Nina skrifaði:
Is the knitting tension with 2mm or 3 mm needles?
29.01.2025 - 22:57DROPS Design svaraði:
Dear Nina, if it is not mentioned differently, the gauge is given for the biggest part of the piece (in this case, the body, ),, that is knitted with 3 mm needles. Happy Knitting.
30.01.2025 - 02:14
Francine Lévesque skrifaði:
Merci beaucoup,
12.08.2024 - 17:56
Francine Lévesque skrifaði:
Bonjour je fais la grandeur médium, et j’aimerais savoir après avoir tricoté 57 m pour le dos, glisser 78 m pour manche, monter 6 m, tricoter 114 pour le devant, glisser 78m pour manche, monter 6 m et tricoter 57 m on arrive au centre du dos, ensuite ça dit en commençant le tour sur un des côtés au milieu des 6 m montées tricoter A4, ce que je veux savoir est-ce que je tricote à l’endroit jusqu’à la moitié des 6 m et a partir de là je commence A4 . Merci beaucoup
12.08.2024 - 04:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lévesque, vous pouvez au choix, couper le fil et reprendre au milieu sous une des manches ou bien tricoter à l'endroit jusqu'au milieu sous la 1ère manche et commencer désormais les tours ici. Bon tricot!
12.08.2024 - 08:36
Francine Lévesque skrifaði:
Merci beaucoup de m’avoir répondu, je crois que j’ai compris pourquoi ça ne fonctionnait pas, c’est au rang 27 en commençant par le bas, il y a un jeté entre les 2 mailles env et je ne les avais pas fait je croyais que c’était à l’impression qu’une marque s’était formée entre les deux x, maintenant ça fonctionne bien. Merci encore
05.08.2024 - 16:52
Francine Lévesque skrifaði:
Bonjour je me demande s’il y a une erreur dans le diagramme A2, ça fonctionne jusqu’au rang où il y a 2 mailles env. gl 1maille, tricoter la suivante et passer par dessus, 5 m end, 2 m ens à l’end et 2 m env. Le Rg suivant 3 m env 7 m end 3 m env ça ne fonctionne pas. Merci beaucoup.
04.08.2024 - 23:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lévesque, A.2 devrait être juste, mais je ne suis pas bien sûre de comprendre de quel rang vous parlez, pouvez-vous nous dire quelle taille vous tricotez et quel est le rang du diagramme qui vous pose problème pour que l'on puisse vérifier? Merci pour votre compréhension.
05.08.2024 - 08:06
Marianne Eriksson skrifaði:
Stämmer A2. Från varv 25 jag får det till 7räta maskor.
19.06.2024 - 21:07DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, hvilket størrelse?
25.06.2024 - 12:28
Leroux Michèle skrifaði:
Bonjour, j'aimerais savoir comment faire car tous les modèles que je fais, font des roulottes dans le bas du coups, ce n'est pas joli.?
22.04.2024 - 08:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Leroux, si la bordure du bas de votre pull se retourne/s'enroule, vous pouvez le bloquer ou simplement le laver (suivez attentivement les consignes d'entretien de la laine choisie) en ajoutant des épingles si besoin. Bonne continuation!
22.04.2024 - 09:06
Paule Hourdebaigt skrifaði:
Je reviens vers vous par rapport aux échantillons. Ce pull est fait en laine Nord, 24 m pour 10 cm, 170 mètres de fil.\r\nFlora est également annoncée 24m pour 10cm mais 210 mètres de fil. \r\nJe pense qu\'il y a une incohérence dans le nombre de mailles données pour les échantillons. il en est de même pour Fabel (205 m) avec laquelle je tricote beaucoup de chaussettes. Mon échantillon pour cette laine est de 32 mailles.
03.01.2024 - 20:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Hourdebaigt, en fonction de sa composition, le métrage peut varier d'une laine à l'autre, pour le même poids, toutefois, ce qui compte pour obtenir le résultat final, c'est bien la tension, si vous avez 32 mailles au lieu de 24 pour ce modèle, votre pull sera beaucoup trop petit, il vous faudra donc utiliser des aiguilles plus grosses pour obtenir les 24 mailles demandées ici et ainsi obtenir les mesures finales indiquées dans le schéma. Bon tricot!
