Snow Hive Cardigan#snowhivecardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord og DROPS Kid-silk eða DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með býkúpumynstri, köðlum og i-cord. Stærð XS - XXXL.
DROPS 262-31 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTLYKKJUR MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið kantlykkjur þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt og 5 lykkjur í garðaprjóni. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið kantlykkjur þannig: Prjónið þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 5 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1 og A.4). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Vegna gatamynstursins er fjöldi lykkja í A.2 og A.3 breytilegur - fjöldi lykkja er alltaf talinn án lykkjunnar sem er fækkað og aukið (þ.e. A.2a er alltaf talið sem 26 lykkjur og A.2b er alltaf talið sem 5 lykkjur). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan frá réttu (kantur að framan = 7 lykkjur): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 3. og 4. lykkju frá kanti fyrir miðju að framan slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, síðan halda lykkjurnar áfram frá framstykki eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið kant að framan eins og áður og prjónið uppsláttinn slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist 5-5-5-5-6-6-6 cm, fellið síðan af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: XS: 13, 22, 31, 40 og 48 cm. S: 13, 22, 31, 40 og 49 cm. M: 14, 23, 32, 41 og 50 cm. L: 15, 24, 33, 42 og 51 cm. XL: 16, 25, 34, 43 og 52 cm. XXL: 14, 22, 30, 38, 46 og 53 cm. XXXL: 14, 22, 30, 38, 46 og 54 cm. (= fellt er af fyrir síðasta hnappagatinu á milli framstykkis og hálsmáls). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1: Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Í BYRJUN UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið 2 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 2 lykkjur slétt. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. Mynstur er prjónað bæði á framstykki og á bakstykki. Axlasaumar saumaðir. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg. Fyrst er prjónað fram og til baka með stuttum umferðum til að forma ermakúpu, síðan eru ermarnar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 203-219-239-255-275-299-319 lykkjur á hringprjón 3,5 með 1 þræði DROPS Nord og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir) eða 1 þræði DROPS Alpaca og 1 þræði DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: Prjónið KANTLYKKJUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið leiðbeiningar að ofan, prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og prjónið kantlykkjur að framan með i-cord. Prjónið þar til stroffið mælist 5-5-5-5-6-6-6 cm – síðasta umferð er prjónuð frá réttu. Prjónið næstu umferð brugðið frá röngu jafnframt því sem aukið er út um 43-39-39-35-47-43-43 lykkjur jafnt yfir í umferð þannig: Prjónið kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið 40-41-41-42-47-48-48 lykkjur brugðið jafnframt því sem aukið er út um 11-10-10-9-12-11-11 lykkjur yfir þessar lykkjur (= 51-51-51-51-59-59-59 lykkjur), prjónið 14-20-30-36-36-46-56 lykkjur brugðið, prjónið 81-83-83-85-95-97-97 lykkjur brugðið jafnframt því sem aukið er út um 21-19-19-17-23-21-21 lykkjur yfir þessar lykkjur (= 102-102-102-102-118-118-118 lykkjur), prjónið 14-20-30-36-36-46-56 lykkjur brugðið, prjónið 40-41-41-42-47-48-48 lykkjur brugðið jafnframt því sem aukið er út um 11-10-10-9-12-11-11 lykkjur yfir þessar lykkjur (= 51-51-51-51-59-59-59 lykkjur), endið með kantlykkjur að framan eins og áður = 246-258-278-290-322-342-362 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú er prjónað MYNSTUR – lesið leiðbeiningar að ofan – fram og til baka með kantlykkjur að framan í hvorri hlið eins og áður. Prjónið frá réttu þannig: Prjónið kantlykkjur að framan eins og áður, * prjónið A.1 (= 20-20-20-20-28-28-28 lykkjur), prjónið A.2 (= 31 lykkjur), prjónið 14-20-30-36-36-46-56 lykkjur sléttprjón, prjónið A.3 (= 31 lykkjur), prjónið A.4 (= 20-20-20-20-28-28-28 lykkjur) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar, endið með kantlykkjur að framan eins og áður. Frá röngu er mynstrið prjónað í gagnstæða átt – það er alltaf prjónaðar sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið leiðbeiningar að ofan! Munið að fylgja prjónfestunni. Þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39-40 cm skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki – stillið af að síðasta umferðin sé prjónuð sé 2. umferð, 6. umferð eða 10. umferð í A.2 og A.3. SKIPTING VIÐ HANDVEG Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og umferðin er prjónuð þannig: Prjónið 63-65-69-72-79-84-87 lykkjur eins og áður (= framstykki ásamt kanti að framan), fellið af næstu 4-6-8-8-10-10-14 lykkjur fyrir handveg, prjónið 112-116-128-134-144-154-160 lykkjur eins og áður (= bakstykki), fellið af næstu 4-6-8-8-10-10-14 lykkjur fyrir handveg og prjónið síðustu 63-65-69-72-79-84-87 lykkjur eins og áður (= framstykki ásamt kanti að framan). Framstykkin og bakstykkið er síðan prjónað til loka hvert fyrir sig. BAKSTYKKI: = 112-116-128-134-144-154-160 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður. Í hvorri hlið eru lykkjur felldar af