Sylfil skrifaði:
Est-il vraiment nécessaire de faire les bordures en deux parties ? Est ce qu'il serait possible de les faire d'un seul coup y compris l'encolure dos. Merci pour votre réponse.
23.04.2025 - 17:00DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylfil, probablement, mais les mailles jersey seraient alors inversées sur l'une des 2 bordures; en les tricotant séparément, les V des mailles endroit se présentent de la même façon pour les 2. Bon tricot!
24.04.2025 - 08:30
Kaat Ramsdonck skrifaði:
Kan ik dit ook breien met 2 priemen? De panden en de mouwen apart? Zo ja ,hoeveel steken voor elk pand en de mouwen? Alvast bedankt
22.03.2025 - 14:47DROPS Design svaraði:
Dag Kaat,
Om een patroon aan te passen om op rechte naalden te breien hebben we een instructie gemaakt. Deze vind je hier.
22.03.2025 - 18:25
Patricia skrifaði:
Je ne comprend pas le montage des bordures . Est-ce qu'il y a une vidéo?
14.10.2024 - 17:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Patricia, tout à fait, retrouvez-les sous l'onglet "vidéos" en haut de page, ou bien ici pour la bordure sans boutonnières et là pour celle avec boutonnières. Rappelez-vous que les vidéos montrent la technique, suivez bien les indications du nombre de mailles indiqué dans le modèle. Bon tricot!
15.10.2024 - 09:29
Concetta La Scala skrifaði:
Posso fare questo modello in cotone?Grazie
23.09.2024 - 17:58DROPS Design svaraði:
Buonasera Concetta, potrebbe provare con DROPS Safran, sempre controllando che il suo campione corrisponda a quello indicato. Buon lavoro!
24.09.2024 - 22:24
Concetta La Scala skrifaði:
Cioè per tutto questo ferro.Grazie
19.09.2024 - 19:16DROPS Design svaraði:
Buonasera Concetta, deve diminuire 49 maglie sul ferro, quindi deve diminuire 1 maglia ogni 6/7 maglie per tutto il ferro. Buon lavoro!
24.09.2024 - 22:33
Concetta La Scala skrifaði:
Devo diminuire 49 maglie e secondo le istruzioni si devono diminuire all'inizio del ferro e alla fine 3 maglie dal diritto lavorati a rovescio . Pertanto, si devono diminuire sempre dopo 6 e7 maglie 3 maglie arovescio?Grazie
19.09.2024 - 19:11DROPS Design svaraði:
Buonasera Concetta, deve diminuire 49 maglie sul ferro, quindi deve diminuire 1 maglia ogni 6/7 maglie per tutto il ferro. Buon lavoro!
19.09.2024 - 19:41
Concetta La Scala skrifaði:
Ma si deve diminuire sempre con 3 maglie rovescio dal diritto per tutto il ferro O solo all'inizio e alla finefin
19.09.2024 - 18:27DROPS Design svaraði:
Buonasera Concetta, a quale punto del lavoro sta facendo riferimento? Buon lavoro!
19.09.2024 - 18:55
Concetta La Scala skrifaði:
Io devo diminuire 49 maglie e ho la taglia l Dovrei diminuire ogni 6 e 7 maglie?Grazie potreste darmi delle spiegazioni .
17.09.2024 - 20:23DROPS Design svaraði:
Buonasera Concetta, è corretto. Buon lavoro!
19.09.2024 - 18:54
Helen Johansson skrifaði:
Förstår inte beskrivningen alls angående knappslå och halskant. Suttit i timmar och försökt. Har tittat på videon, men där är knappslå/framkant redan stickad. Fungerar det att göra en kant i ett "svep" runt hela koftan ? Den mest förvirrande beskrivning jag stött på.
11.09.2024 - 09:26DROPS Design svaraði:
Hej Helen, jo videoen viser nøjagtig hvordan du strikker maskerne op på den måde som vi beskriver i opskriften. Ja selvfølgelig kan du strikke en anden kant :)
13.09.2024 - 14:28
Concetta La Scala skrifaði:
Ma diagramma si svolge solo su un ferro. Grazie
07.09.2024 - 19:50DROPS Design svaraði:
Buongiorno Concetta, il diagramma è formato da 5 ferri. Buon lavoro!
