94-94 lykkjur. Síðar er stykkið mælt frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið yfir allar lykkjur. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (= 2 lykkjur færri). Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 4 sinnum (= 8 umferðir prjónaðar) = 72-76-80-80-86-86-86 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 12-13-14-15-16-17-17 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp meðfram hliðinni. Setjið 1 merki fyrir miðju í umferð, þannig að það eru 36-38-40-40-43-43-43 lykkjur hvoru megin við merki. Nú á að auka út í hvorri hlið jafnframt því sem lykkjum er fækkað fyrir miðju að aftan hvoru megin við merki. Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkið situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, aukið út 1 lykkju til hægri, endið með 3 lykkjur slétt (= 2 lykkjur fleiri og 2 lykkjur færri) = 72-76-80-80-86-86-86 lykkjur. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðið yfir allar lykkjur. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 6 sinnum (= 12 umferðir prjónaðar) = 72-76-80-80-86-86-86 lykkjur. Næsta umferð er frá réttu og er prjónuð þannig: Prjónið slétt yfir allar lykkjur, í lok umferðar eru fitjaðar upp 8-10-10-14-12-14-16 nýjar lykkjur í umferð = 80-86-90-94-98-100-102 lykkjur. Stykkið mælist ca 16-17-18-19-20-21-21 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Setjið 1 merki í stykkið, stykkið er nú mælt frá þessu merki. Prjónið hálsmál í hring í stroffprjóni eins og útskýrt er að neðan. HÁLSMÁL: Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 2 cm frá merki. Nú er aukið út í stroffi (= 2 lykkjur slétt / 1 lykkja brugðið) með því að prjóna næstu umferð þannig: * Prjónið 1 lykkju slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, prjónið 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* út umferðina = 120-129-135-141-147-150-153 lykkjur. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 5-5-6-6-6-6-6 cm frá merki. Nú er aukið út í stroffi (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) með því að prjóna næstu umferð þannig: * Prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju til vinstri – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, prjónið 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* út umferðina = 160-172-180-188-196-200-204 lykkjur. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til stykkið mælist 11-11-12-12-13-13-14 cm frá merki. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. KANTUR: Nú á að prjóna kant í kringum op fyrir andlit. Notið hringprjón 3 og byrjið fyrir miðju í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir hálsmáli fyrir miðju að framan. Prjónið upp ca 104-108-112-116-120-124-128 lykkjur í kringum opið frá réttu – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Haldið áfram hringinn frá réttu í stroffprjóni (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist 4-4-4½-4½-5-5-5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið affellingarkantinn inn og saumið affellinguna að uppfitjunarkanti (saumið í aðra hverja lykkju) – passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fairyflurrybalaclava eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 50-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.