Alya skrifaði:
"Continue A.2 and cast off at the beginning of every row in each side: 2 stitches 1 time, and 1 stitch 3 times =145 stitches. Finish with 1 row from wrong side", Which part should I do this pattern at the row of chart? How to do this cast off? cause I still didn't understand.
04.03.2025 - 15:19DROPS Design svaraði:
Dear Alya, just continue A.2 as before, making sure to not displace pattern (it should continue as before, beg and end of rows will just start a different way because of cast-off stitches), then cast off 2 stitches at the beg of next 2 rows (2 sts from RS and 2 sts from WS), then cast off 1 stitch at the beg of next 6 rows (1 st 3 times on each side); the last row of A.2 worked will depend on your tension in height, just make sure when working front piece that you end with the same row. Happy knitting!
05.03.2025 - 08:08
Anja Nouwen skrifaði:
De hoeveelheid rode garen van karisma is voor medium aangegeven op 200 gram. Dit is niet voldoende omdat de boord ook met rood is gebreid. Hiervoor heb je nog 50 gram extra voor nodig.
24.02.2025 - 20:20
Alya skrifaði:
Yeah, I mean, now I'm working in Back Piece. The pattern says "work A.1 until 2 stitches remain, work first stitch in A.1" I'm confused in which row of chart should I work, Is it on top of A. 1 (Wine red) or not... Thanks
17.02.2025 - 13:11DROPS Design svaraði:
Dear Alya, diagrams are read from bottom up, so start at the very bottom and read diagrams from the right side from the right towards the left and from the wrong side from the left towards the right. Read more about diagrams here. Happy knitting!
17.02.2025 - 16:09
Alya skrifaði:
Hello, is it when working on the remaining 2 stitches at the end of the diagram (top: wine red)?
13.02.2025 - 08:08DROPS Design svaraði:
Dear Alya, could you specify your question? Which chart are you talking about? What 2 remaining stitches? Happy knitting!
17.02.2025 - 00:29
Liz skrifaði:
Is het mogelijk om de telpatronen in spiegelbeeld te krijgen en de kleuren omgekeerd? Ik ben linkshandig en ben van plan de kleuren om te wisselen (dus wit boven en rood onder)
11.02.2025 - 15:49DROPS Design svaraði:
Dag Liz,
Het is voor ons helaas niet mogelijk om patronen en tekeningen aan te passen naar persoonlijke wensen. Je kunt de afbeeldingen wel apart afdrukken en eventueel in een programma om afbeeldingen te bewerken spiegelen.
11.02.2025 - 20:41
Alicia skrifaði:
Should I cut the strand when I want to put piece aside ( Back Piece: Right Shoulder)?
26.01.2025 - 03:23DROPS Design svaraði:
Dear Alicia, yes, usually we state that you cut the thread when putting the piece aside (such as when switching from the Back piece to the Front piece). Since you start a new piece casting on stitches and you will join the right shoulder to the left shoulder on the needles you won't need the right shoulder thread so you cut it. Happy knitting!
26.01.2025 - 19:19
Ingrid Helsen skrifaði:
LINKER SCHOUDER: Zet 38-42-46-46-54-62 steken op rondbreinaald 4 mm met DROPS Lima in naturel of DROPS Karisma in naturel. Brei 1 naald averecht op de verkeerde kant, brei dan als volgt aan de goede kant: 1 kantsteek in ribbelsteek. Brei de laatste 4 steken in A.3 1-0-1-1-1-1 keer in totaal, brei A.3 over de volgende 32-40-40-40-48-56 steken en eindig met 1 kantsteek. De laatste 4 steken in A3? Wat wordt daarmee bedoeld?
02.12.2024 - 21:27DROPS Design svaraði:
Dag Ingrid,
A.3 is 8 steken breed en je leest het patroon steeds van rechts naar links. Als je de laatste 4 steken moet breien, pak je dus de laatste steken aan de linker kant van het patroon en je breit ze dus van rechts naar links. Dit wordt gedaan om ervoor te zorgen dat het patroon mooi symmetrisch op het pand wordt gepositioneerd.
