Anne Marie skrifaði:
J ai réalisé le modèle Leaf Diversion en taille L-XL les explications indiqué 3 pelotes de DROPS NORD et 2 pelotes de DROPS KID-SILK pour le pull uniquement et je n en ai pas eu assez il faut 3 pelotes de chaque Sinon modele bien expliqué
19.10.2024 - 22:43
Cristina skrifaði:
Si ho lavorato il campione risultano 70 cm di giro collo
01.02.2024 - 12:23DROPS Design svaraði:
Buongiorno Cristina, al momento non ci sono correzioni sul numero di maglie del collo. Come può vedere dalla foto non è un modello a collo stretto. Buon lavoro!
03.02.2024 - 10:22
Cristina skrifaði:
Buongiorno, ho messo 136 maglie per il collo ma mi resta grandissimo\r\ngrazie
31.01.2024 - 10:35DROPS Design svaraði:
Buonasera Cristina, ha lavorato il campione prima di iniziare? Buon lavoro!
31.01.2024 - 18:54
Eija Niemi skrifaði:
Hei! Onko todella niin, että lisäykset kuuluu tehdä ennen 1. ja 3. merkkiä. Olen nyt tehnyt ensimmäiset 8 lisäystä ja minusta alkaa näyttää siltä, että lisäykset kuuluisi tehdä 1. ja 3. merkin jälkeen. Ja tietenkin vastaavasti ennen 2. ja 4. merkkiä. Tällä tavalla lisättyjen 8n silmukan joustinosuus tulee A2-osuuden jatkoksi. Terveisin Eija N.
06.10.2023 - 10:04DROPS Design svaraði:
Hei, tarkistin ohjeen ja lisäykset pitää tehdä ennen 1. ja 3. merkkiä sekä 2. ja 4. merkin jälkeen.
18.10.2023 - 17:03
Li skrifaði:
När man ska öka FÖRE första markören. Betyder det att man ska göra ökningen i slutet på första varvet då? Dvs sista maskan på varvet.
06.02.2022 - 19:17DROPS Design svaraði:
Hej Li, ja det stemmer, du øger kun på ryg og forstykket (ikke på skuldrerne) før 1.mærketråd sidst på varvet :)
09.02.2022 - 09:57
Emma skrifaði:
”…sedan stickas de ökade maskorna från de nästa 8 varven i mönster så här: 2 avigmaskor, 2 rätmaskor, 2 avigmaskor, 2 rätmaskor.” Ska detta ske lika för varje ökning oavsett om det är vid höger eller vänster arm? Eller ska det göras spegelvänt för ena sidan?
17.01.2022 - 22:17DROPS Design svaraði:
Hei Emma. Det blir like for hver økning. Om du ser på et nærbilde, ser du økning 11 og 12 er vrang masker, både på høyre og venstre siden. Samme med 13. og 14. økning (rett masker), 15. og 16. økning (vrang masker) og 17. og 18. økning (rett masker). mvh DROPS Design
18.01.2022 - 13:35
Jag skrifaði:
Jag förstår inte detta: Öka så på varje varv totalt 18-20-22 gånger. De ökade maskorna från de första 10-12-14 varven stickas i slätstickning, sedan stickas de ökade maskorna från de nästa 8 varven i mönster så här: 2 avigmaskor, 2 rätmaskor, 2 avigmaskor, 2 rätmaskor. Är det efter att alla 18-20-22 ökningarna är gjorda som man stickar slätstickning över första maskorna och sen mönster, eller är det för varje varv och ny maska under tiden man ökar som det gäller?
12.01.2022 - 22:33
Ida skrifaði:
Vad menas med ”När A.1 är färdigstickat på höjden, stickas A.2 över A.1 och resår som förut över de 26-30-34 maskorna på varje axel.” Specifikt att A2 stickas över A1, betyder det att man går över från att sticka A1 till att sticka A2?
12.01.2022 - 22:14DROPS Design svaraði:
Hej Ida. Ja det stämmer. Mvh DROPS Design
14.01.2022 - 14:21
Caroline skrifaði:
Could you please clarify how the last 8 rounds of increased stitches of the saddle shoulder increase should be worked? Should the M1 increase in each round be purled or should the M1 increase be knit and the pattern (p2, k2, p2, k2) start on the next stitch?
28.12.2021 - 22:26DROPS Design svaraði:
Dear Caroline, the next 8 increases should be worked in pattern: P2, K2, P2, K2. This means the first and the second (= and the 5th + 6th) of these 8 increases will be purled, the 3rd and the 4th (and the 7th + 8th) will be knitted. Happy knitting!
