Marie-France ALTMAYER skrifaði:
Un gros problème pour rejoindre le dos et le devant il me semble bien faire et cependant les mailles montées sur un coté vrillent? endroit sur endroit est ce bien ainsi merci cordialement
26.05.2021 - 19:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Altmayer, lorsque vous tricotez le dos et le devant en une seule partie, vous tricotez sur l'endroit, les 2 pièces doivent être l'une contre l'autre, envers contre envers pour que vous puissiez tricoter toutes les mailles sur l'endroit de l'ouvrage. Bon tricot!
27.05.2021 - 09:23
Angelica skrifaði:
Hello, I have a question. In the BODY section, the pattern says “ increase 1 stitch on both sides of A.1 – read INCREASE TIP-2!”, but Increase tip-2 seems to be about 2 stitches increased on one side only (“ Work until there is 1 stitch left before A.1, make 1 yarn over, knit 1, 1 yarn over (= 2 stitches increased). “). Can you please clarify? Many thanks!
25.05.2021 - 22:15DROPS Design svaraði:
Dear Angelica, for increasing on the sides of the piece, you should make a yarnover before and after the A.1 pattern. I will check with the design team about phrasing it better. Happy Knitting!
25.05.2021 - 22:47
Anita skrifaði:
Waarom moet ik steken meerderen aan het van de naald als de mouw 15-16cm is gebreid? Zet ik die steken uiteindelijk aan de okselkant vast?
24.05.2021 - 17:37DROPS Design svaraði:
Dag Anita,
Je klopt, dit is de rand onder de oksel en wordt daar ook vast gemaakt.
31.05.2021 - 10:57
Dharma skrifaði:
Es sind zwei Nadelstärken angegeben (3 und 2,5). Welche Nadelstärke ist für die Maschenprobe ausschlaggebend?
17.05.2021 - 14:59DROPS Design svaraði:
Liebe Dharma, beide Maschenprobe sind hier mit den grösseren Nadeln gestrickt - aber passen Sie die Grösse an, ob es nötig ist - mehr lesen Sie hier. Und stricken Sie glatt rechts oder krausrechts mit den angegebenen Nadelndgröße. Viel Spaß beim stricken!
17.05.2021 - 15:44
Nina Nielsen skrifaði:
Ahh den ene er glatstrikning og den anden er retstrikning
29.04.2021 - 21:06
Nina Nielsen skrifaði:
Der er 2 strikkefasthed, hvilken en er den rigtige? 24x32 eller 24x48.
29.04.2021 - 21:03DROPS Design svaraði:
Hej Nina. Den översta är i glatstrik och den understa i retstrik. Mvh DROPS Design
30.04.2021 - 07:11
Roberta skrifaði:
Buongiorno,ho letto meglio, c'è scritto dopo ogni ferro avviare le maglie per gli Scalfi: era una domanda inutile dettata dalla mia disattenzione.Ora ho capito.
25.04.2021 - 10:02
Betti skrifaði:
Liebes Drobsteam, muss man beim Vorderteil, vor den Armzugaben nicht ach noch erst 5 cm Kraus Stricken? Oder stimmt Ihre Anleitung so. Schönes Teil, ich hoffe ich bekomme es hin. Vielen Dank
23.04.2021 - 19:06DROPS Design svaraði:
Liebe Betti, diese 5 cm sind nur beim Rücktenteil gestrickt, da das Vorderteil tiefer wird, dh die Anleitung ist so richtig. Viel Spaß beim stricken!
26.04.2021 - 07:13
Roberta skrifaði:
Buon pomeriggio,una domanda: ma gli aumenti per gli scalfi vanno fatti ad ogni ferro?
23.04.2021 - 16:57DROPS Design svaraði:
Buonasera Roberta, a quale parte del lavoro sta facendo riferimento? Buon lavoro!
