Kirsten Maja Høgsveen skrifaði:
Er " Drops Paris, uni colouer" riktig garn til denne genseren. Synes det er så trygt. 😊
18.07.2022 - 20:20DROPS Design svaraði:
Hei Kirsten, Du kan gjerne bruke andre Drops Paris garn til denne genseren. Uansett, anbefaler vi at du strikker en prøvelapp for å sjekke stikkefastheten din før du begynner. God fornøyelse!
19.07.2022 - 06:53
Henriette skrifaði:
Ik gebruik het garen zoals hierboven geadviseerd, mijn breiwerk gaat alleen iedere keer schreef. Vooral te zien wanneer ik bij de pas de tricot steek heb gebreid, maar ook de eerste boordsteek trekt schreef. Ik heb dit nooit. Waar kan dit aan liggen?
12.07.2022 - 10:44DROPS Design svaraði:
Dag Henriette,
Het werk zou inderdaad niet scheef mogen trekken, want het patroon is helemaal symmetrisch. Kan het zijn dat u per ongeluk iets over het hoofd ziet in het telpatroon, waardoor het werk scheef trekt? Bijvoorbeeld een van de omslagen? Als u er niet uit komt is het misschien een idee om met uw breiwerk langs een verkooppunt te gaan. Daar kunnen ze met u meekijken.
12.07.2022 - 21:34
Aleksandra skrifaði:
Hei Hva er opplegskanten?
14.06.2022 - 15:32DROPS Design svaraði:
Hej Aleksandra, det er selve kanten hvor du la upp :)
15.06.2022 - 15:39
Anita Vestøl skrifaði:
Denne har jeg lyst til å strikke. Håper oppskriften kommer snart! Får meg til å tenke på en blåklokke(bluebell)
15.03.2022 - 12:54
Anette Melander skrifaði:
När släpper ni detta mönstret? Tycker det är synd att ni inte släpper alla så man hinner göra de man tycker on innan våren är här
11.03.2022 - 12:48
Anett skrifaði:
Imádom
17.01.2022 - 12:33
Tora skrifaði:
Periwinkle
15.01.2022 - 04:14
Leonor skrifaði:
Petit Paris or Blue Parisian Sky
14.01.2022 - 19:06
Francesca Di Rito skrifaði:
Non ti scordar di me
14.01.2022 - 17:51
Conni skrifaði:
Blue Sky
14.01.2022 - 16:42
Echo Mountain Top#echomountaintop |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með stuttum ermum úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-19 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-84-88-88-92-96 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með DROPS Paris. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Í næstu umferð er önnur hver 1 brugðin lykkja aukin út til 2 lykkjur brugðið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir annarri hverri brugðinni lykkju = 100-105-110-110-115-120 lykkjur. Haldið áfram með stroff. ATH: Í fyrstu umferð er uppslátturinn prjónaður frá útaukningu snúið brugðið, svo ekki myndist gat. Þegar stroffið mælist 4 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-9-10-14-17-20 lykkjur jafnt yfir = 108-114-120-124-132-140 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið sléttprjón í 2-3-3-4-4-5 cm – JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 12-16-20-26-28-30 lykkjur jafnt yfir = 120-130-140-150-160-170 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nú er prjónað A.1 alls 12-13-14-15-16-17 sinnum hringinn á berustykki. Haldið áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 216-234-252-285-304-323 lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 0-2-8-3-4-1 lykkjur jafnt yfir = 216-236-260-288-308-324 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 31-34-37-41-45-49 lykkjur sléttprjón (½ bakstykki), setjið næstu 46-50-56-62-64-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 62-68-74-82-90-98 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 46-50-56-62-64-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið 31-34-37-41-45-49 lykkjur sléttprjón (½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 136-148-164-180-200-220 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 14 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 14-14-16-18-20-22 lykkjur jafnt yfir = 150-162-180-198-220-242 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið aðeins laust af með sléttum lykkjum. Peysan mælist ca 42-44-46-48-50-52 cm frá öxl. ERMI: Setjið 46-50-56-62-64-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 52-56-64-70-74-76 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið er notað þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2-2-2-2-0-0 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA = 50-54-62-68-74-76 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 7-6-5-4-3-2 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið aðeins laust af með sléttum lykkjum. Ermin mælist ca 11-10-9-8-7-6 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #echomountaintop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.