Gina skrifaði:
Ce chandail est toujours tricoté avec deux fils, soit et kid? Pourquoi pas la même quantité ? Merci beaucoup!
05.03.2025 - 13:43DROPS Design svaraði:
Bonjour Gina, tout à fait, ce modèle se tricote avec 2 laines: 1 fil Soft Tweed et 1 fil Kid-Silk, comme ces 2 laines n'ont ni le même poids, ni le même métrage, le nombre de pelotes va dépendre du métrage total nécessaire. Bon tricot!
05.03.2025 - 15:44
Nita skrifaði:
Waar kan ik telpatroon A1, A2, A3, A4, en A5 vinden? A6 en A7 zie ik wel onderaan de pagina staan. \r\nAlvast dank
01.12.2024 - 21:32
Marlies skrifaði:
Ik heb nog nooit met een rondbreinaald gebreid. Kan dit patroon ook zonder rondbreinaald gebreid worden. Dus op 2 naalden?
16.10.2024 - 19:10DROPS Design svaraði:
Dag Marlies,
Om een patroon aan te passen om op rechte naalden te breien hebben we een instructie gemaakt. Deze vind je hier.
17.10.2024 - 20:54
Stormy Ocean Cardigan#stormyoceancardigan |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð stór / oversize peysa úr DROPS Soft Tweed og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum, ísaumuðum ermum, skáhallandi öxl, rúllukanti og i-cord. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-17 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið mynsturteikningu A.1 (= 6 lykkjur). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið kant að framan þannig: Prjónið þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið mynsturteikningu A.1 (= 6 lykkjur), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (kantur að framan = 8 lykkjur): UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið lykkju 4 og 5 frá kanti mitt að framan slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, síðan halda lykkjur frá framstykki áfram eins og áður. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið kant að framan eins og áður og prjónið uppsláttinn slétt, svo að það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stykkið mælist 6-6-6-7-7-7 cm, síðan er fellt af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 14, 22, 30, 38 og 46 cm M: 14, 23, 31, 40 og 48 cm L: 15, 24, 33, 42 og 51 cm XL: 16, 24, 33, 41 og 50 cm XXL: 16, 25, 34, 43 og 52 cm XXXL: 16, 25, 34, 43 og 52 cm ATH: Fellt er af fyrir síðasta hnappagatinu í kanti í hálsmáli. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem á að fækka í / heildartölu lykkjufjölda í umferð (t.d. 22 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 5) = 4,4. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna 3. og 4. hverja lykkju slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur fyrir miðju á þessum 4 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt – svo ekki komi gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvert stykki er prjónað til loka fyrir sig, fram og til baka. Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp og prjónað er í hring. Stykkin eru saumuð saman. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli í hring. Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 260-260-284-300-340-348 lykkjur á hringprjón 3,5 með 1 þráð DROPS Soft Tweed og 1 þráð DROPS Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið stroff og MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan og prjónið frá réttu: 8 kantlykkjur að framan með i-cord – lesið KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD að ofan, A.2, A.3, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 16-16-20-20-20-20 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.3, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 8-8-12-20-20-24 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.3, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 16-16-20-20-20-20 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.3, A.4, A.3, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 16-16-20-20-20-20 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.3, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 8-8-12-20-20-24 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.3, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 16-16-20-20-20-20 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.3, A.2, 8 kantlykkjur að framan með i-cord. Prjónið þar til stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm og næsta umferð er prjónuð frá réttu. Síðan er prjónað frá réttu þannig: Skiptið yfir á