Laura skrifaði:
Hei! Onko A.6 kaavion selityksessä virhe? Jollekin oli dropsilta vastattu, että apupuikolle pitäisi ottaa työn taakse 2 silmukkaa 4:n sijaan. Joku oli taas sanonut, että 4 silmukkaa apupuikolle, 2 oikein, sitten apupuikon 2 silmukkaa nurin ja 2 oikein. Tein itse tällä tavalla, mutta jouduin purkamaan kun ei näyttänyt joustinneule "pylväät" jatkuvan alaspäin.
28.01.2026 - 08:44
Birgitta skrifaði:
"Fortsätt ökningarna som visas i A.3 och A.4 tills det har flätats totalt 5-5-6-7-7-7 gånger (med 6-6-6-5-5-5 varv resår mellan varje ökning)." Hur många maskor i resår stickas mellan ökningarna? Samma som på föregående varv? 13, 18, 26, 18, 13?? Eller ska man lägga till?
15.01.2026 - 22:40DROPS Design svaraði:
Hei Birgitta. Litt usikker på spørsmålet ditt. Tenker du på hvor mange masker /vrangbord mellom økningene på for/bakstykket eller ermene? (det økes med 4 masker hver gang A.3/A.4 strikkes). mvh DROPS Design
29.01.2026 - 12:27
Mona Åström skrifaði:
Ni är inte speciellt snabba med att svara.
15.01.2026 - 12:54
Mona Åström skrifaði:
Nu håller jag på att stick ärmarna. Men det framgår inte klart om jag ska minska fyra maskor i var sida av ärmen.
14.01.2026 - 18:23DROPS Design svaraði:
Hei Mona. Det står: det minskas växelvis före och efter märktråden. Les også MINSKNINGSTIPS (gäller mitt under ärmarna) øverst i oppskriften. mvh DROPS Design
29.01.2026 - 12:01
Mona skrifaði:
Mönstret är verkligen lite svårt att förstå.
12.01.2026 - 13:30
Mona skrifaði:
Hej! Fråga ang mönstret till white heron. Har kommit till fram- och bakstycket men förstår inte det sista där. Står att när arbetet mäter 54 cm från markören mitt fram och maska av. Men sedan står det att tröjan mäter 62 cm från axeln och ner. Menas det att man ska mäta arbetet från halskanten???? Tacksam för förklaring.
12.01.2026 - 13:29DROPS Design svaraði:
Hej Mona, ja du har 8 cm fra halskanten og op til øverst på skulderen og 54 cm fra halskanten og ned = totalt 62 cm. Men da du strikker oppefra og ned kan du prøve tøjet og strikke til ønsket længde :)
26.01.2026 - 15:02
Liliana skrifaði:
Il maglione è lavorato con i ferri 4.5 o 3? Vengono citati entrambi
03.01.2026 - 22:26DROPS Design svaraði:
Buonasera Liliana, grazie per la segnalazione, abbiamo corretto il testo. Il modello è lavorato con i ferri 4,5 mm. Buon lavoro!
03.01.2026 - 22:50
Birgitta skrifaði:
Vad är främre bakre maskbågen?? "sätt 2 maskor på flätsticka framför arbetet, sticka 3 maskor i var och en av de 4 nästa maskorna (sticka i främre, bakre och främre bakre maskbågen i varje maska), sticka 2 rätmaskor från flätstickan. Det har ökats 8 maskor."
25.12.2025 - 15:27DROPS Design svaraði:
Hej Birgitta. Den främre maskbågen är den som ligger framför stickan och den bakre maskbågen är den som ligger bakom stickan. I denna video ser du hur du ska göra. Mvh DROPS Design
07.01.2026 - 14:05
Mona Åström skrifaði:
Stickar White Heron modell z-1039 och stickat första A3 och A4. I nästa stycke står att man ska fortsätta ökningarna som visas i A3, A4 men ska varvet startas med ökningarna/flätan direkt?? Tacksam för snabbt svar.
