Myrna Laupland skrifaði:
Sparrow Song — I notice the instruction for the bobble in the chart, I.e. knit front and back in the stitch, etc. And then turn and stocking stitch 4 rows is different than the video tutorial which says to K1, yo, K1, yo, K1 turn and do 5 rows socking stitch. I have started using the chart method but only done a few bobbles. Which is the correct method for this pattern. Thank you.
01.09.2021 - 07:29DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Laupland, there are many ways to work bobbles and the video shows one of these techniques, follow the instruction in the pattern, ie work the bobble as explained here under 5th symbol. Happy knitting!
01.09.2021 - 07:31
Ulla skrifaði:
Det er første gang, jeg strikker en trøje oppefra. Når trøjen skal deles op i for- og bagstykke og ærmer, synes jeg, at min oprindelige start af trøjen kommer til at være midt i bagstykket, og jeg skal nu lave en ny start, der kommer til at være i siden af trøjen. Er det korrekt?
31.08.2021 - 20:25DROPS Design svaraði:
Hei Ulla. Ja, nå er starten på omgangen i siden. Når bol og ermer er delt, klipp tråden og start i den ene siden. Siden er midt i de 6-6-8-8-10-12 maskene som ble lagt opp under ermet. mvh DROPS design
06.09.2021 - 13:08
Angelika skrifaði:
Hallo, eignet sich für diese Anleitung auch das Fabelgarn, da ich den Pulli gern in die Wollwäsche in die Waschmaschine geben und nicht mit Handtasche waschen möchte? Oder ist das Garn unpassend für diesen Pullover (kratzt, bzw. Funktioniert nicht bei dem Muster)?
24.08.2021 - 23:29DROPS Design svaraði:
Liebe Angelika, DROPS Fabel und DROPS Nord gehören beide zur Garngruppe A so können Sie hier Fabel stricken - benutzen Sie den Garnumrechner, um die neue Garnmenge kalkulieren zu lassen. Viel Spaß beim stricken!
25.08.2021 - 07:30
Jenny Crawly skrifaði:
I want to download this pattern to use in Knit Companion. When I save the pattern as a PDF only the text and photos are downloaded, the charts do not download. Could you help me get the charts into PDF format so I can use them in KC?
24.06.2021 - 14:47DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Crawly, our patterns can be only printed, if you want to save them as a .pdf you will have to print them with a virtual printer (remember to select all pages). Happy knitting!
24.06.2021 - 17:35
Anja Van Weerden skrifaði:
Ik heb eerder een vraag gesteld over patroon 223/11 omdat mijn proeflapje kleiner uitviel dan bij de beschrijving. nl 8x8 ipv 10x10. mij werd geadviseerd een kleinere naalddikte te proberen maar dan wordt het proeflapje toch nog kleiner of begrijp ik het niet goed?
11.06.2021 - 12:52DROPS Design svaraði:
Dag Anja,
Ja sorry, denkfout van mij 🙈, Je hebt inderdaad grotere naalden nodig in plaats van kleineren. Voor een proeflapje zou ik trouwens ook wat meer steken opzetten dan de stekenverhouding aangeeft omdat de kantsteken vaak wat rommeliger zijn. Je meet dan een stuk van 10 cm in de breedte en kijkt hoeveel steken daar in zitten.
13.06.2021 - 09:22
Anja Van Weerden skrifaði:
Voor model 223/11 staat stekenverhouding 24x32 voor 10x10cm. ik kom echter op 8x 8cm met nld 3,5. wat kan ik het beste doen? normaal heb ik maat M, zal ik dan L of XL nemen of een andere naalddikte?
06.06.2021 - 14:18DROPS Design svaraði:
Dag Anja,
Probeer eens met een kleinere naald. In het patroon wordt naaldnummer 3 geadviseerd. Je zou eens met naald nr3 of met naald nr 2,5 kunnen proberen.
07.06.2021 - 20:05
Rieke skrifaði:
Hallo Liebes Drops Team, ich würde sehr gerne mit der Anleitung starten. Leider komme ich bei der Maschenprobe nicht auf die 10 cm in der Breite. Auch mit Ns 4 komme ich nicht auf 10 cm. Ich möchte ungern eine größere Nadel verwenden, da ich den Pullover lieber feinmaschig haben möchte. Was kann ich tun? Über einen Tip würde ich mich sehr freuen! Viele Grüße, Rieke
15.05.2021 - 15:22DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Reike, um die genauen Maßen wie bei der Maßskizze zu bekommen, brauchen Sie die richtige Maschenprobe - versuchen Sie Ihre Maschenprobe zu spannen und messen Sie sie wieder - sollte es nicht richtig sein, dann nochmal mit grösseren Nadeln versuchen. Hier lesen Sie mehr über Maschenprobe. Viel Spaß beim stricken!
