Sabine Vis skrifaði:
Volgens mij klopt de beschrijving van naald een en twee van de boord niet.Als je de beschrijving precies volgt gaat het patroon verspringen. De laatste twee steken voor de bies aan de goede kant zijn gedraaid recht. De eerste twee steken na de bies aan de verkeerde kant worden beschreven als gedraaid averecht en recht.
15.09.2020 - 16:18DROPS Design svaraði:
Dag Sabine,
Inderdaad, ik denk dat er een foutje in zit. Om goed uit te komen zou je een oneven aantal steken op moeten zetten. Ik zal het doorgeven aan de ontwerpafdeling om na te kijken. Om nu verder te kunnen zou je 1 steek minder op kunnen zetten en nadat je de hals klaar hebt meerder je 1 steek in de naald waarin je recht breit vlak na de boordsteek.
18.09.2020 - 12:47
Daniela skrifaði:
Mi piace il motivo utilizzato
06.07.2020 - 13:57
Sanny skrifaði:
Mir gefällt die Jacke sehr gut mit dem kleinen Muster
14.06.2020 - 00:55
Gina Lüneberg skrifaði:
Ich finde das Muster toll. Habe schon die Agnes gestrickt und bin von der Raglanjacke begeistert.
06.06.2020 - 19:39
Anne Gullie Falkenberg skrifaði:
Veldig fin skulle gjerne strikket denne nå så jeg hadde hatten når jeg skal på ferie senere i år.
05.06.2020 - 22:51
Mayan Moon Shine#mayanmoonshinecardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Puna. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 217-33 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð – á við um A.2). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 241 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 9,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 9. og 10. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 8-8½-9-8-8-8½ cm millibili. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 135-141-147-153-159-165 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 3 með Puna. Prjónið 1 umferð brugðið (ranga). Prjónið síðan stroff þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * prjónið 1 lykkju snúið slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið slétt og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * prjónið 1 lykkju snúið brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið brugðið og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Endurtakið umferð 1 og 2 og prjónið þar til stroffið mælist 8 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stroffið er tilbúið, prjónið 1 umferð slétt frá réttu, JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir - lesið ÚTAUKNING = 139-145-151-157-163-169 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (uppslátturinn er prjónaður snúið brugðið og kantar að framan eru prjónaðir í garðaprjóni eins og áður). Skiptið yfir á hringprjón 4. BERUSTYKKI: Prjónið mynstur þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * A.1 yfir næstu 3 lykkjur, A.2 (= 3 lykkjur í fyrstu umferð) *, prjónið frá *-* 21-22-23-24-25-26 sinnum, prjónið A.1 og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 244-255-289-325-338-351 lykkjur í umferð. Haldið síðan áfram með mynstur eins og áður (án útaukninga í A.2) þar til berustykkið mælist 17-19-20-22-24-26 cm frá uppfitjunarkanti – stillið af að endað sé eftir umferð sem er eins og síðasta umferð í A.2. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið nú sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 22-28-23-23-28-38 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 266-283-312-348-366-389 lykkjur. Þegar stykkið mælist 19-21-22-24-26-28 cm, aukið út um 24-31-26-26-32-41 lykkjur jafnt yfir = 290-314-338-374-398-430 lykkjur. Haldið áfram þar til berustykkið mælist 20-22-23-25-27-29 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið brugðið yfir næstu 41-45-48-53-58-64 lykkjur (= hægra framstykki), setjið næstu 58-62-68-76-78-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið brugðið yfir næstu 82-90-96-106-116-128 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 58-62-68-76-78-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið brugðið yfir næstu 41-45-48-53-58-64 lykkjur, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjóna hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 194-210-226-246-270-294 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið eins og áður. Þegar stykkið mælist 24-24-25-25-25-25 cm frá skiptingu, aukið út um 37-41-43-47-53-57 lykkjur jafnt yfir = 231-251-269-293-323-351 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið nú stroff þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * prjónið 1 lykkju snúið slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið slétt og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * prjónið 1 lykkju snúið brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið brugðið og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Endurtakið umferð 1 og 2 og prjónið þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 58-62-68-76-78-82 lykkjur frá þræði í annarri hliðinni á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4,5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-14 nýjum lykkjum undir ermi = 68-72-80-88-92-96 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 5-5-6-6-7-7 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónamerkið fylgir með í stykkinu og er notað þegar úrtaka er gerð undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4-4-4-4-4-3 cm frá skiptingu, fækkið lykkjum undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-3-2-1½-1½-1 cm millibili alls 11-12-15-18-19-20 sinnum = 46-48-50-52-54-56 lykkjur. Þegar ermin mælist 40-39-38-37-36-34 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), aukið út um 6-6-8-8-10-10 lykkjur jafnt yfir = 52-54-58-60-64-66 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (= 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Ermin mælist alls 45-44-43-42-41-39 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mayanmoonshinecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 217-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.