Barbara skrifaði:
Hallo! Was muss ich an der Anleitung verändern, wenn ich unten keinen Schlitz möchte, sondern den Pullover gleich in Runden stricken will. Kann ich einfach Runden stricken oder brauche ich weniger Maschen? Vielen Dank!
22.02.2025 - 09:38DROPS Design svaraði:
Liebe Barbara, also wenn Sie keinen Schlitz unten möchten stricken Sie entweder einfach wie beschrieben dann nähen Sie die ganze Seite zusammen, oder stricken Sie ja in Runden, dann brauchen Sie keine Randmasche - die Anleitung dann entsprechend anpassen; Viel Spaß beim Stricken!
24.02.2025 - 08:10
Kirsten skrifaði:
Hello again - sorry I meant 11 stitches x 15 rows for the tension square I am wanting to know which size needles to use. Thank you!
04.08.2024 - 14:23DROPS Design svaraði:
Dear Kristen, please see our previous answer on gauge swatches and needle sizes. Happy Knitting!
04.08.2024 - 18:14
Kirsten skrifaði:
Hello, could you please advise what size needles I should use to create the tension square for the jumper - 11 stitches x 11 rows? The pattern uses 6mm and 8mm needles and I’m not sure which I should use. Thank you!
04.08.2024 - 14:21DROPS Design svaraði:
Dear Kristen, if there is only one gauge is given, then it is the one that should be used for the main part of the pattern. Please do make a gauge swatch and based on that decide which needle you should use for the body, and from that you can calculate the other ones (the ones used for the edging for example). Happy Knitting.
04.08.2024 - 18:14
Iwona skrifaði:
Dzień dobry To jest mój debiut z Drops Design. Nie rozumiem zapisu: przerobić 1 rząd na prawo na prawej stronie robótki, równomiernie zamykając 10-10-10-10-12-12 oczek – pamiętać o ZAMYKANIU OCZEK-1 = 34-34-36-36-38-38 oczek. Konkretnie co oznacza 10-10-10 itd. Bardzo proszę o pomoc :)) pozdrawiam
05.03.2024 - 12:19DROPS Design svaraði:
Witaj Iwono, cały ciąg liczb dotyczy wszystkich rozmiarów. Jeśli przerabiasz rozmiar S, wybierasz zawsze 1-szą cyfrę z ciągu 6 cyfr rozdzielonych myślnikami, rozmiar M drugą cyfrę itd. Podstawy czytania naszych wzorów znajdziesz w kursie DROPS TUTAJ. W razie pytań śmiało pisz. Pozdrawiamy!
05.03.2024 - 15:47
Dom skrifaði:
Bonjour, pourrier-vous me dire quelles couleurs de laine ont éténutilisées pour le modèle illustré ? Merci
04.01.2023 - 20:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Dom, retrouvez les références des couleurs et les quantités pour chaque taille dans l'en-tête, en même temps que les tailles, les aiguilles et l'échantillon. Bon tricot!
05.01.2023 - 10:58
Marie-No skrifaði:
Bonjour, y a-t-il moyen de tricoter en rond après les côtes pour le corps, et en rond les manches ? Merci de votre aide.
24.12.2021 - 15:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Merie-No, c'est tout a fait possible. Bon tricot!
28.12.2021 - 13:03
Kate skrifaði:
I’m not a spammer. I submitted a genuine question but it was blocked
26.10.2021 - 12:48
Kate Smith skrifaði:
On the double neck part - what does - all purl -1 to purl -2 mean
26.10.2021 - 12:45DROPS Design svaraði:
Dear Kate, to "increase all purl -1 to purl -2" means that we have to add 1 stitch to every purl stitch (so purl 1 becomes purl 2). We can do this increasing in various ways, for ex. by YO - see our video tutorials under the pattern. Happy knitting!
