Alice skrifaði:
Is it okay to knit this in the round?
06.08.2021 - 22:46DROPS Design svaraði:
Dear Alice, the problem is that, since the number of stitches for the front are back are different and the front is worked with cables, it's easier to work them separately. You could work in the round up to the armhole. Happy knitting!
07.08.2021 - 10:55
Alice skrifaði:
Is there a reason this sweater is not knit in the round, rather than knitting the front and back separately and then sewing the pieces together? Different gauge with the cables?
06.08.2021 - 17:24DROPS Design svaraði:
Dear Alice, please see answer above.
07.08.2021 - 10:55
Lizie Gardiner skrifaði:
Kan det være rigtig at man begynder med diagrammet allerede i ribkanten foran?
21.05.2021 - 10:42
Irene Møller skrifaði:
Hej Jeg vil gerne hvis det er muligt bruge Drops Alpaca, 100 % Alpaca, til trøjen. Da jeg ikke er så øvet en strikker har jeg brug for hjælp til hvordan jeg griber det an, hvor meget garn jeg skal bruge, og hvilken str. pinde. \r\n\r\nHåber i kan hjælpe. På forhånd tak\r\nVenlig hilsen \r\nIrene Møller
05.05.2021 - 14:08DROPS Design svaraði:
Hej Irene, Ja, se måleskitsen nederst i opskriften, vælg størrelse som passer dig. Klik på "brug vores garn-omregner her" - vælg DROPS Alaska. Vælg antal gram i den størrelse du skal strikke. Vælg 1 tråd, så får du et alternativ op til 2 tråde Alpaca. God fornøjelse!
05.05.2021 - 15:32
Ira Stiller skrifaði:
Onko etukappaleen ohjeessa jokin virhe kun ensin pyydetään luomaan (XXL koko) 114 silmukkaa sitten joustinneuleen jälkeen vähennetään silmukoita ja yhtäkkiä ilmoitetaan että silmukoita pitäisi olla 126? Samoin tarkistan: onko todella tarkoitus että palmikot aloitetaan jo joustinneuleen alussa? Kiitos jo etukäteen vastauksista Yst.terv. Ira S.
27.02.2021 - 23:35DROPS Design svaraði:
Hei, joustinneule neulotaan piirrosten mukaisesti siten, että kerroksia 1.-4. toistetaan, eli joustinneuleessa ei tehdä palmikonkiertoja. Joustinneuleen jälkeen tehdään kavennuksia mutta myös lisäyksiä (piirrosten mukaisesti), jolloin silmukoita tulee 124.
16.03.2021 - 18:39
Anne Van De Weijer skrifaði:
Bij breipatroon: ne - 328 op bl.3 van 8 bij Tip voor het meerderen: Als ik iedere andere nld. voor de raglan 2 st. meerder krijg ik te veel steken ! Betekent iedere andere nld. OM DE ANDERE NLD ? Dat klopt ook beter bij de meerderingen in het patroon in het voorpand !Daar is de meerdering niet in iedere nld, maar om de andere nld. Ik hoop een verduidelijking te krijgen .
13.02.2021 - 12:49DROPS Design svaraði:
Dag Anne,
Ja dat klopt; met iedere andere naald wordt om de naald bedoeld, dus de ene naald wel en de andere naald niet.
15.02.2021 - 10:56
Rikke Scheibel skrifaði:
Lille fejl i opskrift: I skriver på ærme, at man skal slå masker op i Nepal....resten af sweater er i Alaska;-)
27.01.2021 - 13:45
Klaudia skrifaði:
Hallo, kann es sein, dass in den Diagrammen A6, A7 und A8 jeweils 2 Reihen glatt rechts vor einer neuen Zopfkreuzung nicht gezeichnet, also vergessen wurden? Auf dem Foto mit der Nahaufnahme sieht es so aus, man kann auch nachzählen, und auch bei meinem Vorderteil habe ich wesentlich mehr Rapporte in der Höhe als auf dem Foto mit dem ganzen Pullover, obwohl die Maschenprobe stimmt. Die Zöpfe sehen tatsächlich gedrungener/kürzer aus. Danke.
19.01.2021 - 22:59
Matteo skrifaði:
Buonasera. quanti grammi di filato indicativamente servirebbero per fare questo maglione taglia L?
09.01.2021 - 19:04DROPS Design svaraði:
Buongiorno Matteo, per una taglia L servono 950 g di Alaska. Buon lavoro!
10.01.2021 - 12:58
Maria Hastings-Clough skrifaði:
What does the triangle mean in row 5 of A1, A2, A4, A5 ?
08.01.2021 - 16:47DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Hastings-Clough, on this row you will work a small cable increasing 2 stitches - see 3rd and 6th symbol under diagram key. Happy knitting!
