Kathrin Melziarek skrifaði:
Liebes Team, muss ich die Masche von A.2B auch in der Rückreihe als erste Masche vor A.2A stricken? Liebe Grüße, Kathrin Melziarek
17.03.2022 - 13:06DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Melziarek, wenn Sie die Rückreihen mit A.2 stricken, stricken Sie so: 5 Blenden-Maschen, A.2B, jetzt wierdeholen Sie die 6 M in A.2 (links nach rechts lesen) und dann 5 Blenden-Maschen. Viel Spaß beim stricken!
17.03.2022 - 17:15
Johanna skrifaði:
Stehen die Diagramme A2B auf dem Kopf oder muss man sie von unten nach oben stricken? Falls sie von unten nach oben gestrickt werden, fängt man wirklich so an? Dann hätte man zweimal eine Lochreihe vor den Noppen und Blättern, aber auf dem foto sieht das ganz anders aus. Oder lässt man die unteren 14 Reihen weg, aber dann fehlen ja zunahmen?
01.11.2021 - 20:43DROPS Design svaraði:
Liebe Johanna, alle Diagramme werden von unten nach oben gestrickt, es sind ja 2 Lochreihen, 1 beim A.1 und 1 beim A.2, genauso wie gezeichnet. Viel Spaß beim stricken!
03.11.2021 - 07:53
Annerose Scheurer skrifaði:
Hallo, Ich habe die Wolle bei LindeHobby gekauft und komme nun mit dem Diagramm nicht klar. Bin erst bei der 5 Reihe und hänge vollkommen in der Luft. Wenn ich das so stricke wie beschrieben, habe ich nur rechte, bzw. linke Maschen auf der Nadel, außer der Blende. Bei A.1A ist die erste Hinreihe rechte Maschen, Rückreihe linke Maschen. Auf dem Foto sieht das aber aus wie kraus rechts. Was mach ich falsch? Liebe Grüße Annerose
10.10.2021 - 10:44Annerose Scheurer svaraði:
Meine Frage hat sich erledigt. Nach zwei Tassen Kaffee kam die Erleuchtung 💡. Sorry 🙈
10.10.2021 - 13:00
Barby skrifaði:
I think there is an error under the buttonholes explanation.. It reads: “The first buttonhole is in the lace pattern on the neck, so this buttonhole is not worked”. However, the buttonhole is in the band that is in garter stitch and therefore no lace hole.
28.09.2021 - 22:15
Moutaz skrifaði:
How is the stitch increase during knitting for sweaters from top to down?
15.09.2021 - 19:21DROPS Design svaraði:
Dear Moutaz, each pattern has a different rate of increases built in, for this particular piece into the pattern on the yoke. You will have to read the pattern, and see the diagrams. Happy Knitting!
16.09.2021 - 00:09
Moutaz skrifaði:
كيف يتم تزويد القطب اثناء عمل التريكو للكنزات من الاعلى الى الاسفل؟؟؟
14.09.2021 - 10:43DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Moutaz, we can unfortunately only answer in English or in one of the languages the pattern is available, is it possible for you to ask your question in one of these languages? Thanks for your comprehension!
14.09.2021 - 16:09
Amada Herrera skrifaði:
Quisiera tejer este patrón con una lana tipo C pero no se como hacerlo. Gracias por su apoyo.
26.08.2021 - 07:59DROPS Design svaraði:
Hola Amada, lamentablemente, no podemos ajustar nuestros patrones a ninguna solicitud individual. Si necesita ayuda individual, comuníquese con la tienda donde compró el hilo, incluso por correo o teléfono. ¡Happy knitting!
27.08.2021 - 08:59
Roberta Marchini skrifaði:
Se voglio lavorare l'alzata, devo cominciare a lavorarla il ferro dopo aver avviato le maglie oppure dopo avere lavorato una riga a rovescio come indicato nelle istruzioni del collo?
12.08.2021 - 12:41DROPS Design svaraði:
Buongiorno Roberta, se vuole lavorare l'alzata deve avviare le maglie e lavorare 3 ferri come indicato, poi può iniziare con l'alzata. Buon lavoro!
13.08.2021 - 15:19
Krystyna skrifaði:
Witam. Nie wiem co to znaczy . Obrócić zacisnąć nitkę. Jak to wykonać. Pozdrawiam .
28.07.2021 - 07:01DROPS Design svaraði:
Witaj Krysiu, najlepiej widać to na filmie TUTAJ. Pozdrawiamy!
28.07.2021 - 09:22
Ellen skrifaði:
Vest rolt aan de onderkant op ik heb er een boord onder gebreid. Vest is wel heel mooi.
26.07.2021 - 15:34
Sparrow Song Jacket#sparrowsongjacket |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, blaðamynstri og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 223-12 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 121 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim 111 lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 25) = 4,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. hverja og 5. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo að ekki myndist gat. UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Byrjið frá réttu og prjónið 16-17-18-20-21-22 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 32-34-36-40-42-44 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-60-63-66 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-80-84-88 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-100-105-110 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 96-102-108-120-126-132 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur út umferð, snúið og prjónið 1 umferð brugðið til baka (kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni). Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar kantur í hálsmáli mælist ca 1½ cm. Síðan er fellt af fyrir 6-6-6-7-7-7 hnappagötum með ca 8-8-8½-7½-8-8 cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 121-125-129-135-139-145 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 2,5 með Nord. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1A þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til A.1 hefur verið prjónað til loka - munið eftir HNAPPAGAT- sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 25-31-42-44-46-46 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 146-156-171-179-185-191 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið og kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni). Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.2A þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð (= 27-29-32-28-29-30 mynstureiningar með 5-5-5-6-6-6 lykkjum), prjónið A.2B (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 362-388-427-459-475-491 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 15-15-15-17-17-17 cm frá prjónamerki við hálsmál. Síðan er prjónað A.3 með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu í A.3 er aukið út um 9-11-4-22-26-40 lykkjur jafnt yfir = 371-399-431-481-501-531 lykkjur. Prjónið A.3 þar til berustykkið mælist ca 19-21-23-24-26-28 cm frá prjónamerki við hálsmál, en endið eftir heila mynstureiningu á hæðina. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu yfir allar lykkjur. Í næstu umferð eru prjónaðar sléttar lykkjur frá röngu JAFNFRAMT sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 58-63-67-75-79-85 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 74-78-86-96-98-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 107-117-125-139-147-161 lykkjur slétt (= bakstykki), setjið næstu 74-78-86-96-98-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 58-63-67-75-79-85 lykkjur (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 235-255-275-305-325-355 lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.4A þar til 10 lykkjur eru eftir í umferð (= 22-24-26-29-31-34 mynstureiningar með 10 lykkjum), prjónið A.4B (= 5 lykkjur) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 29 cm frá skiptingu. Nú er eftir ca 1 cm til loka máls. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 74-78-86-96-98-100 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 80-84-94-104-108-112 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið þannig: Prjónið 0-2-2-2-4-1 lykkjur sléttprjón, prjónið A.4 yfir næstu 80-80-90-100-100-110 lykkjur (= 8-8-9-10-10-11 mynstureiningar með 10 lykkjum) og endið með 0-2-2-2-4-1 lykkju sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar ermin mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2-1½-1½-1-1 cm millibili alls 15-16-19-23-24-25 sinnum = 50-52-56-58-60-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 43-42-40-41-39-38 cm frá skiptingu (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú er eftir ca 1 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Fellið af með sléttum lykkjum – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 44-43-41-42-42-39 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kanti að framan. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sparrowsongjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.