04.12.2024 - 20:25
Alicia skrifaði:
Can you explain how to knit 4 rows in A. 1 with 1 edge sts in garter sts? Why it's not stocking stitch? Because my project is kinda weird to see or my technique is wrong at all? Then, which part should I add short rows? Thank you!!!
02.12.2024 - 16:15DROPS Design svaraði:
Dear Alicia, you work 1 edge stitch in garter stitch, apart from the charts, so that you have an edge that looks neatly and doesn't roll, which would happen if the whole piece, including the edges, is worked in stocking stitch. The rest of the pattern is worked as indicated in PATTERN; the charts are worked fully in stocking stitch. Only work the 1 edge stitch on each side in garter stitch. There are no short rows in this pattern. Happy knitting!
07.12.2024 - 23:07
Małgorzata skrifaði:
Przerobić 1 oczko brzegowe jak wcześniej, przerabiać schemat A.1 aż zostaje 2 oczka, przerobić pierwsze oczko schematu A.1 (aby motyw zaczynał się i kończył w taki sam sposób), przerobić 1 oczko brzegowe jak wcześniej. Co to znaczy o ktore 1 oczko schematu chodzi
29.11.2024 - 10:41DROPS Design svaraði:
Witaj Małgosiu, pierwsze oczko schematu w 5-tym rzędzie to oczko kolorem czerwonym (pierwsze oczko po prawej stronie schematu). Teraz to bez znaczenia ponieważ cały rząd jest w jednym kolorze, ale jak schemat zacznie mieć 2 kolory w jednym rzędzie to będzie już istotne. Pozdrawiamy!
02.12.2024 - 09:17
Andine skrifaði:
Hey, when working in right shoulder, It's says "Purl 1 row from wrong side, then work 4 rows PATTERN - read explanation above - as shown in A.1, with 1 edge stitch in GARTER STITCH in each side" what does it means? is it after cast on, I will do a purl in the first row? but It's says it work in garter sts when doing back and forth. and if It's not a purl in the first row, what stitch am I doing in first row? thanks!
25.11.2024 - 20:09DROPS Design svaraði:
Dear Andine, just after your have cast on all stitches, purl all stitches = this is the first row from wrong side; then work in pattern as follows, starting from right side: 1 edge stitch in garter stitch, repeat diagram A.1 in width until 1 stitch remains and work 1 edge stitch in garter stitch. The first 4 rows in A.1 are just stripes (2 rows with off white, 1 row with red, 1 row with off white). Then cut the yarn and put aside. Work now left shoulder the same way and work then back piece casting on stitches between both shoulders. Happy knitting!
26.11.2024 - 09:22
Nordic Flower#nordicflowersweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Lima eða DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S – XXXL.
