Linda Hindberg skrifaði:
De 11 masker som er sat på tråd, jeg kan ikk lige se hvad jeg skal gøre med dem. I et tidligere spørgsmål står de skal sys sammen med rygstykket. Kan ikk lige se hvordan
27.08.2025 - 19:35DROPS Design svaraði:
Hej Linda. De maskerna som er satt på tråd på forstykkene blir sedan en del av de ca 77 til 99 m till halskant (se under HALSKANT). Mvh DROPS Design
28.08.2025 - 07:01
Linda skrifaði:
Har i ikke en video hvor man kan se hvordan man strikker ærmekupel Vh Linda
05.08.2025 - 21:35DROPS Design svaraði:
Hei Linda. Har dessverre ingen video på denne ermtoppen. mvh DROPS Design
08.09.2025 - 10:20
Gunnel skrifaði:
För framkant står det plocka upp 94-110 maskor.jag stickar st M,och får upp endast 92.Hur många ska det vara? hur räknar jag ut det?
21.07.2025 - 19:25DROPS Design svaraði:
Hei Gunnel. Når det står ca 94 - 110 masker er det gjerne tiltenkt 94 til den minste str og 110 til den største str. Maskeantallet må være delelig med 2. Siden str. M er et par cm lengre enn str. S, vil et maskeantall høyere enn 94 være bedre enn 92, slik at ikke stolpen/ framkanten trekker arbeidet sammen. mvh DROPS Design
11.08.2025 - 11:07
Gunnel skrifaði:
Vilket garn kan Drops Vienna ersättas med?
16.07.2025 - 12:17DROPS Design svaraði:
Hej Gunnel. Du kan ersätta det med DROPS Melody. Mvh DROPS Design
28.07.2025 - 14:39
Gunnel skrifaði:
Stickas ärmarna runt eller fram och tillbaka?
15.07.2025 - 12:32DROPS Design svaraði:
Hej Gunnel. Ärmen stickas runt upp till ärmkullen börjar - efter det stickas den fram och tillbaka. Mvh DROPS Design
28.07.2025 - 14:40
Linda skrifaði:
De masker som er på fra forstykkerne hvad skal man efterfølgende gøre. Kan ikke se det i opskriften Vh Linda
29.06.2025 - 12:17DROPS Design svaraði:
Hej Linda, maskerne fra skuldrene på forstykket sys sammen med bagstykket - det står nede under montering :)
01.07.2025 - 11:12
Luna skrifaði:
Hallo, ist es richtig, dass die Vorderteile zusammen durch die Blende breiter sind, als das Hinterteil? Liebe Grüße
27.06.2025 - 20:03DROPS Design svaraði:
Liebe Luna, jedes Vorderteil (44 bis 68 M) sind genau die Hälfte als das Rückenteil (86-134 M) durch 2 verteilt + 1 Randmasche (wo die Blenden-Maschen aufgefassen werden). Davor soll man mehr Maschen anschlagen, da man braucht mehr Maschen für Bündchen mit kleineren Nadeln als fürs Glattrechts mit grösseren Nadeln, dann wird nach Bündchen abgenommen. Kann das Ihnen helfen? Viel Spaß beim Stricken!
30.06.2025 - 08:00
Zoe skrifaði:
Hallo! Ist es richtig, dass das Rückenteil schmaler ist (Aufnahme von 113 M bei Gr. M) als beide Vorderteile nebeneinander (Aufnahme von je 58 M bei Gr. M - also 116 M gesamt + Knopfleiste) ? LG
24.06.2025 - 19:39DROPS Design svaraði:
Liebe Zoe, ja stimmt so, in M braucht man 113 M für das Bündchen, danach gibt es nach den Abnahmen am Anfang Glattrechts dann nur noch 94 M - beim Vorderteile beginnt man das Bündchen mit 58 M dann nach Abnahmen noch 48 M (also 94/2 + 1 Randmasche). Dann wird man die Maschen für die Blenden später innerhalb diese Randmasche auffassen (die sind nicht mit den Vorderteilen dazu gestrickt). Viel Spaß beim Stricken!
25.06.2025 - 07:30
Wil skrifaði:
Goedemiddag Dropsteam, Nog bedankt voor de uitleg, ik dacht dat er geen mailtje meer op terug kwam. Vandaar ook mijn late reactie. Het is duidelijk voor in het vervolg!
08.05.2025 - 15:34
Susanne Hundt skrifaði:
Beim linken Vorderteil steht:Bei einer Länge von 51 cm die ersten 12 Maschen ab dem Halsband für den Halsausschnitt stillegen(die Maschen zuerst stricken) Wie ist das gemeint? Bisher habe ich immer für den Halsausschnitt abgekettet...
23.03.2025 - 12:27DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Hundt, hier werden die 12 ersten Maschen einer Rückreihe beim linken Vorderteil/einer Hinreihe beim rechten Vorderteil stillgelegt, und dann strickt man weiter mit Abketten für den Halsausschnitt; für die Halsblende wird man später diese 12 Maschen beiseitig wieder stricken und gleichzeitig Maschen um Hals auffassen. Viel Spaß beim Stricken!
