Line skrifaði:
J'ai une laine très fine reçue de ma grand-mère. J'aimerais savoir comment trouver un modèle qui pourrait servir à créer un modèle dans votre catalogue. J'ai 32 mailles x 43 rangs avec aiguilles 2,5 cm. Je ne sais pas comment faire la recherche. Merci
11.01.2026 - 02:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Line, choisissez ce que vous voulez tricoter, ex. un pull, ensuite a gauche vous trouverez les filtres, cliquez sur l'echantillon et choisissez 32 - 28 mailles. Votre tricot sera tres fin. Si cela ne vous convient pas, vous pouvez utliser ce fil en double (2 fils ensemble). Bon tricot!
12.01.2026 - 11:21
Line skrifaði:
J'aimerais savoir, lorsqu'il y a 2 grandeur d'aiguilles dans un patron, comment savoir sur quelle aiguille on doit faire l'échantillon. Merci de vos réponses toujours utiles
09.01.2026 - 18:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Line, l'echantillon est fait sur les aiguilles plus grandes. Les plus petites sont pour les bordures. Bon tricot!
12.01.2026 - 07:54
Ana Oliveira skrifaði:
Bom dia, quando se começa a fazer as costas e as frentes, devemos começar a carreira a meio das malhas que adicionamos na zona das mangas. Porquê? A carreira não pode começar no marcador das costas? Se sim posso começar o esquema A4 no meio das costas? No esquema A4 tenho que começar com 4 ou 5 carrreiras de meia? Ou seja lê-se o esquema de baixo para cima ou de cima para baixo? Obrigada
27.11.2025 - 10:32DROPS Design svaraði:
Bom dia, Comea-se, por norma, a meio de uma das mangas para que não se note um desnivel de carreiras a meio das costas (por se estar a tricotar em redondo). Para tricotar a partir do meio das costas, seria necessário alterar a sequência de A.4 com o ponto meia. Quanto a A.4, lê-se de baixo para cima, o que significa que se deve tricotar 4 carreiras em ponto meia antes da 1..ª carreira de ajours. Bons tricôs!
27.11.2025 - 10:59
Ana Oliveira skrifaði:
Eu estou a dividir a peça e tenho que tricotar em liga 57 malhas, deslizo e coloco em espera 78 malhas para a manga e depois continuo a fazer o resto. As malhas que vou colocar em espera não são tricotadas em liga mas quando for começar a tricotar as mangas em circular tenho que trabalhar em meia mas vai faltar uma carreira de liga que deveria ser quando se desliza as malhas da manga para ficar em espera. Como faço para ter essa carreira em liga para ficar igual às costas e frente?
25.11.2025 - 10:31DROPS Design svaraði:
Bom dia, Deve tricotar essa última carreira liga de A.2 e só depois fazer a separação para as mangas,. Irá, então. tricotar um determinado número de malhas em meia antes e depois de A4. (motivo em ponto meia com ajours) nas mangas. Bons tricôs!
26.11.2025 - 11:54
Ana Oliveira skrifaði:
Eu tenho que tricotar A3 até ter 21cm e segundo a resposta que foi dada à minha pergunta anterior estes 21 cm incluem a elevação nas costas. No entanto enquanto estava à espera da vossa resposta, estive a ver perguntas de outras pessoas e no dia 06/01/2022 colocaram a mesma questão e a resposta foi diferente, ou seja, a medição não inclui a elevação das costas e que se for feita a elevação temos que medir pela frente. Afinal como devo fazer?
