Pascale Ollagnier skrifaði:
Bonjour, je suis désolée je ne comprends pas à quel moment on fait le point fantaisie et sur combien de rangs. Merci de votre aide
19.02.2021 - 17:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Ollagnier, vous devez tricoter les 4 rangs de A.1 et A.2 uniquement quand indiqué, autrement dit, pour les augmentations -1 et 2 vous tricotez A.1 (une seule fois en hauteur) et pour les augmentations-2, vous tricotez A.2 (une seule fois en hauteur) - ceci en taille S et M ; en L à XXXL vous ne tricotez que A.1 à chaque fois quand indiqué. Bon tricot!
22.02.2021 - 07:15
Aase Tangager skrifaði:
Jeg strikker denne smukke trøje i str xl. Jeg er ved at dele arbejdet til ærmegab og har 274 m på pinden, som der også står i opskriften. Ifølge denne, skal jeg dele med 38 til forstykkerne 44 til ærmerne og 66 til ryg, med det bliver kun 230 m,- altså har jeg 44 m for meget HJÆLP
22.01.2021 - 19:44DROPS Design svaraði:
Hej Åse, nu er du på alle størrelser igen, så i XL skal du dele således: 44 forstykke, 54 til ærme, 8 nye masker, 78 bagstykke, 54 til ærme, 8 nye masker, 44 forstykke = 274 masker :)
28.01.2021 - 08:15
Sanne skrifaði:
Jeg strikker str. L og inden opdeling har jeg 258 masker, men der står jeg skal dele op således, forstykke 35 m, ærmer 42 m, ryg 60 m, ærme 42 m, forstykke 35 m, det kan jeg ikke få til at passe med 258 m ?
18.01.2021 - 20:00DROPS Design svaraði:
Hej Sanne, I str L strikker du forstykke 41m, 52 på tråd, 6 nye, 72m, 52 på tråd, 6 nye, 41m. God fornøjelse!
20.01.2021 - 16:35
De Loof Michèle skrifaði:
Wat moet ik doen met de voorgeschreven wol Kid silk die mee gebreid moet worden met de Alpaca bouclé? Waarom is hiervan slechts 100 gr nodig, terwijl van de Alpaca bouclé 250 gr nodig is? Gebruik ik, vanaf de hals en de ronde pas, die Kid silk tot de wol opgebruikt is? Hartelijk dank voor uw antwoord! Michèle De Loof
07.12.2020 - 11:04DROPS Design svaraði:
Dag Michèle,
Het is de bedoeling om het hele werkstuk met 1 draad van elke kwaliteit te breien, dus 1 draad Alpaca Bouclé en 1 draad Kid-Silk. Dit garen is veel dunnere dan de bouclé waardoor je voldoende zou moeten hebben om het hele werk met 1 draad van elke kwaliteit te breien.
11.12.2020 - 14:12
Maria skrifaði:
Vorrei sapere dove trovo le spiegazioni dei vostri modelli se c'è da pagare un abbonamento grazie
11.11.2020 - 01:04DROPS Design svaraði:
Buongiorno Maria, non c'è nessun abbonamento da pagare, i nostri modelli sono sul sito e sono completamente gratuiti. Buon lavoro!
13.11.2020 - 13:43
Casual Indulgence Jacket#casualindulgencejacket |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 218-29 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 4-4-4-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 8 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 76-80-84-88-92-96 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 5 með 1 þræði Alpaca Bouclé og 1 þræði Kid-Silk. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: 5 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= kantur að framan), stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 8 cm. Setjið 1 prjónamerki eftir kant að framan í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 6. Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og garðaprjóni í hvorri hlið eins og áður, í fyrstu umferð er fækkað um 2 lykkjur = 74-78-82-86-90-94 lykkjur. Þegar stykkið mælist 1 cm – stillið af að næsta umferð sé frá réttu – prjónið mynstur og aukið út þannig: STÆRÐ S-M: FYRSTA ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 16-17 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 32-34 lykkjur = 106-112 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 0-2 lykkjur jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat) = 106-114 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 8½-9½ cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ÖNNUR ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 24-26 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 48-52 lykkjur = 154-166 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er lykkjufjöldinn jafnaður út til 155-165 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 15-17 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ÞRIÐJA ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.2 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 29-31 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.2 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 58-62 lykkjur = 213-227 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 1-3 lykkjur jafnt yfir = 214-230 lykkjur. STÆRÐ L-XL-XXL-XXXL FYRSTA ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 18-19-20-21 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 36-38-40-42 lykkjur = 118-124-130-136 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 0-2-0-2 lykkjur jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn (í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat) = 118-126-130-138 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 10-11-12-13 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ÖNNUR ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 27-29-30-32 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 54-58-60-64 lykkjur = 172-184-190-202 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 2-2-0-0 lykkjur jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn = 174-186-190-202 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með sléttprjóni og garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 18-20-22-24 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ÞRIÐJA ÚTAUKNING: 5 lykkjur garðaprjón, A.1 þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (= 41-44-45-48 mynstureiningar á breidd), endið með 5 lykkjur garðaprjón. Þegar umferð 3 í A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina, hafa verið auknar út 82-88-90-96 lykkjur = 256-274-280-298 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 2-0-18-24 lykkjur jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn = 258-274-298-322 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og kantlykkjur að framan eins og áður þar til stykkið mælist 17-19-20-22-24-26 cm frá prjónamerki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá röngu: Prjónið fyrstu 35-38-41-44-48-53 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 42-44-52-54-58-60 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 60-66-72-78-86-96 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 42-44-52-54-58-60 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið þær 35-38-41-44-48-53 lykkjur sem eftir eru (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 142-154-166-182-198-218 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og garðaprjón þar til stykkið mælist 21-21-22-22-22-22 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 2-2-2-2 lykkjur jafnt yfir = 144-156-168-184-200-220 lykkjur. Prjónið síðan þannig – frá réttu: 5 lykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. ATH! SJÁ AFFELLING – það er mikilvægt að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Peysan mælist alls 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. ERMI: Setjið 42-44-52-54-58-60 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna / stuttan hringprjón 6 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 48-50-58-62-66-68 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 6½-6½-3½-3-2½-2 cm millibili alls 5-5-9-10-11-12 sinnum = 38-40-40-42-44-44 lykkjur. Prjónið með sléttprjóni þar til ermin mælist 36-34-34-33-32-30 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 2-0-0-2-0-0 lykkjur = 40-40-40-44-44-44 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. ATH! SJÁ AFFELLING. Ermin mælist ca 40-38-38-37-36-34 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #casualindulgencejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.