Miki skrifaði:
After york, i.e. the beginning of the Neck Edge, doesn't the pattern miss a purl round? I can see a ridge in the photos, especially in the 5th photo, but just knitting one round doesn't make this effect, I think.
02.11.2023 - 14:27DROPS Design svaraði:
Dear Micki, if you like this purl round, just purl 1 round after the decreasing round on neck edge, then continue with rib. Happy knitting!
02.11.2023 - 18:03
Kate skrifaði:
Are the yarn overs in table A.2 worked through the back loop in the next row/round or thorugh the front loop? Judging by the photos of the finisehd object I am not sure if there are intentional holes or not. Thank you in advance!
13.11.2022 - 12:39DROPS Design svaraði:
Dear Kate, yarn overs in A.2 are not twisted, they are worked as normal so that holes are left, as can be seen in the photo. Happy knitting!
13.11.2022 - 23:21
Irena Sochorova skrifaði:
Proc mi nejde k tomuto navodu pustit video. Nerozumim spojeni rukavua trupu. Dekuji
02.04.2022 - 16:18DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Ireno, všechna videa uvedená u tohoto návodu jsme kontrolovali a přehrávají se bez problémů. Zkuste prosím aktualizovat prohlížeč ve vašem zařízení a poté pustit video znovu. Pěkný den! Hana
04.04.2022 - 11:24
Helena skrifaði:
Goedenavond, als ik deze trui zonder split vanaf het begin in de rondte wil breien moet ik de 2 kantsteken aan beide kanten weglaten of gewoon in het patroon, tricotsteek breien? Welke andere aanpassingen moet ik verder doen als ik in de rondte wil breien?
12.02.2022 - 21:31DROPS Design svaraði:
Dag Helena,
Je kan dan inderdaad de kantsteken weg laten en gelijk in de rondte beginnen te breien. Je telt daarvoor de op te zetten steken van het voor- en achterpand bij elkaar op en haalt er in totaal 4 kantsteken af.
13.02.2022 - 10:14
Loredana skrifaði:
Buongiorno, nelle istruzioni non vedo i diagrammi
04.10.2021 - 12:25DROPS Design svaraði:
Buonasera Loredana, i diagrammi si trovano in fondo alla pagina, provi a ricaricarla se ancora non li vede. Buon lavoro!
05.10.2021 - 00:08
Eva skrifaði:
Golden sun
24.08.2021 - 23:34
Lisa skrifaði:
Reminds me of autumn when I pick mushrooms. Should have a name like Chanterelle.
03.08.2021 - 23:53
Carly skrifaði:
The color choice with this sweater makes me happy 😁
03.08.2021 - 22:48
Golden Bud#goldenbudsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað með klauf í hliðum, gatamynstri, kúlum og laskalínu. Stærð S – XXXL.
DROPS 226-33 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1og A.2). ÚRTAKA-1 (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 46 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 17) = 2,7. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna til skiptis ca hverja og aðra hverja lykkju og aðra hverja og 3. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri við prjónamerki). ÚTAUKNING-(á við um mitt undir ermum): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LASKALÍNA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.3 eins og útskýrt er að neðan – þ.e.a.s. í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (= 8 lykkjur færri í umferð). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN A.3 ÞANNIG: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.3, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið A.3 eins og áður. FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR A.3 ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað neðan frá og upp. Framstykkið og bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig það til klaufin hefur verið prjónuð til loka. Síðan eru stykkin sett saman og fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handveg. Ermar eru síðan prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, neðan frá og upp að handvegi. Fram- og bakstykkið og ermar er sett saman og berustykkið er prjónað til loka máls. Að lokum er saumurinn saumaður undir ermum. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 122-130-138-154-162-178 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Nepal. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 44-48-52-56-60-68 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið A.1 (= 26-26-26-34-34-34 lykkjur), * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 44-48-52-56-60-68 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka – ATH: Það er einungis endurteknar 2 fyrstu umferðir í A.1 á hæðina. Þegar stroffið mælist 6 cm, á að fækka lykkjum jafnt yfir, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið 46-50-54-58-62-70 lykkjur slétt og fækkið jafnframt um 17-18-18-20-19-22 lykkjur jafnt yfir þessar 46-50-54-58-62-70 lykkjur – sjá ÚRTAKA-1, prjónið síðustu umferð í A.1 (= 26-26-26-34-34-34 lykkjur þar sem fækkað er um 0-0-0-4-4-4 lykkjur), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 46-50-54-58-62-70 lykkjur og fækkið jafnframt um 17-18-18-20-19-22 lykkjur jafnt yfir þessar 46-50-54-58-62-70 lykkjur og endið með 2 kantlykkjur í garðaprjóni = 88-94-102-110-120-130 lykkjur. Prjónið til baka frá röngu með garðaprjóni yfir garðaprjón, brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú byrjar mynstur, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 2 kantlykkjur í garðaprjóni, 29-32-36-38-43-48 lykkjur sléttprjón, A.2 (= 26-26-26-30-30-30 lykkjur), 29-32-36-38-43-48 lykkjur sléttprjón og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 12 cm og síðasta umferðin er prjónuð frá röngu, leggið framstykkið til hliðar. Prjónið bakstykkið eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Fitjið upp jafn margar lykkjur og á framstykki og prjónið bakstykkið alveg eins og framstykkið þar til stykkið mælist 12 cm og síðasta umferðin er prjónuð frá röngu. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið framstykkið og bakstykkið á sama hringprjón 5 = 176-188-204-220-240-260 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki = 88-94-102-110-120-130 lykkjur á milli prjónamerkja. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – það á að nota prjónamerkin þegar fækka á lykkjum í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið fyrstu umferð þannig: * 31-34-38-40-45-50 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með A.2 (= 26-26-26-30-30-30 lykkjur), 31-34-38-40-45-50 lykkjur sléttprjón, prjónamerki *, prjónið frá *-* einu sinni til viðbótar. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 14 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 5 cm millibili alls 4 sinnum á hæðina = 160-172-188-204-224-244 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 33 cm í öllum stærðum. Nú eru eftir ca 23-25-27-29-31-33 cm að loka máli – mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Í næstu umferð eru lykkjur felldar af fyrir handveg, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 3-3-4-4-5-5 lykkjur, prjónið 74-80-86-94-102-112 lykkjur eins og áður, fellið af 6-6-8-8-10-10 lykkjur (prjónamerki situr mitt í þessum 6-6-8-8-10-10 lykkjum), prjónið 74-80-86-94-102-112 lykkjur eins og áður og fellið af síðustu 3-3-4-4-5-5 lykkjur. Klippið þráðinn frá. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 44-44-48-48-52-52 lykkjur á sokkaprjóna 4 með DROPS Nepal. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-2-2-2-4-0 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA-1 = 40-42-46-46-48-52 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu – það á að nota prjónamerkið þegar auka á út mitt undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 8-8-8-7-8-8 cm, aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-3½-3-2½-2-2 cm millibili alls 9-10-11-14-15-15 sinnum = 58-62-68-74-78-82 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 44-42-41-41-39-38 cm (það er styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Í næstu umferð eru felldar af lykkjur fyrir handvegi, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 3-3-4-4-5-5 lykkjur, prjónið 52-56-60-66-68-72 lykkjur sléttprjón og fellið af síðustu 3-3-4-4-5-5 lykkjurnar. Klippið þráðinn. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar inn á sama hringprjón 5 og fram- og bakstykki, þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 252-272-292-320-340-368 lykkjur. Byrjið umferð í skiptingunni á milli bakstykkis og hægri ermi. Haldið áfram hringinn eins og áður með sléttprjón og A.2 mitt að framan/mitt að aftan. Að auki er prjónað A.3 í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma. Ör í A.3 merkir skiptinguna á milli bakstykkis/framstykkis og ermi. Þegar prjónaðar hafa verið 3-3-3-3-5-3 umferðir hringinn yfir allar lykkjur, byrjar úrtaka fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 21-23-25-26-28-31 sinnum = 84-88-92-112-116-120 lykkjur eftir. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. Prjónið kant í hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 8-8-12-24-24-24 lykkjur jafnt yfir = 76-80-80-88-92-96 lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #goldenbudsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 226-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.