Maple Whisper Vest#maplewhispervest |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónað vesti úr DROPS Lima eða DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð XS - XXXL.
DROPS 262-29 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Þegar A.1/A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er A.x endurtekið. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Lykkjufjöldi í mynstri A.1/A.4 er breytilegur, lykkjur eru auknar út og lykkjum fækkað í þessu mynstri, lykkjufjöldinn gengur út frá að það séu 12 lykkjur í mynstri A.1/A.4. Mynsturteikning er lesin frá hægri til vinstri þegar prjónað er frá réttu og frá vinstri til hægri þegar prjónað er frá röngu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Axlirnar eru prjónaðar hvor fyrir sig fram þar til hálsmál hefur verið prjónað til loka, síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað hvort fyrir sig niður að handvegi. Framstykkið og bakstykkið er sett saman og prjónað er í hring að loka máli. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli í hring. VINSTRI ÖXL (framstykki): Fitjið upp 23-24-26-28-28-29-31 lykkjur á hringprjón 4,5 með DROPS Lima eða DROPS Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Nú er prjónað MYNSTUR – lesið leiðbeiningar að ofan og prjónið þannig (fyrsta umferð er frá réttu): Prjónið A.1 yfir fyrstu 14-13-13-13-17-16-21 lykkjur – byrjið við ör fyrir þína stærð, prjónið 1-3-5-7-3-5-2 lykkjur sléttprjón og prjónið A.2. Haldið svona áfram með mynstur – munið eftir að þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er A.x endurtekið. Jafnframt þegar stykkið mælist 2-2-3-3-4-4-5 cm frá uppfitjunarkanti eru fitjaðar upp lykkjur fyrir hálsmáli í lok umferðar frá röngu – nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur A.1. Athugið í hvaða umferð í mynstri útaukningin byrjaði. Munið að fylgja prjónfestunni. Aukið út 1 lykkju 4-4-4-4-5-5-5 sinnum, 2 lykkjur 2-2-2-2-2-2-2 sinnum og 3 lykkjur 1-1-1-1-1-1-1 sinni = 34-35-37-39-40-41-43 lykkjur – síðasta umferð er frá röngu. Geymið stykkið. HÆGRI ÖXL (framstykki): Fitjið upp 23-24-26-28-28-29-31 lykkjur á hringprjón 4,5 með DROPS Lima eða DROPS Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Nú er prjónað mynstur þannig (fyrsta umferð er frá réttu): Prjónið A.3, prjónið 1-3-5-7-3-5-2 lykkjur sléttprjón, A.4 yfir næstu 14-13-13-13-17-16-21 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur – munið eftir að þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er A.x. endurtekið. Jafnframt þegar stykkið mælist 2-2-3-3-4-4-5 cm frá uppfitjunarkanti eru fitjaðar upp lykkjur fyrir hálsmáli í lok umferðar frá réttu – nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur A.4. Aukið út 1 lykkju 4-4-4-4-5-5-5 sinnum, 2 lykkjur 2-2-2-2-2-2-2 sinnum og 3 lykkjur 1-1-1-1-1-1-1 sinni = 34-35-37-39-40-41-43 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu eru fitjaðar upp lykkjur fyrir hálsmáli á milli hægri og vinstri axlar þannig: Prjónið yfir 34-35-37-39-40-41-43 lykkjur frá hægri öxl eins og áður, fitjið upp 15-17-17-17-19-21-23 lykkjur í lok umferðar, takið fram vinstri öxl og prjónið yfir 34-35-37-39-40-41-43 lykkjur eins og áður = 83-87-91-95-99-103-109 lykkjur í umferð. FRAMSTYKKI: Í fyrstu umferð frá röngu er prjónað mynstur sem nú þegar er byrjað yfir axlalykkjurnar eins og áður og prjónað er brugðið yfir lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir hálsmáli fyrir miðju. Í næstu umferð (= rétta) prjónið mynstur þannig: Prjónið A.3 (= 8 lykkjur), 1-3-5-7-3-5-2 lykkjur sléttprjón, A.4 þar til 9-11-13-15-11-13-10 lykkjur eru eftir (endið með fyrstu 5 lykkjur í A.4), prjónið 1-3-5-7-3-5-2 lykkjur sléttprjón og A.2 (= 8 lykkjur). Haldið áfram fram og til baka í mynstri sem nú þegar er byrjað. Þegar stykkið mælist 21-20-23-22-22-20-19 cm frá uppfitjunarkanti á öxl byrjar útaukning fyrir handveg, aukið er út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við A.3/A.2 í hvorri hlið – útauknar lykkjur eru prjónaðar snúnar brugðið í næstu umferð og síðan jafnóðum inn í mynstur A.4. Aukið út 1 lykkju 3-6-4-6-8-11-14 sinnum í annarri hverri umferð = 89-99-99-107-115-125-137 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29-30 cm frá uppfitjunarkanti. Í síðustu umferð frá réttu eru fitjaðar upp 7-9-9-13-17-19-19 nýjar lykkjur í lok umferðar fyrir