Jocelyne skrifaði:
Oui, merci pour la réponse. Je vois bien les instructions écrites mais je me demande s'il y a un TUTORIEL de ce patron s'il vous plaît ? Merci.
15.01.2026 - 14:00DROPS Design svaraði:
Bonjour Jocelyne, si c'est à une vidéo complète de ce modèle que vous pensez, alors nous ne proposons pas ce type de vidéo pour des vêtements, juste des vidéos /des leçons qui montrent/expliquent les techniques utilisées, mais si vous avez une question, vous pouvez volontiers la poser ici. Bon tricot!
16.01.2026 - 07:54
Jocelyne skrifaði:
Y a-t-il un tutoriel complet pour le modèle Visit Vienna 227-9 ! Merci
14.01.2026 - 19:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Jocelyne, vous trouverez la totalité des explications écrites de ce modèle en descendant plus bas après les photos. Bon tricot!
15.01.2026 - 10:28
Emma skrifaði:
Jeg er nået til denne del: Strik 1 kantmaske retstrik, A.1 over de næste 12 masker, strik glatstrik til der er 13 masker tilbage, 1 vrang, A.1 over de næste 11 masker og afslut med 1 kantmaske retstrik. Jeg forstår kantmasker, men er det drejet ret over de næste 12 masker, og så glatstrik til der er 13 tilbage, 1 vrang og så drejet vrang over 11 masker? Er det rigtig forstået?
11.01.2026 - 08:58
Mona Någård skrifaði:
Måste man ha en så lång sticka som 80 cm?
08.01.2026 - 22:41DROPS Design svaraði:
Hei Mona. Du kan bruke en korterer, så lenge du får plass til alle maskene. mvh DROPS Design
12.01.2026 - 12:39
Judy skrifaði:
For the decrease 2 tip, I have 8 stitches of twisted rib on my needles. The tip says to work the first 11 stitches before making the decrease. Is this correct? If so, I would K1, p1, k1tbl, p1, k1tbl, p1, k1tbl, p1, k3, then do decrease, knit until 13 stitches, k2tog, ,k2, p2, k1tbl, p1, k1tbl, p1, k1tbl, p1, So the decreases are NOT at the beginning and end of the right side rows? Thanks for your help.
03.01.2026 - 21:13DROPS Design svaraði:
Hi Judy, 1st question: it is correct. The decreases for armholes are at the beginning and end of the right side rows (it means within 11 sts each side). Work the first 11 stitches as before (A.1), slip 1 stitch as if to knit, knit 1 and pass the slipped stitch over the knitted stitch (= 1 stitch decreased); work in jersey until there are 13 stitches left, knit 2 together (= 1 stitch decreased) and work to end of row as before (A.1).
05.01.2026 - 15:29
Anneli skrifaði:
Hej! Det står att man ska maska av för ärmhål när arbetet mäter 26 cm (strl M). Stämmer det verkligen? Jag skulle vilja sticka minst ytterligare 10 cm innan avmaskning för ärmhål, jfr mönster till Rose Blush.
01.01.2026 - 16:56DROPS Design svaraði:
Hi Anneli, you can lengthen your slipover if you wish so. Happy knitting!
02.01.2026 - 12:32
Diane Levine skrifaði:
I just found someone on Etsy who is selling this pattern for $1.83 under the name carol rosa designs.
31.12.2025 - 03:42
CAtherine Kloczkowski skrifaði:
This answer to June - 07.11.2022 - 15:45 Dear June, correct, A.1 is a rib worked (K1 twisted, P1) from RS and (K1, P1 twisted) from WS - read more about diagrams here. Happy knitting! 08.11.2022 - 09:25 Is not correct. It doesn't make a rib. The WS should start with the P1 twisted, then K1. I see what you are trying to do, but it is just confusing to not write it out in the order it will be knit.