17.05.2021 - 08:52
Elena skrifaði:
Liebes Drops-Team, Danke für die rasche Antwort! Meine Frage bezieht sich auf die ganze Reihe: in der Reihe mit Noppen bilden sich 3 Maschen zwischen der Noppe und der Blende auf einer Seite und 5 auf der anderen.
07.04.2021 - 16:36DROPS Design svaraði:
Liebe Elena, stricken Sie die Jacke 223-12 oder den Pullover? Die Passe wird hier beim Pullover in Runden gestrickt, dh ohne Blende. Misverstehe ich Ihre Frage?
08.04.2021 - 06:51
Elena skrifaði:
Liebes Drops-Team, vielen Dank für die wunderschöne Anleitung! Eine Frage: ist es richtig, dass die Noppen in kleineren Größen asymmetrisch sind (3 Maschen auf einer Seite, 5 auf der anderen)? In XL-Größen sind sie symmetrisch, aber die Zunahmen sind ja auch anders... Ich bedanke mich im Voraus!
07.04.2021 - 15:47DROPS Design svaraði:
Liebe Elena, mit 3 Maschen vor der Noppe und 4 Maschen nach der Noppe, gibt es so 1 Nope in jede 8. Masche in der Runde (= 7 maschen zwischen jede Noppe), die "Spitze" am Anfang von dem Blatt wird später in dieser Masche sein - oder misverstehe ich Ihre Frage?
07.04.2021 - 16:18
Petra Wolfrum skrifaði:
Ein superschönes Modell, ist gerade fertig geworden und da wir hier wieder einen Wintereinbruch im April haben, jetzt genau richtig :) Danke für die tolle Anleitung!
06.04.2021 - 09:18
Sparrow Song#sparrowsongsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, blaðamynstri og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 223-11 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 25) = 4,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan). Byrjið frá réttu og prjónið 16-17-18-20-21-22 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 32-34-36-40-42-44 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-60-63-66 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-80-84-88 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-100-105-110 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 96-102-108-120-126-132 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 110-116-120-124-130-134 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með Nord. Prjónið A.1 hringinn. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 25-29-40-44-44-46 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNIN = 135-145-160-168-174-180 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið A.2 hringinn (= 27-29-32-28-29-30 mynstureiningar með 5-5-5-6-6-6 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 351-377-416-448-464-480 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 15-15-15-17-17-17 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú er A.3 prjónað hringinn – JAFNFRAMT í fyrstu umferð í A.3 eru auknar út 5-7-0-18-22-36 lykkjur jafnt yfir = 356-384-416-466-486-516 lykkjur. Prjónið A.3 þar til berustykkið mælist ca 19-21-23-24-26-28 cm frá prjónamerki við hálsmál – endið eftir heila mynstureiningu á hæðina. Prjónið 1 umferð slétt. Í næstu umferð er prjónað brugðið JAFNFRAMT sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið brugðnar lykkjur yfir fyrstu 52-57-61-69-73-79 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 74-78-86-96-98-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 104-114-122-137-145-158 lykkjur brugðið (= framstykki), setjið næstu 74-78-86-96-98-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið brugðið yfir síðustu 52-57-61-68-72-79 lykkjur (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 220-240-260-290-310-340 lykkjur. Byrjið umferð í hlið – mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið A.4 hringinn (= 22-24-26-29-31-34 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 29 cm frá skiptingu. Nú er eftir ca 1 cm til loka máls. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 74-78-86-96-98-100 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 80-84-94-104-108-112 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið þannig: Prjónið 0-2-2-2-4-1 lykkjur sléttprjón, prjónið A.4 yfir næstu 80-80-90-100-100-110 lykkjur (= 8-8-9-10-10-11 mynstureiningar með 10 lykkjum) og endið með 0-2-2-2-4-1 lykkju sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar ermin mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2-1½-1½-1-1 cm millibili alls 15-16-19-23-24-25 sinnum = 50-52-56-58-60-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 43-42-40-41-39-38 cm frá skiptingu (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú er eftir ca 1 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið 6 umferðir garðaprjón hringinn. Fellið af með sléttum lykkjum – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 44-43-41-42-42-39 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sparrowsongsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.