Frosted Braid Set#frostedbraidset |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónað hálsskjól og húfa úr DROPS Puna og DROPS Kid-Silk eða DROPS Merinoo Extra Fine og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað í stroffprjóni og köðlum.
DROPS 261-16 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Mynsturteikning er lesin frá hægri til vinstri þegar prjónað er frá réttu og frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstrið prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. I-CORD: FYRSTU 2 LYKKJUR: Prjónið í hverri umferð þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. SÍÐUSTU 2 LYKKJUR: Prjónið í hverri umferð þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna þegar lykkjum fækkar. HÚFA: Fitjið upp 96-112 lykkjur á hringprjón 3,5 með 1 þræði DROPS Puna og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði DROPS Merino Extra Fine og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið hringinn í stroffprjóni (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 10-11 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4, snúið stykkinu við þannig að prjónað sé í gagnstæða átt og prjónið MYNSTUR A.1 umferðina hringinn (= 6-7 mynstureiningar). Prjónið svona þar til stykkið mælist ca 23 cm – stillið af að síðasta umferðin sé síðasta umferðin í A.1. Munið að fylgja prjónfestunni. Prjónið A.2 hringinn yfir allar lykkjur (= 6-7 mynstureiningar) = 18-21 lykkjur. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til 0-1 lykkja er eftir í umferð = 9-11 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Herðið á þræði og festið vel. Brjótið upp kantinn ca 7-8 cm neðst á húfunni. Húfan mælist ca 24-25 cm þegar kanturinn hefur verið brotinn upp. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notaðir prjónar af mismunandi lengd, byrjað er á þeirri lengd sem hentar fjölda lykkja og breyttu eftir þörfum. Kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá aftan við hægri öxl og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, fellið af fyrir öxl og stykkið skiptis fyrir framstykki og bakstykki. Framstykkið og bakstykkið er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-112 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði DROPS Puna og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir) eða með 1 þræði DROPS Merino Extra Fine og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið hringinn í stroffprjóni (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 9-9 cm. Setjið 1 merki eftir fyrstu 35-39 lykkjur í umferð (= miðja að framan), stykkið er nú mælt frá þessu merki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið stroffprjón eins og áður yfir fyrstu 18-22 lykkjur (= axlalykkjur), aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið A.3a, prjónið A.4a, aukið út 1 lykkju til hægri (= framstykki), prjónið stroffprjón eins og áður yfir næstu 18-22 lykkjur (= axlalykkjur), aukið út 1 lykkju til vinstri, prjónið A.3a, prjónið A.4a, aukið út 1 lykkju til hægri (= bakstykki). Aukið hefur verið út um 4 lykkjur í umferð. Lykkjufjöldinn á öxlum verður sá sami jafnframt því sem aukið er út á framstykki og bakstykki í hverri umferð. Prjónið þar til A.3a og A.4a hefur verið prjónað til loka á hæðina, aukið hefur verið út alls 18 sinnum = 176-184 lykkjur. Í næstu umferð eru axlalykkjurnar felldar af, prjónið þannig: * Fellið af fyrstu 17-21 lykkjur með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 1 lykkju slétt, prjónið A.3b, prjónið A.4b, prjónið 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* einu sinni til viðbótar = 140-140 lykkjur. Axlalykkjurnar hafa verið felldar af og það eru 70-70 lykkjur fyrir framstykki og 70-70 lykkjur fyrir bakstykki. Setjið lykkjur frá framstykki á þráð eða á hjálparprjón og prjónið fram og til baka yfir bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu (þ.e.a.s. önnur umferð í A.3b og A.4b). Prjónið 2 lykkjur I-CORD – lesið leiðbeiningar að ofan, prjónið A.3b og A.4b eins og áður þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur i-cord. Prjónið þar til stykkið mælist 17-19 cm frá skiptingunni – A.3b og A.4b er endurtekið á hæðina og síðasta umferðin er prjónuð frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið frá röngu þannig: 2 lykkjur i-cord, prjónið stroffprjón (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til 4 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur i-cord. Þegar stroffið mælist 3 cm er fellt af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur JAFNFRAMT því sem fyrstu 2 og síðustu 2 lykkjur eru prjónaðar slétt saman. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 15-17 cm. Endið með 3 cm stroff á sama hátt og á bakstykki (framstykkið er 2 cm styttra en bakstykkið). |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #frostedbraidset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 261-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.