 Kirsti Andersen skrifaði:
 
																									Kirsti Andersen skrifaði:
												
Hej. Nu har jeg strikket denne vest med forlængelse til sjalskrave, men forstår ikke i beskrivelsen hvordan jeg skal montere den sammen, og der ingen billede der viser vesten bag fra, så er det muligt at få et billede af hvordan sjalskraven ser ud på bagsiden når den er monteret. Vh Kirsti
12.12.2024 - 22:43DROPS Design svaraði:
Hei Kirsti. Vi har dessverre ingen bilder av sjalskraven bak, men se på målskissen (øverste del av plagget) og tenk deg at den ene kortsiden skal sys sammen med den andre kortsiden ( = midt bak). Så skal kraven sys til halsringningen bak i nakken. mvh DROPS Design
16.12.2024 - 11:02
																									 Annette Pedersen skrifaði:
 
																									Annette Pedersen skrifaði:
												
Hej Igen Jeg strikker i str M og det er forstykkerne jeg hr 67 masker og har strikket til den er 54 cm her skal jeg lukke for 7 masker altså ærmekanten det forstår jeg ikke for bagstykket lukkes ikke her der lukkes 7 masker ved halsen så når det er færdigt passer de ikke sammen har prøvet og pillet op igen da det så helt forkert ud . håber du kan hjælpe mig Venlig hilsen Annette
11.12.2024 - 21:23DROPS Design svaraði:
Hej Annette, du har ret, det skal være de yderste 7 kantmasker på ærmet som lukkes af, inden man begynder at sætte masker på en tråd. Vi skal få lavet en opdatering til opskriften - tak for info :)
12.12.2024 - 15:11
																									 Kirsti Andersen skrifaði:
 
																									Kirsti Andersen skrifaði:
												
Dette forstår jeg ikke noget af. Det er vel de sidst 9 masker der skal sætte på en tråd til sjalskrave?? Og når jeg slår 2 nye masker op passer det heller ikke med at der er 38 masker på pinden men 51 masker tilbage, Jeg strikker strM På sidste pind mod halsen strikkes der, til der er 20-23-24-25-26-26 masker tilbage, sæt de sidste 20-23-24-25-26-26 masker på en tråd til sjalskrave og slå 2 nye masker op på slutningen af pinden = 37-39-38-42-46-51 masker.
03.12.2024 - 18:57DROPS Design svaraði:
Hej Kirsti, de masker du sætter på en tråd er til for at forme skulderen. Det er maskerne ind mod halsen du strikker til sjalskrave. Hvis du har yderligere spørgsmål, så skriv hvor du er i opskriften højre eller venstre side og hvad der står, så hjælper vi dig med at forklare :)
06.12.2024 - 14:24
																									 Annette skrifaði:
 
																									Annette skrifaði:
												
Jeg kan godt finde ud af vendingerne men de 7 masker man skal lukke på højre og venstre forstykker virker forkert da det må være ærme kanten man lukker Og så ser det hele skævt ud når man skal sætte for og bagstykke sammen
29.11.2024 - 14:55DROPS Design svaraði:
Hei Annette. Fint om du kan skrive hvilken størrelse du strikker, hvor mange masker du har og hvad som er næst i opskriften, så er det lettere at hjælpe dig :) mvh DROPS Design
02.12.2024 - 13:36
																									 Sandrine skrifaði:
 
																									Sandrine skrifaði:
												
Bonjour, je termine le dos et j'ai rabattu les 13m centrales. Je ne comprends pas la suite : "rabattre 1m au début du rang à partir de l'encolure....." car je démarre au début de l'emmanchure ! Les 7 mailles à rabattre sont celles faites au point mousse ? Merci beaucoup
28.11.2024 - 20:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Sandrine, vous devez rabattre 1 maille supplémentaire au début du rang suivant à partir de l'encolure, pour le dos, lorsque vous avez rabattu les 13 mailles centrales sur l'endroit, vous tricotez les mailles de l'épaule gauche jusqu'à la fin du rang, vous tournez, et tricotez le rang suivant (à partir de l'emmanchure), tournez et vous êtes maintenant en début de rang à partir de l'encolure: rabattez 1 maille et tricotez les mailles restantes du rang. Tournez, tricotez le rang suivant, tournez et au début du rang suivant (= à partir de l'encolure), rabattez les 7 premières mailles. Bon tricot!
29.11.2024 - 08:29
																									 Sandrine skrifaði:
 
																									Sandrine skrifaði:
												
Pour faire le A8-2, faut-il toujours faire les 7 premières et dernières mailles au point mousse ?
27.11.2024 - 21:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Sandrine, oui, vous devez tricoter 7 premières et dernières mailles au point mousse. Bon tricot!
28.11.2024 - 08:27
																									 Annette Pedersen skrifaði:
 
