Karin Wall skrifaði:
Hur hittar jag mönstret till mössa och halsvärmare. Jag får bara fram den första beskrivningen.
06.07.2024 - 10:00DROPS Design svaraði:
Hei Karin. Alt til oppskriften ligger der. Scroll helt ned og du vil se avsnittene: FÖRKLARING TILL BESKRIVNINGEN, BÖRJA ARBETET HÄR, MÖSSA – KORT ÖVERSIKT ÖVER , osv. Eller sjekk internett tilgangen din, om det er noen problemer med å laste ned informasjonene. mvh DROPS Design
08.07.2024 - 14:23
Pham skrifaði:
Vielen herzlichen Dank :)
24.06.2024 - 15:50
Pham skrifaði:
Ich habe jetzt die Antwort für Frau Becker gelesen. Es ist somit erledigt. besten Dank
21.06.2024 - 16:53
Pham skrifaði:
Ich habe gleiche Frage wie Frau Becker, bei Kindermütze von Drops Children 41-26 wird die 15 cm glatt stricken. Hier meinen Sie die Höhe mit oder ohne Bündchen? Ich kann Ihre Antwort für Frau Becker leider nicht sehen. vielen Dank im Voraus.
21.06.2024 - 16:51DROPS Design svaraði:
Liebe Pham, die 15 cm sind von der Anschlagskante gemessen, dh das ist die gesamte Höhe der Arbeit (und nicht noch ab Bündchen). Viel Spaß beim Stricken!
24.06.2024 - 07:39
Amis skrifaði:
Hello, I wanna make a suggestion for improving the translation for the hat. in the sentence with the decreasing, it.s not translated correctly, it.s written "Decrease like this on every other round a total of 6-7-7-7 times, and then on every round 6-6-7-7 times in total = 24 stitches remain on needle in all sizes."which has no sense. I looked for the norvegian version and it.s like this: dec on every 2nd round 6-7-7-7 times, and then on every round... :)
12.03.2023 - 15:28
Margot Becker skrifaði:
Vielen Dank für die schnelle Rückmeldung, wünsche Ihnen dem ganzen Team eine gute Zeit und bleiben Sie Gesund ❤️
16.12.2022 - 10:56
Margot Becker skrifaði:
Es geht um die Kindermütze vonDROPS Children 41-26. Nach dem Bündchen kommt die Reihe mit 4 Maschen verteilt abnehmen. Dann 15 cm glatt stricken. Meine Frage wäre mit oder ohne Bündchen. Um baldige Antwort wäre ich Ihnen sehr dankbar. Mit freundlichen Grüßen Becker Margot
15.12.2022 - 16:48DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Becker, bei der Mütze strickt mann glatt rechts bis die Mütze insgesamt 15 cm von der Anschlagskante misst, dh 12 cm nach dem Bündchen (letzte Größe). Viel Spaß beim stricken!
16.12.2022 - 08:16
Kaija K skrifaði:
Hei, malli on kiva, ja todella helppo toteuttaa! Tuli oikein mukava myssy ja kauluri :) Kiitos ohjeesta!
13.12.2022 - 08:22
Sandra K skrifaði:
Hej!! Står det inte fel i beskrivningen när man ska öka på sadelmaskorna? \r\n\r\nI videon så stickar hon FÖRE 1 och 3 markören \r\nOch EFTER på 2 och 4 markören.
06.10.2022 - 13:16
Monika skrifaði:
Vielen Dank für die schnelle Antwort und den Link. \r\nDass Sie das Buch nicht kennen, habe ich nicht erwartet und macht ja auch nichts. Meine Frage ist: \r\nVerhält sich die DROPS MERINO EXTRA FINE so, dass sich eine Mütze mit ca. 40-44 cm Durchmesser auf Erwachsenenkopfgröße = ca. 55/56 cm dehnt? \r\nVielleicht möchten Sie mir noch mal schreiben? Herzlichen Dank!
13.09.2022 - 11:39
Mister Chill#misterchillset |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð húfa og hálsskjól fyrir börn úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað í sléttprjóni með köntum í stroffprjóni og útaukningu fyrir axlarsæti. Stærð 2 til 12 ára.