24.04.2021 - 22:08
Rege skrifaði:
Pattern e 318...is there any vedio of this pattern. Pl post
23.04.2021 - 14:06
Mariposa#mariposatop |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður toppur úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í garðaprjóni, gatamynstri og með stuttum puffermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-20 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 44 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 2) = 22. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 22. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, prjónið A.1, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.1 þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.1, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið A.1, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Framstykkið og bakstykkið er prjónað hvort fyrir sig þar til garðaprjón hefur verið prjónað til loka, síðan eru stykkin sett saman og fram- og bakstykkið er prjónað í hring. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 94-94-100-100-106-106 lykkjur á hringprjóna 3 með Safran. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Setjið 1 prjónamerki í 23.-23.-25.-25.-27.-27. lykkju inn frá hvorri hlið (= 48-48-50-50-52-52 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki). Prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan, jafnframt í fyrstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í (= 4 lykkjur fleiri í umferð) – aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 14-17-17-19-19-21 sinnum = 150-162-168-176-182-190 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt til baka frá röngu eftir síðustu útaukningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Stykkið mælist nú ca 6-7-7-8-8-9 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig (frá réttu): Fellið laust af fyrstu 37-40-42-44-46-48 lykkjur (= öxl), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 76-82-84-88-90-94 lykkjur (fyrsta af þessum lykkjum er nú þegar á hægri prjóni) og aukið jafnframt út 0-0-0-2-4-8 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1, fellið laust af síðustu 37-40-42-44-46-48 lykkjur (= öxl). Klippið þráðinn frá. Prjónið nú garðaprjón fram og til baka yfir 76-82-84-90-94-102 lykkjur á prjóni, jafnframt eru fitjaðar upp lykkjur fyrir handveg í hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 1-1-1-1-2-2 lykkjur 4 sinnum = 84-90-92-98-110-118 lykkjur. Klippið þráðinn, geymið stykkið. BAKSTYKKI: Fitjið upp 70-70-76-76-82-82 lykkjur á hringprjóna 3 með Safran. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Setjið 1 prjónamerki í 11.-11.-13.-13.-15.-15. lykkju inn frá hvorri hlið (= 48-48-50-50-52-52 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki). Prjónið garðaprjón fram og til baka, jafnframt í fyrstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í (= 4 lykkjur fleiri í umferð) – aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 14-17-17-19-19-21 sinnum = 126-138-144-152-158-166 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt til baka frá röngu eftir síðustu útaukningu. Stykkið mælist nú ca 6-7-7-8-8-9 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig (frá réttu): Fellið laust af fyrstu 25-28-30-32-34-36 lykkjur (= öxl), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 76-82-84-88-90-94 lykkjur (fyrsta af þessum lykkjum er nú þegar á hægri prjóni) og aukið jafnframt út 0-0-0-2-4-8 lykkjur jafnt yfir, fellið laust af síðustu 25-28-30-32-34-36 lykkjur (= öxl). Klippið þráðinn frá. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni yfir 76-82-84-90-94-102 lykkjur í umferð í 5 cm. Fitjið upp lykkjur fyrir handveg í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 1-1-1-1-2-2 lykkjur 4 sinnum = 84-90-92-98-110-118 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt að aftan (= 42-45-46-49-55-59 lykkjur hvoru megin við prjónamerki). FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið nú bæði stykkin saman frá réttu. Byrjið mitt að aftan á bakstykki með hringprjón 3 og prjónið þannig: Prjónið fyrstu 42-45-46-49-55-59 lykkjur, fitjið upp 7-9-17-21-21-25 lykkjur (= í hlið undir ermi), prjónið inn 84-90-92-98-110-118 lykkjur á framstykki á prjóninn, fitjið upp 7-9-17-21-21-25 lykkjur (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 42-45-46-49-55-59 lykkjur á bakstykki. Nú eru 182-198-218-238-262-286 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón hringinn, en yfir miðju 7 lykkjur í hvorri hlið undir ermi er prjónað A.1. Þegar stykkið mælist 3-3-3-4-4-4 cm frá handveg, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.1 – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 2½ cm millibili alls 6 sinnum = 158-174-194-214-238-262 lykkjur. Þegar stykkið mælist 18 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.1 – sjá ÚTAUKNING-2! Aukið út í öðrum hverjum cm alls 6 sinnum = 182-198-218-238-262-286 lykkjur. Þegar stykkið mælist ca 31-32-33-34-35-36 cm – stillið af að endað sé eftir 1 heila mynstureiningu af A.1 á hæðina, skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 2 cm með GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Fellið síðan laust af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING. Toppurinn mælist alls ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Fitjið upp 33-33-37-37-40-40 lykkjur á hringprjón 3 með Safran. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan næstu umferð frá röngu þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, brugðnar lykkjur þar til 1 lykkja er eftir, jafnframt er aukið út um 24-24-26-26-29-29 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING-1, 1 kantlykkja garðaprjón = 57-57-63-63-69-69 lykkjur. Prjónið nú mynstur og aukið út þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, A.2 yfir næstu 3 lykkjur, A.3 yfir næstu 48-48-54-54-60-60 lykkjur (= 8-8-9-9-10-10 mynstureiningar með 6 lykkjum), A.4 yfir næstu 4 lykkjur, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka – í hvert skipti sem mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka 1 sinni á hæðina hafa verið auknar út 12 lykkjur í umferð og það er pláss fyrir 2 mynstureiningum fleiri með A.3 á milli A.2 og A.4. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 6-6-6-6½-6½-6½ sinnum á hæðina eru 129-129-135-141-147-147 lykkjur í umferð. Ermin mælist ca 15-15-15-16-16-16 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur fyrir allar lykkjur og fitjið upp 7-9-17-21-21-25 lykkjur í lok umferðar = 136-138-152-162-168-172 lykkjur. Prjónið nú áfram hringinn. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist alls 16-16-16-17-17-17 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við 1 kantlykkju garðaprjón. Skiptið erminni hringinn um handveg, þannig að uppfitjunarkanturinn (þ.e.a.s. 33-33-37-37-40-40 uppfitjunarlykkjur) verða yfir 7-7-8-8-9-9 cm hvoru megin við axlasauminn. Deilið afgang af ermi hringinn um handveg – Saumið innan við uppfitjunarkantinn á ermum og innan við affellingarkantinn á handveg. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mariposatop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.