																									Annette Pedersen skrifaði:
												
Jeg kan ikke finde ud af lukningen på denne vest På bagstykket lukkes 7 masker ved hals på forstykkerne står der der skal lukkes 7masker fra retside på venstre og højre forstykke så det skulle være ærmkanten man lukker det virker mærkeligt for så kommer der ikke i cord kanten her og skuldrene når ikke kanten på halsen af bagstykket ?? håber du forstår hvad jeg mener og kan forklare mig det på forhånd tak
25.11.2024 - 16:17DROPS Design svaraði:
Hej Annette, Når du har lukket maskerne af til hals, laver skrå skulder, ved at vende før de yderste masker på ærmet, strik tilbage og strik en pind mere hvor du også vender før de yderste masker. På den måde får du en skrå skulder. Hvis du har yderligere spørgsmål skal du skrive hvilken størrelse du strikker, hvor mange masker du har og hvad som er næst i opskriften, så er det lettere at hjælpe dig :)
28.11.2024 - 13:57
																									 Ammmm skrifaði:
 
																									Ammmm skrifaði:
												
What are the measurements for the different sizes please?
12.11.2024 - 12:04DROPS Design svaraði:
Dear Ammmm, please find all finished measurements in the chart at the bottom of the written pattern after diagrams - this lesson may help you understanding how to read chart measurements. Happy knitting!
12.11.2024 - 16:21
																									 Kirsti Andersen skrifaði:
 
																									Kirsti Andersen skrifaði:
												
Kan ikke finde ud af forklaringen på hvordan der skal fældes af ved skuldre på denne vest. Er det muligt at få en forklaring på det, eller findes der en video som viser det.
08.11.2024 - 21:59DROPS Design svaraði:
Hei Kirsti. Om det er den skrå skulder du tenker på, kan du ta en titt på den generelle videoen: Hvordan strikke en skrå skulder, samt en i-cord avslutning på skulderen. Du finner videoen under Videoer til høyre eller under bildet. mvh DROPS Design
11.11.2024 - 12:58
																									 Janny skrifaði:
 
																									Janny skrifaði:
												
