MARGHERITA PETAZZO skrifaði:
Sono in difficoltà sul numero di maglie sul ferro alla fine del diagramma A2 sul dietro. Ho iniziato il mio lavoro con 110 maglie di cui 2 di vivagno. Sulle 108 maglie ho lavorato 27 gruppi di 4 maglie (A1). Alla fine di A2 le maglie sono diventate 7 (aumentate 3 maglie). Quindi ora sul ferro ho 27 gruppi x 7 maglie = 189+2 =191 maglie e non 128 come detto nelle spiegazioni. COSA STO SBAGLIANDO?
19.01.2023 - 22:29DROPS Design svaraði:
Buonasera Margherita, sulle 110 maglie deve lavorare A.1 (27 ripetizioni) e poi proseguire con A.2 (18 ripetizioni) + 2 maglie di A.2. Sul penultimo ferro di A.2 aumenta 1 maglia per ripetizione, passando così da 110 a 128 maglie. Buon lavoro!
21.01.2023 - 22:27
MARGHERITA PETAZZO skrifaði:
Forse non sono stata abbastanza chiara. Nel passaggio dal diagramma A1 al diagramma A2 (davanti e dietro) si passa da 4 maglie a 6. Come è possibile se non ci sono aumenti?
19.01.2023 - 14:06DROPS Design svaraði:
Buonasera Margherita, non ci sono aumenti tra A.1 e A.2, cambia semplicemente il numero di ripetizioni del motivo: A.1 è di 4 maglie e si lavora per 27 ripetizioni, mentre A.2 è di 6 maglie e si lavora per 18 ripetizioni. Buon lavoro!
21.01.2023 - 22:31
MARGHERITA PETAZZO skrifaði:
Sul davanti sinistro si passa da A1 a A2 senza aumenti ma ciò non è possibile. Secondo me va aumentata una maglia nel penultimo giro di A1.
18.01.2023 - 23:20DROPS Design svaraði:
Buonasera Margherita, non ci sono aumenti tra A.1 e A.2, cambia semplicemente il numero di ripetizioni del motivo: A.1 è di 4 maglie e si lavora per 27 ripetizioni, mentre A.2 è di 6 maglie e si lavora per 18 ripetizioni. Buon lavoro!
21.01.2023 - 22:32
Grethe Gaare Lonie skrifaði:
Hej igenigen Str M .Jeg skrev forkert i mit første spørgsmål . Det er højre forstykket jeg strikker ( ikke strikket venstre endnu) Jeg kan ikke få det til at stemme. Har nu 8 rapporter i A3 og 1 i A9a Er det korrekt at sidste m i A9 er en ret og første m i A2 er vrang ? Og hvor i A9 a skal omslaget være. Jeg plejer ikke have sådanne problemer med et mønster
10.01.2023 - 20:44DROPS Design svaraði:
Hej Grethe, du har nu 77 masker. 7 kantm, A.9a=13m, 1 omslag, strik A.3=7m (8 gange=56m), 1 kantmaske 78 masker. (7+13+1+56+1=78m). Omslaget skal være i samme rækkefølge som beskrevet.
12.01.2023 - 14:36
Grethe Gaare Lonie skrifaði:
Strikker str M- højre forstykket. Er det korrekt, at der sluttes med en ret på pinde 11 i mønster A 9 og startes med 1 vrang i mønster A2? Får ikke mønsteret til at stemme. Og når man kommer til A.9a står der slå om? Hvor mange masker skal jeg strikke i A.9a før jeg skal slå om?
06.01.2023 - 17:27DROPS Design svaraði:
Hej igenigen, se tidligere svar :)
10.01.2023 - 12:03
Castioni skrifaði:
Bonjour pourriez vous me montrer une photo du col sur l'arrière du dos car je ne comprends pas comment faire pour le col merci beaucoup
05.01.2023 - 09:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Castioni, nous n'avons pas de telle photo et n'avons plus ce modèle malheureusement; toutefois, le col se tricote comme dans cette vidéo mais avec des rangs raccourcis en même temps pour que le côté extérieur du col soit plus long que le côté intérieur. Bon tricot!