20.12.2025 - 19:52
Chata skrifaði:
Bonjour, Bravo pour la diversité des produits et des modèles que vous proposez. La DROPS Merino ultra fine est superbe, surtout pour ce modèle "Visit Viena" et ses côtes torses. Le modèle est juste un peu court mais facile à rallonger. A bientôt
12.12.2025 - 17:27
Jane skrifaði:
I have tried needles up to size 5.5 mm so far for the tension test and on this it’s still way too small on the length. It’s coming out at almost the 10cm across the 20 stitches but way too short on the 26 rows - only measuring 7.5cm Please help as I don’t know what’s best to do now?
09.12.2025 - 10:50
Visit Vienna#visitviennaslipover |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónað vesti / slipover úr DROPS Puna. Stykkið er prjónað með köntum í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 227-9 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 103 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 17) = 5,9. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju slétt saman og ekki er fækkað yfir kantlykkjur. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um úrtöku fyrir handveg): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum í byrjun á umferð þannig: Prjónið fyrstu 11 lykkjur eins og áður, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 13 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið út umferðina eins og áður (= 1 lykkja færri). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-3 (á við um úrtöku fyrir hálsmáli): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir hálsmáli þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á undan hálsmáli þannig: Prjónið þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið út umferðina eins og áður (= 1 lykkja færri). LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI / SLIPOVER - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum og saumað saman í lokin. Að lokum eru lykkjur prjónaðar upp fyrir kant í hálsmáli. BAKSTYKKI: Fitjið upp 103-113-121-133-149-163 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 3,5 með DROPS Puna. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið fyrstu lykkju í A.1 (þetta er gert til að mynstrið verði alveg eins í báðum hliðum) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 5 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 17-19-19-21-25-27 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1= 86-94-102-112-124-136 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 22-23-24-25-26-27 cm, prjónið nú mynstur þannig (frá réttu): Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.1 yfir næstu 12-12-12-14-16-18 lykkjur, prjónið sléttprjón þar til eftir eru 13-13-13-15-17-19 lykkjur, 1 lykkja brugðið, A.1 yfir næstu 11-11-11-13-15-17 lykkjur og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 25-26-27-28-29-30 cm (stroffið í hvorri hlið mælist ca 3 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu), prjónið þannig: Fellið af fyrstu 4-4-4-6-8-10 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg (fellið af með sléttum lykkjum) = 78-86-94-100-108-116 lykkjur. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, mynstur eins og áður yfir næstu 8 lykkjur, sléttprjón þar til 9 lykkjur eru eftir, mynstur eins og áður yfir næstu 8 lykkjur og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki fyrir handveg – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2! Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 1-3-5-6-8-10 sinnum = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Prjónið mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm, fellið af miðju 36-36-40-40-44-44 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl (= 20-22-22-24-24-26 lykkjur) er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju fyrir hálsmáli – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-3! Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 2 sinnum = 18-20-20-22-22-24 lykkjur eftir á öxl. Prjónið mynstur og sléttprjón þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki. Þegar stykkið mælist 35-37-37-39-39-41 cm (nú eru 76-80-84-88-92-96 lykkjur í umferð), setjið miðju 18-18-20-20-24-24 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl (= 29-31-32-34-34-36 lykkjur) er prjónuð til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá réttu fækkar um 1 lykkju fyrir hálsmáli – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-3! Fækkið lykkjum svona í hverri umferð frá réttu alls 11-11-12-12-12-12 sinnum = 18-20-20-22-22-24 lykkjur eftir á öxl. Prjónið mynstur og sléttprjón þar til stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring. Byrjið frá réttu efst við annan axlasauminn. Prjónið upp innan við 1 kantlykkju ca 120 til 148 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði á framstykki) á stuttan hringprjón 3,5 með Puna. Stillið af að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 2 og að kanturinn dragist ekki saman / verði of laus miðað við hálsmál. Prjónið e.t.v. fleiri / færri lykkjur. Prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur þar til kanturinn í hálsmáli mælist 4½ cm. Fellið af með snúnar lykkjur slétt yfir snúnar lykkjur slétt og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #visitviennaslipover eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 227-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.