Iva Nesvadbova skrifaði:
Pls what´s MAGIC LOOP?
17.04.2024 - 08:48
Lucyna skrifaði:
Dzień dobry, moje pytanie dotyczy długości rękawa w trakcie pracy. We wzorze jest napisane ze rękaw w najmniejszym rozmiarze jest najdłuższy. Zarówno w trakcie pracy jak i końcowy wymiar rękawa jest najdłuższy przy najmniejszym rozmiarze a najkrótszy w największym rozmiarze. Czy to jest na pewno tak? Serdecznie pozdrawiam i dziękuję :)
17.03.2024 - 08:07DROPS Design svaraði:
Witaj Lucyno, jest to poprawne, chodzi o szerokość ramion, która się zwiększa. Oczywiście zawsze możesz dopasować długość rękawa do swoich potrzeb, przerabiając mniej/więcej okrążeń. Pozdrawiamy!
17.03.2024 - 17:26
Elena skrifaði:
The instructions state: "On each row from the neck cast off as follows: 2 stitches 1 time and 1 stitch 1 time = 21 shoulder stitches." (For S size). What this sentence means? Do I need to decrease by 2 stitches on the first row and by 1 stitch on the second row to achieve 21 stitches, and then continue knitting without decreases until reaching the desired shoulder height? Or I need to decrease by 3 stitches on every row and repeat until reaching the desired shoulder heigh?
10.03.2024 - 17:15DROPS Design svaraði:
Dear Elena, on the first row starting from the neck cast off 2 stitches at the beginning of the row. On the next row starting from the neck cast off 1 stitch at the beginning of the row. You won't decrease anymore; continue with the lace pattern until reaching the final measurements. Happy knitting!
11.03.2024 - 00:15
MA skrifaði:
Er det meningen at det skal stå « . Forstykket strikkes frem og tilbake med A.1 som før – pass på at mønsterrapportene havner over hverandre.» under bakstykket? Ble litt forvirret
28.02.2024 - 13:18
Anne skrifaði:
Hej Til størrelse small står der at A1 skal strikkes over 67 masker, men A1 går ikke op i 67. Ved maske nr 67 skal man strikke to ret sammen, så man ender med at strikke A1 over 68 masker. Jeg tror ikke helt jeg forstår hvordan det skal strikkes. Hilsen Anne
14.02.2024 - 21:59DROPS Design svaraði:
Hej Anne, jo du strikker de 6 masker A.1 11 gange og så første maske i A.1 en gang til, så du har 67 masker :)
23.02.2024 - 10:53
Chloe skrifaði:
Clara
22.01.2024 - 03:48
Rybka skrifaði:
Lemonade sweater
21.01.2024 - 14:32
Nonne skrifaði:
Springtime
21.01.2024 - 13:23
FionaB skrifaði:
Lemon souffle
21.01.2024 - 01:06
Aurore skrifaði:
Banana
20.01.2024 - 14:55
Sunshine Trail#sunshinetrailsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr 3 þráðum DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með gatamynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð XS - XXL.
