Laura Ramirez skrifaði:
Buenas noches, Perdón, es la primera vez que tejo algo con un patrón de su página y no comprendo bien como se leen los esquemas y se coordinar con la parte escrita. Estoy empezando la espalda pero no entiendo cuándo se usa punto musgo y al decir 1 punto a qué hacen referencia. ¿Hay algun video guia del chaleco en si?
06.10.2023 - 06:46DROPS Design svaraði:
Hola Laura, todos los videos relevantes para hacer el patrón se encuentran en la sección de videos, después de las instrucciones del patrón y los diagramas. También puedes leer la siguiente lección sobre cómo leer los diagramas a punto: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=68&cid=23. El punto orillo (el 1 punto del borde) se trabaja en punto musgo, es decir, se trabaja siempre de derecho, independientemente de la fila que estés trabajando. Esto se hace para que el borde de la labor quede mejor.
09.10.2023 - 00:58
Esperanza skrifaði:
Mirando el patrón he descubierto cómo va el hombro en diagonal. Es más fácil de lo que parece, pero la forma de expresarse el texto, la traducción es confusa.
20.04.2023 - 02:37
Esperanza skrifaði:
Hola. Espalda; trabajar el hombro en diagonal. no entiendo la explicación
19.04.2023 - 18:42DROPS Design svaraði:
Hola Esperanza, el hombro diagonal se trabaja de forma similar a las filas acortadas: trabajas el patrón como antes hasta que queden 8 pts (talla XS), girar y trabajar de vuelta. Gira de nuevo y trabajar el patrón como antes hasta que queden 8 pts antes del giro anterior, girar y trabajar de vuelta. Repetir de nuevo, trabajando hasta 8 pts antes del giro anterior. Puedes ver el siguiente vídeo para el método general de filas acortadas: https://www.garnstudio.com/video.php?id=66&lang=es
23.04.2023 - 19:54
Liane Plauborg skrifaði:
Hej Jeg har ikke strikket en sjalskrave med vendepinde før, og jeg er i tvivl om, om den vender rigtigt. Min sjalskrave er kortest mod nakken og længst mod halsen. Er det sådan det skal være? Synes nemlig den er alt for kort i forhold til nakkens længde, når de skal sys sammen. Mvh
29.03.2023 - 17:51DROPS Design svaraði:
Hej Liane, jo den skal være længst yderst mod halsen og kortest der hvor du syr til halsudskæringen :)
13.04.2023 - 09:48
Roos skrifaði:
Beste, \r\nBij rechter voorpand moet je volgens patroon dit breien\r\n7 voorbiessteken in ribbelsteek, brei A.9, 1-0-0-1-0-1 averecht, 1-0-0-1-0-1 recht, brei A.1 tot er 1 steek over is, 1 kantsteek in ribbelsteek. \r\n\r\nIk begrijp niet wat jullie hiermee bedoelen \"1-0-0-1-0-1 averecht, 1-0-0-1-0-1 recht\" ? waar staat de 1 en de 0 voor? \r\n\r\nMet dank voor de bijkomende uitleg\r\nRoos
08.03.2023 - 21:31DROPS Design svaraði:
Dag Roos,
De reeks getallen slaan steeds op de verschillende maten. Het eerste getal geldt voor maat XS, het tweede getal voor S, enzovoort.
09.03.2023 - 20:31
Francoise Miclo skrifaði:
Les explications ne sont pas claires et trop longues , on ne se rend pas compte de l effet produit
22.02.2023 - 07:43
Francoise skrifaði:
Peut-on voir une photo du dos pour comprendre le début ?
22.02.2023 - 07:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Françoise, le dos se tricote exactement pas les devants, sauf que l'on n'aura pas de torsade comme celle qui se trouve près des bordures des devants; autrement dit, le dos ressemblera au devant de la version du pull sans manches. Bon tricot!
22.02.2023 - 09:04
Francoise Miclo skrifaði:
Le début du dos n est pas fait de torsades mais de côtes au point mousse ???
22.02.2023 - 07:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Miclo, le devant se tricote comme le dos: on commence par des côtes (A.1 puis A.2), puis des torsades (A.3) puis on continue les diagrammes dans l'ordre indiqué. Je ne suis pas certaine de voir de côtes mousse dans les explications, juste 1 maille lisière au point mousse de chaque côté des diagrammes. Mais n'hésitez pas à préciser votre question si je l'ai mal comprise, merci pour votre compréhension.
22.02.2023 - 09:03
Sol Grimeland skrifaði:
Hei, Jeg strikker 237-10 Small. Jeg er på ryggen, neders i oppskriften. Jeg har felr av 13 m til hals, så lengre ned står det "på neste pinne fra halsen felles 1 m......., Så, på neste pinne fra mot halsen felles de første 7 masker av = 35 m" Skal jeg felle rillekantmaskene, de neste 7 eller 7 m ved halsen? Jeg blir veldig glad for svar. Tusen takk
15.02.2023 - 13:21DROPS Design svaraði:
Hej Sol, du feller 1 maske af mod halsen. De 7 masker masker lukkes af yderst på skulderen. Når du strikker vendepinde, vender du inden de yderste masker på skulderen, så du får flere pinde over maskerne mod halsen :)
24.02.2023 - 10:59
MARGHERITA PETAZZO skrifaði:
Scusate ma ho risolto. Ho capito che in A1 NON VA FATTO ALCUN AUMENTO. Si passa in A2 lavorando sulle stesse maglie. Si aumenta 1 maglia solo alla fine di A2. SCUSATE IL DISTURBO
20.01.2023 - 00:28DROPS Design svaraði:
Buonasera Margherita, corretto: l'unico aumento è alla fine di A.2. Buon lavoro!
