Charlotte skrifaði:
Selv efter at have læst svar til Krista fra 15/1/21 kan jeg stadigvæk ikke få det til at blive to retmasker sidst på pinden fra retsiden?
12.03.2021 - 20:16DROPS Design svaraði:
Hej, næst sidste er ifølge diagrammet og sidste er kantmasken. God fornøjelse!
17.03.2021 - 15:31
Jane Munkesø skrifaði:
Er der mon en fejl i mønstret. Strikker en str small og jeg kan ikke få mønster og maske antal A1 ens på begge skuldrer efter jeg begynder på mønster A2 Bliver ved med at have 3 mere af A1 på Venstre skulder og 3 mindre på højre skulder
20.02.2021 - 14:51
Krista skrifaði:
Strikker str L Når jeg starter med Venstre skulder 1 retstrik A1 24 m. Slutter med en vrang ( 2 ret, 1 vrang) 1 retstrik Det går fint op med de 26 masker, men der sluttes jo ikke med 2 retstrik som der står i opskriften. Jeg slutter med en vrang og en retstrik. Det virker som om at A1 skal strikker fra Venstre mod højre. Jeg går ud fra at de to stykker skal være ens både mod ærmegab og midte?
06.01.2021 - 22:05DROPS Design svaraði:
Hej Krista, jo på venstre skulder (når du har den på) strikker du fra retsiden fra halsen mod ærmegabet, det vil sige at A.1 slutter med 1 m retstrik + kantmasken i retstrik mod ærmegabet. God fornøjelse!
15.01.2021 - 14:18
Christina skrifaði:
Är det verkligen färg nr 5610 brun? den ser mycket ljusare ut på bilden. Har ni lagt in fel nr på garnet i beskrivningen. Jag vill ha färgen på bilden inte mörkbrun.
08.12.2020 - 10:32DROPS Design svaraði:
Hei Christina. Noen ganger vil fargene avvike fra hverandre, avhengig av skjerm og lys når bildet blir tatt. Vi har nå dobbeltsjekket vesten opp mot garnet og du har riktig, her har vi opplyst feil farge. Riktig farge skal være fargenr. 5310, lys brun. Takk for at du gjorde oss oppmerksom på dette. mvh DROPS design
10.12.2020 - 08:39
Berith Iversen skrifaði:
Den sorte prik i mønsteret, skal der ikke stå lav 2 omslag mellem 2 masker ?
04.12.2020 - 20:52DROPS Design svaraði:
Hej Berith, tak for info, det er blevet rettet. :)
07.12.2020 - 10:46
Anita Thomsen skrifaði:
Hej. Er det en fejl, at skuldrene skal strikkes 4 cm lange inden de samles, på både for og bagstykke? På tegningen ser det ud som om at skuldrene er kortere inden de bliver samlet på bagstykket.
16.11.2020 - 12:30DROPS Design svaraði:
Hej Anita, det stemmer, bare følge opskriften, så bliver den som på billedet :)
18.11.2020 - 13:10
Pilar skrifaði:
Se teje con el hilo doble verdad?? dos hebras
05.10.2020 - 10:27DROPS Design svaraði:
Hola Pilar. Este patrón se trabaja con un hilo de Lima, no con dos. Cuando se trabaja con dos hilos siempre se menciona en el apartado TENSIÓN.
07.10.2020 - 20:41
José Verboven skrifaði:
Begin met 26 steken, 1 ribbel, 24 st. patroon, 2 ribbel (armsgat)Dit zijn 27 st. Wat doe ik verkeerd?
10.09.2020 - 16:47DROPS Design svaraði:
Dag José,
Voor de maten Sen M zet je 23 steken op en voor de overige maten zet je 26 steken op. (Er staat: zet 23-23-26-26-26-26 steken op met rondbreinaald 4.5 mm en Lima).
13.09.2020 - 10:36
Saliha skrifaði:
Please is there a way to crochet this pattern?
03.09.2020 - 16:42DROPS Design svaraði:
Dear Saliha, this might be but we are unfortunately not able to adapt this patter to a crochet version, please contact your DROPS store or any knitting/crochet forum for any further assistance. Happy crocheting!
03.09.2020 - 16:56
Charlaine skrifaði:
Je le vois bien en couleur claire sur une robe bohème
17.06.2020 - 21:11
Through the Ages#throughtheagesvest |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónað vest / slipover úr DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með áferðamynstri og tilfærslum á lykkjum. Stærð S - XXXL.
