Lena Westerlund skrifaði:
Kan jag strunta i mönstret (A1) och sticka slipovern i slätstickning över hela stycket?
01.04.2024 - 17:56DROPS Design svaraði:
Hej Lena, ja det kan du, men ribben trækker arbejdet lidt sammen, så det er muligt at vesten bliver lidt bredere hvis du kun strikker glatstrik :)
05.04.2024 - 10:52
Audrey skrifaði:
Casting on so size small. The directions say to cast on “103 sts (including 1 edge stitch on each side)” Do I cast on just the 103 stitches or do I cast on 105 stitches?
01.04.2024 - 02:24DROPS Design svaraði:
Dear Audrey, you should cast on 103 stitches. Happy Knitting!
01.04.2024 - 06:56
Barbro Efraimsson skrifaði:
Hej, sände en fråga i måndags, men har fortfarande inte fått svar??
21.03.2024 - 10:25DROPS Design svaraði:
Hej Barbro. Se svar nedan. Mvh DROPS Design
22.03.2024 - 07:56
Barbro Efraimsson skrifaði:
Detta gäller stickad väst- Visit Vienna i Drops Puma. Bakstycke- När arbetet mäter 22-23- osv. stickas mönster. - när det återstår 13-13-osv. maskor på varvet, står att man ska sticka en avig maska?? innan A1. Stämmer detta, tycker det blir konstigt varven därpå? Mvh Barbro
18.03.2024 - 08:48DROPS Design svaraði:
Hej Barbro. Du fortsätter att sticka den maskan avig från rätsidan och rät från avigsidan på varven under också, Det är för att mönstret ska bli likadant på båda sidor. Mvh DROPS Design
22.03.2024 - 07:56
Patricia skrifaði:
Which type of cast on do you recommend for this sweater?
06.03.2024 - 21:56DROPS Design svaraði:
Dear Patricia, use the technique you like, just make sure your cast on edge is not that tight; we most often use the continental method. Happy knitting!
07.03.2024 - 08:09
María skrifaði:
¿Sería posible encontrar tallas más grandes? La talla más grande de este patrón no me vale. Gracias!
05.01.2024 - 10:45DROPS Design svaraði:
Hola María, en caso de que la talla más grande no te valga tendrías que calcular el patrón tú misma. Puedes leer la siguiente página para más información sobre cómo calcular y adaptar el patrón: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=25&cid=23.
07.01.2024 - 15:18
Petra skrifaði:
I’d like to Knie the vest “visit Vienna” but I’m using a different wool. I’d like to use a cotton. In my gauge using 20 stitches with a 4.5 needle or a 5.5 needle I am at least 3 stitches too many. Can I easily reduce the Stich amount you have given in the pattern?
16.12.2023 - 23:38DROPS Design svaraði:
Dear Petra, do you have a cotton yarn already chosen? You could use DROPS Muskat as a substitute. If you have worked the gauge with the chosen cotton yarn, you can check on how to calculate the pattern according to your gauge here: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=25&cid=19. Happy knitting!
17.12.2023 - 19:13
Randi Graungaard skrifaði:
Ska jag ha samma antal maskor om jag vill sticka på runt upp till ärmarna Alltså bakstyckets och framstyckets totala antal - eller bör jag dra bort kantmaskorna? Alltså 238 maskor för storlek L
30.11.2023 - 18:33
PILAR VILLAVERDE skrifaði:
No entiendo cuando hay que hacer las disminuciones de las sisas
21.11.2023 - 04:15DROPS Design svaraði:
Hola Pilar, las disminuciones para la sisa comienzan cuando la labor mide 25-26-27-28-29-30 cm. Primero cierras 4-4-4-6-8-10 puntos al inicio de la siguiente fila, tanto por el lado derecho como por el lado revés. Después trabajar 2 filas (1 por el lado derecho y 1 por el lado revés) con el patrón establecido en la siguiente fila. En la siguiente fila por el lado derecho, disminuyes 1 punto a cada lado como se explica en TIP-2 PARA LAS DISMINUCIONES (disminuyes 1 punto al inicio y 1 punto al final de la fila). Repetir esta disminución siempre por el lado derecho hasta haber disminuido a cada lado 1-3-5-6-8-10 veces en total (incluyendo la primera vez ahora explicada).