24.03.2025 - 09:22
Dusky Rose Cardigan#duskyrosecardigan |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með röndum og sléttprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 232-33 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerkið situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkin eru prjónuð fram og til baka á hringprjóna, hvert fyrir sig. Síðan eru kantar á framstykkjum prjónaðir. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / hringprjóna. Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring í lokin. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 103-113-123-133-145-161 lykkjur á hringprjón 4 með litnum hveiti í DROPS Air. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Haldið áfram með stroff þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 17-19-21-23-25-27 lykkjur jafnt yfir = 86-94-102-110-120-134 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm, prjónið 4 umferðir með litnum bleikur sandur, 4 umferðir með litnum hveiti, síðan er bakstykkið prjónað til loka með litnum bleikur sandur. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af 5-7-9-10-12-17 lykkjur í byrjun á hvorri af 2 næstu umferðum = 76-80-84-90-96-100 lykkjur. Þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm, fellið af miðju 26-28-30-32-34-36 lykkjur fyrir hálsmáli. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan er felld af 1 lykkja í næstu umferð frá hálsmáli = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 54-58-62-68-74-82 lykkjur á hringprjón 4 með litnum hveiti. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Haldið áfram með stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjón, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 10-10-10-12-13-14 lykkjur jafnt yfir = 44-48-52-56-61-68 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm, prjónið 4 umferðir með litnum bleikur sandur, 4 umferðir með litnum hveiti, síðan er bakstykkið prjónað til loka með litnum bleikur sandur. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af 5-7-9-10-12-17 lykkjur í næstu umferð frá réttu = 39-41-43-46-49-51 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-48-49-51-52-54 cm, setjið fyrstu 9-10-11-12-13-14 lykkjur mitt að framan á þráð (prjónið þær fyrst). Fækkið síðan um 1 lykkju í hverri umferð frá réttu þannig: prjónið sléttprjón þar til 4 lykkjur eru eftir við hálsmál, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja sléttprjón og 1 lykkja garðaprjón. Fækkið lykkjum svona alls 6 sinnum = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp (frá réttu) ca 94 til 110 lykkjur með litnum bleikur sandur á hringprjón 4, innan við 1 kantlykkju meðfram vinstra framstykki, lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið síðan frá röngu (frá neðri kanti) þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur, brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón þar til kanturinn að framan mælist ca 4 cm (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu). Fellið af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 54-58-62-68-74-82 lykkjur á hringprjón 4 með litnum hveiti. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Haldið áfram með stroff þannig: 1 kantlykkja í garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem fækkað er um 10-10-10-12-13-14 lykkjur jafnt yfir = 44-48-52-56-61-68 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm, prjónið 4 umferðir með litnum bleikur sandur, 4 umferðir með litnum hveiti, síðan er bakstykkið prjónað til loka með litnum bleikur sandur. Þegar stykkið mælist 33-34-35-36-37-38 cm, fellið af fyrir handveg þannig: Fellið af 5-7-9-10-12-17 lykkjur í næstu umferð frá röngu = 39-41-43-46-49-51 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-48-49-51-52-54 cm, setjið fyrstu 9-10-11-12-13-14 lykkjur mitt að framan á þráð (prjónið þær fyrst). Fækkið síðan um 1 lykkju í hverri umferð frá réttu þannig: prjónið 1 lykkju garðaprjón, 1 lykkju sléttprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið út umferðina. Fækkið lykkjum svona alls 6 sinnum = 24-25-26-28-30-31 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp (frá réttu) ca 94 til 110 lykkjur með litnum bleikur sandur á hringprjón 4, innan við 1 kantlykkju meðfram vinstra framstykki, lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið síðan frá röngu (frá hálsmáli og niður) þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með 1 lykkju brugðið og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff, en eftir ca 2 cm, fellið af fyrir 5-5-5-6-6-6 hnappagötum jafnt yfir. Neðsta hnappagatið á að sitja ca 6 cm frá neðri kanti og efsta hnappagatið á að sitja efst í hálsmáli, staðsetjið þau hnappagöt sem eftir eru með jöfnu millibili. Fellið af fyrir hnappagötum með því að prjóna 2 lykkjur saman og að slá 1 sinni uppá prjóninn. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til kanturinn að framan mælist ca 4 cm. Fellið af. ERMI: Fitjið upp 64-66-68-70-72-74 lykkjur á sokkaprjóna 4 með litnum bleikur sandur. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 4 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna 5 og prjónið sléttprjón. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6 lykkjur jafnt yfir = 58-60-62-64-66-68 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Þegar stykkið mælist 32-30-28-26-24-22 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-3½-3-3-2½-2 cm millibili alls 4-5-6-6-7-8 sinnum = 66-70-74-76-80-84 lykkjur. Þegar ermin mælist 48-47-46-44-42-39 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka (frá mitt undir ermi) á hringprjóna að loka máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 51-51-51-50-49-49 cm, þ.e.a.s. það er klauf 3-4-5-6-7-10 cm efst á ermi. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermi við handveg. Saumið síðan klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsaumana. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 4 og litinn bleikur sandur, byrjið frá réttu og prjónið upp ca 77 til 99 lykkjur í kringum hálsmál (einnig yfir kanta að framan á hvoru framstykki), lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2 + 1. Prjónið frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 lykkja garðaprjón, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til kantur í hálsmáli mælist ca 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum. FRÁGANGUR-2: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #duskyrosecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 232-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.