Mona Versyp skrifaði:
Ik ben bezig met het breien van de A5. Ik plaats twee steken op een kabelnaald voor het werk, waarna ik 2 rechte steken moet breien, vervolgens 2 averechte en dan 2 steken recht van de kabelnaald. Op de kabelbaan staan echter twee rechte steken, dan is de steek na de kabelnaald een averechtse en geen rechte. Klopt dit? Moet ik deze averechte steken dan toch recht breien?
23.01.2025 - 20:25DROPS Design svaraði:
Dag Mona,
Dit klopt, nadat je de 2 steken op de kabelnaald hebt gezet brei je 2 recht en dan 2 averecht en dan weer de 2 steken van de kabelnaald recht. Op deze manier wordt het boordsteekpatroon voortgezet.
23.01.2025 - 20:44
Oma Myriam skrifaði:
Beste, dank u voor uw antwoord, maar op een rondbreinaald, waar is het begin van de naald? In de uitleg staat, vanaf midden voor wordt het werk gemeten? Maar als ik dat als begin naald neem, dan komt de markeerdraad NIET tussen de twee steken. Is er een filmpje? DROPS Design answered: vanaf het begin van de naald brei je eerst 5 of 7 steken (afhankelijk van je maat) in boordsteek, dan brei je A.1, dan 2 recht en tussen deze 2 recht zit de eerste markeerdraad.
23.01.2025 - 12:39DROPS Design svaraði:
Dag Myriam,
Het begin van de naald is waar je de naald steeds begint en eindigt en dus waar je ook de draad nog ziet hangen van het opzetten, als het goed is. Dit hoeft inderdaad niet perse midden voor te zijn, maar in dit geval is het een aantal steken voor de raglanlijn.
23.01.2025 - 20:40
Oma Myriam skrifaði:
Beste, breek al meer dan een dag het hoofd en dito probeersels om beschrijving van patroon z-1039 uit te voeren. Na het plaatsen van de 4 markeerdraden snap ik niet waar ik die 5-5-5.... boordsteken moet beginnen tellen om de A1 en A2 kabels juist te beginnen, zodat de markeerdraad tussen de twee steken na de kabel komen. Heb zowat alle combinaties geprobeerd, maar lukt nooit. Kan iemand verduidelijken waar ik de mist inga? Bedankt.
22.01.2025 - 18:49DROPS Design svaraði:
Dag Myriam,
Vanaf het begin van de naald brei je eerst 5 of 7 steken (afhankelijk van je maat) in boordsteek, dan brei je A.1, dan 2 recht en tussen deze 2 recht zit de eerste markeerdraad.
22.01.2025 - 21:31
Anna Gilardi skrifaði:
Buonasera , alla fine del secondo blocco di aumenti A3A4 mi trovo correttamente con 208 punti . Il blocco successivo, molto sintetico, mi dice di procedere x 5 volte con gli intrecci e 6 giri a coste tra ogni aumento . Così facendo aumenterei 32 punti per ogni giro = 160 punti , non arriverei ai 304 indicati nel pattern , ma molti di più . Potete spiegarmi?
04.01.2025 - 19:02DROPS Design svaraði:
Buonagiorno Anna, nelle spiegazioji viene indicato di lavorare fino a quando gli intrecci sono stati lavorati per un TOTALE di 5 volte: deve pertanto lavorare ancora 3 volte gli intrecci. Buon lavoro!
06.01.2025 - 09:05
Madelen Valentina Schurmeyer skrifaði:
Jeg har strikket A.3 og A.4 en gang, og så 6 omganger etter dette som vanlig (raglan). Det står at man skal fortsette å strikke økning som vist i A.3 og A.4, men ingenting om hvor mange masker det skal være imellom hver flette, etter den første omgangen. Jeg skal strikke etter disse diagrammene 5 ganger til, men hvor mange masker skal det være imellom flettene i hver omgang?
