Kerstin skrifaði:
Hej! Ska sticka oket i storlek 2 år och undrar hur man gör A1 och A3 som i diagrammet är över 12 resp 2 maskor och i beskrivningen 10 resp 1 m,? Vilka m ska man ta bort?
17.05.2021 - 18:51DROPS Design svaraði:
Hej Kerstin. Diagram A.1 i storlek 2 år är 12 maskor, och diagram A.3 är 1 maska och detsamma står i beskrivningen (den tredje storleken från vänster). Mvh DROPS Design
18.05.2021 - 08:09
Anja Van Der Voet skrifaði:
Het telpatroon verspringt bij mij (3/4 jaar) in de 6e toer. Ik begin de naald 1 steek eerder omdat het patroon verspringt met A1. Daarna door met A2 tot aan de linkermouw. Vraag hierover: ik brei in patroon 8 steken en in de volgende naald brei ik de steken recht, dan opeens zijn het er 9?? Dit herhaalt zich in de 7e toer, ik brei 10 steken en in de naald recht moet ik er 11 breien. Na de mouw naar A3, dan brei ik 7 steken in patroon en de volgende naald 6. De mouwen lopen door, ik snap het niet
11.05.2021 - 14:32DROPS Design svaraði:
Dag Anja,
Telpatroon A.1 heeft steeds hetzelfde aantal steken in de breedte en dit zijn voor maat 3/4 jaar 12 steken in de breedte. Bij telpatroon A.2 komen er wel steeds steken bij. Wanneer het patroon begint met 1 steek afhalen (dus het gedeelte van het patroon waar het verspringt in A.1) moet het begin van de naald 1 steek naar achteren verplaatst worden. Op die eerste naald van het verspring, wordt er als het ware ook een steek van A.1 naar A.2 verplaatst. Het gaat erom dat je ervoor zorgt dat het patroon goed boven elkaar komt.
12.05.2021 - 21:13
Mila skrifaði:
Hei, jeg har 86 masker på pinnen og strikker etter mønster A1, A2 og A3 for 2 år når jeg begynner med bærestykke. Ette første runden så har jeg en del masker igjen som det ikke er angitt noe mer hva jeg skal gjøre. Antall masker går ikke opp med oppskriften. Jeg har for mange masker til overs. Jeg har tatt opp flere ganger og prøvd, men ender opp med samme problem. hva gjør jeg galt?
07.05.2021 - 07:15DROPS Design svaraði:
Hei Mila, Det er mulig at du har strikket fra feil diagram for størrelsen din - det er forskjellige diagram for hver størrelse. God fornøyelse!
07.05.2021 - 07:37
Katarzyna skrifaði:
Witam serdecznie Nie mogę znaleźć schematu A. 4 dla trzech oczek. Zaczęłam model 7/8 lat, po przerobieniu wzoru A. 1 - 14 oczek, dalej trzeba przerobić wzór A. 4 - 3 oczkek a ja go nie widzę. Dziękuję serdecznie za odpowiedź.
24.04.2021 - 14:44DROPS Design svaraði:
Witaj Kasiu, schemat A.4 jest na dole, w trzecim rzędzie schematów od dołu. Patrz schemat A.4 dla rozmiarów 5/6 i 7/8 lat. Pozdrawiamy!
26.04.2021 - 08:36
Cynthia Masterman skrifaði:
Do you have the charts in written form?
10.04.2021 - 23:10DROPS Design svaraði:
Dear Cynthia, no, there are no written out instructions for the diagrams, not only because the patterns are available in a number of languages, but also, because we believe that with diagrams, you not only see the nery next step, but also, how stitches and rows relate to each other en large. We do have a lesson on how to follow diagrams HERE, and you can always ask for help (in person, or over the phone) in the store where you bought your DROPS yarn from. Happy Knitting!
11.04.2021 - 03:18
Ilze skrifaði:
Love it! Do you have this pattern for ladies?
23.03.2021 - 20:11DROPS Design svaraði:
Hei Ilze, If you search in the 'search patterns' box at the top of the page, you can find all the women's jumpers we have available. Happy crafting!
24.03.2021 - 08:00
Gosia skrifaði:
W opisie jest ze oczka reglanu maja być dodawane co 2okrążenia i te na tył i przód są uwzględnione we wzorze. Patrzę na wzór na roz. 2-3/4 i w schemacie A2 i A3nie ma narzutów co 2okrążenia przy reglanie.Ponad to wychodzi mi ze linia reglanu z tylu po prawej i z przodu po lewej ma po 1oczko a linia reglanu z przodu po prawej i z tylu po lewej ma po 2oczka.Czy dobrze to rozumiem?Jak rzeczywiście jest z dodawaniem oczek na reglan?Chciałabym tył zrobić tylko z oczek prawych.
14.03.2021 - 22:55DROPS Design svaraði:
Witaj Gosiu, na początku ustalmy rozmiar, wykonujesz rozmiar 2 lata, czy 3/4 lata?
