Margaret O'Brien skrifaði:
Perché il davanti ha più punti del dietro?
23.11.2022 - 21:13DROPS Design svaraði:
Buonasera Margaret non ci sono errori nel numero di maglie per questo modello. Buon lavoro!
24.11.2022 - 21:47
Małgorzata skrifaði:
W paski ? Serio ?
08.09.2022 - 10:08DROPS Design svaraði:
Witaj Małgorzato, tak faktycznie jest, tylko oba odcienie są bardzo do siebie zbliżone. Myślę, że powinniśmy dodać inne zdjęcie :) Pozdrawiamy!
08.09.2022 - 11:27
Marie skrifaði:
Hallo, ich bin inzwischen bei den Ärmeln angekommen und sie sind viel zu groß mit über 60 Maschen. Ich habe den Ärmel wieder aufgemacht, 10 Maschen weniger genommen und trotzdem kommt mir die Maschenanzahl zu hoch vor. Mache ich etwas falsch oder ist die Strickjacke mit übermäßig großen Ärmeln gedacht?
18.08.2022 - 14:39DROPS Design svaraði:
Liebe Marie, die Breite der Ärmel muss die Armlöcher anpassen, so haben Sie mit 66-70-74-76-80-84 Maschen ca 19-20-21-22-23-24 cm wenn die Ärmel doppelt gefalten ist. Hoffentlich kann es Ihnen helfen. Viel Spaß beim stricken!
18.08.2022 - 15:10
Joelle skrifaði:
Bonjour, Je m'interroge sur les explications de la manche. "Quand la manche mesure 48-47-46-44-42-39 cm, tricoter la tête de manche en allers et retours à partir du sous la manche pendant 3-4-5-6-7-10 cm." Qu'est-ce qui détermine la "tête de manche" ? je vois bien des pointillés sur le graphique - qui pourraient correspondent à des diminutions, mais pas de diminutions dans les explications. Pouvez-vous m'aider ? D'avance merci Joëlle
28.07.2022 - 18:58
Kerstin Michel skrifaði:
Hallo, gerne möchte ich mir diese Jacke stricken. Aber eine Frage: Wenn ich die Maschen angeschlagen habe, dann ist doch die erste Reihe, die ich stricke eine Hinreihe, wieso steht da die Rückreihe rechts stricken? Entschuldigen Sie die Frage, ich bin Anfängerin. Herzliche Grüße
17.07.2022 - 15:06DROPS Design svaraði:
Liebe Kerstin, ob Sie die erste Reihe als Hin- oder als Rück-Reihe stricken, ist nicht zwingend festgelegt. In diesem Fall gilt die erste Reihe als Rück-Reihe. Gutes Gelingen und viel Spaß beim Stricken!
18.07.2022 - 08:09
Anwen Griffiths skrifaði:
What does s m l stand for in this pattern
14.04.2022 - 16:13DROPS Design svaraði:
Dear Anwen, you can see the measurements in cm corresponding to each size in the schematic of the garment after the pattern instructions. Happy knitting!
14.04.2022 - 17:43
Regine Karg skrifaði:
Guten Tag, in der Anleitung steht, man kann diese Jacke mit der Garngruppe C oder mit der Garngruppe A+A stricken kann. Was heißt A+A? Heißt es 2 Knäuel und diese zwei zusammenstricken? Vielen Dank. Regine Karg
21.03.2022 - 19:15DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Karg, unsere Garne sind in Garngruppen aufgeteilt, und einige dazu können ausgetauscht werden, dh hier können Sie mit 1 Faden Garngruppe C (= Air) oder mit 2 Fäden Garngruppe A (z.B. Alpaca, Baby Alpaca Silk, Baby Merino, usw - dh doppelfädig dann) stricken. Versuchen Sie unseren Garnumrechner um die Garnalternative zu finden. Viel Spaß beim stricken!
