Åse Ødemotland skrifaði:
Hei! A1 diagrammet hos meg stemmer ikke med bildet. Er det en grunn til det?
11.04.2023 - 22:09DROPS Design svaraði:
Hej Åse, vi skal se på det, tak for info :)
13.04.2023 - 11:36
Halyna Dajčarová skrifaði:
Dobrý den, schéma A.1 neodpovídá vzoru na topu.
09.04.2023 - 19:19DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Halyno, děkujeme za upozornění, schéma zkontrolujeme. Pěkný den! Hana
11.04.2023 - 07:05
Angelica skrifaði:
Il modello è molto grazioso ma il grafico riporta diversi errori, tipo : il punto pavone non è centrale ma laterale e si ripete per due volte, poi ultimo ferro dello schema è identico al primo dello schema. Mi ritrovo a dover fare 2 gettati consecutivi nell'ultimo ferro e nel primo (dopo le 21 maglie laterali)
08.04.2023 - 12:11DROPS Design svaraði:
Buonasera Angelica, abbiamo inviato la sua segnalazione al settore design: se dovesse esserci una correzione troverà il modello corretto direttamente sul sito nei prossimi giorni. Buon lavoro!
11.04.2023 - 22:47
Debora skrifaði:
Buonasera, modello fantastico, grazie! Mi pare però che il grafico del motivo sia errato, i rombi devono essere ai lati del punto pavone, non al centro del motivo, almeno guardando la foto sembra così... Grazie
07.04.2023 - 20:58DROPS Design svaraði:
Buonasera Debora, abbiamo inviato la sua segnalazione al settore design: se dovesse esserci una correzione troverà il modello corretto direttamente sul sito nei prossimi giorni. Buon lavoro!
11.04.2023 - 22:48
Simone skrifaði:
Midsummer Eve
21.01.2023 - 22:50
Miranda Davies skrifaði:
Athena Tank
21.01.2023 - 20:43
Jenny Peters skrifaði:
Amber Light
19.01.2023 - 21:08
Kim Mullins skrifaði:
Sculpted sand. Like the waves leave in the sand when the tide is out
19.01.2023 - 14:54
Zia skrifaði:
My sunshine
19.01.2023 - 03:15
Karoline skrifaði:
Sunniva
18.01.2023 - 22:50
Smiling Honey Top#smilinghoneytop |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónaður toppur / bolur úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með gatamynstri á framstykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 240-14 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við ystu 2 lykkjurnar í hvorri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Í BYRJUN UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja í garðaprjóni (1 lykkja færri). LEIÐBEININGAR: Þegar slegið er uppá prjóninn í gatamynstri, passið uppá að herða aðeins á þræðinum. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að götin verði of stór. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka, hvort fyrir sig, neðan frá og upp. Bönd á öxlum / hlýrar halda áfram á framstykki og eru saumað niður við bakstykkið. Að lokum eru hliðarsaumar saumaðir. BAKSTYKKI: Fitjið upp 109-117-129-143-159-179 lykkjur á prjón 2,5 með DROPS Safran. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 1 lykkju GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 2 cm (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu). Skiptið yfir á prjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 16-16-18-20-22-26 lykkjur jafnt yfir = 93-101-111-123-137-153 lykkjur. Síðan er prjónað sléttprjón með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-8 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 7-7-8-8-8-8 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 99-107-117-129-143-159 lykkjur. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir ystu 6-8-9-12-14-16 lykkjur í hvorri hlið (aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni). Eftir 4 umferðir í garðaprjóni eru felldar af 5-7-8-11-13-15 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu tveimur umferðum = 89-93-101-107-117-129 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – sjá ÚRTAKA. Haldið áfram með úrtöku fyrir handveg í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) þar til lykkjum hefur verið fækkað alls 16-17-18-19-20-22 sinnum í hvorri hlið = 57-59-65-69-77-85 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 10-10-10-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 67-69-75-81-89-97 lykkjur. Skiptið yfir á prjón 2,5. Prjónið stroff frá röngu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 2 cm. Fellið aðeins laust af. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 109-117-129-143-159-179 lykkjur á prjón 2,5 með DROPS Safran. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 1 lykkju GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 2 cm (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu). Skiptið yfir á prjón 3,5. Prjónið 2 umferðir sléttprjón með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – jafnframt því sem í fyrstu umferð er fækkað um 16-16-18-20-22-26 lykkjur jafnt yfir = 93-101-111-123-137-153 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, 22-26-31-37-44-52 lykkjur sléttprjón, A.1 – lesið LEIÐBEININGAR, 22-26-31-37-44-52 lykkjur sléttprjón, 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 6-6-6-8-8-8 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 7-7-8-8-8-8 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 99-107-117-129-143-159 lykkjur. Þegar stykkið mælist 28-29-30-31-32-33 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir ystu 6-8-9-12-14-16 lykkjur í hvorri hlið (aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður). Eftir 4 umferðir í garðaprjóni eru felldar af 5-7-8-11-13-15 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu tveimur umferðum = 89-93-101-107-117-129 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – lesið ÚRTAKA. Haldið áfram með úrtöku fyrir handveg í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) þar til lykkjum hefur verið fækkað alls 16-17-18-19-20-22 sinnum í hvorri hlið = 57-59-65-69-77-85 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 10-10-10-12-12-12 lykkjur jafnt yfir = 67-69-75-81-89-97 lykkjur. Skiptið yfir á prjón 2,5. Prjónið stroff frá röngu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 2 cm (ekki klippa þráðinn frá). Framstykkið mælist ca 41-43-44-46-48-50 cm frá uppfitunarkanti. Nú er prjónað band á öxl / hlýri og fellt er af fyrir hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. BAND Á ÖXL / HLÝRI OG HÁLSMÁL: Fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* alls 3-3-4-5-6-7 sinnum, 1 lykkja slétt, 1 lykkja í garðaprjóni, setjið síðan þessar 9-9-11-13-15-17 lykkjur á þráð fyrir band / hlýra á öxl, fellið af næstu 49-51-53-55-59-63 lykkjur fyrir hálsmáli og prjónið síðustu 9-9-11-13-15-17 lykkjur þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* alls 3-3-4-5-6-7 sinnum, 1 lykkja slétt, 1 lykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff fram og til baka yfir þessar 9-9-11-13-15-17 lykkjur með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til band / hlýri á öxl mælist ca 10-10-12-12-12-12 cm (bandið / hlýri á að liggja yfir öxl á milli framstykkis og bakstykkis, mátið e.t.v. toppinn og stillið lengdina af). Fellið af. Setjið til baka 9-9-11-13-15-17 lykkjur af þræði á prjón 2,5 og prjónið stroff eins og áður með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til band á öxl / hlýri mælist ca 10-10-12-12-12-12 cm (stillið lengdina af eftir hinu bandinu / hlýra). Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið böndin á öxlum / hlýra við affellingarkantinn efst á bakstykki – yst í hvorri hlið. Saumið hliðarsaumana innan við 1 lykkju í garðaprjóni. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #smilinghoneytop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.