DROPS 255-17 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn – svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þegar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir í eitt númer grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. Þegar það er langt á milli lita í mynstri / löng hopp þá er hægt að tvinna þræðina saman á bakhlið á stykkinu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað fram og til baka. Framstykkið og bakstykkið er prjónað hvort fyrir sig. Prjónað er ofan frá og niður, niður að handvegi, stykkin eru sett saman og prjónað er í hring yfir allar lykkjur. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er tvöfaldur kantur í hálsmáli. BAKSTYKKI: HÆGRI ÖXL: Prjónið fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 38-42-46-46-54-62 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Lima í litnum natur eða DROPS Karisma í litnum natur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan eru prjónaðar 4 umferðir með MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan – eins og útskýrt er í A.1 með 1 kantlykju í GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – lesið útskýringu að ofan. Kantlykkjur eru alltaf prjónaðar í garðaprjóni. Geymið stykkið og prjónið vinstri öxl. VINSTRI ÖXL: Fitjið upp 38-42-46-46-54-62 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Lima í litnum natur eða DROPS Karisma í litnum natur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan eru prjónaðar 4 umferðir með mynstur eins og útskýrt er í A.1 með 1 kantlykju í hvorri hlið. Í næstu umferð eru axlirnar settar saman fyrir bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: Prjónið umferð 5 í A.1 yfir lykkjur frá vinstri öxl, fitjið upp 39-39-39-47-47-47 nýjar lykkjur í umferð með litnum rauður/vínrauður, prjónið umferð 5 í A.1 yfir lykkjur frá hægri öxl = 115-123-131-139-155-171 lykkjur. Lesið LEIÐBEININGAR! Prjónið 1 kantlykkju eins og áður, prjónið A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkjuna í A.1 (þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt), 1 kantlykkja eins og áður. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið þannig: 1 kantlykkja, prjónið A.2 þar til eftir er 1 lykkja, prjónið 1 kantlykkju eins og áður – sjá ör sem sýnir byrjun í þinni stærð! Mynstrið gengur ekki jafnt upp í heila mynstureiningu í hliðum, en það er heil mynstureining af A.2 mitt í umferð. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm frá uppfitjunarkanti er sett 1 merki í hvora hlið á stykki. Athugið hvaða umferð í mynstri þetta er. Haldið áfram með A.2 og fellið af í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 3 sinnum = 105-113-121-129-145-161 lykkjur. Endið með 1 umferð frá röngu, klippið þráðinn og geymið stykkið og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: VINSTRI ÖXL: Fitjið upp 38-42-46-46-54-62 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Lima í litnum natur eða DROPS Karisma í litnum natur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig: 1 kantlykkja, prjónið síðustu 4 lykkjur í A.3 alls 1-0-1-1-1-1 sinni, prjónið A.3 yfir næstu 32-40-40-40-48-56 lykkjur, endið með 1 kantlykkju. Í umferð 14-14-16-16-18-18 í mynsturteikningu byrjar útaukning fyrir hálsmáli, fitjaðar eru upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá röngu þannig: 1 lykkja 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum og 3 lykkjur 1 sinni = 46-50-54-54-62-70 lykkjur, útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Þegar útaukning hefur verið gerð til loka, klippið þráðinn. Síðasta umferð er prjónuð frá röngu. Geymið stykkið og prjónið hægri öxl. HÆGRI ÖXL: Fitjið upp 38-42-46-46-54-62 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Lima í litnum natur eða DROPS Karisma í litnum natur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig: 1 kantlykkja, A.1 yfir næstu 32-40-40-40-48-56 lykkjur, prjónið fyrstu 4 lykkjur í A.1 1-0-1-1-1-1, endið með 1 kantlykkju. Í umferð 13-13-15-15-17-17 í mynsturteikningu byrjar útaukning fyrir hálsmáli, fitjaðar eru upp nýjar lykkjur í lok hverrar umferðar frá réttu þannig: 1 lykkja 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum og 3 lykkju 1 sinni = 46-50-54-54-62-70 lykkjur, útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Prjónið síðustu umferð frá röngu. Í næstu umferð eru axlirnar settar saman fyrir framstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið næstu umferð í A.1 yfir lykkjur frá hægri öxl, fitjið upp 23-23-23-31-31-31 nýjar lykkjur í umferð með litnum rauður/vínrauður, haldið áfram með A.1 yfir lykkjur frá vinstri öxl = 115-123-131-139-155-171 lykkjur. Lesið LEIÐBEININGAR! Prjónið 1 kantlykkju, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1 (þannig að mynstrið byrjar og endar á sama hátt), 1 kantlykkja. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið þannig: 1 kantlykkja eins og áður, A.2 þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju eins og áður – sjá ör sem sýnir byrjun í þinni stærð! Mynstrið gengur ekki jafnt upp í heila mynstureiningu í hliðum, en það er heil mynstureining af A.2 mitt í umferð þannig að mynstrið verði samhverft. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm frá uppfitjunarkanti er sett 1 merki í hvora hlið á stykki – passið uppá að þetta sé sama umferð og á bakstykki. Haldið áfram með A.2 og fellið af í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 3 sinnum = 105-113-121-129-145-161 lykkjur. Endið með 1 umferð frá röngu, ekki klippa þráðinn. FRAM- OG BAKSTYKKI: Í næstu umferð frá réttu eru stykkin prjónuð saman þannig: Prjónið yfir 105-113-121-129-145-161 lykkjur frá framstykki (haldið áfram með A.2 eins langt og mynstrið nær), prjónið næstu 105-113-121-129-145-161 lykkjur frá bakstykki (haldið áfram með A.2 eins langt og mynstrið nær). Nú eru 210-226-242-258-290-322 lykkjur í umferð. Haldið áfram hringinn með A.2. ATH! Mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp í hvorri hlið undir ermum, en prjónið eins langt og mögulegt er út að hvorri hlið, passið uppá að það sé minnst 1 lykkja með litnum natur/natur í hvorri hlið þegar doppa er prjónuð. Þegar mynstrið hefur verið prjónað til loka, endurtakið efstu 8 umferðir í mynstri (merkt með x). Prjónið eins og áður þar til stykkið mælist 25-26-27-27-28-29 cm frá þar sem stykkin voru sett saman, stillið af að prjónaðar séu nokkrar umferðir án doppa á fyrir stroff. Nú er stykkið prjónað til loka með litnum natur/natur. Í næstu umferð byrjar stroff jafnframt því sem aukið er út um 42-46-50-50-62-66 lykkjur jafnt yfir í umferð = 252-272-292-308-352-388 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið – munið eftir útaukningu). Fellið af þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm. Peysan mælist 54-56-58-60-62-64 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. ERMAR: Ermin er prjónuð í hring frá handveg og niður á við á hringprjón 4. Frá réttu eru prjónaðar upp 84-88-92-96-100-106 lykkjur meðfram handveg – notið litinn natur/natur, byrjið við merki í botni á handvegi og prjónið upp lykkjur að merki í hinni hliðinni. Lykkjur sem felldar voru af í hvorri hlið á fram- og bakstykki eru í saumaðar saman í lokin. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar. Að auki er sett 1 merki í 2 miðjulykkjur í umferð (= ca mitt ofan á ermi). Merkiþráðurinn mitt undir ermi er notaður þegar fækka á lykkjum undir ermi og merkið mitt ofan á ermi er notað til að telja út hvar mynstrið á að byrja undir ermi. Prjónið 1 umferð sléttprjón með litnum natur/natur. Prjónið síðan mynstur, þ.e.a.s. prjónið A.4 hringinn á ermi – lykkja með ör í A.4 á að passa við lykkju með merki mitt ofan á ermi – teljið út að merkiþræði hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi (mynstrið kemur ekki til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi). Þegar ermin mælist 3 cm frá merki á öxl, fækkið lykkjum mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 3-2½-2½-2-2-1½ cm alls 13-14-14-15-16-18 sinnum = 58-60-64-66-68-70 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina, endurtakið síðustu 8 umferðir (merkt með x í mynsturteikningu). Prjónið síðan þar til ermin mælist 42-41-41-39-36-33 cm frá merki, endið með nokkrar umferðir án doppu. Nú er prjónað til loka með litnum natur/natur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 10-12-12-10-12-14 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 68-72-76-76-80-84 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm fellið af. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 3 og litinn rauður/vínrauður. Byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp ca 120 til 136 lykkjur í kringum hálsmál), lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 9 cm. Skiptið yfir í hringprjón 4 og fellið af. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið saman op undir hvorri ermi. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nordicflowersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 255-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.