30.12.2024 - 19:03DROPS Design svaraði:
Hei Madelen. Det står kun at de nye maskene skal strikkes i vrangbord, ikke hvor mange masker det er mellom fletttene i de forskjellige størrelsene, men ta en titt på vårt svar til Aina og Maj under, ( fletten (A.3) starter 11 masker før merketrådene og fletten (A.4) starter 1 maske etter merketrådene). mvh DROPS Design
02.01.2025 - 13:54
Sara Roger skrifaði:
Bonjour et merci pour votre précédente aide. J’ai bien avancé, j’ai 216m et ai tricoté les 5 rangs. Je devrais faire « Continuer en augmentant comme indiqué dans A.3 et A.4, jusqu'à ce qu'on ait croisé 5-5-6-7-7-7 fois les mailles au total en hauteur (on a 6-6-6-5-5-5 tours de côtes entre chaque augmentation). On a 304-304-336-376-376-376 mailles » mais je ne comprends rien. Dois-je travailler qu’1 coté ?un peu plus de détail ne serait pas de refus. Merci d’avance
23.12.2024 - 12:05DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Roger, quand vous avez 216 mailles, vous avez croisé les mailles déjà 2 fois (2 fois les diagrammes/torsades); vous tricotez maintenant 5 tours de côtes puis ainsi: (A.3/A.4 et en côtes comme avant puis 5 tours de côtes) et vous tricotez 5 fois au total de (à), vous allez augmenter 32 mailles à chaque fois x 5 fois = 160 augmentations + les 216 mailles = vous avez maintenant 376 mailles sur l'aiguille. Bon tricot!
02.01.2025 - 10:37
Aina skrifaði:
Har samma problem som Maja. Stickar st M och har också 208 M. Förklara gärna hur man skall sticka första varvet så att man kommer rätt till resp. märktråd.
21.12.2024 - 16:46DROPS Design svaraði:
Hei Aina. Se vårt svar til Maj under. Husk at ved hver flette/økninger strikkes det flere masker i vrangborden før man strikker fletten igjen. Fletten (A.3) starter 11 masker før merketrådene og fletten (A.4) starter 1 maske etter merketrådene. mvh DROPS Design
02.01.2025 - 13:49
Maj skrifaði:
Stickar st M. Har 208 m . Fr bakstycket till första märktråden har jag 28 m, till nästa 48,56 till nästa, 48 till nästa och 28 till sista märtktråden. Tillsammans 208m. Stickat 6 varv . Vid nästa ökning stickas 13 m resår och därefter A3. Har 3 m kvar till märktråden. Vad är fel?
21.12.2024 - 12:07DROPS Design svaraði:
Hei Maj. Da du strikket forrige omgang (1. omgang med A.3 og A.4) økte du masker, disse økte maskene / nye maskene i hver flette strikkes inn i vrangborden. Så når du skal strikke neste flette, strikkes det flere masker vrangbord (ikke 13 masker, men 17 masker). 17 masker vrangbord + A.3 (10 masker) + 1 maske rett før 1. merketråd = 28 masker før 1. merketråd. mvh DROPS Design slik at nå rdu skal strikke neste omgang med flett
02.01.2025 - 13:44
Sara Roger skrifaði:
Je ne comprends pas vos calculs de marquage des fils marqueurs. Lorsque que je commence à compter à partir du milieu du devant, la seconde marque (bras) est à 28m, lorsque je suis les explications je dois tricoter 7 m puis A.1, 2 m endroit (le fil marqueur se trouve entre ces 2 m) Pourriez-vous me dire si tout est correct et me donner plus d’informations Je vous remercie d’avance Joyeuses fêtes de fin d’année Mme Roger
19.12.2024 - 13:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Roger, les tours commencent au milieu dos: vous aurez ainsi 7 m en côtes (3 dernières tailles), A.1, 2 m end, A.2, 2 m end, A.1, 2 m end (avec le fil marqueur entre ces 2 mailles), A.2, 14 m en côtes, A.1, 2 m end (avec le fil marqueur entre ces 2 mailles), A.2, 2 m end, A.1, 2 m end (avec le fil marqueur entre ces 2 mailles), A.2, 7 m en côtes., soit: 7+10+2+10+2+10+2+10+14++10+2+10+2+10+2+10+7= 120 mailles. En même temps, en tricotant A.1 et A.2, vous avez augmenté 8 mailles dans chacune des 8 torsades (4 dans chacun des 4 A.1 + 4 dans chacun des 4 A.2) soit 64 mailles au total + les 120 mailles = 184 mailles. Bon tricot!
