Elly Venema skrifaði:
Beste, is dit patroon er ook beschreven met naald nr 5 ipv rondbreinaald? Ik zou het graag breien maar niet met rondbreinaalden. Ik weet niet goed hoe ik dit patroon moet lezen.Graag uw hulp
17.03.2025 - 13:13DROPS Design svaraði:
Dag Elly,
Om een patroon aan te passen om op rechte naalden te breien hebben we een instructie gemaakt. Deze vind je hier.
02.04.2025 - 12:09
Rita skrifaði:
Dag Ik vind stuk DIAGONALE SCHOUDER van de patroon niet duidelijk wil je graag makkelijk maken
13.02.2025 - 22:46DROPS Design svaraði:
Dag Rita,
Kun je aangeven wat er precies niet duidelijk is? Dan kunnen we je wellicht beter helpen.
15.02.2025 - 10:43
Wilma Pankras skrifaði:
Betreft gebreide top, materiaal Drops Alaska. Heeft u een alternatief voor dit garen waar geen wol in zit. Kan nl niet tegen wol. Kriebelt. Alvast bedankt voor uw reactie. Vriendelijke groeten Wilma
06.01.2025 - 21:33DROPS Design svaraði:
Dag Wilma,
Je zou een katoengaren uit categorie C kunnen kiezen, bijvoorbeeld DROPS Paris of 2 draden DROPS Safran. Misschien kun je wel tegen Merino? Dit is ook een wolgaren, maar kriebelt niet. Vaak kunnen mensen die niet tegen wol kunnen daar wel tegen. Je zou dan DROPS Big Merino kunnen kiezen, dit heeft ongeveer dezelfde stekenverhouding.
08.01.2025 - 13:38
Carol V skrifaði:
Since garter stitch generally refers to a pattern of all knitted rows, what does “1 garter stitch” mean (as in the description of English Rib)?
20.11.2024 - 17:34DROPS Design svaraði:
Hi Carol, As you say, garter stitch is knitted on all rows, so this 1 garter stitch is also knitted on all rows. Happy crafting!
21.11.2024 - 07:20
Jan Keen skrifaði:
I’m asking about the first paragraph of the instructions for the Back Piece. What exactly does this mean?: ‘Continue this rib back and forth for 3 cms’ Do you just repeat the second row over and over or are the next rows different from this?
09.11.2024 - 23:04DROPS Design svaraði:
Dear Jan, you need to continue working in the established rib, which is knit 1, purl 2 as seen from the right side. So you will work knit over knit and purl over purl in the next rows, maintaining the rib pattern of this first row. Happy knitting!
10.11.2024 - 22:26
Jan Keen skrifaði:
Hello, please can you tell me how many 50 gram balls of Nepal wool would be needed to make this knitted vest?
06.11.2024 - 20:15DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Keen, you will find the total amount of yarn required for your size under the header, under tab "Pattern"; then use the yarn converter to let calculate the new amount required for your size with DROPS Nepal - then divide this amount with 50 to get the number of balls required. Happy knitting!
07.11.2024 - 08:54
Sheila Buchanan skrifaði:
Do you have a tutorial video for pattern number 129-15, take me to Spain vest, knitted Drops asymmetric vest worked from top down?
12.04.2024 - 23:07DROPS Design svaraði:
Dear Sheila, you can find the relevant videos for each pattern if you click on the word "Videos+, just below the title line, above the pattern itself. Happy Crafting!
13.04.2024 - 00:08
Christiane Jakoö skrifaði:
Ich danke Ihnen ganz herzlich , so komme ich prima klar. Christiane Jakoy
31.01.2024 - 09:49
Christiane Jakoby skrifaði:
Sie müssen entschuldigt aber wie muß ich nun Stricken? Die erste Ma stilllegen und dann 4 Kraus rechts und weiter im Patent. Dann verschiebt sich der Kraus- Rand Richtung Hals und muß ich die 13 stillgelegten Ma in Hin-und Rückreihe stricken?