DROPS 249-5 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp að handveg. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar neðan frá og upp og prjónað er í hring fram að handvegi, síðan er ermin prjónuð til loka fram og til baka. Stykkin eru saumuð saman. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og kantur í hálsmáli er prjónaður í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 188-204-220-236-252-284 lykkjur á hringprjón 3,5 með 3 þráðum DROPS Kid-Silk. Prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Setjið einn merkiþráð í byrjun umferðar. Skiptið yfir á hringprjón 5, prjónið 1 umferð slétt jafnframt því sem fækkað er um 46-50-54-58-62-70 lykkjur = 142-154-166-178-190-214 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: * Prjónið 0-2-0-0-0-1 lykkjur slétt, prjónið MYNSTUR A.1 yfir 65-67-71-77-83-90 lykkjur, prjónið 6-8-12-12-12-16 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram að prjóna hringinn svona þar til stykkið mælist 29-31-32-33-34-35 cm, síðasta umferðin verður að vera annað hvort 2. eða 4. umferð í mynsturteikningu. SKIPTING FYRIR HANDVEG: Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki, prjónið þannig: Prjónið fyrstu 65-69-71-77-83-91 lykkjur eins og áður (framstykki), fellið af næstu 6-8-12-12-12-16 lykkjur fyrir handveg, prjónið næstu 65-69-71-77-83-91 lykkjur eins og áður (bakstykki), fellið af næstu 6-8-12-12-12-16 lykkjur fyrir handveg. Klippið þráðinn, nú er framstykkið og bakstykkið prjónað til loka hvort fyrri sig. FRAMSTYKKI: = 65-69-71-77-83-91 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Framstykkið er prjónað fram og til baka með A.1 eins og áður – passið uppá að mynstureiningarnar komi yfir hverja aðra. Þegar stykkið mælist 43-45-46-48-49-50 cm, setjið miðju 21-21-19-23-25-25 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli = 22-24-26-27-29-33 lykkjur fyrir hvora öxl. Prjónið síðan hvora öxl fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er fellt af fyrir hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 1 sinni = 19-21-23-24-26-30 lykkjur fyrir öxl. Það eru nú 3-3-4-4-4-5 mynstureiningar með gatamynstri á hvorri öxl. ATH! Þegar lykkjum er fækkað fyrir hálsmáli eru lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í heilt gatamynstur prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 48-51-53-55-57-59 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. BAKSTYKKI: = 65-69-71-77-83-91 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Bakstykkið er prjónað fram og til baka með A.1 eins og áður – passið uppá að mynstureiningarnar komi yfir hverja aðra. Þegar stykkið mælist 44-47-49-51-53-55 cm, eru felldar af miðju 21-21-19-23-25-25 lykkjur fyrir hálsmáli = 22-24-26-27-29-33 lykkjur fyrir hvora öxl. Prjónið síðan hvora öxl fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er fellt af fyrir hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 1 sinni = 19-21-23-24-26-30 lykkjur fyrir öxl. ATH! Þegar lykkjum er fækkað fyrir hálsmáli eru lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í heilt gatamynstur prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið þar til stykkið mælist 48-51-53-55-57-59 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMAR: Fitjið upp 56-56-64-64-72-72 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með 3 þráðum DROPS Kid-Silk. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) hringinn þar til stykkið mælist 4 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5, prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 14-14-16-16-18-18 lykkjur jafnt yfir = 42-42-48-48-54-54 lykkjur. Setjið einn merkiþráð í byrjun umferðar. Prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur. Þegar ermin mælist 11-6-9-7-7-7 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverjum 5-5-5-4½-5-4 cm alls 8-9-8-9-8-9 sinnum = 58-60-64-66-70-72 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni, mynstureining með A.1 er prjónað eins og áður. Það eru alltaf 7-7-8-8-9-9 mynstureiningar A.1 á erminni. Prjónið síðan þar til ermin mælist 50-49-48-47-46-43 cm, stillið af að síðasta umferð sé annað hvort 1. eða 3. umferð í mynsturteikningu. Nú skiptist stykkið við merkiþráðinn og prjónað er fram og til baka yfir allar lykkjur. Prjónið fram og til baka þar til ermin mælist 52-52-52-51-50-48 cm. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermakúpuna við handveg innan við 1 lykkju. Síðan er klaufin saumuð efst á erminni við botninn á handvegi – sjá teikningu. HÁLSMÁL: Notið hringprjón 3,5, prjónið upp lykkjur í kringum hálsmál frá réttu þannig: Byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp á milli 92 og 116 lykkjur (meðtaldar lykkjur á þræði) – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) hringinn í 9-9-9-10-11-11 cm. Fellið af aðeins laust og brjótið kanti í hálsmáli tvöfaldan að röngu og saumið e.t.v. niður með nokkrum sporum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunshinetrailsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 249-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.