Claudia skrifaði:
Hallo Auch diesen Pullover.Mit welcher Nadelsärke müsste ich diesen stricken.Eigentlich mit Nadelstärke 5 bei Drops Nepal. Liebe Grüße Claudia
23.02.2025 - 08:45DROPS Design svaraði:
Liebe Claudia, genauso wie für die Jacke, von einem Modell mit der gewünschten Maschenprobe können Sie sich inspirieren - hier finden Sie die Pullover mit 17-16 Maschen für 10 cm als Maschenprobe. Viel Spaß beim Stricken!
24.02.2025 - 08:43
Morelle skrifaði:
Bonjour, pour les torsades faut il les tricoter à chaque ligne endroit envers ou faut il laisser des lignes entre chaque torsade ? Et si oui combien ? Merci pour votre reponse
23.11.2024 - 15:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Morelle, vous tricotez les torsades au 7ème rang (sur l'endroit) de A.2 et de A.3, puis tous les 15 rangs (7 rangs après la torsades dans les diagrammes + 7 rangs avant la torsade suivante dans les diagrammes). Bon tricot!
25.11.2024 - 08:16
Ali Bayford skrifaði:
Please send
22.05.2024 - 15:39
Bounab skrifaði:
Bonjour serait-il possible de faire le dos et devant avec une aiguille circulaire si oui combien de maille pour la taille large merci
11.11.2023 - 08:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bounab, tout à fait, le dos et le devant se tricotent en allers et retours sur aiguille circulaire pour avoir suffisamment de place pour y loger toutes les mailles. Pour les manches, cette leçon vous aidera à faire les ajustements nécessaires. Bon tricot!
13.11.2023 - 07:26
Sveta skrifaði:
Élégance
04.08.2023 - 15:04
Moss Vine Sweater#mossvinesweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Air eða 1 þræði DROPS Wish. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum, perluprjóni, klauf í hliðum og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð XS - XXL.
DROPS 244-32 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. PERLUPRJÓN (prjónað fram og til baka): UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Endurtakið umferð 2. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat (= 2 lykkjur fleiri). Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp, í stykkjum sem saumuð eru saman í lokin. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður upp tvöfaldur kantur í hálsmáli. Framstykkin eru prjónuð með köðlum og perluprjóni, bakstykkið er prjónað í perluprjóni. Í lokin er prjónaður kantur í hálsmáli sem brotinn er niður og verður þá tvöfaldur. BAKSTYKKI: Fitjið upp 76-84-92-92-100-108 lykkjur á hringprjón 6 með 2 þráðum DROPS Air eða 1 þræði DROPS Wish. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað þannig – frá réttu: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 lykkju garðaprjón. Prjónið stroff svona í 10 cm, endið með umferð frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og fækkið um 18-22-26-22-24-26 lykkjur jafnt yfir = 58-62-66-70-76-82 lykkjur. Prjónið síðan PERLUPRJÓN með 1 lykkju garðaprjón í hvorir hlið – lesið útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 41-42-43-44-45-46 cm, fellið af 4-5-5-5-7-8 lykkjur fyrir handvegi í byrjun á næstu 2 umferðum = 50-52-56-60-62-66 lykkjur. Prjónið áfram með mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm. Í næstu umferð eru felldar af miðju 16-16-18-18-20-20 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er fækkað um 1 lykkju = 16-17-18-20-20-22 lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm og fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 76-84-92-92-100-108 lykkjur á hringprjón 6. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan þannig – frá réttu: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 24-28-32-32-36-40 lykkjur, A.1, 2 lykkjur brugðið, A.1, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* yfir næstu 24-28-32-32-36-40 lykkjur, endið með 1 lykkju í garðaprjóni. Prjónið stroff svona í 10 cm, endið með umferð frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 8. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá röngu: 1 lykkja í garðaprjóni, brugðnar lykkjur yfir næstu 24-28-32-32-36-40 lykkjur og fækkið um 5-7-9-7-8-9 lykkjur jafnt yfir þessar, brugðnar lykkjur yfir næstu 26 lykkjur, brugðnar lykkjur yfir næstu 24-28-32-32-36-40 lykkjur og fækkið um 5-7-9-7-8-9 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, 1 lykkja í garðaprjóni = 66-70-74-78-84-90 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 1 lykkja í garðaprjóni, 19-21-23-25-28-31 lykkjur PERLUPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, A.2, 2 lykkjur perluprjón, A.3,19-21-23-25-28-31 lykkjur perluprjón, 1 lykkja í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 41-42-43-44-45-46 cm, fellið af 4-5-5-5-7-8 lykkjur fyrir handveg í næstu umferð frá réttu = 58-60-64-68-70-74 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður þar til stykkið mælist 53-55-57-58-60-62 cm. Í næstu umferð eru miðju 18-18-20-20-22-22 lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan er lykkjum fækkað í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 2 sinnum = 16-17-18-20-20-22 lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm og fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 44-44-48-48-52-52 lykkjur á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 6. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroffprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 8. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 14-12-14-14-16-16 lykkjur jafnt yfir = 30-32-34-34-36-36 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar = mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 11 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út með 6½-6½-6-5-5-4 cm millibili alls 6-6-6-7-7-8 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Þegar ermin mælist 47-46-45-44-43-41 cm, prjónið ermakúpuna fram og til baka (frá miðju undir ermi) á hringprjóna að loka máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 51-51-50-49-49-48 cm, þ.e.a.s. það er klauf ca 4-5-5-5-6-7 cm efst á ermi. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana. Saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana, niður að stroffi (10 cm klauf í hvorri hlið). Saumið ermakúpuna við handveg. Saumið síðan klauf efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu á annarri öxlinni og prjónið upp ca 72 til 88 lykkjur í kringum hálsmál (ásamt lykkjum á þræði), á stuttan hringprjón 6. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stykkið mælist 16 cm. Prjónið þar til stroffið mælist 16 cm. Fellið af. Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið það niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að kanturinn í hálsmáli dragi ekki stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mossvinesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.