30.01.2024 - 11:56DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Jakob, stricken Sie die Maschen genauso wie zuvor, damit Das Muster nicht verschoben wird, dh bei der 1. verkürzte Reihe stricken Sie 1 M kraus rechts, legen Sie still, stricken Sie die Ende bis zur Ende, wenden und diese Reihe wiederholen, bei der nächsten Hinreihe sind es nur noch 3 kraus rechte Maschen, 1 M stricken und still legen, die 2 nächsten M kraus rechts stricken und bis zur Ende genauso wie zuvor stricken, diese Reihe bei der Rücseite wiederholen und immer so Weiterstricken, so werden die 4 krausrechte Maschen + 11 M Patentmuster stillgelegt und die restlichen Maschen genauso wie zuvor mit Patentmuster stricken. Viel Spaß beim stricken!
31.01.2024 - 08:09
Christiane Jakoby skrifaði:
Wenn ich die erste Masche stilllegen soll dann sind es ja nur noch 3 Kraus Re Maschen. Können Sie mir den genauen Vorgang beschreiben? Ich stehe völlig auf dem Schlauch und habe soetwas noch nicht gestrickt.
29.01.2024 - 13:46DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Jakoby, die Maschen stricken Sie einfach wie zuvor, dh wie sie erscheinen: Patent und Krausrechts, also bei den verkürzten Reihen wird man genauso wie zuvor stricken, nur immer weniger Maschen gegen Armloch damit die Schulter am Hals höher als beim Armloch ist. Viel Spaß beim stricken!
30.01.2024 - 07:38
Caramel Ridge#caramelridgevest |
|
![]() |
![]() |
Prjónað vesti úr DROPS Alaska. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í klukkuprjóni með v-hálsmáli, vösum og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-20 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KLUKKUPRJÓNSLYKKJA: Þegar lykkjurnar eru taldar þá er uppslátturinn ekki talinn sem eigin lykkja. KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI (prjónað fram og til baka): UMFERÐ 1 (rétta): 1 lykkja í garðaprjóni, * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja garðaprjón. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja í garðaprjóni. Endurtakið umferð 1 og 2. ÚRTAKA-1 (á við um handveg og hálsmál aftan í hnakka): Öll úrtaka er gerð í umferð frá réttu! FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í BYRJUN UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið 4 lykkjur í garðaprjóni þegar lykkjum er fækkað fyrir handveg eða prjónið 1 lykkju í garðaprjóni þegar lykkjum er fækkað fyrir hálsmáli, prjónið 1 klukkuprjónslykkju eins og áður, lyftið yfir næstu lykkju og uppsláttinn sem tilheyrir yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið næstu 2 lykkjur (og uppsláttinn sem tilheyrir sléttu lykkjunni) slétt saman og steypið lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir lykkjur sem prjónaðar voru saman. FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð þegar lykkjum er fækkað fyrir handveg eða prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir þegar lykkjum er fækkað fyrir hálsmáli, prjónið næstu 3 lykkjur (og uppsláttinn sem tilheyrir) slétt saman, prjónið 1 klukkuprjónslykkju eins og áður og 1/4 lykkjur í garðaprjóni. ÚRTAKA-2 (á við um v-hálsmál): Öll úrtaka er gerð í umferð frá réttu! FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Á HÆGRA FRAMSTYKKI ÞANNIG: Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni og 1 klukkuprjónslykkju eins og áður, lyftið yfir næstu lykkju og uppslættinum sem tilheyrir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið næstu 2 lykkjur (og uppsláttinn sem tilheyrir sléttu lykkjunni) slétt saman og steypið lyftu lykkjunni og uppslættinum yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman. FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Á VINSTRA FRAMSTYKKI ÞANNIG: Prjónið þar til 11 lykkjur eru eftir, prjónið næstu 3 lykkjur (og uppsláttinn sem tilheyrir) slétt saman, prjónið 1 klukkuprjónslykkju eins og áður og 7 lykkjur í garðaprjóni. ÚTAUKNING (á við um handveg): Öll útaukning er gerð í umferð frá réttu! AUKIÐ ÚT UM 2 LYKKJUR Í KLUKKUPRJÓNSLYKKJU INNAN VIÐ 4 LYKKJUR Í GARÐAPRJÓNI Í HVORRI HLIÐ ÞANNIG: Prjónið 3 lykkjur í sléttu lykkjuna, þ.e.a.s. prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar, sleppið síðan sléttu lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni = 3 lykkjur. Í næstu umferð eru lykkjurnar prjónaðar þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar inn í klukkuprjón með uppslætti. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 6, 14, 22 og 30 cm. M: 7, 15, 23 og 31 cm. L: 8, 16, 24 og 32 cm. XL: 6, 15, 24 og 33 cm. XXL: 7, 16, 25 og 34 cm. XXXL: 8, 17, 26 og 35 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig, neðan frá og upp. Stykkið er saumað saman á öxlum og í hliðum. Kantur í hálsmáli er saumaður við hálsmál aftan í hnakka. Í lokin eru prjónaðir 2 vasar sem saumaðir eru á framstykkin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 105-111-120-132-144-156 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Alaska. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 3 cm. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, 1 lykkja í garðaprjóni = 71-75-81-89-97-105 lykkjur – lesið KLUKKUPRJÓNSLYKKJA. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI (fram og til baka) – lesið útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir ystu 7-7-7-9-9-9 lykkjur í hvorri hlið (uppslátturinn er prjónaður saman með lykkjum sem hann tilheyrir og aðrar lykkjur eru prjónaðar í klukkuprjóni eins og áður). Á eftir 4 umferðum í garðaprjóni, fellið af 3-3-3-5-5-5 lykkjur fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 65-69-75-79-87-95 lykkjur. Haldið áfram í klukkuprjóni eins og áður, en 4 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. Þegar prjónaðar hafa verið 8 umferðir á eftir úrtöku fyrir handveg (4 sýnilegar sléttar lykkjur á hæðina) og næsta umferð er prjónuð frá réttu, aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING-1 = 61-65-71-75-83-91 lykkjur. Þegar prjónaðar hafa verið 20-20-22-22-24-24 umferðir á eftir úrtöku fyrir handvegi (eftir garðaprjón = 10-10-11-11-12-12 sýnilegar sléttar lykkjur á hæðina) og næsta umferð er prjónuð frá réttu, aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu í hvorri hlið í 12.-12.-14.-14.-16.-16. hverri umferð alls 3 sinnum í hvorri hlið = 73-77-83-87-95-103 lykkjur. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Setjið síðan lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl í hvorri hlið og fellið af fyrir hálsmáli. Þetta er gert samtímis. Lestu því kaflana SKÁHALLANDI ÖXL og HÁLSMÁL áður en þú prjónar áfram! SKÁHALLANDI ÖXL: Þegar stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm, setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl, í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Setjið 1 lykkju á þráð alls 13 sinnum í hvorri hlið, síðan eru síðustu 15-17-19-21-23-27 lykkjur settar inn á þráðinn (alls 28-30-32-34-36-40 lykkjur á þræði fyrir skáhallandi öxl). HÁLSMÁL: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist ca 53-55-57-59-61-63 cm, fellið af miðju 13-13-15-15-19-19 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig (jafnframt því sem skáhallandi öxl heldur áfram eins og áður). Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 2 lykkjur fyrir hálsmáli – lesið ÚRTAKA-1. Þegar allar lykkjur hafa verið settar á þráð fyrir skáhallandi öxl og fellt hefur verið af fyrir hálsmáli, mælist stykkið ca 56-58-60-62-64-66 cm frá hæsta punkti á öxl. Setjið lykkjur af þræði á hringprjón 5 og fellið af (uppslátturinn er nú felldur af eins og eigin lykkja til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn dragist saman). Prjónið hina öxlina á sama hátt – munið eftir ÚRTAKA-1. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 60-63-66-72-78-84 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Alaska. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 3 cm. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið yfir 1 lykkju á hægri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið yfir 1 lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 43-45-47-51-55-59 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið klukkuprjón með uppslætti, með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni við miðju að framan og 1 lykkju í garðaprjóni að hlið. Munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – lesið útskýringu að ofan. HANDVEGUR: Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir ystu 7-7-7-9-9-9 lykkjur í hvorri hlið. JAFNFRAMT þegar prjóna á síðasta garðaprjón við handveg, prjónið 2 umferðir garðaprjón einungis yfir kant að framan (aðrar lykkjur eru ekki prjónaðar þegar prjónaðar eru 2 umferðir garðaprjón einungis yfir kant að framan – þetta garðaprjón er prjónað til að kanturinn að framan komi til með að leggjast fallega þegar úrtaka fyrir v-hálsmáli byrjar og þetta er einungis gert í 1 skipti). Eftir 4 umferðir garðaprjón í hlið, fellið af 3-3-3-5-5-5 lykkjur fyrir handveg í byrjun á fyrstu umferð frá hlið = 40-42-44-46-50-54 YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Haldið áfram í klukkuprjóni eins og áður, 4 lykkjur í garðaprjóni að handvegi og 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni við miðju að framan. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir v-hálsmáli, fækkið lykkjum og aukið út í handvegi og setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl. Lestu því kaflana, V-HÁLSMÁL, HANDVEGUR og SKÁHALLANDI ÖXL áður en þú prjónar áfram! V-HÁLSMÁL: Í fyrstu umferð frá réttu eftir úrtöku fyrir handveg, fækkið um 2 lykkjur fyrir v-hálsmáli – lesið ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í 10. hverri umferð alls 3 sinnum og síðan í 16. hverri umferð alls 2-2-2-2-3-3 sinnum. HANDVEGUR: JAFNFRAMT þegar prjónaðar hafa verið 8 umferðir á eftir úrtöku fyrir handveg (4 sýnilegar sléttar lykkjur á hæðina) og næsta umferð er prjónuð frá réttu, fækkið um 2 lykkjur í hlið – munið eftir ÚRTAKA-1. Þegar prjónaðar hafa verið 20-20-22-22-24-24 umferðir eftir úrtöku fyrir handveg (á eftir garðaprjón = 10-10-11-11-12-12 sýnilegar lykkjur á hæðina) og næsta umferð er prjónuð frá réttu, aukið út 2 lykkjur í hlið – munið eftir ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu í hlið í 12.-12.-14.-14.-16.-16. hverri umferð alls 3 sinnum. SKÁHALLANDI ÖXL: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm (öll úrtaka / útaukning fyrir v-hálsmáli og handvegi er nú lokið), setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl í byrjun á hverri umferð frá hlið þannig: Setið 1 lykkju á þráð alls 13 sinnum, setjið síðan næstu 14-16-18-20-22-26 lykkjur á þráð (alls 27-29-31-33-35-39 lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl – ATH: Það er 1 lykkja færri á öxl á framstykki en á bakstykki þar sem sauma á kant í hálsmáli niður við bakstykki innan við 1 lykkju). Þegar lykkjum hefur verið fækkað fyrir v-hálsmáli og settar á þráð fyrir skáhallandi öxl, eru 7 lykkjur eftir á prjóni og stykkið mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl frá hæsta punkti. Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir 7 kantlykkjur að framan í 7-7-8-8-9-9 cm = kantur í hálsmáli að aftan. Fellið af. Setjið lykkjur af þræði á hringprjón 5 og fellið af á sama hátt og á bakstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 60-63-66-72-78-84 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Alaska. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt, 7 kantlykkjur að framan garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 3 cm. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið yfir 1 lykkju á hægri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið yfir 1 lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju í garðaprjóni = 43-45-47-51-55-59 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið klukkuprjón með uppslætti, með 1 lykkju í garðaprjóni að hlið og 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni við miðju að framan. Afgangur af vinstra framstykki er prjónað á sama hátt og hægra framstykki, en með úrtöku og útaukningu í gagnstæðri hlið (ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstra framstykki). FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana innan við affellingarkantinn – byrjið yst við handveg og saumið 1 og 1 lykkju saman inn að hálsmáli = 1 lykkja eftir á bakstykki. Saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur – skiljið eftir op ca 6 cm neðst í hvorri hlið fyrir klauf. Saumið saman kant í hálsmáli mitt að aftan og saumið kant í hálsmáli við hálsmál aftan í hnakka innan við 1 lykkju. Saumið tölur í vinstra framstykki. VASAR: Fitjið upp 21-21-23-23-25-25 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Alaska. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 2 lykkjur í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið síðan klukkuprjón með uppslætti (fram og til baka) með 2 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið þar til vasinn mælist ca 12-12-13-13-14-14 cm – endið eftir umferð frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 3 umferðir slétt yfir allar lykkjur (í fyrstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt saman með lykkju). Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið 1 vasa til viðbótar á sama hátt. Saumið 1 vasa í hvort framstykki - ca 9-10-11-12-13-14 cm frá ysta kanti mitt að framan og ca 3 cm frá neðri kanti (beint yfir stroff). |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #caramelridgevest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.