Norka skrifaði:
Dobrý den, měli byste si dát pozor na vzájemné kopírování návodů a používání automatických překladačů - ve Vysvětlivkách je popsáno ujímání pro rukávy, které se tady ale nevyskytují ;-)
13.05.2024 - 15:19DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Norko, děkujeme za upozornění, opraveno. Ať se Vám daří. :-)
14.05.2024 - 20:34
Sif Klein skrifaði:
Hej Hvordan kan man bruge drops fabel i denne opskrift? Er der nogle omregninger nødvendige? Mvh Sif
12.05.2024 - 10:06DROPS Design svaraði:
Hei Sif. DROPS Fabel og DROPS Merino Extra Fine tilhører 2 ulike garngrupper, så DROPS Fabel blir for tynt til å bruke på denne oppskriften. mvh DROPS Design
13.05.2024 - 14:27
Lappi skrifaði:
Kaunis malli. Mutta ohje ei vastaa edes videota. Tarkistakaa. Videossakaan ei näytetä 6silmukan kavennusta=41s. Jätän väliin kutomisen. Välillä heikkoa käännöstä!
05.10.2023 - 02:26
Lappi skrifaði:
Kaunis malli. Mutta ohje ei vastaa edes videota. Tarkistakaa. Videossakaan ei näytetä 6silmukan kavennusta=41s. Jätän väliin kutomisen. Välillä heikkoa käännöstä!
05.10.2023 - 02:25
Cathie Castaneda skrifaði:
Hello, hopefully last question! The sentence in the directions that reads, “Continue working and increase on each side of the increased stitches” Which side of the increased stitches? The side next to the 6th marker stitch or the outer edge of the increased stitches? Thank you for your help. Much appreciated!
09.02.2023 - 21:28DROPS Design svaraði:
Hi Cathie, The outside of the previously increased stitches (so further away from the marker stitch on both sides. Happy knitting!
10.02.2023 - 08:40
Cathleen Castaneda skrifaði:
Hello! Another question. When doing the decreases before and after the marker thread, is the A.1 pattern shifting (moving) over 1 stitch with each decrease? The decreases appear to be at the beginning of the A.1 pattern and take a stitch away from the 12 stitches in the A.1 pattern unless A.1 shifts over 1 stitch to make up for the decreased stitch. Thank you for your help!
09.02.2023 - 03:38DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Castanada, the cable A.1 should be worked as before, there will just be less stitches on the section where you worked decreases - maybe this video will help you, we are showing the most important parts of the mitts. Happy knitting!
09.02.2023 - 09:59
Cathie Castaneda skrifaði:
What does “under the hand” mean in this sentence in the directions: “Insert 1 marker-thread after 38 stitches (under the hand).” Thank you!
09.02.2023 - 00:16DROPS Design svaraði:
Hi Cathy, This refers to the palm of the hand. Happy knitting!
09.02.2023 - 06:45
Anna skrifaði:
Dzień dobry, Nie rozumiem jeszcze tych poleceń: 1 :" Przerabiamy oczka przekręcone w miejscu narzutów na prawo ..." oraz 2 : "Dalej przerabiać i dodawać oczka z każdej strony dodanych oczek w sumie 6 razy co 3 okrążenia = 53 oczka" Nie wiem gdzie dokładnie dodać te oczka? czy narzuty? Dziękuję z góry za wsparcie, Anna
13.12.2022 - 18:53DROPS Design svaraði:
Witaj Aniu, na tym filmie zobaczysz jak przerabiać oczka przekręcone w miejscu narzutów na prawo (od min. 1:20), oraz jak dodawać oczka na klinek kciuka: TUTAJ. Pozdrawiamy!
14.12.2022 - 13:05
Anna skrifaði:
Witam, Nie rozumiem tego : Lewa mitenka: przerobić 38 oczek dżersejem, w tym samym czasie równomiernie zamykając 3 oczka = 47 oczek. Proszę o wskazówkę, Dzięki Anna
12.12.2022 - 21:01DROPS Design svaraði:
Witaj Aniu, musisz zamknąć 3 oczka (przerabiając co ok. 12 oczek 2 oczka razem na prawo, 3 razy), wtedy z 38 zostanie 35 oczek. Zobacz również kurs Drops TUTAJ. Pozdrawiamy!
13.12.2022 - 08:09
Gisella skrifaði:
Das ist völlig unverständlich formuliert
09.11.2022 - 22:36
Perfect Twist#perfecttwistwristwarmers |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónaðar handstúkur með köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS 234-55 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ÚTAUKNING: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HANDSTÚKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Handstúkurnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. VINSTRI HANDSTÚKA: Fitjið upp 50 lykkjur á sokkaprjón 4 með DROPS Merino Extra Fine. Prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 2 cm. Nú er mynstur prjónað þannig: Prjónið mynsturteikningu A.1 yfir fyrstu 12 lykkjur, prjónið sléttprjón og fækkið um 3 lykkjur jafnt yfir næstu 38 lykkjur = 47 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki eftir 38 lykkjur (innan á hendi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það er notað síðar þegar fækka / auka á út lykkjum. Haldið áfram með mynstur og sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 3 cm frá uppfitjunarkanti, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 2 cm millibili alls 3 sinnum = 41 lykkja. Þegar A.1 hefur verið prjónað alls 2 sinnum á hæðina, prjónið fyrstu 3 umferðir í A.1 áður en prjónað er áfram eins og útskýrt er að neðan: Setjið eitt prjónamerki í 6. lykkju í A.1 (brugðin lykkja) og næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið mynstur eins og áður yfir fyrstu 5 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið næstu lykkju slétt (lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið mynstur eins og áður út umferðina. Nú hafa verið auknar út 2 lykkjur fyrir op fyrir þumal. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt og síðan í sléttprjóni. Haldið áfram með mynstur og aukið út fyrir opi fyrir þumal hvoru megin við útauknar lykkjur í 3. hverri umferð alls 6 sinnum. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar til loka eru 53 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 16 cm eru 13 lykkjur fyrir opi fyrir þumal settar á þráð og fitjuð er upp 1 ný lykkja aftan við þumalinn = 41 lykkjur. LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ PRJÓNAR ÁFRAM! Haldið áfram með mynstur eins og áður fyrir útaukningu á þumli, byrjið í fyrstu umferð í mynsturteikningu og prjónið A.1 yfir fyrstu 12 lykkjur í umferð og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 2 cm millibili alls 2 sinnum = 45 lykkjur. Þegar stykkið mælist 18 cm, aukið út um 3 lykkjur jafnt yfir lykkjur í sléttprjóni = 48 lykkjur. Prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. ÞUMALL: Setjið til baka 13 lykkjur af þræði á sokkaprjóna 4 og prjónið að auki upp 3 lykkjur í kanti á bakhlið á þumallykkjunum = 16 lykkjur. Prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. HÆGRI HANDSTÚKA: Prjónið á sama hátt og vinstri handstúka, en setjið prjónamerkið (innan á hendi) eftir fyrstu 21 lykkjur og prjónið A.2 í stað A.1. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #perfecttwistwristwarmers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 234-55
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.