Barbara skrifaði:
Hi, how do I purchase your Restful River pattern?
15.03.2024 - 20:23DROPS Design svaraði:
Dear Barbara, the patterns on our site are free to use, you do not have to buy it, just download it from our site. Happy Knitting!
17.03.2024 - 10:45
Sara skrifaði:
Buongiorno vorrei realizzare questo maglione, ma mi interessa sapere che taglia indossa la modella della foto? Grazie
06.11.2023 - 14:19DROPS Design svaraði:
Buonasera Sara, le modelle solitamente indossano la taglia M. Buon lavoro!
19.11.2023 - 19:46
Annamaria Daniel skrifaði:
Vorrei sapere se nei vostri modelli dove dite di usare ferri circolari si possono usare i ferri diritti che per me sono più pratici., perché sono interessata ad un vostro modello. Grazie mille Grazie
08.02.2023 - 16:25DROPS Design svaraði:
Buonasera Amnamaria, nei modelli lavorati in piano e non in tondo può utilizzare i ferri normali. Buon lavoro!
10.02.2023 - 16:13
Sharon skrifaði:
Spring frost
18.01.2023 - 18:58
Birgit Svanbäck skrifaði:
Summer sky
17.01.2023 - 20:23
Huerne Françoise skrifaði:
Guipure
17.01.2023 - 18:14
Restful River#restfulriversweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 239-2 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (á við um hálsmál á framstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU Í BYRJUN UMFERÐAR ÞANNIG (hægri öxl): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ UM 1 LYKKJU Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG (hægri öxl): Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið 1 lykkju slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, hvort fyrir sig, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / hringprjón, neðan frá og upp. Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 102-110-118-126-142-158 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Haldið áfram með stroff þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 8 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 16-16-16-16-22-24 lykkjur jafnt yfir = 86-94-102-110-120-134 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handvegi þannig: Fellið af 5-7-9-10-12-17 lykkjur í byrjun á hvorri af 2 næstu umferðum = 76-80-84-90-96-100 lykkjur. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af miðju 26-28-30-32-34-36 lykkjur fyrir hálsmáli. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan er felld af 1 lykkja í næstu umferð frá hálsmáli = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 103-111-119-127-143-159 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Haldið áfram með stroff þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir fyrstu 24-28-32-36-44-52 lykkjurnar, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið A.1, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 24-28-32-36-44-52 lykkjurnar, prjónið 2 lykkjur slétt, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 8 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið þannig – frá réttu: 1 kantlykkja garðaprjón, sléttar lykkjur yfir næstu 26-30-32-34-44-54 lykkjur og fækkið jafnframt um 8-8-8-8-11-12 lykkjur, A.2 yfir lykkjur í A.1, sléttar lykkjur yfir næstu lykkjur og fækkið jafnframt um 8-8-8-8-11-12 lykkjur, 1 kantlykkja garðaprjón = 87-95-103-111-121-135 lykkjur. Síðan er prjónað þannig – frá röngu: 1 kantlykkja garðaprjón, 18-22-26-30-35-42 lykkjur sléttprjón, A.2 yfir lykkjur í A.1, 18-22-26-30-35-42 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið áfram með A.2, sléttprjón og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af 5-7-9-10-12-17 lykkjur í byrjun á hvorri af 2 næstu umferðum = 77-81-85-91-97-101 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-48-49-51-52-53 cm, setjið miðju 17-19-21-23-25-27 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli í hverri umferð frá réttu þannig: Fækkið um 1 lykkju 6 sinnum – sjá ÚRTAKA = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 63-63-63-71-71-71 lykkjur á sokkaprjóna 4. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff þannig: 1 kantlykkja, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið yfir næstu 24-24-24-28-28-28 lykkjur, prjónið A.3, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 24-24-24-28-28-28 lykkjur, prjónið 1 lykkju slétt. Þegar stykkið mælist 6 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 25-25-25-29-29-29 lykkjur og fækkið um 2-1-0-3-2-1 lykkjur jafnt yfir, prjónið A.4 yfir allar lykkjur í A.3, prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 25-25-25-29-29-29 lykkjur og fækkið um 2-1-0-3-2-1 lykkjur jafnt yfir = 59-61-63-65-67-69 lykkjur. Prjónið 23-24-25-26-27-28 lykkjur slétt, A.4, 23-24-25-26-27-28 lykkjur slétt. Þegar stykkið mælist 32-30-28-26-24-22 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-3½-3-3-2½-2 cm millibili alls 4-5-6-6-7-8 sinnum = 67-71-75-77-81-85 lykkjur. Þegar ermin mælist 48-47-46-44-42-39 cm, prjónið ermakúpuna fram og til baka (frá miðju undir ermi) á hringprjón að loknu máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 51-51-51-50-49-49 cm, þ.e.a.s. það er klauf 3-4-5-6-7-10 cm efst á erminni. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana. Saumið ermina við handveginn. Saumið síðan klaufina efst á erminni við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 4, byrjið við annan axlasauminn og prjónið upp ca 72 til 100 lykkjur í kringum hálsmál. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Haldið áfram með stroffið þar til kantur í hálsmáli mælist 4 cm. Fellið af. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #restfulriversweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 40 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 239-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.