Wat wordt er bedoeld bij de voorpanden: 1-0-0-1-1-0-1.. ik brei maat M, dat is 0.. is dat dan niet breien.. ?? Of betekent het wat anders??
24.10.2024 - 17:42DROPS Design svaraði:
Dag Janny,
Voor maat M hoef je in dat geval inderdaad niets te breien, dus nul steken.
24.10.2024 - 21:13| Cracked Walnuts Vest#crackedwalnutsvest | ||||||||||||||||||||||
|  |  | |||||||||||||||||||||
| Prjónað vesti úr DROPS Kid-Silk og DROPS Puna / DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með áferðamynstri, garðaprjóni, köðlum og stroffprjóni. Stærð XS - XXL.
							DROPS 237-10 | ||||||||||||||||||||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. PRJÓNAÐ SAMAN: FRÁ RÉTTU: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. FRÁ RÖNGU: Prjónið 2 lykkjur brugðið saman. SLÉTTPRJÓN: Þegar prjónað er frá röngu er prjónað brugðið og þegar prjónað er frá réttu er prjónað slétt. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: XS: 6, 14, 22 og 30 cm. S: 6, 14, 22 og 30 cm. M: 6, 14, 23 og 32 cm. L: 7, 16, 25 og 34 cm. XL: 6, 14, 22, 29 og 36 cm. XXL: 6, 14, 22, 29 og 36 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkin og bakstykkið er prjónað neðan frá og upp, fram og til baka hvort fyrir sig í stykkjum. BAKSTYKKI: Fitjið upp 98-110-110-122-134-146 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 114-128-128-142-156-170 lykkjur eftir í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.3 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Endurtakið A.3 á hæðina þar til stykkið mælist 16-17-19-19-21-22 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.4 þar til 1 lykkja er eftir og fækkið jafnframt um 27-36-36-40-44-48 lykkjur jafnt yfir, 1 kantlykkja í garðaprjóni = 87-92-92-102-112-122 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.5 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. A.5 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 99-104-104-114-124-134 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni að réttu máli. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 33-35-36-38-39-41 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.6 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Þegar A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 150-158-158-174-190-206 lykkjur í umferð. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.7 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið A.7 alls 3 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 45-47-48-50-51-53 cm. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.8 þar til 7 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 51-54-54-60-66-72 lykkjur jafnt yfir, 7 lykkjur í garðaprjóni = 99-104-104-114-124-134 lykkjur. Þegar A.8 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.8a á hæðina að loka máli. Þegar stykkið mælist 49-51-53-55-57-59 cm, fellið af miðju 13-14-16-18-20-20 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl (43-45-44-48-52-57 lykkjur) er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja í byrjun á umferð = 42-44-43-47-51-56 lykkjur. Í næstu umferð við öxl eru felldar af fyrstu = 35-37-36-40-44-49 lykkjur. Prjónið síðan skáhallandi öxl með byrjun í næstu umferð frá hálsmáli þannig: * Prjónið mynstur eins og áður þar til 8-9-9-10-11-12 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. Þ.e.a.s. prjónað er yfir 8-9-9-10-11-12 lykkjur færri í hverri umferð frá hálsmáli. Í næstu umferð við hálsmál eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 37-39-38-42-46-51 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með kanti yfir axlalykkjur. Lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar saman með axlalykkjum þannig: Prjónið * 1 lykkju SLÉTTPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, næsta umferð er prjónuð saman við fyrstu / næstu lykkju frá öxl – sjá PRJÓNAÐ SAMAN, lyftið til baka 2 lykkjum á prjóni sem eru með þráðinn að röngu á stykki, passið uppá að þráðurinn herðist ekki of mikið *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp. Fellið af 2 lykkjur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 61-67-67-73-79-85 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið brugðið þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Í næstu umferð frá réttu er prjónað mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9, prjónið 1-0-0-1-0-1 lykkja brugðið, 1-0-0-1-0-1 lykkja slétt, prjónið A.1 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9 eins og áður, prjónið A.2 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 70-77-77-84-91-98 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a, sláið 1 sinni uppá prjóninn (þetta er gert til að mynstrið verði alveg eins mitt að framan á báðum framstykkjum), prjónið A.3 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni = 71-78-78-85-92-99 lykkjur. Uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt í næstu umferð, síðan er prjónað brugðið frá réttu og slétt frá röngu. Endurtakið A.3 á hæðina þar til stykkið mælist 16-17-19-19-21-22 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.4 þar til 1 lykkja er eftir og fækkið jafnframt um 15-17-17-19-21-23 lykkjur jafnt yfir, 1 kantlykkja í garðaprjóni = 56-61-61-66-71-76 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.5 þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. A.5 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok næstu umferðar frá réttu = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni að loka máli. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 33-35-36-38-39-41 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.6 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Þegar A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 83-91-91-99-107-115 lykkjur í umferð. Prjónið mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.7 þar til 7 lykkjur eru eftir, 7 lykkjur í garðaprjóni. Prjónið A.7 alls 3 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 45-47-48-50-51-53 cm. Prjónið mynstur þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.9a eins og áður, prjónið A.8 þar til 7 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 21-24-24-27-30-33 lykkjur jafnt yfir, 7 lykkjur í garðaprjóni = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Þegar A.8 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.8a á hæðina að loka máli. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af fyrstu 7 lykkjur í næstu umferð frá röngu = 55-60-60-65-70-75 lykkjur. Prjónið síðan skáhallandi öxl með byrjun í næstu umferð frá hálsmáli þannig: * Prjónið mynstur eins og áður þar til 8-9-9-10-11-12 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. Þ.e.a.s. prjónað er yfir 8-9-9-10-11-12 lykkjur færri í hverri umferð frá hálsmáli. Í síðustu umferð við hálsmál er prjónað þar til 20-23-24-25-26-26 lykkjur eru eftir, setjið síðustu 20-23-24-25-26-26 lykkjur á þráð fyrir sjalkraga og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 37-39-38-42-46-51 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með kanti yfir axlalykkjur. Lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar saman með axlalykkjum þannig: Prjónið * 1 lykkju sléttprjón, næsta lykkja er prjónuð saman við fyrstu / næstu lykkju frá öxl – sjá PRJÓNAÐ SAMAN, lyftið til baka 2 lykkjum á prjóni sem eru með þráðinn að röngu á stykki, passið uppá að þráðurinn herðist ekki of mikið *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp. Fellið af 2 lykkjur. SJALKRAGI: Setjið 20-23-24-25-26-26 lykkjur af þræði á hringprjón 5,5. Prjónið með byrjun frá röngu: Prjónið 0-3-4-5-6-6 lykkjur garðaprjón, brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur yfir lykkjur í A.9a og prjónið 7 kantlykkjur í garðaprjóni. Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: 7 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur jafnframt því sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir 8 lykkjur slétt fyrir miðju í A.9a = 16-19-20-21-22-22 lykkjur. Haldið áfram með garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur (þ.e.a.s. köðlum er ekki snúið lengur) og prjónið stuttar umferðir þannig: Umferð 1 (rétta): Prjónið yfir fyrstu 12-15-16-17-18-18 lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið yfir 12-15-16-17-18-18 lykkjur. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið yfir allar lykkjur. Prjónið umferð 1 til 4 þar til sjalkraginn mælist ca 7-8-8-9-9-9 cm þar sem hann er stystur. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 61-67-67-73-79-85 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni og brugðnar lykkjur út umferðina. Í næstu umferð frá réttu er prjónað mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 20-18-18-20-18-20 lykkjur eru eftir, prjónið 1-0-0-1-0-1 lykkju slétt, 1-0-0-1-0-1 lykkja brugðið, A.10, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 þar til 18 lykkjur eru eftir, A.10 eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 70-77-77-84-91-98 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.3 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Endurtakið A.3 á hæðina þar til stykkið mælist 16-17-19-19-21-22 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.4 þar til 20 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 14-16-16-18-20-22 lykkjur jafnt yfir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 56-61-61-66-71-76 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.5 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. A.5 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok næstu umferðar frá röngu = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni að réttu máli. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 33-35-36-38-39-41 cm. Prjónið mynstur með byrjun frá réttu þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.6 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.6 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 83-91-91-99-107-115 lykkjur eftir í umferð. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.7 þar til 20 lykkjur eru eftir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið A.7 alls 3 sinnum á hæðina. Stykkið mælist ca 45-47-48-50-51-53 cm. Prjónið mynstur þannig: 7 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.8 þar til 20 lykkjur eru eftir og fækkið jafnframt um 21-24-24-27-30-33 lykkjur jafnt yfir, A.10a eins og áður, 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 62-67-67-72-77-82 lykkjur. Þegar A.8 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið A.8a á hæðina að loknu máli. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af fyrstu 7 lykkjur í næstu umferð frá réttu = 55-60-60-65-70-75 lykkjur. Prjónið síðan skáhallandi öxl með byrjun í næstu umferð frá hálsmáli þannig: * Prjónið mynstur eins og áður þar til 8-9-9-10-11-12 lykkjur eru eftir, snúið og prjónið til baka *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. Þ.e.a.s. prjónað er yfir 8-9-9-10-11-12 lykkjur færri í hverri umferð frá hálsmáli. Í síðustu umferð við hálsmál er prjónað þar til 20-23-24-25-26-26 lykkjur eru eftir, setjið síðustu 20-23-24-25-26-26 lykkjur á þráð fyrir sjalkraga og fitjið upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 37-39-38-42-46-51 lykkjur. Nú er prjónað og fellt af með kanti yfir axlarlykkjur. Lykkjur sem fitjaðar voru upp eru prjónaðar saman með axlalykkjum þannig: Prjónið * 1 lykkju sléttprjón, næsta lykkja er prjónuð saman við fyrstu / næstu lykkju frá öxl – sjá PRJÓNAÐ SAMAN, lyftið til baka 2 lykkjum á prjóni sem eru með þráðinn að röngu á stykki, passið uppá að þráðurinn herðist ekki of mikið *, prjónið frá *-* þar til allar lykkjur frá öxl hafa verið prjónaðar saman með 2 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp. Fellið af 2 lykkjur. SJALKRAGI: Setjið 20-23-24-25-26-26 lykkjur af þræði á hringprjón 5,5. Prjónið með byrjun frá réttu: Prjónið 0-3-4-5-6-6 lykkjur garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur í A.10a jafnframt sem fækkað er 4 lykkjur jafnt yfir 8 lykkjur slétt fyrir miðju í A.10a og prjónið 7 kantlykkjur í garðaprjóni = 16-19-20-21-22-22 lykkjur. Haldið áfram með garðaprjón, sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur (þ.e.a.s. köðlum er ekki snúið lengur) og prjónið stuttar umferðir þannig: Umferð 1 (rétta): Prjónið yfir fyrstu 12-15-16-17-18-18 lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið yfir 12-15-16-17-18-18 lykkjur. UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið yfir allar lykkjur, snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur. Prjónið umferð 1 til 4 þar til sjalkraginn mælist ca 7-8-8-9-9-9 cm þar sem hann er stystur. Prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið axlasaumana innan við 1 lykkju í icord-kanti. Saumið lykkjur í garðaprjóni við hverja aðra. Saumið sjalkragann saman fyrir miðju að aftan og saumið við hálsmál aftan í hnakka. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í vinstra framstykki. | ||||||||||||||||||||||
| Skýringar á teikningu | ||||||||||||||||||||||
| 
 | ||||||||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||||||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #crackedwalnutsvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | ||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 237-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.