11.01.2021 - 06:50
Fisher’s Moon#fishersmoonsweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra með köðlum úr DROPS Alaska. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-9 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8. ÚTAUKNING (á við um ermi): Sláið 1 sinni uppá prjóninn í hvorri hlið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúin svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum sem saumuð eru saman í lokin. Bakstykkið er prjónað í sléttprjóni og framstykkið með köðlum og sléttprjóni. Ermar eru prjónaðar fram og til baka. Kraginn er prjónaður í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 84-88-96-104-112-124 lykkjur á hringprjón 5 með Alaska. Prjónið stroff fram og til baka – fyrsta umferð er frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur brugðið og 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið stroff þar til stykkið mælist 5 cm. Skiptið yfir á hringprjóna 5,5. Prjónið sléttprjón með 1 lykkju garðaprjón í hvorri hlið. Í fyrstu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður út til 82-88-94-102-110-122 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 44-45-46-47-48-49 cm, fellið af fyrir handveg í hvorri hlið. Fellið af í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið: Fellið af 4 lykkjur 0-1-1-1-1-1 sinni, 3 lykkjur 1-0-0-0-0-0 sinnum, 2 lykkjur 0-0-0-1-2-3 sinnum og 1 lykkja 0-1-2-3-3-5 sinnum = 76-78-82-84-88-92 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-74 cm, fellið af 30-30-32-32-34-34 miðju lykkjur fyrir hálsmáli. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 22-23-24-25-26-28 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm – fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 82-90-98-106-114-122 lykkjur á hringprjón 5 með Alaska. Prjónið stroff fram og til baka – fyrsta umferð er frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 16-20-24-28-32-36 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.1 (= 6 lykkjur), A.1, A.3 (= 8 lykkjur), A.4 (= 6 lykkjur), A.5 (= 6 lykkjur), A.4, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 16-20-24-28-32-36 lykkjur, endið með 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff (endurtakið fyrstu 4 umferðir í A.1 til A.5) þar til stykkið mælist 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, sléttprjón yfir fyrstu 16-20-24-28-32-36 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 0-1-2-2-2-0 lykkjur jafnt yfir, 2 lykkjur brugðið, A.1x, A.2x. A.1x, A.3x, A.4x, A.5x, A.4x, 2 lykkjur brugðið, sléttprjón yfir næstu 16-20-24-28-32-36 lykkjur, JAFNFRAMT er fækkað um 0-1-2-2-2-0 lykkjur jafnt yfir, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Nú eru 96-102-108-116-124-136 lykkjur í umferð. Þegar A.1x til A.5x hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 16-19-22-26-30-36 lykkjur sléttprjón, 2 lykkjur brugðið, A.6, A.6, A.6, A.7, A.8, A.8, A.8, 2 lykkjur brugðið, 16-19-22-26-30-36 lykkjur sléttprjón, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 44-45-46-47-48-49 cm, fellið af fyrir handveg í hvorri hlið eins og á bakstykki = 90-92-96-98-102-106 lykkjur. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið fyrstu 30-31-33-34-36-38 lykkjur eins og áður, prjónið næstu 30 lykkjur – jafnframt er fækkað um 2 lykkjur jafnt yfir hvern kaðal (= fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal í A.6, 4 lykkjur yfir kaðla í A.7 og 2 lykkjur yfir kaðal í A.8, alls 8 lykkjur færri), setjið síðan þessar lykkjur á þráð fyrir hálsmáli (= 22 lykkjur á þræði), prjónið þær 30-31-33-34-36-38 lykkjur sem eftir eru eins og áður. Prjónið nú hvora öxl fyrir sig. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1-1-1-1-2-2 sinnum og 1 lykkju 2-2-3-3-2-2 sinnum – ATH! Þegar prjónað er yfir kaðla í A.6/A.8 er jafnframt fækkað um 2 lykkjur yfir hvern kaðal = 24-25-26-27-28-30 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 65-67-69-71-73-75 cm – fækkið um 2 lykkjur yfir hvern kaðal í síðustu einingu af A.6/A.8 = 22-23-24-25-26-28 lykkjur á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 42-46-46-50-50-50 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 5 með Alaska. Prjónið stroff fram og til baka þannig – fyrsta umferð er frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið stroff þar til stykkið mælist 7 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og fækkið um 0-2-0-4-2-0 lykkjur jafnt yfir = 42-44-46-46-48-50 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 8-8-8-8-8-10 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3½-3-2½-2½-2 cm millibili alls 12-12-13-15-15-16 sinnum = 66-68-72-76-78-82 lykkjur. Þegar stykkið mælist 51-50-49-48-47-46 cm, fellið af 4 lykkjur í hvorri hlið. Fellið af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 2-2-3-3-4-4 sinnum, 1 lykkja 0-1-0-1-0-1 sinni. Fellið síðan af 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 56 cm í öllum stærðum, fellið af 3 lykkjur í hvorri hlið, fellið síðan af þær lykkjur sem eftir eru. Ermin mælist 57 cm í öllum stærðum. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori innan við affellingarkantinn. Saumið ermakúpuna. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju garðaprjón. KRAGI: Kraginn er prjónaður í hring. Notið hringprjón 5 og byrjið frá réttu við annan axlasauminn. Prjónið upp 72 til 84 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði að framan og deilanlegt með 4). Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Prjónið stroff með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið í 9 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið stroffið niður efst í kraga innan á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist uppábrot. Til að koma í veg fyrir að kraginn verði stífur og sveigist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fishersmoonsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.