fyrir handveg, lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 2-3-5-6-8-12-13 sinnum = 108-110-118-122-128-130-134 lykkjur. Þegar stykkið mælist 51-53-55-57-59-61-63 cm, fellið af 40-40-40-40-56-56-56 miðjulykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig – stillið af að fellt sé af frá réttu í 3. umferð, 7. umferð eða 11. umferð í mynstri A.2 og A.3. ÖXL: Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið mynstur fram og til baka eins og áður yfir A.2a / A.3a (= 26 lykkjur), en yfir A.2.b/A.3b (= 5 lykkjur) eru einungis prjónaðar sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur JAFNFRAMT því sem fellt er af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum, síðan 1 lykkju 1 sinni (= 5 lykkjur færri) = 29-30-30-32-31-32-34 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64-66 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 63-65-69-72-79-84-87 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Haldið áfram með mynstur og kantlykkjur að framan fram og til baka eins og áður. Í hvorri hlið eru lykkjur felldar af fyrir handveg, lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 og fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 2-3-5-6-8-12-13 sinnum = 61-62-64-66-71-72-74 lykkjur. Þegar stykkið mælist 48-49-50-51-52-53-54 cm, setjið fyrstu 27-27-27-27-35-35-35 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli – stillið af að síðasta umferð sem er prjónuð sé 3. umferð, 4. umferð, 7. umferð, 8. umferð, 11. umferð eða 12. umferð í A.2 og A.3 (þ.e.a.s. gatamynstrið/kaðall er einungis með 5 lykkjur). Prjónið mynstur fram og til baka eins og áður yfir A.2a / A.3a (= 26 lykkjur), en yfir A.2.b/A.3b (= 5 lykkjur) eru einungis prjónaðar sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. JAFNFRAMT sem fellt er af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hásmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni, 1 lykkja 3 sinnum = 29-30-30-32-31-32-34 lykkjur eftir fyrir öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64-66 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, munið eftir HNAPPAGAT. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður á við. Notið hringprjón 3,5 og 1 þráð í hvorri tegund (= 2 þræðir), byrjið fyrir miðju í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi – prjónið upp 68-74-80-84-90-94-102 lykkjur – setjið 1 merki í axlasauminn og stillið af að prjónaðar séu upp jafnmargar lykkjur hvoru megin við merkið. Skiptið yfir í hringprjón 5, nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna til að forma ermina og að ermin passi betur, umferðin byrjar fyrir miðju undir ermi þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 6 lykkjur fram hjá merki ofan á öxl, snúið stykkinu – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 6 lykkjur fram hjá merki, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 4-4-4-3-3-3-3 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 4-4-4-3-3-3-3 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við í fyrra skipti, snúið stykkinu. Endurtakið síðan UMFERÐ 3 og 4. Prjónið þar til snúið hefur verið við alls 12-14-16-18-20-24-26 sinnum (= 6-7-8-9-10-12-13 sinnum í hvorri hlið og síðasta prjónaða umferðin sé frá röngu). Á EFTIR SÍÐASTA SKIPTI SEM SNÚIÐ ER VIÐ: Í síðasta skipti sem umferð 4 er prjónuð þá endar umferðin með að snúa stykkinu, síðan er prjónað frá réttu að byrjun umferðar (miðja undir ermi). Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, það á að nota merkiþráðinn þegar lykkjum er fækkað undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu. Nú er prjónað í hring í sléttprjóni yfir allar lykkjur JAFNFRAMT þegar ermin mælist 1 cm frá miðju undir ermi er fækkað um 2 lykkjur undir ermi, lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í hverjum 5-4-3-2½-2-2-1½ cm alls 8-10-12-14-16-17-20 sinnum = 52-54-56-56-58-60-62 lykkjur í umferð. Prjónið síðan þar til ermin mælist 45-45-45-45-45-45-45 cm frá miðju ofan á öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 16-16-16-16-16-18-18 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 68-70-72-72-74-78-80 lykkjur. Þegar stroffið mælist 8-8-8-8-9-9-9 cm fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 53-53-53-53-54-54-54 cm frá miðju ofan á öxl. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 3,5 og 1 þráð í hvorri tegund (= 2 þræðir). Byrjið frá réttu fyrir miðju að framan og prjónið upp á milli 131 og 177 lykkjur í kringum hálsmál innan við 1 lykkju (meðtaldar 27-27-27-27-35-35-35 lykkjur á þræði frá hvoru framstykki). Prjónið fyrstu umferð slétt frá röngu (= 2 umferðir í garðaprjóni) með 7 kantlykkjur að framan í hvorri hlið eins og áður. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu með kantlykkjur að framan eins og áður JAFNFRAMT sem lykkjufjöldinn er jafnaður út til 95-97-99-101-117-119-121 lykkjur, lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 + 1. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 7 kantlykkjur að framan, prjónið stroff (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 7 kantlykkjur að framan. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 4-4-4-4-5-5-5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowhivecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 262-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.