Hélène skrifaði:
Bonjour, Y a-t-il un moyen de poster des photos de nos réalisations sur la page des modèle, par exemple celui-ci, afin que les gens puissent voir le résultat fait par un amateur ? Ou faut-il passer par un compte Instagram avec un # ou quelque chose de ce genre (je ne sais pas bien comment instagram marche) ? Merci d'avance !
23.10.2021 - 13:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Helene, Instagram n'est pas necessaire. Vous pouvez partager des photos p.ex. sur Facebook ou Ravelry et nous fournir un lien internet dans notre galerie #dropsfan ICI. Salutations cordiales!
25.10.2021 - 12:47
Irene Kjærsgaard skrifaði:
Hej! Hvordan strikker jeg 3. række i diagram A1? Jeg ved jeg skal strikke 6 masker vrang; men dernæst skal jeg STARTE med at "slippe omslaget ned fra forrige p.". Hvordan det? når omslaget er EFTER de 4 ret-masker. Med venlig hilsen Irene Kjærsgaard
22.06.2021 - 13:54DROPS Design svaraði:
Hei Irene. Se linken du fikk i ditt første spørsmål. mvh DROPS design
28.06.2021 - 11:03
Irene Kjærsgaard skrifaði:
Hej! Hvordan strikker jeg 3. række i diagram A1? Jeg ved jeg skal strikke 6 masker vrang; men dernæst skal jeg STARTE med at "slippe omslaget ned fra forrige p.". Hvordan det? når omslaget er EFTER de 4 ret-masker. Med venlig hilsen Irene Kjærsgaard
21.06.2021 - 22:08DROPS Design svaraði:
Hei Irene. Ta en titt på denne hjelpevideoen: Hvordan strikkes picotkanten og strukturmønstret i DROPS 222-28 mvh DROPS design
28.06.2021 - 11:01
Milena skrifaði:
Beau travail de finition des bordures. La manche bouffante, qui commence plus bas que l'épaule et finit sur l'avant bras, crée une belle originalité à la forme du modèle.
11.01.2021 - 12:55
Spring Impressions#springimpressionssweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með áferðamynstri, ¾-löngum puffermum og tvöföldum picotkanti. Stærð S - XXXL.
DROPS 222-28 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. PICOTKANTUR: UMFERÐ 1: * 2 lykkjur snúnar slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* út umferðina. UMFERÐ 2: Prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerkið). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir brugðið, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur brugðið. ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 52 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim 50 lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-3 (á við um mitt á ermum): Aukið út um 1 lykkju innan við tvo “kaðla” mitt á ermi, þannig að það verða fleiri og fleiri brugðnar lykkjur á milli þessa tveggja kaðla. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur brugðið. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handveg. Lykkjur eru felldar af fyrir handveg, síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna, hvort fyrir sig til loka máls. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna upp að handveg, síðan er handvegurinn prjónaður fram og til baka á hringprjóna til loka máls. Stykkið er saumað saman eins og útskýrt er í uppskrift. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 148-160-176-192-212-232 lykkjur á hringprjón 4 með Air. Prjónið sléttprjón hringinn í 5 cm. Prjónið PICOTKANTUR – sjá útskýringu að ofan. Prjónið sléttprjón hringinn í 5 cm. Stykkið er síðan mælt frá picotkanti (stykkið er brotið upp síðar við picotkant). Skiptið yfir á hringprjóna 5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 74-80-88-96-106-116 lykkjur (= í hliðum á fram- og bakstykki). Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið fyrstu umferð þannig: * 5-3-7-11-11-11 lykkjur brugðið, prjónið A.1 yfir næstu 60-70-70-70-80-90 lykkjur (= 6-7-7-7-8-9 mynstureiningar með 10 lykkjum), prjónið A.2 (= 4 lykkjur), prjónið 5-3-7-11-11-11 lykkjur brugðið, prjónamerki *, prjónið *-* einu sinni til viðbótar. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 6 cm frá picotkanti, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-1 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6-6-6-7-7-7 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 160-172-188-204-224-244 lykkjur. Þegar stykkið mælist 23-24-25-26-27-28 cm frá picotkanti, fellið af fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. Stillið af að næsta umferð sé 1. eða 3. umferð í A.1/A.2 og prjónið þannig: Byrjið 2-2-3-5-5-6 lykkjur á undan prjónamerki í byrjun á umferð, fellið af 4-4-6-10-10-12 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður þar til eftir eru 2-2-3-5-5-6 lykkjur á undan næsta prjónamerki, fellið af 4-4-6-10-10-12 lykkjur fyrir handveg og prjónið eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru. Bakstykkið og framstykkið er nú prjónað hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 76-82-88-92-102-110 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið. ATH: Athugið vel að í 2. umferð í A.1/A.2 er gerður uppsláttur um prjóninn einnig frá röngu. Þegar stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm frá picotkanti, setjið lykkjur á þráð í hvorri hlið fyrir aflíðandi öxl, en til að sleppa við að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn: Setjið 7-8-8-8-10-12 lykkjur á þráð 1 sinni í hvorri hlið og síðan 6-7-8-9-10-11 lykkjur af þræði 2 sinnum í hvorri hlið. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 45-47-49-51-53-55 cm frá picotkanti, fellið af miðju 34-34-36-36-38-38 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram að setja axlalykkjur á þráð eins og áður og fellið af 2 lykkjur í næstu umferð frá hálsmáli. Þegar allar lykkjur hafa verið felldar af fyrir hálsmáli og settar á þráð fyrir aflíðandi öxl, mælist stykkið ca 47-49-51-53-55-57 cm frá öxl og niður (mælt frá lengst inn við hálsmál og niður). Prjónið hina öxlina til loka á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 76-82-88-92-102-110 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 42-44-45-47-48-50 cm frá picotkanti, setjið miðju 20-20-22-22-24-24 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið áfram eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 5 lykkjur 1 sinni og 4 lykkjur 1 sinni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm frá picotkanti, setjið lykkjur á þráð fyrir aflíðandi öxl alveg eins og á bakstykki: Setjið 7-8-8-8-10-12 lykkjur á þráð 1 sinni og síðan 6-7-8-9-10-11 lykkjur á þráð 2 sinnum. Þegar allar lykkjur hafa verið felldar af fyrir hálsmáli og settar á þráð fyrir aflíðandi öxl, mælist stykkið ca 47-49-51-53-55-57 cm frá öxl og niður (mælt frá lengst inn við hálsmál og niður). Prjónið hina öxlina til loka á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 50-52-54-56-60-62 lykkjur á sokkaprjóna 4 með Air. Prjónið sléttprjón hringinn í 5 cm. Prjónið picotkant og síðan sléttprjón hringinn í 5 cm. Stykkið er síðan mælt frá picotkanti (stykkið er síðar brotið upp við picotkant). Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 10-10-14-14-18-22 lykkjur jafnt yfir -sjá ÚTAUKNING-2 = 60-62-68-70-78-84 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5 og prjónið fyrstu umferð þannig: 23-24-27-28-32-35 lykkjur brugðið, prjónið A.1 (= 10 lykkjur), prjónið A.2 (= 4 lykkjur) og endið með 23-24-27-28-32-35 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í næstu umferð byrjar útaukning fyrir puffermum. Aukið út um 1 lykkju innan við 2 kaðlana með því að auka út um 1 lykkju á eftir kaðli í A.1 og á undan kaðli í A.2 – sjá ÚTAUKNING-3 (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 24-24-23-23-20-18 sinnum á hæðina = 108-110-114-116-118-120 lykkjur. Þegar ermin mælist 33-32-30-29-27-24 cm frá picotkanti, setjið 1 nýtt prjónamerki mitt undir ermi. Þetta prjónamerki merkir hvar sauma á ermina við handveg. Síðan er ermakúpan prjónuð fram og til baka á hringprjóna. Prjónið 0-0-0-1-1-2 cm sléttprjón frá prjónamerki sem var sett í. Fellið síðan af 9-10-13-10-11-13 lykkjur í byrjun á hverri umferð alls 1-1-1-2-2-2 sinnum í hvorri hlið = 90-90-88-76-74-68 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjurnar prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 45-45-44-38-37-34 lykkjur eftir. Fellið af með brugðnum lykkjum frá röngu. Ermin mælist ca 34-33-32-32-30-28 cm ofan frá og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Setjið til baka 19-22-24-26-30-34 lykkjur af þræði frá annarri öxlinni á hringprjóna 5. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, en til að koma í veg fyrir göt í skiptingunum þar sem lykkjurnar voru settar á þráð, setjið þráðinn á milli 2 lykkja upp á vinstri prjón og prjónið snúið slétt saman með næstu lykkju á vinstra prjóni. Fellið síðan af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! Endurtakið á hinum 3 öxlunum. Saumið axlasaumana innan við affellingarkantinn. Saumið ermakúpuna við handveg á framstykki og bakstykki – sjá teikningu. Saumið botninn á handveg – prjónamerkin sem voru sett í ermar eiga að passa við hliðar á fram- og bakstykki. Brjótið uppá kant fyrir fald neðst á fram- og bakstykki og ermar saman tvöfalt að röngu meðfram picotkanti og saumið niður faldinn, en til að koma í veg fyrir að kanturinn verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu við aðra öxlina og prjónið upp ca 82 til 96 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á stuttan hringprjón 4 með Air. Prjónið 5 cm sléttprjón. Prjónið picotkant og prjónið síðan 5 cm sléttprjón. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 5 og fellið af með sléttum lykkjum. Brjótið uppá kant fyrir fald tvöfalt að röngu meðfram picotkanti og saumið niður faldinn – passið uppá að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #springimpressionssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 222-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.