Zuzana skrifaði:
Ďakujem za prekrásny model. Som z neho nadšená. S radosťou som podľa vášho návrhu plietla a ešte lepšie sa vo svetríku cítim. Znova som sa naučila nové techniky.
29.06.2022 - 15:18
Vivien skrifaði:
Liebes Drops-Team, ich kann im Shop nicht die richtigen Knöpfe für diese schöne Jacke finden. Welchen Durchmesser müssen sie haben? Vielen Dank im voraus!
20.06.2022 - 18:08
Ingrid Ehret skrifaði:
Liebes drops Team, bin gerade an diesem Modell stricken. Habe die Reihe nach der Anschlagsreihe linkgs gestrickt und will jetzt weiter stricken. Ich glaube hier ist ein Fehler im Doiagramm A 1 entsatnden. Das Kästchen mit dem Strich bei Beginn kann doch kein Umschlag sein, wie im Diagramm beschrieben. Ich denke es ist eine linke Masche. damit ein Rippenmuster entsteht. Um baldige Antwort wiord gebetne, da ich weiter stricken möchte.
30.03.2022 - 13:49DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ehret, richtig, das kästchen mit dem Strick soll als "1 Masche rechts verschränkt in Hin-Reihen, 1 Masche links verschränkt in Rück-Reihen" gestrickt werden - dies text wird bald korrigert. Viel Spaß beim stricken!
30.03.2022 - 14:21
Julie Beardwell skrifaði:
Great design but I think the explanations for the symbols for k1 twisted and YO between 2 stitches need to be switched. Thank you.
29.03.2022 - 17:36DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Beardwell, thanks for noticing, symbols will be fixed. Happy knitting!
30.03.2022 - 07:55
Angelique skrifaði:
Jeg tror forklaninger for symboler 3 og 4 er omvendt. Den tredje skal bli en vridd maske og den fjerde en kast, kansje?
29.03.2022 - 09:37DROPS Design svaraði:
Hej Angelique. Tack för info, det stämmer. Vi ska rätta detta! Mvh DROPS Design
30.03.2022 - 08:34
Carol McMillan skrifaði:
Love it Simply Classy
01.03.2022 - 16:41
Val skrifaði:
Vetiver
19.01.2022 - 15:16
Jennifer Chung skrifaði:
Classic delight
18.01.2022 - 22:03
Au Fil De Lau skrifaði:
Pagne safrané
17.01.2022 - 13:49
Purlyplatypus skrifaði:
Shades of spring
14.01.2022 - 07:21
Treasure Hunt Cardigan#treasurehuntcardigan |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með hringlaga berustykki, gatamynstri og ¾ löngum ermum með pífu. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-22 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.4). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 244 lykkjur) mínus kanta að framan (t.d. 12 lykkjur) og deilið þeim lykkjufjölda sem eftir er með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 23) = 10,1. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna ca 9. og 10. hverja lykkju slétt saman (lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan). ÚTAUKNING (á við um mitt undir ermum): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 3, 10, 17, 24, 31, 38 og 45 cm M: 3, 10, 18, 25, 33, 40 og 47 cm L: 4, 11, 19, 26, 34, 41 og 49 cm XL: 4, 12, 20, 28, 36, 44 og 51 cm XXL: 3, 11, 19, 28, 36, 45 og 53 cm XXXL: 3, 12, 20, 29, 37, 46 og 55 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón neðan frá og upp. Fram- og bakstykki og ermar er sett saman, áður en berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna að loka máli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 244-268-286-316-343-379 lykkjur á hringprjón 2,5 með DROPS Safran. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið fyrstu lykkju í A.1, þannig að mynstrið byrjar og endar alveg eins og endið með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með stroffið svona í 3 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 23-25-25-29-30-36 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 221-243-261-287-313-343 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni). Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 25-26-27-27-27-27 cm, fellið af fyrir handvegi í hvorri hlið frá röngu þannig: Prjónið 55-60-64-70-76-83 lykkjur eins og áður (framstykki), fellið af 6-8-8-10-10-12 lykkjur fyrir handveg, prjónið 99-107-117-127-141-153 lykkjur eins og áður (bakstykki), fellið af 6-8-8-10-10-12 lykkjur fyrir handveg, prjónið 55-60-64-70-76-83 lykkjur eins og áður (framstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 140-147-154-161-168-175 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með DROPS Safran. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu – prjónamerkið er notað síðar þegar auka á út mitt undir ermi. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.2 alls 20-21-22-23-24-25 sinnum hringinn á ermi. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 60-63-66-69-72-75 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 4 cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið sléttprjón. JAFNFRAMT Þegar stykkið mælist 6-6-7-7-6-4 cm frá uppfitjunarkanti, aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 2½.-2.-1½.-1.-1.-1. cm millibili alls 8-9-12-16-17-17 sinnum = 76-81-90-101-106-109 lykkjur. Þegar ermin mælist 27-26-26-24-23-21 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið næstu umferð þannig: Fellið af 3-4-4-5-5-6 lykkjur fyrir handveg, prjónið 70-73-82-91-96-97 lykkjur sléttprjón, fellið af 3-4-4-5-5-6 lykkjur fyrir handveg. Klippið þráðinn. Prjónið hina ermina á sama hátt. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón 3 og fram- og bakstykki, þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjur) = 349-373-409-449-485-513 lykkjur. Byrjið frá réttu og prjónið 2-2-2-0-4-10 umferðir sléttprjón með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.3 þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið fyrstu lykkju í A.3 og endið með 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.4 þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið fyrstu lykkju í A.4 og endið með 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur. JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.4, fækkið um lykkjur jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚRTAKA: Ör-1: Fækkið um 12-12-12-16-16-20 lykkjur jafnt yfir = 337-361-397-433-469-493 lykkjur. Ör-2: Fækkið um 24-24-36-42-54-54 lykkjur jafnt yfir = 313-337-361-391-415-439 lykkjur. Ör-3: Fækkið um 28-36-44-36-42-48 lykkjur jafnt yfir = 285-301-317-355-373-391 lykkjur. Ör-4: Fækkið um 40-40-48-62-72-74 lykkjur jafnt yfir = 245-261-269-293-301-317 lykkjur. Ör-5: Fækkið um 40-40-40-48-48-56 lykkjur jafnt yfir = 205-221-229-245-253-261 lykkjur. Ör-6: Fækkið um 42-52-56-64-68-68 lykkjur jafnt yfir = 163-169-173-181-185-193 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón fram og til baka með 6 kantlykkjum að framan í garðaprjóni við miðju að framan þar til stykkið mælist 20-21-22-24-26-28 cm frá þar sem fram- og bakstykki og ermar var sett saman (það eru ca 2-3-4-4-5-5 cm sléttprjón eftir A.4) – JAFNFRAMT í síðustu umferð frá réttu er fækkað um 30-32-32-34-34-36 lykkjur jafnt yfir = 133-137-141-147-151-157 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni). Síðan er kantur í hálsmáli prjónaður eins og útskýrt er að neðan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.5 þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið fyrstu lykkju í A.5 þannig að mynstrið byrji og endi alveg eins og endið með 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka þar til kantur í hálsmáli mælist 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #treasurehuntcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.