19.12.2024 - 16:24
Kjerstin Schön skrifaði:
Förstår inte mönstret när jag har gjort till 208 maskor så ska jag öka som tidigare jag gjort med A3 Och A 4, får det inte att stämma, hur ska jag räkna, kommer inte fram till märktråd efter A3??
12.12.2024 - 11:12DROPS Design svaraði:
Hei Kjerstin. Når du har 208 masker, strikker du 6 omganger vrangbord som før (2 vrang / 2 rett), de nye maskene i hver flette strikkes inn i vrangborden. Så fortsetter du med økningene som vist i A.3 / A.4 til du har flettet det antall ganger i den str. du strikker. Se gjerne hjelpevideoen, Hvordan øke masker i en flette, om du trenger hjelp til økningene. Evnt skriv en mer detaljert beskrivelse hva du trenger hjelp til og hvilken størrelse du strikker. mvh DROPS Design
16.12.2024 - 08:34
White Heron#whiteheronsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Kid-Silk og 1 þræði DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með köðlum, laskalínu og stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-7 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Lykkjum er fækkað í annað hvert skipti á undan og á eftir merkiþræði. Fækkið lykkjum á undan merkiþræði: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið næstu 4 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir = 4 lykkjur færri. Fækkið lykkjum á eftir merkiþræði: Prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 5 lykkjur slétt saman = 4 lykkjur færri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 112-112-112-120-120-120 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði DROPS Alpaca og 2 þráðum DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff þannig: Stærð S-M-L: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt. Stærð XL-XXL-XXXL: 1 lykkja brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 lykkja brugðið. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 12 cm. Nú eru settir 4 merkiþræðir í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna). Merkiþræðirnir eru notaðir þegar auka á út fyrir laskalínu og hver merkiþráður er settur á milli 2 lykkja. Teljið 16-16-16-18-18-18 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1 merkiþráð, teljið 24 lykkjur (ermi), setjið 1 merkiþráð, teljið 32-32-32-36-36-36 lykkjur (framstykki), setjið 1 merkiþráð, teljið 24 lykkjur (ermi), setjið 1 merkiþráð, það eru 16-16-16-18-18-18 lykkjur eftir í umferð (hálft bakstykki). Byrjun umferðar er mitt að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 56-56-56-60-60-60 lykkjur í umferð (= mitt að framan), stykkið er mælt frá þessu merki. Síðan er prjónað stroffprjón eins og áður og aukið er út við hvern merkiþráð. Lykkjur eru auknar út jafnframt því sem kaðlar eru prjónaðir í A.1 og A.2. Prjónið 5-5-5-7-7-7 lykkjur stroffprjón eins og áður, prjónið A.1, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.2, 2 lykkjur slétt, A.1, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.2, 10-10-10-14-14-14 lykkjur stroffprjón, A.1, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.2, 2 lykkjur slétt, A.1, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.2, 5-5-5-7-7-7 lykkjur stroffprjón. Þegar þessi umferð hefur verið prjónuð hefur verið aukið út um 64 lykkjur, aukið hefur verið út um 8 lykkjur í hverjum kaðli (hvoru megin við merkiþræðina) = 176-176-176-184-184-184 lykkjur. Prjónið 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón eins og áður, nýjar lykkjur í hverjum kaðli eru prjónaðar inn í stroffprjón. Prjónið 13-13-13-15-15-15 lykkjur í stroffprjóni eins og áður, prjónið A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 18 lykkjur stroffprjón, A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 26-26-26-30-30-30 lykkjur stroffprjón, A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 18 lykkjur stroffprjón, A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja) A.4, 13-13-13-15-15-15 lykkjur stroffprjón. Þegar þessi umferð hefur verið prjónuð hefur verið aukið út um 32 lykkjur, aukið hefur verið út um 4 lykkjur í hverjum kaðli (hvoru megin við merkiþræðina) = 208-208-208-216-216-216 lykkjur. Prjónið 