Mariarosaria skrifaði:
Ho trovato difficolta già dal 2° ferro dello sprone, Bisogna iniziare direttamente dallo schema o ripetere da "lavorare come segue : * 1 maglia diritto, diagramma A 1.a etc... " e quindi con 2 maglie diritto prima del diagramma A2 ? In tutte e due i casi non trovo corrispondenza nei punti da lavorare
04.05.2020 - 11:38DROPS Design svaraði:
Buongiorno Mariarosa, deve 4 ferri a legaccio e poi iniziare a lavorare lo sprone come indicato: * 1 maglia diritto, diagramma A.1a (= 4 maglie), diagramma A.1b sulle 18-18-18-27-27-27 maglie successive (2-2-2-3-3-3 ripetizioni di 9 maglie), diagramma A.1c (= 6 maglie), 2 maglie diritto, diagramma A.2 (= 19 maglie), 1 maglia diritto *, lavorare da *-* 2 volte. Ci può spiegare dove non trova corrispondenza? Buon lavoro!
04.05.2020 - 13:32
Martina skrifaði:
Ich finde es soo schön, die Wolle liegt schon hier. Wann kommt endlich die Anleitung? liebe Grüße Martina
07.04.2020 - 18:18
Amy skrifaði:
Edles Teil. Freue mich auf die Anleitung.
26.03.2020 - 20:47
Astrid skrifaði:
Ein wunderschönes Design. Warte gespannt auf die Anleitung!!
21.03.2020 - 21:09
Luisella skrifaði:
Non vedo l'ora che arrivino le istruzioni!
07.03.2020 - 18:04
Men skrifaði:
Besonders.mit Stil.
01.03.2020 - 22:41
Nathalie skrifaði:
Vraiment joli j' ai bien hâte de le tricoter!
12.02.2020 - 21:47
Ingénue skrifaði:
Ingénue mignon
11.12.2019 - 16:28
Sweet Impressions#sweetimpressionstop |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður toppur með laskalínu úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 211-12 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 102-102-102-120-120-120 lykkjur á hringprjón 3 með Belle. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 4. BERUSTYKKI: Byrjun á umferð er í skiptingunni á milli vinstri axlar og bakstykkis. Prjónið mynstur þannig: * 1 lykkja slétt, A.1a (= 4 lykkjur), A.1b yfir næstu 18-18-18-27-27-27 lykkjur (2-2-2-3-3-3 mynstureiningar með 9 lykkjum), A.1c (= 6 lykkjur), 2 lykkjur slétt, A.2 (= 19 lykkjur), 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* 2 sinnum. Prjónið og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu, þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina heldur mynstrið og útaukningar áfram alveg eins. Aukið út um 8 lykkju í annarri hverri umferð, lykkjurnar eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 22-25-28-32-35-38 sinnum. Eftir allar útaukningar eru 278-302-326-376-400-424 lykkjur í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Næsta umferð er prjónuð þannig (byrjið þessa umferð 2-3-3-1-3-4 lykkjur fyrir lok á fyrri umferð): Prjónið fyrstu 78-86-92-105-115-125 lykkjurnar eins og áður (án útaukninga), prjónið garðaprjón yfir næstu 61-65-71-83-85-87 lykkjur, prjónið næstu 78-86-92-105-115-125 lykkjur eins og áður (án útaukninga), prjónið garðaprjón yfir síðustu 61-65-71-83-85-87 lykkjur. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 78-86-92-105-115-125 lykkjurnar (= bakstykki), fellið af næstu 61-65-71-83-85-87 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 78-86-92-105-115-125 lykkjur (= framstykki), fellið af síðustu 61-65-71-83-85-87 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið fyrstu 78-86-92-105-115-125 lykkjur í sléttprjóni, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur, prjónið 78-86-92-105-115-125 lykkjur í sléttprjóni, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur og prjónið síðan hringinn = 168-184-200-226-250-274 lykkjur. Prjónið sléttprjón, en yfir nýjar 6-6-8-8-10-12 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar 4 umferðir garðaprjón, áður en haldið er áfram í sléttprjóni yfir allar lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp. Þegar stykkið mælist 4 cm aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hlið – sjá ÚTAUKNING. Endurtakið útaukningu með 3 cm millibili alls 5 sinnum = 188-204-220-246-270-294 lykkjur. Þegar stykkið mælist 19-19-19-18-18-17 cm frá skiptingu, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, fellið síðan af – sjá AFFELLING. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetimpressionstop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 211-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.