hringprjón 5, prjónið 8 kantlykkjur að framan eins og áður – munið eftir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan, prjónið A.5 yfir næstu 18-18-18-18-24-24 lykkjur (= yfir A.2), prjónið A.6 yfir A.3, prjónið 18-18-22-22-22-22 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 3-1-3-2-5-2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 15-17-19-20-17-20 lykkjur sléttprjón), prjónið A.6 yfir A.3, prjónið 10-10-14-22-22-26 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 2-0-2-2-0-0 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 8-10-12-20-22-26 lykkjur sléttprjón í hlið á fram- og bakstykki), prjónið A.7 yfir A.3, prjónið 18-18-22-22-22-22 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 3-1-3-2-5-2 lykkjur jafnt yfir (= 15-17-19-20-17-20 lykkjur sléttprjón), prjónið A.7 yfir A.3, prjónið A.5 yfir næstu 36-36-36-36-48-48 lykkjur (= yfir A.4), prjónið A.6 yfir A.3, prjónið 18-18-22-22-22-22 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 3-1-3-2-5-2 lykkjur jafnt yfir (= 15-17-19-20-17-20 lykkjur sléttprjón), prjónið A.6 yfir A.3, prjónið 10-10-14-22-22-26 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 2-0-2-2-0-0 lykkjur jafnt yfir (= 8-10-12-20-22-26 lykkjur sléttprjón í hlið á fram- og bakstykki), prjónið A.7 yfir A.3, prjónið 18-18-22-22-22-22 lykkjur sléttprjón og fækkið jafnframt um 3-1-3-2-5-2 lykkjur jafnt yfir (= 15-17-19-20-17-20 lykkjur sléttprjón), prjónið A.7 yfir A.3, prjónið A.5 yfir næstu 18-18-18-18-24-24 lykkjur (= yfir A.2) og endið með 8 kantlykkjum að framan eins og áður = 244-256-268-288-320-340 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og útskýrt er að ofan þar til stykkið mælist 35-36-37-38-39-40 cm. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. SKIPTING Á STYKKI FYRIR HANDVEG: Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og umferðin er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 61-63-65-66-73-76 lykkjur eins og áður (= framstykki ásamt kanti að framan), fellið af næstu 8-10-12-20-22-26 lykkjur í umferð fyrir handveg, prjónið 106-110-114-116-130-136 lykkjur eins og áður (= bakstykki), fellið af næstu 8-10-12-20-22-26 lykkjur fyrir handveg, prjónið síðustu 61-63-65-66-73-76 lykkjur eins og áður (= framstykki ásamt kanti að framan). Nú eru framstykkin og bakstykkið prjónað til loka fram og til baka hvert fyrir sig. BAKSTYKKI: = 106-110-114-116-130-136 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka, en ysta lykkjan í hvorri hlið er prjónuð í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm, setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl og fellið af fyrir hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. SKÁHALLANDI ÖXL: Setjið ystu 3-3-3-4-4-4 lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl (til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn). Setjið 3-3-3-4-4-4 lykkjur á þráð alls 4 sinnum í hvorri hlið (= 12-12-12-16-16-16 lykkjur á þræði í hvorri hlið). HÁLSMÁL: JAFNFRAMT þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 57-59-61-63-65-67 cm, fækkið um 6-6-6-6-8-8 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.5. Í næstu umferð eru felldar af miðju 26-26-26-26-30-30 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með að setja lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl og fellið af 2 lykkjur í næstu umferð frá hálsmáli. Þegar allar lykkjur hafa verið settar á þráð fyrir skáhallandi öxl og fellt hefur verið af fyrir hálsmáli eru 23-25-27-24-28-31 lykkjur eftir í umferð fyrir öxl og stykkið mælist ca 59-61-63-65-67-69 cm mælt frá hæsta punkti inn að hálsmáli. Setjið til baka 12-12-12-16-16-16 lykkjur af þræði á prjóninn saman við 23-25-27-24-28-31 lykkjur í umferð = 35-37-39-40-44-47 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 3-3-3-3-4-4 lykkjur jafnt yfir hvern kaðal (= 6-6-6-6-8-8 lykkjur færri) = 29-31-33-34-36-39 lykkjur – ATH: Til að koma í veg fyrir að það myndist gat í skiptingunni þar sem lykkjur voru settar á þráð, takið upp þráðinn á milli 2 lykkja og prjónið snúið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm mælt frá hæsta punkti inn að hálsmáli. Prjónið hina öxlina á sama hátt (klippið þráðinn og byrjið frá réttu þegar allar axlalykkjurnar hafa verið settar til baka á prjóninn). VINSTRA FRAMSTYKKI: = 61-63-65-66-73-76 lykkjur. Haldið áfram með mynstur og kant að framan fram og til baka eins og áður, en ysta lykkjan inn að hlið er prjónuð í garðaprjóni. Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 54-56-57-58-59-60 cm, fækkið um 3-3-3-3-4-4 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.5 = 58-60-62-63-69-72 lykkjur. Setjið síðan lykkjur á þráð fyrir hálsmáli, fellið af fyrir hálsmáli og setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl eins og útskýrt er að neðan. HÁLSMÁL: Setjið ystu 17-17-17-16-16-16 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 2-2-2-2-3-3 sinnum og 1 lykkja 2-2-2-3-3-3 sinnum. SKÁHALLANDI ÖXL: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm, setjið ystu 3-3-3-4-4-4 lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl (til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráð). Setjið 3-3-3-4-4-4 lykkjur á þráð alls 4 sinnum í hvorri hlið (= 12-12-12-16-16-16 lykkjur á þræði). Þegar allar lykkjur hafa verið settar á þráð fyrir skáhallandi öxl og fellt hefur verið af fyrir hálsmáli eru 23-25-27-24-28-31 lykkjur eftir í umferð fyrir öxl og stykkið mælist ca 59-61-63-65-67-69 cm mælt frá hæsta punkti inn að hálsmáli. Klippið þráðinn. Setjið til baka 12-12-12-16-16-16 lykkjur af þræði á prjóninn saman við 23-25-27-24-28-31 lykkjur í umferð = 35-37-39-40-44-47 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 3-3-3-3-4-4 lykkjur jafnt yfir hvern kaðal (= 6-6-6-6-8-8 lykkjur færri) = 29-31-33-34-36-39 lykkjur – ATH: Til að koma í veg fyrir að það myndist gat í skiptingunni þar sem lykkjur voru settar á þráð, takið upp þráðinn á milli 2 lykkja og prjónið snúið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Stykkið mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm mælt frá hæsta punkti inn að hálsmáli. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, en með úrtöku fyrir hálsmáli og skáhallandi öxl í gagnstæðri hlið. ERMAR: Ermin er prjónuð í hring, síðan er ermakúpan prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 56-56-60-60-64-64 lykkjur á sokkaprjóna 3,5. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 6-6-6-7-7-7 cm. Í næstu umferð er skipt yfir á sokkaprjóna 5 og prjónuð 1 umferð slétt JAFNFRAMT er fækkað um 10-8-10-8-12-10 lykkjur jafnt yfir í umferð – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = 46-48-50-52-52-54 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar (= miðja undir ermi). Látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu, merkiþráðurinn er notaður þegar auka á út fyrir miðju undir ermi. Prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 8-8-8-9-9-11 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út lykkjur fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og aukið út þannig: Aukið út 2 lykkjur í hverjum 3½-3-3-2½-2-1½ cm alls 11-12-12-13-15-16 sinnum = 68-72-74-78-82-86 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón þar til ermin mælist 46-45-44-42-40-38 cm. Nú er ermakúpan prjónuð með því að prjóna sléttprjón fram og til baka frá miðju undir ermi, þannig að það myndist smá klauf mitt undir ermi. Prjónið þar til klaufin mælist 2-3-4-6-7-8 cm og ermin mælist alls 48-48-48-48-47-46 cm. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar við handveg innan við 1 lykkju í garðaprjóni – ATH – það er klauf undir ermum sem á að sauma við botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR HÁLSMÁL: Notið hringprjón 3,5 og 1 þráð í hvorri tegund (= 2 þræðir). Byrjið frá réttu fyrir miðju að framan og prjónið upp ca 102-102-106-106-114-118 lykkjur í kringum hálsmál (ásamt lykkjum af þræði), lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4 + 2. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 8 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið stroff (= 2 lykkjur brugðið / 2 lykkjur slétt) þar til 10 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 8 kantlykkjur að framan eins og áður. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka – ATH: Fellið af fyrir síðasta hnappagatinu þegar kantur í hálsmáli mælist 1 cm. Þegar kantur í hálsmáli mælist 6-6-7-7-8-8 cm og næsta umferð er prjónuð frá réttu, prjónið 3 umferðir sléttprjón (= rúllukantur). Skiptið yfir á hringprjón 5 og fellið af aðeins laust með brugðnum lykkjum frá röngu. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #stormyoceancardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.