handveg = 96-108-109-120-132-144-156 lykkjur. Geymið stykkið. Prjónið hægri og vinstri öxl á bakstykki eins og útskýrt er að neðan. HÆGRI ÖXL (bakstykki): Fitjið upp 23-24-26-28-28-29-31 lykkjur á hringprjón 4,5 með DROPS Lima eða DROPS Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Nú er prjónað mynstur þannig (fyrsta umferð er frá réttu): Prjónið A.1 yfir fyrstu 14-13-13-13-17-16-21 lykkjur – byrjið við ör fyrir þína stærð, prjónið 1-3-5-7-3-5-2 lykkjur sléttprjón og prjónið A.2. Haldið svona áfram með mynstur, jafnframt þegar stykkið mælist 2 cm frá uppfitjunarkanti er aukið út um 1 lykkju í lok umferðar frá röngu = 24-25-27-29-29-30-32 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl (bakstykki). VINSTRI ÖXL (bakstykki): Fitjið upp 23-24-26-28-28-29-31 lykkjur á hringprjón 4,5 með DROPS Lima eða DROPS Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Nú er prjónað mynstur þannig (fyrsta umferð er frá réttu): Prjónið A.3, prjónið 1-3-5-7-3-5-2 lykkjur sléttprjón, A.4 yfir næstu 14-13-13-13-17-16-21 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur, jafnframt þegar stykkið mælist 2 cm frá uppfitjunarkanti er aukið út um 1 lykkju í lok umferðar frá röngu = 24-25-27-29-29-30-32 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður. Í næstu umferð frá réttu eru lykkjur fitjaðar upp fyrir hálsmáli á milli hægri og vinstri axlar þannig: Prjónið yfir 24-25-27-29-29-30-32 lykkjur frá vinstri öxl eins og áður, fitjið upp 35-37-37-37-41-43-45 lykkjur í lok umferðar, prjónið yfir 24-25-27-29-29-30-32 lykkjur frá hægri öxl eins og áður = 83-87-91-95-99-103-109 lykkjur. BAKSTYKKI: Í fyrstu umferð frá röngu er prjónað mynstur sem nú þegar er byrjað yfir axlalykkjurnar eins og áður og prjónað er brugðið yfir lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir hálsmáli fyrir miðju. Í næstu umferð (= rétta) prjónið mynstur þannig: Prjónið A.3 (= 8 lykkjur), 1-3-5-7-3-5-2 lykkjur sléttprjón, A.4 þar til 9-11-13-15-11-13-10 lykkjur eru eftir (endið með fyrstu 5 lykkjur í A.4), prjónið 1-3-5-7-3-5-2 lykkjur sléttprjón og A.2 (= 8 lykkjur). Þegar stykkið mælist 21-20-23-22-22-20-19 cm frá uppfitjunarkanti á öxl byrjar útaukning fyrir handveg – stillið af eftir framstykki, aukið er út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við A.3/A.2 í hvorri hlið – útauknar lykkjur eru prjónaðar snúnar brugðið í næstu umferð og síðan jafnóðum inn í mynstur A.4. Aukið út 1 lykkju 3-6-4-6-8-11-14 sinnum í annarri hverri umferð = 89-99-99-107-115-125-137 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 24-25-26-27-28-29-30 cm frá uppfitjunarkanti. Í síðustu umferð frá réttu eru fitjaðar upp 7-9-9-13-17-19-19 nýjar lykkjur í lok umferðar fyrir handveg = 96-108-109-120-132-144-156 lykkjur. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Takið fram framstykkið, prjónið stroffprjón (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir 8 lykkjur í A.3, prjónið mynstur sem nú þegar er byrjað þar til 15-17-17-18-25-27-27 lykkjur eru eftir, prjónið (= 1 lykkja brugðið / 1 lykkja slétt) yfir lykkjur í A.2 (= 8 lykkjur) og haldið áfram með stroffprjón yfir 7-9-9-10-17-19-19 nýjar lykkjur í hlið, prjónið á sama hátt yfir lykkjur frá bakstykki = 192-216-216-240-264-288-312 lykkjur. Þegar prjónaðir hafa verið 2 cm í stroffprjóni eftir að stykkið hefur verið sett saman prjónið A.4 hringinn yfir allar lykkjur – byrjið mynstri þannig að það passi við mynstur sem nú þegar er byrjað á framstykki og bakstykki. Prjónið þar til stykkið mælist 21-23-23-24-25-26-27 cm frá þar sem stykkið var sett saman – stillið af eftir heila mynstureiningu af A.4 á hæðina. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 30-30-30-36-40-44-46 lykkjur jafnt yfir = 222-246-246-276-304-332-358 lykkjur. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4-4-5-5-5-5-5 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Vestið mælist 49-52-54-56-58-60-62 cm frá öxl. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp ca 96-102-104-108-110-116-122 lykkjur með DROPS Lima eða DROPS Merino Extra Fine og hringprjón 3,5 í kringum hálsmál. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-4-4-4-4-4 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #maplewhispervest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 262-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.