08.09.2024 - 16:27
Simplicity Cardigan#simplicitycardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í sléttprjóni með v-hálsmáli og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-30 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (á við um úrtöku fyrir v-hálsmáli): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í BYRJUN Á UMFERÐ ÞANNIG: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, prjónið 3 lykkjur brugðið saman. FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR Í LOK UMFERÐAR ÞANNIG: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 3 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið 1 lykkju slétt fram hjá prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt. HNAPPAGAT: Prjónið hnappagat, með byrjun frá réttu, þannig: Prjónið yfir fyrstu 8 lykkjur eins og áður, snúið og prjónið til baka yfir 8 lykkjur eins og áður, prjónið alls 3 umferðir yfir 8 lykkjur (síðasta umferðin er prjónuð frá réttu). Klippið þráðinn. Prjónið alls 4 umferðir eins og áður yfir þær 8 kantlykkjur sem eftir eru að framan (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu) og prjónið síðustu lykkju frá réttu saman með næstu lykkju meðfram kanti á peysu eins og áður. Í síðustu umferð frá röngu er prjónað yfir allar kantlykkjur að framan og haldið er áfram eins og áður yfir allar kantlykkjur að framan. Prjónið hnappagat þegar kanturinn að framan mælist: S: 4, 11, 17 og 23 cm. M: 4, 10, 17 og 24 cm. L: 4, 10, 17 og 24 cm. XL: 4, 11, 18 og 25 cm. XXL: 5, 12, 19 og 26 cm. XXXL: 5, 13, 20 og 27 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir bakstykki og framstykki og stykkin eru prjónuð fram og til baka á hringprjóna hvert fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón upp þar til ermakúpan byrjar, síðan er ermakúpan prjónuð fram og til baka á hringprjóna. Að lokum eru lykkjur prjónaðar upp meðfram framstykki og prjónaður er tvöfaldur kantur að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 283-307-331-361-397-433 lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS Alpaca. Prjónið með byrjun frá röngu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 4½ cm, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu 5 lykkjur af A.1 (þetta er gert til að mynstrið byrji og endi alveg eins) og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 8 cm. Næsta umferð er prjónuð frá réttu og prjónað er þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið sléttar lykkjur og fækkið um 41-45-49-51-55-63 lykkjur jafnt yfir þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni 242-262-282-310-342-370 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki 61-66-71-78-86-93 lykkjur inn frá hvorri hlið (það eru 120-130-140-154-170-184 lykkjur á milli prjónamerkja = bakstykki). Prjónamerkin merkja hliðar á stykki og eru síðar notuð þegar fella á af lykkjur fyrir handvegi. Stykkið er prjónað í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Þegar stykkið mælist 23-24-24-25-26-27 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir v-hálsmáli þegar lykkjur eru felldar af fyrir handvegi og hvort stykki er síðan prjónað hvort fyrir sig eins og útskýrt er að neðan. Sjá V-HÁLSMÁL og HANDVEGUR áður en þú prjónar áfram. V-HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 23-24-24-25-26-27 cm, fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli á hvoru framstykki í næstu umferð frá réttu – sjá ÚRTAKA. Fækkið um 2 lykkjur á hvoru framstykki í 10. hverri umferð alls 8-8-9-9-10-10 sinnum. HANDVEGUR: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm og næsta umferð er prjónuð frá réttu, fellið af fyrir handvegi þannig: Prjónið eins og áður þar til 1-3-5-9-14-15 lykkjur eru eftir á undan fyrra prjónamerki í hlið, fellið af 2-6-10-18-28-30 lykkjur fyrir handvegi, prjónið eins og áður þar til 1-3-5-9-14-15 lykkjur eru eftir á undan hinu prjónamerkinu, fellið af 2-6-10-18-28-30 lykkjur fyrir handvegi og prjónið eins og áður út umferðina. Framstykkin og bakstykkið er síðan prjónað hvert fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Byrjið frá röngu, prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hálsmáli eins og áður og haldið áfram með úrtöku fyrir v-hálsmáli. Eftir allar úrtöku fyrir v-hálsmáli og handvegi eru 44-47-48-51-52-58 lykkjur eftir á öxl. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hálsmáli. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Byrjið frá röngu, prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hálsi eins og áður og haldið áfram með úrtöku fyrir v-hálsmáli. Eftir allar úrtöku fyrir v-hálsmáli og handvegi eru 44-47-48-51-52-58 lykkjur eftir á öxl. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni að hálsmáli. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. BAKSTYKKI: = 118-124-130-136-142-154 lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af miðju 28-28-32-32-36-36 lykkjur fyrir hálsmáli (45-48-49-52-53-59 lykkjur eftir á hvorri öxl). Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja fyrir hálsmáli = 44-47-48-51-52-58 lykkjur. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 90-90-90-96-96-102 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með DROPS Alpaca. Prjónið stroff (1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt). Þegar stykkið mælist 4½ cm, prjónið A.1 yfir allar lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið stykkið með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 8 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Stykkið er síðan prjónað í sléttprjóni. Í fyrstu umferð er fækkað um 18-16-16-18-18-22 lykkjur jafnt yfir = 72-74-74-78-78-80 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu – prjónamerkið er notað þegar auka á út lykkjum mitt undir ermi. Þegar ermin mælist 16-18-16-16-16-13 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3-2½-2-2-1½-1½ cm millibili alls 11-12-15-16-18-20 sinnum = 94-98-104-110-114-120 lykkjur. Þegar ermin mælist 49-49-48-47-44-43 cm, skiptist stykkið við prjónamerki og prjónað er síðan fram og til baka á hringprjóna að loka máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 50-50-50-50-49-49 cm, þ.e.a.s. það er klauf 1-1-2-3-5-6 cm efst á ermi. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið klaufina efst á ermi við botninn á handvegi og saumið síðan ermina við fram- og bakstykki – sjá teikningu. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Kanturinn að framan er prjónaður neðan frá og upp, þess vegna verður að prjóna upp lykkjur meðfram hægra framstykki með endanum á þræði (svo að síðar verði hægt að prjóna áfram með dokkunni) þannig: Hafðu endann ca 160-240 cm langan, notaðu endann á þræðinum, byrjaðu neðst á framstykki og prjónaðu upp 1 lykkju í hverja umferð meðfram öllu framstykkinu, innan við 1 kantlykkju með hringprjón 2,5 og DROPS Alpaca. Fitjið upp 16 lykkjur á prjóninn neðst á framstykki (þ.e.a.s. frá röngu). Prjónið kant að framan yfir 16 kantlykkjur að framan og prjónið kant að framan saman með lykkjum sem prjónaðar voru upp meðfram kanti á framstykki þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Lyftið fyrstu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi bruðgið með þráðinn framan við stykkið, * prjónið 1 lykkju slétt, lyftið yfir 1 lykkju á hægri prjón ein sog prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af 16 kantlykkjum að framan, lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, með þráðinn aftan við stykkið, prjónið næstu lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð slétt, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): * Lyftið fyrstu/næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* yfir allar 16 kantlykkjur að framan. Endurtakið umferð 1 og 2 og prjónið HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan, þar til allar lykkjurnar frá framstykki hafa verið prjónaðar saman með kanti að framan. Nú er prjónað yfir 16 kantlykkjur þannig: UMFERÐ 1: * Lyftið fyrstu/næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* yfir 16 lykkjur. Endurtakið umferð 1 bæði frá réttu og frá röngu í 7-7-8-8-9-9 cm. Í næstu umferð frá réttu eru allar lykkjur prjónaðar 2 og 2 slétt saman og fellt er af. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Kanturinn er prjónaður neðan frá og upp. Byrjið efst við öxl á framstykki og prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð meðfram öllu framstykkinu, innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni 2,5 og DROPS Alpaca og fitjið upp 16 lykkjur í lok umferðar. Prjónið kant að framan yfir 16 lykkjur og prjónið kant að framan saman með lykkjur sem prjónaðar voru upp meðfram kanti á framstykki þannig: UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, * lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af 16 kantlykkjum að framan, lyftið 2 næstu lykkjum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið saman með þráðinn framan við stykkið, snúið. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman, * lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, lyftið síðustu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, lyftið síðustu lykkjunni yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til allar lykkjurnar af framstykki hafa verið prjónaðar saman með kanti að framan. Nú er prjónað yfir 16 kantlykkjur að framan þannig: UMFERÐ 1: * Prjónið 1 lykkju slétt, lyftið næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið *, prjónið frá *-* yfir 16 lykkjurnar. Endurtakið umferð 1 bæði frá réttu og frá röngu í 7-7-8-8-9-9 cm. Í næstu umferð frá réttu eru allar lykkjur prjónaðar saman og fellt er af þannig: Lyftið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, fellið lykkjuna af. FRÁGANGUR: Saumið kantinn að framan við miðju að aftan og saumið við kant í hálsmáli á bakstykki. Saumið tölur í. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #simplicitycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.