03.01.2022 - 09:31
Mina Vaghei skrifaði:
Har dere en video om denne? Særlig halsen, jeg har vanskelighet med å forstå. Er det strikket opp fra jalsen og nedover eller omvendt
10.11.2021 - 01:19DROPS Design svaraði:
Hej Mina. Du börjar längst upp på halsen och stickar nedover. Vi har dessvärre inte en video på just detta mönster, men vi har en på hur du ökar till sadelskulder efter halsen. Mvh DROPS Design
10.11.2021 - 08:46
Leaf Diversion#leafdiversionset |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónað vesti og eyrnaband úr DROPS Nord og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með útaukningu fyrir axlarsæti og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 218-23 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Vesti: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Eyrnaband: Sjá mynsturteikningu A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um útaukningu fyrir axlarsæti): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 10 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 2,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir aðra hverja og 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður og prjónað er í hring þar til útaukning fyrir öxl er lokið. Prjónið síðan fram- og bakstykki fram og til baka hvort fyrir sig. VESTI: Fitjið upp 128-136-144 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði Nord og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroffprjón (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 13 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið nú þannig: Setjið 1. prjónamerki í byrjun á umferð (= á undan 2 lykkjum slétt), prjónið stroffprjón eins og áður yfir fyrstu 26-30-34 lykkjurnar, setjið 2. prjónamerki hér, prjónið A.1 yfir næstu 38-38-38 lykkjur (= 2 lykkjur færri), setjið 3. prjónamerki hér, prjónið stroffprjón eins og áður yfir næstu 26-30-34 lykkjur, setjið 4. prjónamerki hér, prjónið A.1 yfir síðustu 38-38-38 lykkjur (= 2 lykkjur færri) = 124-132-140 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Prjónið nú síðustu umferð í A.1 og prjónið stroffprjón eins og áður yfir 26-30-34 lykkjur á hvorri öxl. JAFNFRAMT í fyrstu umferð eru auknar út 4 lykkjur í umferð: Aukið er út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-1. Nú eru einungis aukið út á bakstykki og framstykki og fjöldi lykkja á öxl verður sá sami. Aukið svona út í hverri umferð alls18-20-22 sinnum. Útauknar lykkjur frá fyrstu 10-12-14 umferðum eru prjónaðar í sléttprjóni, síðan eru útauknar lykkjur prjónaðar frá næstu 8 umferðum í mynstri þannig: 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 yfir A.1 og stroffprjón eins og áður yfir 26-30-34 lykkjurnar á hvorri öxl. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar eru 196-212-228 lykkjur í umferð, haldið áfram með mynstur eins og áður. Í næsta skipti sem prjónuð er umferð sem er 1., 3., 5. eða 7 umferð í A.2, prjónið þannig: Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur yfir fyrstu 26-30-34 lykkjurnar, prjónið mynstur eins og áður yfir næstu 72-76-80 lykkjur áður en þær eru settar á þráð (= framstykki), fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 26-30-34 lykkjurnar, prjónið mynstur eins og áður yfir síðustu 72-76-80 lykkjur (= bakstykki). BAKSTYKKI: Haldið áfram fram og til baka með mynstur eins og áður yfir 72-76-80 lykkjur. Þ.e.a.s. prjónið A.2 yfir miðju 36-36-36 lykkjur og prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir þær lykkjur sem etir eru í umferð. Þegar stykkið mælist 39-42-45 cm frá skiptingu á milli A.1 í hálsi og A.2 – stillið af að endað sé eftir heila mynstureiningu á hæðina, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 8-8-8 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 10-12-14 lykkjur jafnframt því sem aukið er út um 4-2-4 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-2, prjónið A.3 yfir A.2 (= 2 lykkjur fleiri), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 10-12-14 lykkjur jafnframt sem auknar eru út 4-2-4 lykkjur jafnt yfir, prjónið síðustu 8-8-8 lykkjur eins og áður = 82-82-90 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka í mynstri (uppslátturinn er prjónaður snúinn svo ekki myndist gat). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið nú stroff frá réttu þannig: Prjónið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir fyrstu 20-20-24 lykkjur, 2 lykkjur slétt, haldið áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 38-38-38 lykkjur, prjónið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir næstu 20-20-24 lykkjur, 2 lykkjur slétt. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið hefur verið prjónað í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki. FRÁGANGUR: Prjónið nú band með hnappagötum í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði Nord og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið garðaprjón fram og til baka. Þegar prjónaðar hafa verið 8 umferðir garðaprjón, fellið af fyrir hnappagötum þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 3 lykkjur slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt. Haldið áfram fram og til baka í garðaprjóni þar til bandið mælist ca 16 til 28 cm – eða að óskaðri lengd (hægt er að prjóna bandið lengra eftir að tölur hafa verið saumaðar í, þannig að auðveldara sé að prjóna að réttri lengd). Saumið tölur í réttu á bakstykki, ca 14 cm upp að neðri kanti og á milli 5. og 6. lykkju frá kanti. Nú eru hægt að máta vestið og lengdina á bandinu er hægt að jafna til með því að prjóna áfram að óskaðri lengd. Saumið niður annan endann á bandinu að innanverðu á framstykki ca 14 cm (þ.e.a.s. í línu) með tölum. Endurtakið í hinni hliðinni. ------------------------------------------------------- EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Eyrnabandið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. EYRNABAND: Fitjið upp 36 lykkjur á hringprjón 4,5 með 1 þræði Nord + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið mynstur A.4 fram og til baka. Herðið aðeins á þræði í byrjun á hverri umferð svo að ysta lykkjan verði ekki eins laus. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið svona þar til stykkið mælist 49 cm eða prjónið að óskaðri lengd – stillið af að endað sé eftir heila mynstureiningu á hæðina. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá, skiljið eftir smá enda til að sauma eyrnabandið saman með. Saumið sauminn með lykkjuspori innan við uppfitjunarkantinn og affellingarkantinn. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #leafdiversionset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-23
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.