DROPS Children 41-26 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 100 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 25. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna 24. og 25. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 25. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (á við um efst á húfu): Fækkið lykkjum á eftir hverju prjónamerki þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um hliðar framan og aftan á hálsskjóli): Öll úrtaka er gerð frá réttu og lykkjum ef fækkað innan við 5 kantlykkjur í garðaprjóni. FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 5 KANTLYKKJUM Í GARÐAPRJÓNI ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 5 KANTLYKKJUM Í GARÐAPRJÓNI ÞANNIG: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan 5 kantlykkjum og prjónið þessar 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um útaukningu fyrir axlarsæti): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna, neðan frá og upp. HÚFA: Fitjið upp 100-108-112-112 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með DROPS Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-6-4-4 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTUKNING = 96-102-108-108 lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3,5 og prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 13-13-14-15 cm, setjið 6 prjónamerki í stykkið með 16-17-18-18 lykkjur á milli prjónamerkja. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 6-7-7-7 lykkjur og síðan í hverri umferð alls 6-6-7-7 sinnum = 24 lykkjur eftir í öllum stærðum. Prjónið 1 umferð slétt þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 12 lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 19-20-21-22 cm ofan frá og niður. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón frá vinstri öxl (þegar stykkið er mátað) – prjónað er ofan frá og niður. Fyrst er prjónaður kantur í hálsmáli í stroffprjóni. Síðan eru lykkjur auknar út fyrir axlarsæti í hvorri hlið, áður en axlalykkjurnar eru felldar af. Síðan er bakstykkið og framstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig að loka máli. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 96-104-112-120 lykkjur á stutta hringprjóna 3 með DROPS Merino Extra Fine. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8-9-10-11 cm, eða að óskaðri lengd. Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar og hvert prjónamerki er sett á milli 2 lykkja. Prjónamerkin eru notuð síðar þegar auka á út fyrir axlarsæti. Setjið fyrsta prjónamerki í byrjun á umferð – á undan fyrstu lykkju, teljið 38-38-42-42 lykkjur (= bakstykki), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 10-14-14-18 lykkjur (= öxl), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 38-38-42-42 lykkjur (= framstykki), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 10-14-14-18 lykkjur eftir á öxl á eftir síðasta prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út við hvert prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið fyrstu umferð þannig: Prjónið sléttprjón yfir 38-38-42-42 lykkjur á bakstykki og fækkið jafnframt um 6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING, haldið áfram með stroff yfir 10-14-14-18 lykkjur á öxl, prjónið sléttprjón yfir 38-38-42-42 lykkjur á framstykki og fækkið jafnframt um 6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, haldið áfram með stroff yfir 10-14-14-18 lykkjur á öxl = 84-92-100-108 lykkjur. Síðan er aukið út fyrir axlarsæti eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Prjónið sléttprjón yfir 32-32-36-36 lykkjur á bakstykki og framstykki og stroffprjón yfir 10-14-14-18 axlalykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur í hverri umferð fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki og á EFTIR 1. og 3. prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri – útauknar lykkjur tilheyra framstykki og bakstykki, þ.e.a.s. að 10-14-14-18 axlalykkjurnar haldast stöðugar). Aukið svona út í hverri umferð alls 8-10-12-12 sinnum = 116-132-148-156 lykkjur. Í næstu umferð eru alxalykkjur felldar af, þ.e.a.s. prjónað er frá byrjun á umferð þannig (= við 1. prjónamerki): Prjónið 5 lykkjur brugðið, 38-42-50-50 lykkjur sléttprjón, 5 lykkjur brugðið, fellið af næstu 10-14-14-18 axlalykkjur með brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur, 5 lykkjur brugðið, 38-42-50-50 lykkjur sléttprjón, 5 lykkjur brugðið, fellið af 10-14-14-18 axlalykkjur með brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur. Ekki klippa þráðinn frá. Bakstykkið og framstykkið er síðan prjónað hvort fyrir sig fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: = 48-52-60-60 lykkjur. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið sléttprjón þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni með 5 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRMT þegar bakstykkið mælist 2-3-3-3 cm frá þar sem axlalykkjur voru felldar af, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 2½-3-3- 3 cm millibili alls 3-3-4-4 sinnum í hvorri hlið = 42-46-52-52 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 10-12-13-14 cm frá þar sem axlalykkjur voru felldar af. Nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. hálsskjólið og prjónið að óskaðri lengd. Nú eru lykkjur auknar út eins og útskýrt er að neðan, til að koma í veg fyrir að stroffið sem prjóna á dragi ekki stykkið saman. Prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður þar sem aukið er út um 10-10-12-12 lykkjur jafnt yfir – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 52-56-64-64 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING! Hálsskjólið mælist ca 13-15-16-17 cm frá þar sem axlalykkjur voru felldar af. FRAMSTYKKI: = 48-52-60-60 lykkjur. Prjónið á sama hátt og bakstykki, þ.e.a.s. framstykki og bakstykki eru alveg eins. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #misterchillset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 41-26
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.