18.12.2025 - 11:44DROPS Design svaraði:
Hei Mona. Litt usikker på hva du mener. Du øker når A.3 og A.4 strikkes og det strikkes 6-6-6-5-5-5 omganger vrangbord mellom hver gang det strikkes fletter (A.3/A.4). Ta gjerne en titt på hjelpevideoen til denne genseren: Hur man ökar maskor i en fläta. mvh DROPS Design
22.12.2025 - 11:06
Lucia skrifaði:
Could I use instead 1 brushed alpaca strand instead of 2 kid silk ?
06.12.2025 - 09:05DROPS Design svaraði:
Hi Lucia, Yes, 1 strand from a yarn group C yarn (Brushed Alpaca Silk) is the same thickness as 2 strands from a yarn group A yarn (Kid Silk). Regards, Drops Team.
08.12.2025 - 08:06
White Heron#whiteheronsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Kid-Silk og 1 þræði DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með köðlum, laskalínu og stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 254-7 |
||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Lykkjum er fækkað í annað hvert skipti á undan og á eftir merkiþræði. Fækkið lykkjum á undan merkiþræði: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, lyftið 1 lykkju af prjóni, prjónið næstu 4 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir = 4 lykkjur færri. Fækkið lykkjum á eftir merkiþræði: Prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 5 lykkjur slétt saman = 4 lykkjur færri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað til loka niður á við í hring á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Síðan eru ermar prjónaðar niður á við í hring. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 112-112-112-120-120-120 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði DROPS Alpaca og 2 þráðum DROPS Kid-Silk (= 3 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff þannig: Stærð S-M-L: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt. Stærð XL-XXL-XXXL: 1 lykkja brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 lykkja brugðið. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 12 cm. Nú eru settir 4 merkiþræðir í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna). Merkiþræðirnir eru notaðir þegar auka á út fyrir laskalínu og hver merkiþráður er settur á milli 2 lykkja. Teljið 16-16-16-18-18-18 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1 merkiþráð, teljið 24 lykkjur (ermi), setjið 1 merkiþráð, teljið 32-32-32-36-36-36 lykkjur (framstykki), setjið 1 merkiþráð, teljið 24 lykkjur (ermi), setjið 1 merkiþráð, það eru 16-16-16-18-18-18 lykkjur eftir í umferð (hálft bakstykki). Byrjun umferðar er mitt að aftan. Setjið 1 merki eftir fyrstu 56-56-56-60-60-60 lykkjur í umferð (= mitt að framan), stykkið er mælt frá þessu merki. Síðan er prjónað stroffprjón eins og áður og aukið er út við hvern merkiþráð. Lykkjur eru auknar út jafnframt því sem kaðlar eru prjónaðir í A.1 og A.2. Prjónið 5-5-5-7-7-7 lykkjur stroffprjón eins og áður, prjónið A.1, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.2, 2 lykkjur slétt, A.1, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.2, 10-10-10-14-14-14 lykkjur stroffprjón, A.1, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.2, 2 lykkjur slétt, A.1, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.2, 5-5-5-7-7-7 lykkjur stroffprjón. Þegar þessi umferð hefur verið prjónuð hefur verið aukið út um 64 lykkjur, aukið hefur verið út um 8 lykkjur í hverjum kaðli (hvoru megin við merkiþræðina) = 176-176-176-184-184-184 lykkjur. Prjónið 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón eins og áður, nýjar lykkjur í hverjum kaðli eru prjónaðar inn í stroffprjón. Prjónið 13-13-13-15-15-15 lykkjur í stroffprjóni eins og áður, prjónið A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 18 lykkjur stroffprjón, A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 26-26-26-30-30-30 lykkjur stroffprjón, A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 18 lykkjur stroffprjón, A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja) A.4, 13-13-13-15-15-15 lykkjur stroffprjón. Þegar þessi umferð hefur verið prjónuð hefur verið aukið út um 32 lykkjur, aukið hefur verið út um 4 lykkjur í hverjum kaðli (hvoru megin við merkiþræðina) = 208-208-208-216-216-216 lykkjur. Prjónið 