05.01.2023 - 11:15
Anita Kroezen skrifaði:
Bij het breien van de voorpanden staat dat ik als 2e tour, eerst 7 ribbelsteken moet breien daarna patroon A9 en dan 1-0-0-1-0-1 averecht, 1-0-0-1-0-1 recht. Wat wordt er bedoelt met die 1-0-0-1-0-1 averecht en recht?
03.01.2023 - 19:44DROPS Design svaraði:
Dag Anita,
De reeks getallen slaat op de verschillende maten. Het eerste getal heeft betrekking op maat S, het tweede om maat M, enzovoort. Dus als je bijvoorbeeld maat M breit, brei je 0 steken averecht.
04.01.2023 - 20:50
Karolina skrifaði:
Hello. I think there is a small error in the English version of the pattern. In left front piece "shawl collar" it says: "begin from right side: 7 band stitches in garter stitch, knit over knit and purl over purl until 0-2-3-3-5-5 stitches remain, and work the last stitches in garter stitch." I believe it should say "begin from right side: 0-2-3-3-5-5 stitches in garter stitch, knit over knit and purl over purl until 7 stitches remain, 7 stitches in garter stitch.". I love the pattern :)
01.01.2023 - 21:17DROPS Design svaraði:
Dear Karolina, thanks for noticing, pattern has now been edited. Happy knitting!
06.01.2023 - 11:11
Grethe Gaare Lonie skrifaði:
Strikker str. M (67 m) er i gang med Venstre forstykke . Får ikke antallet af masker til at blive 77 efter A 2. Og hvorfor er A9 11 M? Det stemmer ikke med 60 m på pinden ( efter 7 kantmasker)
01.01.2023 - 13:58DROPS Design svaraði:
Hej Grethe, fik du højre forstykke til at passe, hvor mange rapporter har du af A.2? Har du husket udtagningerne i A.9/A.10? I M har du 8 udtagninger i A.2 og 2 fra A.9/A.10 :)
10.01.2023 - 10:48
Grethe Gaare Lonie skrifaði:
Hej Hvordan strikker man og lukker af med en kant ( bagstykke) . Er det bare at strikke ret og lukke af en efter en?forstår så ikke det næste trin? De 2 der er slået op, skal de strikkes i dem der er lukket af?
19.12.2022 - 23:36DROPS Design svaraði:
Hej Grethe, har du se videoerne nederst i opskriften. Hvis det ikke er video på det du spørger om, vil du så skrive hvor du er i opskriften, så vi let kan sætte os ind i det du ikke forstår? Tak :)
20.12.2022 - 14:35
Cracked Walnuts Vest#crackedwalnutsvest |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónað vesti úr DROPS Kid-Silk og DROPS Puna / DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með áferðamynstri, garðaprjóni, köðlum og stroffprjóni. Stærð XS - XXL.