21.11.2025 - 15:35DROPS Design svaraði:
Bom dia, A indicação dada no modelo refere que deve medir a partir do marcador colocado na gola. "Tricotar A.3 até o encaixe medir cerca de 19-21-23-24-26-28 cm a partir do marcador da gola; ajustar a altura para depois de um motivo completo em altura." Tendo em conta de que a elevação é tricotada depois da gola, no nosso entender, a medida indicada inclui a elevação. É também referido que se deve ajustar a altura para terminar depois de um motivo completo de A.3,. No entanto, para melhor referência, pode sempre consultar o esquema de medidas que encontra ao fundo da página do modelo, para saber qual a altura da gola/elevação. Bons tricôs
24.11.2025 - 12:04
Ana Oliveira skrifaði:
Bom dia, eu estou a fazer o tamanho M e tenho que fazer o diagrama A3 até ter 21cm de altura. Estes 21 cm já incluí a elevação das costas? Se não incluir a elevação das costas que altura deverei ter desde a argola? Obrigada
20.11.2025 - 10:33DROPS Design svaraði:
Bom dia, Sim, o comprimento inclui a elevação nas costas. De outra forma, seria indicado que as medidas deveriam ser tiradas a meio da frente. Mas não é o caso, Bons tricôs! A equipa DROPS
21.11.2025 - 10:45
Ana Oliveira skrifaði:
Boa tarde, eu estou a começar a fazer o diagrama 1. Como a camisola começa na gola, a minha carreira número 6 vai começar com uma laçada e de seguida 2 malhas juntas em meia ou terei primeiro que fazer 2 malhas juntas em meia e depois a laçada? Obrigada
14.11.2025 - 19:56DROPS Design svaraði:
Bom dia, A carreira começa com 2 malhas tricotadas juntamente em meia, depois, 1 laçada, motivo que se repete até ao fim da carreira (ter em atenção para fazer a última laçada nesta carreira). Aconselha-se a colocar um marcador para marcar o princípio de cada carreira. Bons tricôs! A equipa DROPS
17.11.2025 - 10:01
Ana Oliveira skrifaði:
Boa tarde, eu estou a começar a fazer o diagrama 1. Como a camisola começa na gola, a minha carreira número 6 vai começar com uma laçada e de seguida 2 malhas juntas em meia ou terei primeiro que fazer 2 malhas juntas em meia e depois a laçada? Obrigada
14.11.2025 - 13:30DROPS Design svaraði:
Bom dia, A carreira começa com 2 malhas tricotadas juntamente em meia, depois, 1 laçada, motivo que se repete até ao fim da carreira (ter em atenção para fazer a última laçada nesta carreira). Aconselha-se a colocar um marcador para marcar o princípio de cada carreira. Bons tricôs! A equipa DROPS
17.11.2025 - 10:01
Luhaib skrifaði:
It would be more accurate to write the bust measurement rather than just showing sizes as S M L because each pattern has a different design and fits body differently. Sizes here are not a true measuring tool. I would really like to know for example what’s the bust measure of size L ?
14.09.2025 - 18:16DROPS Design svaraði:
Hi, the bust measurement in size L is 108 cm, please see the schematic drawing at the end of the pattern. How to read size chart you will find HERE. Happy knitting!
15.09.2025 - 09:09
Satu skrifaði:
Hello, What size has been knitted in the official pattern photos, please? thank you, Satu
19.08.2025 - 14:08DROPS Design svaraði:
Hi Satu, S or M. Happy knitting!
19.08.2025 - 14:20
Sparrow Song#sparrowsongsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, blaðamynstri og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 223-11 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 25) = 4,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan). Byrjið frá réttu og prjónið 16-17-18-20-21-22 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 32-34-36-40-42-44 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-60-63-66 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-80-84-88 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-100-105-110 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 96-102-108-120-126-132 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 110-116-120-124-130-134 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með Nord. Prjónið A.1 hringinn. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 25-29-40-44-44-46 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNIN = 135-145-160-168-174-180 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið A.2 hringinn (= 27-29-32-28-29-30 mynstureiningar með 5-5-5-6-6-6 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 351-377-416-448-464-480 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 15-15-15-17-17-17 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú er A.3 prjónað hringinn – JAFNFRAMT í fyrstu umferð í A.3 eru auknar út 5-7-0-18-22-36 lykkjur jafnt yfir = 356-384-416-466-486-516 lykkjur. Prjónið A.3 þar til berustykkið mælist ca 19-21-23-24-26-28 cm frá prjónamerki við hálsmál – endið eftir heila mynstureiningu á hæðina. Prjónið 1 umferð slétt. Í næstu umferð er prjónað brugðið JAFNFRAMT sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið brugðnar lykkjur yfir fyrstu 52-57-61-69-73-79 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 74-78-86-96-98-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 104-114-122-137-145-158 lykkjur brugðið (= framstykki), setjið næstu 74-78-86-96-98-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið brugðið yfir síðustu 52-57-61-68-72-79 lykkjur (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 220-240-260-290-310-340 lykkjur. Byrjið umferð í hlið – mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið A.4 hringinn (= 22-24-26-29-31-34 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 29 cm frá skiptingu. Nú er eftir ca 1 cm til loka máls. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 74-78-86-96-98-100 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 80-84-94-104-108-112 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið þannig: Prjónið 0-2-2-2-4-1 lykkjur sléttprjón, prjónið A.4 yfir næstu 80-80-90-100-100-110 lykkjur (= 8-8-9-10-10-11 mynstureiningar með 10 lykkjum) og endið með 0-2-2-2-4-1 lykkju sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar ermin mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2-1½-1½-1-1 cm millibili alls 15-16-19-23-24-25 sinnum = 50-52-56-58-60-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 43-42-40-41-39-38 cm frá skiptingu (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú er eftir ca 1 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið 6 umferðir garðaprjón hringinn. Fellið af með sléttum lykkjum – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 44-43-41-42-42-39 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sparrowsongsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.