DROPS 216-31 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð í umferð frá réttu: Aukið út um 1 lykkju innan við 4 lykkjur í hverri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur A.1. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------ BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum, ofan frá og niður. Að lokum er prjónað stroffprjón í hálsmáli. FRAMSTYKKI: Vinstri öxl: Fitjið upp 23-23-26-26-26-26 lykkjur á hringprjón 4,5 með Lima. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan mynstur frá réttu þannig: 1 lykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 (= 3 lykkjur) yfir næstu 18-18-21-21-21-21 lykkjur, prjónið fyrstu 2 lykkjur í A.1, 2 lykkjur garðaprjón (= við handveg). Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 4 cm – stillið af að síðasta umferð sé prjónuð frá röngu. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið hægri öxl þannig: Fitjið upp 23-23-26-26-26-26 lykkjur á hringprjón 4,5 með Lima. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan mynstur þannig: 2 lykkjur garðaprjón (= við handveg), A.1 yfir næstu 18-18-21-21-21-21, prjónið 2 fyrstu lykkjur í A.1, 1 lykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, prjónið þannig: Prjónið eins og áður yfir 23-23-26-26-26-26 lykkjur á hægri öxl, fitjið upp 32-38-38-38-44-44 nýjar lykkjur á prjóninn fyrir hálsmáli, prjónið eins og áður yfir 23-23-26-26-26-26 lykkjur á vinstri öxl = 78-84-90-90-96-96 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu í mynstri eins og áður (yfir nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hálsmáli er prjónað brugðið). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú mynstur eins og áður yfir fyrstu 10-13-16-16-19-19 lykkjur, A.2 yfir næstu 58 lykkjur, mynstur eins og áður yfir næstu 10-13-16-16-19-19 lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar A.2 hefur verið prjónað 2 sinnum á hæðina, prjónið með A.1 yfir allar lykkjur (og garðaprjón í hliðum eins og áður). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 22-20-21-18-15-11 cm, aukið út fyrir handveg í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 3-6-6-12-18-24 sinnum = 84-96-102-114-132-144 lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. Í lok næstu 2 umferða eru fitjaðar upp 5 nýjar lykkjur fyrir handveg = 94-106-112-124-142-154 lykkjur. Prjónið síðan A.1 eins og áður og yfir ystu 7 lykkjurnar í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 44-45-46-47-48-49 cm frá þar sem handvegi lauk (= ca 68-70-72-74-76-78 cm alls mælt frá öxl og niður). Í næstu umferð frá réttu er prjónað þannig: 7 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 1 lykkja garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt, 7 lykkjur garðaprjón = 120-136-144-160-184-200 lykkjur (allar lykkjur slétt hafa nú verið auknar til 2 lykkjur). Í næstu umferð (frá röngu) prjónið mynstur eins og áður og uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff frá réttu þannig: 7 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt, 7 lykkjur garðaprjón. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. Vestið mælist ca 72-74-76-78-80-82 cm frá öxl og niður. BAKSTYKKI: Vinstri öxl: Fitjið upp 23-23-26-26-26-26 lykkjur á hringprjón 4,5 með Lima. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, A.1 (= 3 lykkjur) yfir næstu 18-18-21-21-21-21 lykkjur, prjónið fyrstu 2 lykkjur í A.1, 2 lykkjur garðaprjón (= við handveg). Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 4 cm – stillið af að síðasta umferð sé prjónuð frá röngu. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið hægri öxl þannig: Fitjið upp 23-23-26-26-26-26 lykkjur á hringprjón 4,5 með Lima. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan mynstur þannig: 2 lykkjur garðaprjón (= við handveg), A.1 yfir næstu 18-18-21-21-21-21 lykkjur, prjónið 2 fyrstu lykkjur í A.1, 1 lykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 4 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, prjónið þannig: Prjónið eins og áður yfir 23-23-26-26-26-26 lykkjur á hægri öxl, fitjið upp 32-38-38-38-44-44 nýjar lykkjur á prjóninn fyrir hálsmáli, prjónið eins og áður yfir 23-23-26-26-26-26 lykkjur á vinstri öxl = 78-84-90-90-96-96 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu í mynstri eins og áður (yfir nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir hálsmáli er prjónað brugðið). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með 2 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið og prjónið A.1 yfir allar hinar lykkjurnar (ekki er prjónað A.2 eins og á framstykki). Þegar stykkið mælist 22-20-21-18-15-11 cm, aukið út fyrir handvegi í hvorri hlið. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 3-6-6-12-18-24 sinnum = 84-96-102-114-132-144 lykkjur. Stykkið er nú prjónað til loka á sama hátt og á framstykki. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. Saumið hliðarsaum innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hlið – byrjið undir ermi og saumið ca 10-11-12-13-14-15 cm niður yfir hliðarsaum (= 38-39-40-41-42-43 cm klauf í hlið). Endurtakið í hinni hliðinni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp 112-148 lykkjur í kringum hálsmál með hringprjón 3,5 og Lima – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4. Þegar prjónaðar hafa verið upp lykkjur yfir 32-38-38-44-44 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hálsmáli að framan og aftan, prjónið upp 1 lykkju í hverja lykkju slétt og 2 lykkjur í hverja lykkju brugðið. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) – stillið af að það koma 2 lykkjur slétt yfir allar 2 lykkjur slétt frá A.1 og 2 lykkjur brugðið yfir hverja lykkju brugðið frá A.1 og að stroffið gangi jafnt upp á milli kanta í hálsmáli að framan og að aftan. Þegar stroffið mælist 13 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #throughtheagesvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.