15.03.2021 - 17:47
Sweet Marigold Sweater#sweetmarigoldsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og gatamynstri. Stærð 6 mánaða – 8 ára.
DROPS Baby & Children 38-12 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 12. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 12. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Á framstykki og bakstykki er laksalínu útaukningin inni í mynsturteikningu. Aukið er út í laskalínu á hvorri ermi þannig: Aukið út um 1 lykkju á eftir 1. og 3. prjónamerki og á undan 2. og 4. prjónamerki með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið í næstu umferð. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 3 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 72-76 (82-84-90-94) lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með Baby Merino. Prjónið 8 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-2 (2-0-8-4) lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 78-78 (84-84-98-98) lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan). HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: Næsta umferð er prjónuð þannig: Hálft bakstykki: Prjónið A.1 (= 10-10 (12-12-14-14) lykkjur), A.2 (= 2-2 (1-1-3-3) lykkjur). Hægri ermi: Prjónið 1 lykkju sléttprjón, setjið 1. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 14 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, setjið 2. prjónamerki, 1 lykkja sléttprjón. Framstykki: Prjónið A.3 (= 1-1 (1-1-2-2) lykkjur), A.1 yfir 20-20 (24-24-28-28) lykkjur, A.2 yfir 2-2 (1-1-3-3) lykkjur. Vinstri ermi: Prjónið 1 lykkju sléttprjón, setjið 3. prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 14 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, setjið 4. prjónamerki, 1 lykkja sléttprjón. Hálft bakstykki: Prjónið A.3 yfir 1-1 (1-1-2-2) lykkjur, A.1 (= 10-10 (12-12-14-14) lykkjur) = 86-86 (92-92-102-102) lykkjur (ásamt öllum uppsláttum). Í umferð sem byrjar með að það er lyft 1 lykkja af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónaðar 2 lykkjur slétt saman, lyftu lykkjunni steypt yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman í A.1, færist byrjun á umferð um 1 lykkju til baka, þ.e.a.s. byrjun á umferð byrjar þegar eftir er 1 lykkja frá fyrri umferð. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið næstu umferð slétt. Prjónið síðan byrjun á umferð eins og áður í stykki. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, aukið svona út í annarri hverri umferð alls 14-16 (17-18-19-20) sinnum (meðtalin útaukning í fyrstu umferð eftir kant í hálsmáli). Þegar útaukning fyrir ermar hefur verið gerð til loka, prjónið í sléttprjóni og mynstri eins og áður. Eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu og A.2/A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 208-216 (244-248-276-280) lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 10-10 (12-12-15-15) cm frá kanti í hálsmáli. Prjónið nú mynstur þannig: Hálft bakstykki: Prjónið A.1 yfir 20-20 (24-24-28-28) lykkjur, A.4 yfir 11-11 (13-13-15-15) lykkjur. Hægri ermi: Prjónið 43-47 (49-51-53-55) lykkjur sléttprjón. Framstykki: Prjónið A.5 yfir 10-10 (12-12-14-14) lykkjur, A.1 yfir 40-40 (48-48-56-56) lykkjur (= 4 sinnum á breidd), A.4 yfir 11-11 (13-13-15-15) lykkjur. Vinstri ermi: Prjónið 43-47 (49-51-53-55) lykkjur sléttprjón. Hálft bakstykki: Prjónið A.5 yfir 10-10 (12-12-14-14) lykkjur og A.1 yfir 20-20 (24-24-28-28) lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 12-13 (14-15-16-17) cm frá prjónamerki eftir kant í hálsmáli mitt að aftan. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Haldið áfram með mynstur eins og áður yfir fyrstu 31-31 (37-37-43-43) lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 43-47 (49-51-53-55) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9-9 (11-11-13-13) nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), haldið áfram með mynstur eins og áður yfir næstu 61-61 (73-73-85-85) lykkjur (= framstykki), setjið næstu 43-47 (49-51-53-55) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 9-9 (11-11-13-13) nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), haldið áfram með mynstur eins og áður yfir síðustu 30-30 (36-36-42-42) lykkjur (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 140-140 (168-168-196-196) lykkjur. Prjónið A.1 yfir allar lykkjur (= 14 sinnum á breidd, haldið áfram í réttri umferð í mynsturteikningu). Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 14-15 (17-19-22-25) cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. ERMI: Setjið 43-47 (49-51-53-55) lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 3, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 9-9 (11-11-13-13) lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi = 52-56 (60-62-66-68) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkju undir ermi og byrjið umferð hér. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 1½-1½ (2-3-3-3) cm millibili alls 8-9 (9-8-9-9) sinnum = 36-38 (42-46-48-50) lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 16-19 (22-28-32-33) cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Fellið af með sléttum lykkjum. Ermin mælist ca 17-20 (23-29-33-34) cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetmarigoldsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby & Children 38-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.