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón eins og áður, nýjar lykkjur í hverjum kaðli eru prjónaðar inn í stroffprjón. Haldið áfram með útaukningu eins og útskýrt er í A.3 og A.4 þar til búið er að snúa í kaðli alls 5-5-6-7-7-7 sinnum (með 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón á milli hverra útaukninga). Nú eru 304-304-336-376-376-376 lykkjur í umferð. Prjónið 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón eins og áður, nýjar lykkjur í hverjum kaðli eru prjónaðar inn í stroffprjón. Prjónið 29-29-33-39-39-39 lykkjur stroffprjón eins og áður, prjónið A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.5, 50-50-58-66-66-66 lykkjur stroffprjón, A.6, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 58-58-66-78-78-78 lykkjur stroffprjón, A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja) A.5, 50-50-58-66-66-66 lykkjur stroffprjón, A.6, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 29-29-33-39-39-39 lykkjur stroffprjón. Þegar þessi umferð hefur verið prjónuð og aukið hefur verið út um 16 lykkjur, aukið hefur verið út um 4 lykkjur í hverjum kaðli á framstykki og bakstykki og á ermum er útaukningu lokið og kaðlar eru prjónaðir án þess að auka út = 320-320-352-392-392-392 lykkjur. Prjónið 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón eins og áður, nýjar lykkjur í hverjum kaðli eru prjónaðar inn í stroffprjón. Prjónið 33-33-37-43-43-43 lykkjur stroffprjón eins og áður, prjónið A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.5, 50-50-58-66-66-66 lykkjur stroffprjón, A.6, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 66-66-74-86-86-86 lykkjur stroffprjón, A.3, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.5, 50-50-58-66-66-66 lykkjur stroffprjón, A.6, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa tveggja lykkja), A.4, 33-33-37-43-43-43 lykkjur stroffprjón. Þegar þessi umferð hefur verið prjónuð hefur verið aukið út um 16 lykkjur, aukið hefur verið út um 4 lykkjur í hverjum kaðli á framstykki og bakstykki, ekki er aukið út á ermum = 336-336-368-408-408-408 lykkjur. Prjónið 6-6-6-5-5-5 umferðir stroffprjón eins og áður, síðan er aukið út 1-2-3-3-4-5 sinnum á sama hátt og útskýrt er að ofan (einungis á framstykki / bakstykki), ekki er aukið út á ermum. Nú eru 352-368-416-456-472-488 lykkjur í umferð. Það hefur verið snúið við í köðlum alls 8-9-11-12-13-14 sinnum. Prjónið síðan stroffprjón og kaðla, án útaukninga þar til stykkið mælist 24-27-32-32-34-36 cm, endið með minnst 6-6-6-5-5-5 umferðir í stroffprjóni á eftir síðustu kaðlaumferð. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 52-56-64-70-74-78 lykkjur (hálft bakstykki), setjið næstu 72-72-80-88-88-88 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 20-24-20-20-24-28 nýjar lykkjur í umferð (í hlið undir ermi), prjónið næstu 104-112-128-140-148-156 lykkjur (framstykki), setjið næstu 72-72-80-88-88-88 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 20-24-20-20-24-28 nýjar lykkjur í umferð (í hlið undir ermi), prjónið þær 52-56-64-70-74-78 lykkjur sem eftir eru (hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 248-272-296-320-344-368 lykkjur. Prjónið stroffprjón hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm frá merki mitt að framan. Fellið af. Peysan mælist ca 56-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 72-72-80-88-88-88 lykkjur frá ermi af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 4,5 og prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 20-24-20-20-24-28 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 92-96-100-108-112-116 lykkjur. Prjónið stroffprjón hringinn þar til stykkið mælist 4 cm. Nú er fækkað um 4 lykkjur á undan merkiþræði, endurtakið úrtöku í hverjum 8-8-6-6-6-6 cm alls 2-2-4-4-4-4 sinnum, lykkjum er fækkað til skiptis á undan og á eftir merkiþræði – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = 84-88-84-92-96-100 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 42-40-36-36-35-34 cm, fellið af. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #whiteheronsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 254-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.