Ingrid skrifaði:
Tycker det är otydligt vilken rundsticka man ska ha. Ex står det nr 3 för fram och bakstycke, när man sen ska sätta över ärmarna ska de sättas på samma rundsticka 4 som fram och bakstycket. Vad gäller?
09.05.2021 - 13:15DROPS Design svaraði:
Hej Ingrid, ribben skal strikkes på pind 3 og der skiftes til pind 4 efter ribben både på bolen og på ærmerne. Vi skal få det skrevet ind i opskriften. Tak for info :)
10.05.2021 - 09:06
Jade skrifaði:
Det framgår ej av mönstret för början av fram och bakstycke, när man övergår till stickor nr4.
03.05.2021 - 22:27
Magdalena skrifaði:
Vorrei segnalare una piccola precisazione: nelle maniche non è indicato il passaggio da i ferri n 3 a 4 . Occorre diminuire qualche maglia alla fine del polsino? Un modello bellissimo e di effetto. Grazie per la risposta.
12.04.2021 - 09:01DROPS Design svaraði:
Buonasera Magdalena, il passaggio dai ferri 4 ai ferri 3 è indicato appena dopo l'avvio delle maniche. Buon lavoro!
12.04.2021 - 23:19
Åslaug skrifaði:
Bohemian summer
26.02.2021 - 07:56
Anna Sarjanen skrifaði:
Längtan
07.01.2021 - 21:43
Renaissance Memories#renaissancememoriessweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað með V-hálsmáli, köðlum og trompetermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-41 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 220 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 36) = 6,1. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2: Fækkið um 1 lykkju brugðið með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LASKALÍNA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerkið situr hér, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Endurtakið við hvert og eitt af þeim prjónamerkjum sem eftir eru (= 8 lykkjur færri). V-HÁLSMÁL: Fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli á framstykki. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir A.2 þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á undan A.3 þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.3, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki og ermar er prjónað í hring á hringprjón upp að berustykki. Síðan eru öll stykkin sett inn á sama hringprjón. Berustykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að V-hálsmáli, síðan er afgangur af berustykki prjónað fram og til baka. Að lokum er kantur í hálsmáli prjónaður á öxlum og aftan í hnakka. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 220-240-264-284-312-348 lykkjur á hringprjón 3 með Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 36-40-44-48-52-60 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 = 184-200-220-236-260-288 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 27-27-27-27-26-26 cm, fækkið lykkjum fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Prjónið fyrstu 42-46-50-54-59-64 lykkjur í umferð (= hálft bakstykki), fellið af næstu 8-8-10-10-12-16 lykkjur fyrir handveg, prjónið næstu 84-92-100-108-118-128 lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 8-8-10-10-12-16 lykkjur fyrir handveg, prjónið þær 42-46-50-54-59-64 lykkjur sem eftir eru. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 112-112-119-119-126-133 á hringprjón 4 með Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á hringprjón 3. UMFERÐ 1: Prjóni (2 lykkjur slétt, 5 lykkjur brugðið) umferðina hringinn. UMFERÐ 2: Prjónið sléttar lykkjur umferðina hringinn. UMFERÐ 3: Prjónið (2 lykkjur slétt, 5 lykkjur brugðið) og fækkið jafnframt allar 5 lykkjur brugðið til 4 lykkjur brugðið – sjá ÚRTAKA-2 = 96-96-102-102-108-114 lykkjur. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Þegar stykkið mælist 5 cm, eru allar 4 lykkjur brugðið fækkað til 3 lykkjur brugðið = 80-80-85-85-90-95 lykkjur. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Þegar stykkið mælist 9 cm, eru allar 3 lykkjur brugðið fækkað til 2 lykkjur brugðið = 64-64-68-68-72-76 lykkjur. Haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Þegar stykkið mælist 12 cm, eru allar 2 lykkjur brugðið fækkað til 1 lykkju brugðið = 48-48-51-51-54-57 lykkjur. Í næstu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður til 48-50-54-58-58-60 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið sléttprjón í 1-1-1-1-3-2 cm. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Í næstu umferð byrjar útaukning undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 2½-2-1½-1½-1-1 cm millibili alls 11-14-16-16-17-18 sinnum = 70-78-86-90-92-96 lykkjur. Þegar ermin mælist 42-43-39-38-36-34 cm, fellið af 8-8-10-10-12-16 lykkjur mitt undir ermi (= 4-4-5-5-6-8 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 62-70-76-80-80-80 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón 4 og fram- og bakstykki þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg = 292-324-352-376-396-416 lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið á milli framstykkis, bakstykkis og erma, en prjónamerkin færast til þannig að 1-1-1-2-4-6 lykkjur í hvorri hlið á framstykki og bakstykki koma í hvorri hlið á ermum. Þ.e.a.s. það verða 82-90-98-104-110-116 lykkjur fyrir framstykki og bakstykki og 64-72-78-84-88-92 lykkjur fyrir hvora ermi. Byrjið umferð mitt að aftan og haldið áfram hringinn í sléttprjóni. JAFNFRAMT í 3. umferð byrjar úrtaka fyrir laskalínu eins og útskýrt er að neðan og í 3.-3.-6.-8.-14.-16. umferð er prjónað v-hálsmál á framstykki eins og útskýrt er að neðan. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 2-1-1-1-3-4 sinnum og í annarri hverri umferð 22-27-30-33-33-34 sinnum (= alls 24-28-31-34-36-38 sinnum). V-HÁLSMÁL: Í 3.-3.-6.-8.-14.-16. umferð, prjónið A.1 yfir miðju 10 lykkjurnar á framstykki – stillið af að fyrsta umferðin í A.1 sé prjónuð í umferð með úrtöku (laksalína), þetta er mikilvægt til að koma í veg fyrir að snúningur á kaðli komi í umferð frá röngu þegar prjónað er fram og til baka. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið til baka að byrjun á umferð mitt að aftan. Klippið þráðinn frá. Nú skiptist framstykkið mitt í A.1 (= mitt að framan) og síðan er prjónað fram og til baka með byrjun frá réttu, við V-hálsmál á framstykki þannig: Prjónið A.2 yfir fyrstu 5 lykkjur frá skiptingu mitt á framstykki, fækkið um 1 lykkju fyrir V-HÁLSMÁL – sjá útskýringu að ofan, prjónið sléttprjón (haldið áfram með úrtöku fyrir laskalínu eins og áður) þar til 7 lykkjur eru eftir við skiptingu mitt á framstykki í gagnstæðri hlið, fækkið um 1 lykkju – munið eftir V-HÁLSMÁLI, prjónið A.3 yfir síðustu 5 lykkjurnar. Haldið svona áfram fram og til baka og fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli í annarri hverri umferð 6-3-4-2-3-3 sinnum og í 4. hverri umferð 6-9-9-11-11-12 sinnum (= alls 12-12-13-13-14-15 lykkjur færri fyrir v-hálsmáli í hvorri hlið). Þegar öll úrtaka fyrir v-hálsmáli og laskalínu hefur verið gerð til loka, eru 76-76-78-78-80-82 lykkjur í umferð. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 3 lykkjur, prjónið næstu 2 lykkjur brugðið saman (= 1 lykkja færri), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 16 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir 34-34-36-36-38-40 lykkjur á bakstykki jafnframt því sem fækkað er um 11 lykkjur jafnt yfir, prjónið 16 lykkjur slétt, prjónið næstu 2 lykkjur brugðið saman (= 1 lykkja færri), prjónið næstu 3 lykkjur slétt = 63-63-65-65-67-69 lykkjur. Prjónið 1 umferð með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur til baka frá röngu. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. Skiptið yfir á hringprjón 3. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Setjið eitt prjónamerki mitt að aftan. Setjið síðustu 4 lykkjur á prjóni á þráð og prjónið fram og til baka yfir fyrstu 4 lykkjur fyrir kant í hálsmáli, jafnframt því sem kantur í hálsmáli er prjónaður saman við þær lykkjur sem eftir eru á ermi og hálsmáli á bakstykki þannig: Prjónið frá réttu þannig: UMFERÐ 1: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 3 lykkjur, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). UMFERÐ 2: Snúið og prjónið brugðnar lykkjur yfir 4 lykkjur. UMFERÐ 3: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 3 lykkjur, prjónið næstu 3 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). UMFERÐ 4: Snúið og prjónið brugðnar lykkjur yfir 4 lykkjur. UMFERÐ 5-8: Prjónið alveg eins og 3. og 4. umferð. Endurtakið umferð 1-8 þar til prjónað hefur verið fram að prjónamerki mitt aftan í hnakka. Fellið af 4 lykkjur í kanti í hálsmáli. Setjið til baka 4 lykkjur af þræði á hringprjón 3 og prjónið frá röngu þanngi: UMFERÐ 1: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 3 lykkjur, prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). UMFERÐ 2: Snúið og prjónið sléttar lykkjur yfir 4 lykkjur. UMFERÐ 3: Prjónið brugðnar lykkjur yfir fyrstu 3 lykkjur, prjónið næstu 3 lykkjur brugðið saman (= 2 lykkjur færri). UMFERÐ 4: Snúið og prjónið sléttar lykkjur yfir 4 lykkjur. UMFERÐ 5-8: Prjónið alveg eins og 3. og 4. umferð. Endurtakið umferð 1-8 þar til prjónað hefur verið fram að prjónamerki mitt aftan í hnakka. Fellið af 4 lykkjur í kanti í hálsmáli. Saumið saman affellingarkantinn í 2 köntum í hálsi mitt aftan í hnakka. Klippið þráðinn frá og festið. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #renaissancememoriessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-41
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.