DROPS 237-10 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. PRJÓNAÐ SAMAN: FRÁ RÉTTU: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. FRÁ RÖNGU: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman. SLÉTTPRJÓN: Þegar prjónað er frá röngu er prjónað brugðið og þegar prjónað er frá réttu er prjónað slétt. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: XS: 6, 14, 22 og 30 cm. S: 6, 14, 22 og 30 cm. M: 6, 14, 23 og 32 cm. L: 7, 16, 25 og 34 cm. XL: 6, 14, 22, 29 og 36 cm. XXL: 6, 14, 22, 29 og 36 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkin og bakstykkið er prjónað neðan frá og upp, fram og til baka hvort fyrir sig í stykkjum. BAKSTYKKI: Fitjið upp 98-110-110-122-134-146 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 114-128-128-142-156-170 lykkjur eftir í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.3 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Endurtakið A.3 á hæðina þar til stykkið mælist 16-17-19-19-21-22 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.4 þar til 1 lykkja er eftir og fækkið jafnframt um 27-36-36-40-44-48 lykkjur jafnt yfir, 1 kantlykkja í garðaprjóni = 87-92-92-102-112-122 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.5 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. A.5 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 99-104-104-114-124-134 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni að réttu máli. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 33-35-36-38-39-41 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.6 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Þegar A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 150-158-158-174-190-206 lykkjur í umferð. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.7 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið A.7 alls 3 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 45-47-48-50-51-53 cm. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.8 þar til 7 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 51-54-54-60-66-72 lykkjur jafnt yfir, 7 lykkjur í garðaprjóni = 99-104-104-114-124-134 lykkjur. Þegar A.8 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.8a á hæðina að loka máli. Þegar stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm, fellið af miðju 13-14-16-18-20-20 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl (43-45-44-48-52-57 lykkjur) er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja í byrjun á umferð = 42-44-43-47-51-56 lykkjur. Í næstu umferð við öxl eru felldar af fyrstu = 35-37-36-40-44-49 lykkjur. Prjónið síðan skáhallandi öxl með byrjun í næstu umferð frá hálsmáli þannig: * Prjónið mynstur eins og áður þar til 8-9-9-10-11-12 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. Þ.e.a.s. prjónað er yfir 8-9-9-10-11-12 lykkjur færri í hverri umferð frá hálsmáli. Í næstu umferð við hálsmál eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 37-39-38-42-46-51 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með kanti yfir axlalykkjur. Lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar saman með axlalykkjum þannig: Prjónið * 1 lykkju SLÉTTPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, næsta umferð er prjónuð saman við fyrstu / næstu lykkju frá öxl – sjá PRJÓNAÐ SAMAN, lyftið til baka 2 lykkjum á prjóni sem eru með þráðinn að röngu á stykki, passið uppá að þráðurinn herðist ekki of mikið *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp. Fellið af 2 lykkjur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 61-67-67-73-79-85 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið brugðið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Í næstu umferð frá réttu er prjónað mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9, prjónið 1-0-0-1-0-1 lykkja brugðið, 1-0-0-1-0-1 lykkja slétt, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9 eins og áður, prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 70-77-77-84-91-98 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þetta er gert til að mynstrið verði alveg eins mitt að framan á báðum framstykkjum), prjónið A.3 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni = 71-78-78-85-92-99 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð, síðan er prjónað brugðið frá réttu og slétt frá röngu. Endurtakið A.3 á hæðina þar til stykkið mælist 16-17-19-19-21-22 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.4 þar til 1 lykkja er eftir og fækkið jafnframt um 15-17-17-19-21-23 lykkjur jafnt yfir, 1 kantlykkja í garðaprjóni = 56-61-61-66-71-76 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.5 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. A.5 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok næstu umferðar frá réttu = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni að loka máli. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 33-35-36-38-39-41 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.6 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Þegar A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 83-91-91-99-107-115 lykkjur í umferð. Prjónið mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.7 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið A.7 alls 3 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 45-47-48-50-51-53 cm. Prjónið mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.8 þar til 7 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 21-24-24-27-30-33 lykkjur jafnt yfir, 7 lykkjur í garðaprjóni = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Þegar A.8 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.8a á hæðina að loka máli. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af fyrstu 7 lykkjur í næstu umferð frá röngu = 55-60-60-65-70-75 lykkjur. Prjónið síðan skáhallandi öxl með byrjun í næstu umferð frá hálsmáli þannig: * Prjónið mynstur eins og áður þar til 8-9-9-10-11-12 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. Þ.e.a.s. prjónað er yfir 8-9-9-10-11-12 lykkjur færri í hverri umferð frá hálsmáli. Í síðustu umferð við hálsmál er prjónað þar til 20-23-24-25-26-26 lykkjur eru eftir, setjið síðustu 20-23-24-25-26-26 lykkjur á þráð fyrir sjalkraga og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 37-39-38-42-46-51 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með kanti yfir axlalykkjur. Lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar saman með axlalykkjum þannig: Prjónið * 1 lykkju sléttprjón, næsta lykkja er prjónuð saman við fyrstu / næstu lykkju frá öxl – sjá PRJÓNAÐ SAMAN, lyftið til baka 2 lykkjum á prjóni sem eru með þráðinn að röngu á stykki, passið uppá að þráðurinn herðist ekki of mikið *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp. Fellið af 2 lykkjur. SJALKRAGI: Setjið 20-23-24-25-26-26 lykkjur af þræði á hringprjón 5,5. Prjónið með byrjun frá röngu þannig: 0-2-3-3-5-5 lykkjur garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til 7 lykkjur eru eftir, prjóni 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram (þ.e.a.s. köðlum er ekki snúið lengur) og prjónið stuttar umferðir þannig: Umferð 1 (rétta): Prjónið yfir fyrstu 16-19-20-21-22-22 lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið yfir 16-19-20-21-22-22 lykkjur. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið yfir allar lykkjur. Prjónið umferð 1 til 4 þar til sjalkraginn mælist ca 7-8-8-9-9-9 cm þar sem hann er stystur. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 61-67-67-73-79-85 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni og brugðnar lykkjur út umferðina. Í næstu umferð frá réttu er prjónað mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 20-18-18-20-18-20 lykkjur eru eftir, prjónið 1-0-0-1-0-1 lykkju slétt, 1-0-0-1-0-1 lykkja brugðið, A.10, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 18 lykkjur eru eftir, A.10 eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 70-77-77-84-91-98 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.3 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Endurtakið A.3 á hæðina þar til stykkið mælist 16-17-19-19-21-22 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.4 þar til 20 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 14-16-16-18-20-22 lykkjur jafnt yfir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 56-61-61-66-71-76 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.5 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. A.5 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok næstu umferðar frá röngu = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni að réttu máli. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 33-35-36-38-39-41 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.6 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 83-91-91-99-107-115 lykkjur eftir í umferð. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.7 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið A.7 alls 3 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 45-47-48-50-51-53 cm. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.8 þar til 20 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 21-24-24-27-30-33 lykkjur jafnt yfir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Þegar A.8 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.8a á hæðina að loknu máli. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af fyrstu 7 lykkjur í næstu umferð frá réttu = 55-60-60-65-70-75 lykkjur. Prjónið síðan skáhallandi öxl með byrjun í næstu umferð frá hálsmáli þannig: * Prjónið mynstur eins og áður þar til 8-9-9-10-11-12 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. Þ.e.a.s. prjónað er yfir 8-9-9-10-11-12 lykkjur færri í hverri umferð frá hálsmáli. Í síðustu umferð við hálsmál er prjónað þar til 20-23-24-25-26-26 lykkjur eru eftir, setjið síðustu 20-23-24-25-26-26 lykkjur á þráð fyrir sjalkraga og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 37-39-38-42-46-51 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með kanti yfir axlarlykkjur. Lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar saman með axlalykkjum þannig: Prjónið * 1 lykkju sléttprjón, næsta lykkja er prjónuð saman við fyrstu / næstu lykkju frá öxl – sjá PRJÓNAÐ SAMAN, lyftið til baka 2 lykkjum á prjóni sem eru með þráðinn að röngu á stykki, passið uppá að þráðurinn herðist ekki of mikið *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp. Fellið af 2 lykkjur. SJALKRAGI: Setjið 20-23-24-25-26-26 lykkjur af þræði á hringprjón 5,5. Prjónið með byrjun frá réttu þannig: 0-2-3-3-5-5 lykkjur garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkkjur þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram (þ.e.a.s. köðlum er ekki snúið lengur) og prjónið stuttar umferðir þannig: Umferð 1 (ranga): Prjónið yfir fyrstu 16-19-20-21-22-22 lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið yfir 16-19-20-21-22-22 lykkjur. UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið yfir allar lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur. Prjónið umferð 1 til 4 þar til sjalkraginn mælist ca 7-8-8-9-9-9 cm þar sem hann er stystur. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana innan við 1 lykkju í icord-kanti. Saumið lykkjur í garðaprjóni við hverja aðra. Saumið sjalkragann saman fyrir miðju að aftan og saumið við hálsmál aftan í hnakka. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #crackedwalnutsvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.