26.10.2021 - 16:44
Sonja skrifaði:
Winter in Stockholm
13.08.2021 - 12:29
Beate Nolte skrifaði:
Name: Frozen Fog
03.08.2021 - 19:25
After the Blizzard#aftertheblizzardsweater |
||||
![]() |
![]() |
|||
Prjónuð peysa og húfa úr 1 þræði DROPS Fabel og 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað í sléttprjóni með köntum í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 227-16 |
||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 75 lykkjur), mínus kantlykkjur (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 20) = 3,7. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis ca aðra hverja og 3. hverja lykkju og 3. og 4. hverja lykkju slétt saman. Lykkjum er ekki fækkað yfir kantlykkjur og kantlykkjur að framan. ÚRTAKA-2 (á við um hálsmál á peysu): Öll úrtaka er gerð frá réttu! FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN HÁLSMÁLI ÞANNIG: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir á undan hálsmáli, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 4 lykkjur slétt (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR HÁLSMÁLI ÞANNIG: Prjónið fyrstu 4 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). ÚTAUKNING (á við um ermar á peysu): Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið 1 kantlykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið þar til 1 lykkja er eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri) og prjónið 1 kantlykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). TVEIR ÞRÆÐIR (á við um húfu): Ef prjónað er með 2 þráðum frá 1 dokku, notið þráðinn bæði innan úr og utan með dokkunni. ÚRTAKA-3 (á við um húfu): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum svona við öll prjónamerkin. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum og prjónað er neðan frá og upp. Þegar öll stykkin hafa verið prjónuð til loka, er stykkið sett saman. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í hálsmáli. BAKSTYKKI: Fitjið upp 69-75-81-87-97-107 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Fabel og 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk (= 3 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 2 lykkjur eru eftir, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 12 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 18-20-22-22-26-28 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 og fitjið upp 1 nýja kantlykkju í lok umferðar = 52-56-60-66-72-80 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og fitjið upp 1 nýja kantlykkju í lok umferðar = 53-57-61-67-73-81 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 41-42-43-44-45-46 cm, fellið af 1-1-2-4-6-8 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu 2 umferðum = 51-55-57-59-61-65 lykkjur. Prjónið sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm, fellið af miðju 17-17-19-19-21-21 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 16-18-18-19-19-21 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið alveg eins og bakstykki þar til stykkið mælist 52-54-54-56-56-58 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu (= 51-55-57-59-61-65 lykkjur í umferð). Setjið nú 11 miðju lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl (= 20-22-23-24-25-27 lykkjur), eru prjónaðar til loka hvor fyrir sig. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið og fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli í hverri umferð frá réttu alls 4-4-5-5-6-6 sinnum – sjá ÚRTAKA-2 = 16-18-18-19-19-21 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 44-44-46-46-50-50 lykkjur á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Fabel og 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk (= 3 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til 1 lykkja er eftir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 12 cm, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 10-10-10-10-12-12 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA-1 = 34-34-36-36-38-38 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar ermin mælist 14 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 8-6½-6-5-4½-3½ cm millibili alls 5-6-6-7-7-8 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 49-49-48-46-45-43 cm, eða að óskaðri lengd fyrir ermakúpu (nú eru eftir ca 1-1-2-4-5-7 cm á ermakúpu að loka máli). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á ermi – prjónamerkin merkja hvar botninn á handveg byrjar og er notað þegar sauma á ermina við handveg. Prjónið áfram þar til ermin mælist 50 cm í öllum stærðum. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermakúpu við handveg innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni meðfram handveg og kant með affellingu meðfram ermakúpu. Saumið botninn á handvegi – prjónamerkin sem voru sett í ermar eiga að passa við hliðar á fram- og bakstykki – sjá teikningu. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt – saumið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni þar til 12 cm eru eftir neðst í hvorri hlið á fram- og bakstykki fyrir klauf. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 46 til 66 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði) á hringprjón 6 með 1 þræði DROPS Fabel og 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk (= 3 þræðir). Lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 10 cm. Í næstu umferð eru allar 1 lykkja brugðið aukið út til 2 lykkjur brugðið = ca 69 til 99 lykkjur. Haldið svona áfram með stroff með 2 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt þar til kantur í hálsmáli mælist ca 12 cm. Fellið af – sjá AFFELLING. FRÁGANGUR: Brjótið niður stroffið efst í hálsmáli að innanverðu að stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsi. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragi stykkið saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp. HÚFA: Fitjið upp 64-68-72 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði DROPS Fabel og 2 þráðum DROPS Alpaca Silk (= 3 þræðir) – sjá TVEIR ÞRÆÐIR. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 14 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-12-14 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 = 54-56-58 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 8. Prjónið síðan sléttprjón hringinn í 13-15-17 cm (stykkið mælist alls ca 27-29-31 cm frá uppfitjunarkanti). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Setjið nú 8 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið fyrsta prjónamerki í byrjun á umferð, setjið næsta prjónamerki eftir 6-7-8 lykkjur, setjið næstu 6 prjónamerki með 7 lykkjur á milli prjónamerkja í öllum stærðum, nú eru eftir 6-7-8 lykkjur í umferð á milli síðasta prjónamerki og fyrsta prjónamerki í umferð. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á undan hverju prjónamerki – sjá ÚRTAKA-3. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 3 sinnum = 30-32-34 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 15-16-17 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru prjónaðar 2 og 2 lykkjur slétt saman þar til eftir er 1-0-1 lykkja í umferð, prjónið 1-0-1 lykkjur slétt = 8-8-9 lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum síðustu lykkjurnar, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 34-36-38 cm frá uppfitjunarkanti (= 25-27-29 cm með 9 cm uppábroti). |
||||
Skýringar á teikningu |
||||
|
||||
![]() |
||||
![]() |
||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #aftertheblizzardsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 227-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.