26.11.2023 - 23:18
Yolanda skrifaði:
Quiero saber como encontrar las medidas en cm de vuestros patrones para saber cual es la talla que tengo que elegir
01.11.2023 - 13:34DROPS Design svaraði:
Hola Yolanda, después de las explicaciones del patrón y los diagramas, puedes encontrar el esquema de medidas, con todas las medidas de la prenda en cm. Para más información puedes leer la siguiente lección: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=24&cid=23.
05.11.2023 - 19:06
Visit Vienna#visitviennaslipover |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónað vesti / slipover úr DROPS Puna. Stykkið er prjónað með köntum í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 227-9 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 103 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 17) = 5,9. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju slétt saman og ekki er fækkað yfir kantlykkjur. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um úrtöku fyrir handveg): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum í byrjun á umferð þannig: Prjónið fyrstu 11 lykkjur eins og áður, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 13 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið út umferðina eins og áður (= 1 lykkja færri). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-3 (á við um úrtöku fyrir hálsmáli): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir hálsmáli þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á undan hálsmáli þannig: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið út umferðina eins og áður (= 1 lykkja færri). LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum og saumað saman í lokin. Að lokum eru lykkjur prjónaðar upp fyrir kant í hálsmáli. BAKSTYKKI: Fitjið upp 103-113-121-133-149-163 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 3,5 með DROPS Puna. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1 (þetta er gert til að mynstrið verði alveg eins í báðum hliðum) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 5 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 17-19-19-21-25-27 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1= 86-94-102-112-124-136 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 22-23-24-25-26-27 cm, prjónið nú mynstur þannig (frá réttu): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 12-12-12-14-16-18 lykkjur, prjónið sléttprjón þar til eftir eru 13-13-13-15-17-19 lykkjur, 1 lykkja brugðið, A.1 yfir næstu 11-11-11-13-15-17 lykkjur og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 25-26-27-28-29-30 cm (stroffið í hvorri hlið mælist ca 3 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu), prjónið þannig: Fellið af fyrstu 4-4-4-6-8-10 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg (fellið af með sléttum lykkjum) = 78-86-94-100-108-116 lykkjur. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, mynstur eins og áður yfir næstu 8 lykkjur, sléttprjón þar til 9 lykkjur eru eftir, mynstur eins og áður yfir næstu 8 lykkjur og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki fyrir handveg – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2! Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 1-3-5-6-8-10 sinnum = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm, fellið af miðju 36-36-40-40-44-44 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl (= 20-22-22-24-24-26 lykkjur) er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju fyrir hálsmáli – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-3! Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 2 sinnum = 18-20-20-22-22-24 lykkjur eftir á öxl. Prjónið mynstur og sléttprjón þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki. Þegar stykkið mælist 35-37-37-39-39-41 cm (nú eru 76-80-84-88-92-96 lykkjur í umferð), setjið miðju 18-18-20-20-24-24 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl (= 29-31-32-34-34-36 lykkjur) er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá réttu fækkar um 1 lykkju fyrir hálsmáli – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-3! Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 11-11-12-12-12-12 sinnum = 18-20-20-22-22-24 lykkjur eftir á öxl. Prjónið mynstur og sléttprjón þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring. Byrjið frá réttu efst við annan axlasauminn. Prjónið upp innan við 1 kantlykkju ca 120 til 148 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði á framstykki) á stuttan hringprjón 3,5 með Puna. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 2 og að kanturinn dragist ekki saman / verði of laus miðað við hálsmál. Prjónið e.t.v. fleiri / færri lykkjur. Prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur þar til kanturinn í hálsmáli mælist 4½ cm. Fellið af með snúnar lykkjur slétt yfir snúnar lykkjur slétt og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #visitviennaslipover eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 227-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.