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón eins og áður, nýjar lykkjur í hverjum kaðli eru prjónaðar inn í stroffprjón. Haldið áfram með útaukningu eins og útskýrt er í A.3 og A.4 þar til búið er að snúa í kaðli alls 5-5-6-7-7-7 sinnum (með 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón á milli hverra útaukninga). Nú eru 304-304-336-376-376-376 lykkjur í umferð. Prjónið 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón eins og áður, nýjar lykkjur í hverjum kaðli eru prjónaðar inn í stroffprjón. Prjónið 29-29-33-39-39-39 lykkjur stroffprjón eins og áður, prjónið A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.5, 50-50-58-66-66-66 lykkjur stroffprjón, A.6, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 58-58-66-78-78-78 lykkjur stroffprjón, A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja) A.5, 50-50-58-66-66-66 lykkjur stroffprjón, A.6, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 29-29-33-39-39-39 lykkjur stroffprjón. Þegar þessi umferð hefur verið prjónuð og aukið hefur verið út um 16 lykkjur, aukið hefur verið út um 4 lykkjur í hverjum kaðli á framstykki og bakstykki og á ermum er útaukningu lokið og kaðlar eru prjónaðir án þess að auka út = 320-320-352-392-392-392 lykkjur. Prjónið 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón eins og áður, nýjar lykkjur í hverjum kaðli eru prjónaðar inn í stroffprjón. Prjónið 33-33-37-43-43-43 lykkjur stroffprjón eins og áður, prjónið A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.5, 50-50-58-66-66-66 lykkjur stroffprjón, A.6, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 66-66-74-86-86-86 lykkjur stroffprjón, A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.5, 50-50-58-66-66-66 lykkjur stroffprjón, A.6, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 33-33-37-43-43-43 lykkjur stroffprjón. Þegar þessi umferð hefur verið prjónuð hefur verið aukið út um 16 lykkjur, aukið hefur verið út um 4 lykkjur í hverjum kaðli á framstykki og bakstykki, ekki er aukið út á ermum = 336-336-368-408-408-408 lykkjur. Prjónið 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón eins og áður, síðan er aukið út 1-2-3-3-4-5 sinnum á sama hátt og útskýrt er að ofan (einungis á framstykki / bakstykki), ekki er aukið út á ermum. Nú eru 352-368-416-456-472-488 lykkjur í umferð. Það hefur verið snúið við í köðlum alls 8-9-11-12-13-14 sinnum. Prjónið síðan stroffprjón og kaðla, án útaukninga þar til stykkið mælist 24-27-32-32-34-36 cm, endið með minnst 6-6-6-5-5-5 umferðir í stroffprjóni á eftir síðustu kaðlaumferð. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 52-56-64-70-74-78 lykkjur (hálft bakstykki), setjið næstu 72-72-80-88-88-88 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 20-24-20-20-24-28 nýjar lykkjur í umferð (í hlið undir ermi), prjónið næstu 104-112-128-140-148-156 lykkjur (framstykki), setjið næstu 72-72-80-88-88-88 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 20-24-20-20-24-28 nýjar lykkjur í umferð (í hlið undir ermi), prjónið þær 52-56-64-70-74-78 lykkjur sem eftir eru (hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 248-272-296-320-344-368 lykkjur. Prjónið stroffprjón hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm frá merki mitt að framan. Fellið af. Peysan mælist ca 56-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 72-72-80-88-88-88 lykkjur frá ermi af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 4,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 20-24-20-20-24-28 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 92-96-100-108-112-116 lykkjur. Prjónið stroffprjón hringinn þar til stykkið mælist 4 cm. Nú er fækkað um 4 lykkjur á undan merkiþræði, endurtakið úrtöku í hverjum 8-8-6-6-6-6 cm alls 2-2-4-4-4-4 sinnum, lykkjum er fækkað til skiptis á undan og á eftir merkiþræði – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = 84-88-84-92-96-100 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 42-40-36-36-35-34 cm, fellið af. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #whiteheronsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.