Elisabeth skrifaði:
J\'ai commandé la laine pour tricoter ce modèle chez LUCE en FRANCE, impossible d\'obtenir une réponse sur vos dðlais de livraison à cette boutique. Et je ne suis pas la seule à me plaindre, c\'est une très mauvaise enseigne, je le vois dans les commentaires des clientes.
18.08.2023 - 14:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Elisabeth, peut-être pourriez-vous nous donner votre numéro de commande? Ainsi nous pourrons le communiquer à Luce Laine Tricot qui pourra alors vous retrouver plus facilement et vous répondre dans les plus brefs délais. Merci.
21.08.2023 - 08:35
Ann Hoodless skrifaði:
Hi I loved the cardigan pattern but it knit up a bit small in the body, I did check my tension
20.08.2022 - 17:57
Birgit Eklund Pedersen skrifaði:
Jeg har strikket denne dejlige bluse (221-20) og kunne godt tænke mig at strikke den udelukkende med drops Air. Kan det lade sig gøre? Vh Birgit
01.01.2022 - 14:18DROPS Design svaraði:
Hej Birgit. Ja du kan sticka den i kun DROPS Air men då må du bruke dubbel tråd, annars stämmer inte stickfastheten. Mvh DROPS Design
03.01.2022 - 13:47
Birgit Eklund Pedersen skrifaði:
Hej. Jeg forstår ikke at ærmelængden er kortere jo større størrelse??
18.11.2021 - 18:28DROPS Design svaraði:
Hej Birgit. Den totale bredde fra (håndled til håndled) vil være længere i de større størrelser, også selvom selve ærmet er kortere. De større størrelser har længere ærmekuppel samt bredere skuldervidde. Dette resulterer i en god pasform i alle størrelser. Mvh DROPS Design
19.11.2021 - 09:35
Daisie skrifaði:
Please photograph the model standing up. It better showcases the garment. Thank you!
09.08.2021 - 03:29
Chantal Dionne skrifaði:
C’est au sujet de vos patrons. Lorsque j’essaye de les imprimer, soit les photos se séparent en deux sur deux pages ou encore, soit la première page commence à s’imprimer au bas ce qui fait que toute l’impression est décalée et que les mesures du croquis sont divisées sur 2 pages. Je n’ai jamais eu de difficultés auparavant. J’utilise une imprimante couleur HP Photosmart Cr4345 et elle va à merveille.. Merci
02.03.2021 - 05:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Dionne, désolée pour la réponse tardive, avez-vous réussi depuis? La plupart du temps, les problèmes d'impression viennent de paramètres utilisés lors de la précédente impression, pensez à bien vérifier vos paramètres. Bon tricot!
20.05.2021 - 08:47
Caroline Lalanne skrifaði:
Jag får inte riktigt till det att öka jämtfördelat redan vid första pilen. I L är det 68 m och A1 är 4m= 17 "rapporter". Om jag ska öka med 32m vid pilen då går det inte att dela på mina 17 rapporter (17/32=1.8m). Hur ska jag göra? Mest jämt antal som maskökning jag får för mina rapporter är 34m. Eller är det något jag missat?
13.02.2021 - 09:33DROPS Design svaraði:
Hej Caroline, jo men du har 68 m, skal øka 32 jämt fördelat, så har du 100 m och nu har du 25 rapporter. På samme måde öker antal rapporter for hver gang du har økt ved en pil. :)
23.02.2021 - 15:09
Inke Jörgensen skrifaði:
Leichte Brise - sehr schön!!!
04.02.2021 - 21:06
Patricia skrifaði:
Douceur d hiver
17.01.2021 - 17:11
Lilla Seh-Taylor skrifaði:
September Breeze
15.01.2021 - 07:58
Way to Happiness#waytohappinesssweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Brushed Alpaca Silk eða DROPS Wish. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, gatamynstri, garðaprjóni og ¾-löngum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 221-20 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 50 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 50-52-54-58-60-62 lykkjur á hringprjón 7 með 1 þræði Air og 1 þræði Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir) eða 1 þræði Wish. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-12-14-14-16-18 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 60-64-68-72-76-80 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á hringprjón 8. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt að aftan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið nú mynstur þannig: Prjónið A.1 hringinn í umferð – veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstrið hringinn og aukið jafnt út í umferð með ör þannig – munið eftir ÚTAUKNING: ÖR-1: Aukið út 24-28-32-32-28-32 lykkjur jafnt yfir = 84-92-100-104-104-112 lykkjur. ÖR-2: Aukið út 24-28-32-28-28-32 lykkjur jafnt yfir = 108-120-132-132-132-144 lykkjur. ÖR-3: Aukið út 24-28-32-24-28-32 lykkjur jafnt yfir = 132-148-164-156-160-176 lykkjur. ÖR-4: Aukið út 24-24-24-20-28-28 lykkjur jafnt yfir = 156-172-188-176-188-204 lykkjur. Nú er útaukningu í stærð S, M og L lokið. Í stærð XL, XXL og XXXL er aukið út einu sinni til viðbótar. ÖR-5: Aukið út 26-30-30 lykkjur jafnt yfir = 202-218-234 lykkjur. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, mælist stykkið ca 21-21-21-26-26-26 cm frá prjónamerki. Prjónið í sléttprjóni þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 23-26-28-31-33-36 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 31-34-38-40-43-45 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 47-52-56-61-66-72 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 31-34-38-40-43-45 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 24-26-28-30-33-36 lykkjurnar (= hálft bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 106-116-124-138-148-160 lykkjur. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 24 cm frá skiptingu, aukið út 14-16-16-22-24-28 lykkjur jafnt yfir = 120-132-140-160-172-188 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið nú stroff (= 1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið) hringinn í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 31-34-38-40-43-45 lykkjur frá þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 8 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 37-40-44-48-51-53 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 3-3-3-4-4-4 nýjar lykkjur í hvorri hlið á stykki). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 0-13-4-2-1½-1 cm millibili alls 1-2-4-5-6-7 sinnum = 35-36-36-38-39-39 lykkjur. Þegar ermin mælist 26-24-23-22-20-18 cm frá skiptingu – eða að óskaðri lengd (nú eru eftir ca 5 cm að loka máli), auki út 5-6-6-6-5-5 lykkjur jafnt yfir = 40-42-42-44-44-44 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #waytohappinesssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 221-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.