22.03.2022 - 10:08
Sonja skrifaði:
Hugs & Kisses
05.02.2022 - 06:50
Dusky Rose Cardigan#duskyrosecardigan |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með röndum og sléttprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-33 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerkið situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkin eru prjónuð fram og til baka á hringprjóna, hvert fyrir sig. Síðan eru kantar á framstykkjum prjónaðir. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / hringprjóna. Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring í lokin. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 103-113-123-133-145-161 lykkjur á hringprjón 4 með litnum hveiti í DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Haldið áfram með stroff þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 17-19-21-23-25-27 lykkjur jafnt yfir = 86-94-102-110-120-134 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm, prjónið 4 umferðir með litnum bleikur sandur, 4 umferðir með litnum hveiti, síðan er bakstykkið prjónað til loka með litnum bleikur sandur. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af 5-7-9-10-12-17 lykkjur í byrjun á hvorri af 2 næstu umferðum = 76-80-84-90-96-100 lykkjur. Þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm, fellið af miðju 26-28-30-32-34-36 lykkjur fyrir hálsmáli. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan er felld af 1 lykkja í næstu umferð frá hálsmáli = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 54-58-62-68-74-82 lykkjur á hringprjón 4 með litnum hveiti. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Haldið áfram með stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjón, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 10-10-10-12-13-14 lykkjur jafnt yfir = 44-48-52-56-61-68 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm, prjónið 4 umferðir með litnum bleikur sandur, 4 umferðir með litnum hveiti, síðan er bakstykkið prjónað til loka með litnum bleikur sandur. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af 5-7-9-10-12-17 lykkjur í næstu umferð frá réttu = 39-41-43-46-49-51 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-48-49-51-52-54 cm, setjið fyrstu 9-10-11-12-13-14 lykkjur mitt að framan á þráð (prjónið þær fyrst). Fækkið síðan um 1 lykkju í hverri umferð frá réttu þannig: prjónið sléttprjón þar til 4 lykkjur eru eftir við hálsmál, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja sléttprjón og 1 lykkja garðaprjón. Fækkið lykkjum svona alls 6 sinnum = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp (frá réttu) ca 94 til 110 lykkjur með litnum bleikur sandur á hringprjón 4, innan við 1 kantlykkju meðfram vinstra framstykki, lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið síðan frá röngu (frá neðri kanti) þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur, brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón þar til kanturinn að framan mælist ca 4 cm (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu). Fellið af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 54-58-62-68-74-82 lykkjur á hringprjón 4 með litnum hveiti. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Haldið áfram með stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 10-10-10-12-13-14 lykkjur jafnt yfir = 44-48-52-56-61-68 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm, prjónið 4 umferðir með litnum bleikur sandur, 4 umferðir með litnum hveiti, síðan er bakstykkið prjónað til loka með litnum bleikur sandur. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af 5-7-9-10-12-17 lykkjur í næstu umferð frá röngu = 39-41-43-46-49-51 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-48-49-51-52-54 cm, setjið fyrstu 9-10-11-12-13-14 lykkjur mitt að framan á þráð (prjónið þær fyrst). Fækkið síðan um 1 lykkju í hverri umferð frá réttu þannig: prjónið 1 lykkju garðaprjón, 1 lykkju sléttprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið út umferðina. Fækkið lykkjum svona alls 6 sinnum = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp (frá réttu) ca 94 til 110 lykkjur með litnum bleikur sandur á hringprjón 4, innan við 1 kantlykkju meðfram vinstra framstykki, lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið síðan frá röngu (frá hálsmáli og niður) þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju brugðið og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff, en eftir ca 2 cm, fellið af fyrir 5-5-5-6-6-6 hnappagötum jafnt yfir. Neðsta hnappagatið á að sitja ca 6 cm frá neðri kanti og efsta hnappagatið á að sitja efst í hálsmáli, staðsetjið þau hnappagöt sem eftir eru með jöfnu millibili. Fellið af fyrir hnappagötum með því að prjóna 2 lykkjur saman og að slá 1 sinni uppá prjóninn. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til kanturinn að framan mælist ca 4 cm. Fellið af. ERMI: Fitjið upp 64-66-68-70-72-74 lykkjur á sokkaprjóna 4 með litnum bleikur sandur. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 4 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 5 og prjónið sléttprjón. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6 lykkjur jafnt yfir = 58-60-62-64-66-68 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Þegar stykkið mælist 32-30-28-26-24-22 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-3½-3-3-2½-2 cm millibili alls 4-5-6-6-7-8 sinnum = 66-70-74-76-80-84 lykkjur. Þegar ermin mælist 48-47-46-44-42-39 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka (frá mitt undir ermi) á hringprjóna að loka máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 51-51-51-50-49-49 cm, þ.e.a.s. það er klauf 3-4-5-6-7-10 cm efst á ermi. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermi við handveg. Saumið síðan klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsaumana. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 4 og litinn bleikur sandur, byrjið frá réttu og prjónið upp ca 77 til 99 lykkjur í kringum hálsmál (einnig yfir kanta að framan á hvoru framstykki), lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 + 1. Prjónið frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 lykkja garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til kantur í hálsmáli mælist ca 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum. FRÁGANGUR-2: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #duskyrosecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.