21.01.2023 - 22:27
Cracked Walnuts Vest#crackedwalnutsvest |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónað vesti úr DROPS Kid-Silk og DROPS Puna / DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með áferðamynstri, garðaprjóni, köðlum og stroffprjóni. Stærð XS - XXL.
DROPS 237-10 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. PRJÓNAÐ SAMAN: FRÁ RÉTTU: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. FRÁ RÖNGU: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman. SLÉTTPRJÓN: Þegar prjónað er frá röngu er prjónað brugðið og þegar prjónað er frá réttu er prjónað slétt. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: XS: 6, 14, 22 og 30 cm. S: 6, 14, 22 og 30 cm. M: 6, 14, 23 og 32 cm. L: 7, 16, 25 og 34 cm. XL: 6, 14, 22, 29 og 36 cm. XXL: 6, 14, 22, 29 og 36 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkin og bakstykkið er prjónað neðan frá og upp, fram og til baka hvort fyrir sig í stykkjum. BAKSTYKKI: Fitjið upp 98-110-110-122-134-146 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 114-128-128-142-156-170 lykkjur eftir í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.3 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Endurtakið A.3 á hæðina þar til stykkið mælist 16-17-19-19-21-22 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.4 þar til 1 lykkja er eftir og fækkið jafnframt um 27-36-36-40-44-48 lykkjur jafnt yfir, 1 kantlykkja í garðaprjóni = 87-92-92-102-112-122 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.5 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. A.5 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 99-104-104-114-124-134 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni að réttu máli. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 33-35-36-38-39-41 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.6 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Þegar A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 150-158-158-174-190-206 lykkjur í umferð. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.7 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið A.7 alls 3 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 45-47-48-50-51-53 cm. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.8 þar til 7 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 51-54-54-60-66-72 lykkjur jafnt yfir, 7 lykkjur í garðaprjóni = 99-104-104-114-124-134 lykkjur. Þegar A.8 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.8a á hæðina að loka máli. Þegar stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm, fellið af miðju 13-14-16-18-20-20 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl (43-45-44-48-52-57 lykkjur) er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja í byrjun á umferð = 42-44-43-47-51-56 lykkjur. Í næstu umferð við öxl eru felldar af fyrstu = 35-37-36-40-44-49 lykkjur. Prjónið síðan skáhallandi öxl með byrjun í næstu umferð frá hálsmáli þannig: * Prjónið mynstur eins og áður þar til 8-9-9-10-11-12 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. Þ.e.a.s. prjónað er yfir 8-9-9-10-11-12 lykkjur færri í hverri umferð frá hálsmáli. Í næstu umferð við hálsmál eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 37-39-38-42-46-51 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með kanti yfir axlalykkjur. Lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar saman með axlalykkjum þannig: Prjónið * 1 lykkju SLÉTTPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, næsta umferð er prjónuð saman við fyrstu / næstu lykkju frá öxl – sjá PRJÓNAÐ SAMAN, lyftið til baka 2 lykkjum á prjóni sem eru með þráðinn að röngu á stykki, passið uppá að þráðurinn herðist ekki of mikið *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp. Fellið af 2 lykkjur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 61-67-67-73-79-85 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið brugðið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Í næstu umferð frá réttu er prjónað mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9, prjónið 1-0-0-1-0-1 lykkja brugðið, 1-0-0-1-0-1 lykkja slétt, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9 eins og áður, prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 70-77-77-84-91-98 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þetta er gert til að mynstrið verði alveg eins mitt að framan á báðum framstykkjum), prjónið A.3 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni = 71-78-78-85-92-99 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð, síðan er prjónað brugðið frá réttu og slétt frá röngu. Endurtakið A.3 á hæðina þar til stykkið mælist 16-17-19-19-21-22 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.4 þar til 1 lykkja er eftir og fækkið jafnframt um 15-17-17-19-21-23 lykkjur jafnt yfir, 1 kantlykkja í garðaprjóni = 56-61-61-66-71-76 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.5 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. A.5 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok næstu umferðar frá réttu = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni að loka máli. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 33-35-36-38-39-41 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.6 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Þegar A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 83-91-91-99-107-115 lykkjur í umferð. Prjónið mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.7 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið A.7 alls 3 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 45-47-48-50-51-53 cm. Prjónið mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.8 þar til 7 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 21-24-24-27-30-33 lykkjur jafnt yfir, 7 lykkjur í garðaprjóni = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Þegar A.8 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.8a á hæðina að loka máli. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af fyrstu 7 lykkjur í næstu umferð frá röngu = 55-60-60-65-70-75 lykkjur. Prjónið síðan skáhallandi öxl með byrjun í næstu umferð frá hálsmáli þannig: * Prjónið mynstur eins og áður þar til 8-9-9-10-11-12 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. Þ.e.a.s. prjónað er yfir 8-9-9-10-11-12 lykkjur færri í hverri umferð frá hálsmáli. Í síðustu umferð við hálsmál er prjónað þar til 20-23-24-25-26-26 lykkjur eru eftir, setjið síðustu 20-23-24-25-26-26 lykkjur á þráð fyrir sjalkraga og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 37-39-38-42-46-51 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með kanti yfir axlalykkjur. Lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar saman með axlalykkjum þannig: Prjónið * 1 lykkju sléttprjón, næsta lykkja er prjónuð saman við fyrstu / næstu lykkju frá öxl – sjá PRJÓNAÐ SAMAN, lyftið til baka 2 lykkjum á prjóni sem eru með þráðinn að röngu á stykki, passið uppá að þráðurinn herðist ekki of mikið *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp. Fellið af 2 lykkjur. SJALKRAGI: Setjið 20-23-24-25-26-26 lykkjur af þræði á hringprjón 5,5. Prjónið með byrjun frá röngu þannig: 0-2-3-3-5-5 lykkjur garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til 7 lykkjur eru eftir, prjóni 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram (þ.e.a.s. köðlum er ekki snúið lengur) og prjónið stuttar umferðir þannig: Umferð 1 (rétta): Prjónið yfir fyrstu 16-19-20-21-22-22 lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið yfir 16-19-20-21-22-22 lykkjur. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið yfir allar lykkjur. Prjónið umferð 1 til 4 þar til sjalkraginn mælist ca 7-8-8-9-9-9 cm þar sem hann er stystur. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 61-67-67-73-79-85 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni og brugðnar lykkjur út umferðina. Í næstu umferð frá réttu er prjónað mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 20-18-18-20-18-20 lykkjur eru eftir, prjónið 1-0-0-1-0-1 lykkju slétt, 1-0-0-1-0-1 lykkja brugðið, A.10, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 18 lykkjur eru eftir, A.10 eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 70-77-77-84-91-98 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.3 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Endurtakið A.3 á hæðina þar til stykkið mælist 16-17-19-19-21-22 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.4 þar til 20 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 14-16-16-18-20-22 lykkjur jafnt yfir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 56-61-61-66-71-76 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.5 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. A.5 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok næstu umferðar frá röngu = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni að réttu máli. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 33-35-36-38-39-41 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.6 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 83-91-91-99-107-115 lykkjur eftir í umferð. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.7 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið A.7 alls 3 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 45-47-48-50-51-53 cm. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.8 þar til 20 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 21-24-24-27-30-33 lykkjur jafnt yfir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Þegar A.8 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.8a á hæðina að loknu máli. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af fyrstu 7 lykkjur í næstu umferð frá réttu = 55-60-60-65-70-75 lykkjur. Prjónið síðan skáhallandi öxl með byrjun í næstu umferð frá hálsmáli þannig: * Prjónið mynstur eins og áður þar til 8-9-9-10-11-12 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. Þ.e.a.s. prjónað er yfir 8-9-9-10-11-12 lykkjur færri í hverri umferð frá hálsmáli. Í síðustu umferð við hálsmál er prjónað þar til 20-23-24-25-26-26 lykkjur eru eftir, setjið síðustu 20-23-24-25-26-26 lykkjur á þráð fyrir sjalkraga og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 37-39-38-42-46-51 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með kanti yfir axlarlykkjur. Lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar saman með axlalykkjum þannig: Prjónið * 1 lykkju sléttprjón, næsta lykkja er prjónuð saman við fyrstu / næstu lykkju frá öxl – sjá PRJÓNAÐ SAMAN, lyftið til baka 2 lykkjum á prjóni sem eru með þráðinn að röngu á stykki, passið uppá að þráðurinn herðist ekki of mikið *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp. Fellið af 2 lykkjur. SJALKRAGI: Setjið 20-23-24-25-26-26 lykkjur af þræði á hringprjón 5,5. Prjónið með byrjun frá réttu þannig: 0-2-3-3-5-5 lykkjur garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkkjur þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram (þ.e.a.s. köðlum er ekki snúið lengur) og prjónið stuttar umferðir þannig: Umferð 1 (ranga): Prjónið yfir fyrstu 16-19-20-21-22-22 lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið yfir 16-19-20-21-22-22 lykkjur. UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið yfir allar lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur. Prjónið umferð 1 til 4 þar til sjalkraginn mælist ca 7-8-8-9-9-9 cm þar sem hann er stystur. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana innan við 1 lykkju í icord-kanti. Saumið lykkjur í garðaprjóni við hverja aðra. Saumið sjalkragann saman fyrir miðju að aftan og saumið við hálsmál aftan í hnakka. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #crackedwalnutsvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.