04.01.2024 - 08:46
Paule Hourdebaigt skrifaði:
Bonjour. Pour faire ce pull j\'ai acheté la qualité Flora. J\'ai fait comme d\'habitude un échantillon. Pour 24 m j\'obtiens 7,5 centimètres en aiguilles 3 et en aiguilles 3,5 pour 24 m j\'obtiens 8 cm. Je ne comprends cette énorme différence et pourtant je suis une tricoteuse expérimentée. Avez vous déjà eu ce problème? Je ne sais pas quoi faire avec cette laine et suis bien déçue.
03.01.2024 - 20:36
Julia Schwarz skrifaði:
Bei mir rollen sich die Saumabschlüsse (Krausrippen) nach oben. 😔 Wie kann ich das korrigieren? Liebe Grüße
16.12.2023 - 08:45DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Schwarz, ie können den Pullover mit Stecknadeln auf einer geeigneten Unterlage spannen, anfeuchten (z.B. mit einer Sprühflasche für Blumen) und trocknen lassen, danach entfernen Sie die Stecknadeln, dann sollte sich der Rand nicht mehr rollen.
18.12.2023 - 08:17
Sparrow Song#sparrowsongsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, blaðamynstri og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 223-11 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 25) = 4,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan). Byrjið frá réttu og prjónið 16-17-18-20-21-22 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 32-34-36-40-42-44 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 48-51-54-60-63-66 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 64-68-72-80-84-88 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 80-85-90-100-105-110 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 96-102-108-120-126-132 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 110-116-120-124-130-134 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með Nord. Prjónið A.1 hringinn. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 25-29-40-44-44-46 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNIN = 135-145-160-168-174-180 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki hafa upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið A.2 hringinn (= 27-29-32-28-29-30 mynstureiningar með 5-5-5-6-6-6 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 351-377-416-448-464-480 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 15-15-15-17-17-17 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú er A.3 prjónað hringinn – JAFNFRAMT í fyrstu umferð í A.3 eru auknar út 5-7-0-18-22-36 lykkjur jafnt yfir = 356-384-416-466-486-516 lykkjur. Prjónið A.3 þar til berustykkið mælist ca 19-21-23-24-26-28 cm frá prjónamerki við hálsmál – endið eftir heila mynstureiningu á hæðina. Prjónið 1 umferð slétt. Í næstu umferð er prjónað brugðið JAFNFRAMT sem berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið brugðnar lykkjur yfir fyrstu 52-57-61-69-73-79 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið næstu 74-78-86-96-98-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 104-114-122-137-145-158 lykkjur brugðið (= framstykki), setjið næstu 74-78-86-96-98-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið brugðið yfir síðustu 52-57-61-68-72-79 lykkjur (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 220-240-260-290-310-340 lykkjur. Byrjið umferð í hlið – mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið A.4 hringinn (= 22-24-26-29-31-34 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 29 cm frá skiptingu. Nú er eftir ca 1 cm til loka máls. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 74-78-86-96-98-100 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 80-84-94-104-108-112 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið þannig: Prjónið 0-2-2-2-4-1 lykkjur sléttprjón, prjónið A.4 yfir næstu 80-80-90-100-100-110 lykkjur (= 8-8-9-10-10-11 mynstureiningar með 10 lykkjum) og endið með 0-2-2-2-4-1 lykkju sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar ermin mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2-1½-1½-1-1 cm millibili alls 15-16-19-23-24-25 sinnum = 50-52-56-58-60-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 43-42-40-41-39-38 cm frá skiptingu (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú er eftir ca 1 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið 6 umferðir garðaprjón hringinn. Fellið af með sléttum lykkjum – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 44-43-41-42-42-39 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sparrowsongsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.