Torunn Maurseth skrifaði:
Det må da være noe som mangler i tegnforklaringen i dette mønsteret ?
01.04.2020 - 08:39DROPS Design svaraði:
Hej Torunn, Hjælp os gerne med at beskrive hvad der mangler, så skal vi fikse det så hurtigt som muligt :)
01.04.2020 - 09:27
Susanne skrifaði:
Ska jag BÖRJA med TVÅ räta innan resåren ? Visst ska kanterna vara lika? Och baksidan avslutas med TRE maskor???? Det gäller xl
30.03.2020 - 15:20DROPS Design svaraði:
Hej Är det resåren på bakstycket du ska börja med? Resåren är 2 avigmaskor och 1 rätmaska (med kantmaskor i rätstickning) både på framstycket och bakstycket. Mvh DROPS Design
31.03.2020 - 07:42
Maminko skrifaði:
Très joli tricot, qui va entrer en concurrence avec le modèle Berry Diamond sur lequel j'avais flashé. Je ne ferai certes pas les manches aussi larges, il y a trop de risques de s'accrocher partout, dans les poignées de portes, par exemple.
01.03.2020 - 16:28
Caroline skrifaði:
Dans le diagramme A1 il y a une maille que l'on doit tricoter 3fois comme ceci: 1m end+1jeté+1m end, cela signifie que l'on doit refaire cet ensemble (1m end+1jeté+1m end) 3 fois ou que l'on doit juste faire 1fois l'ensemble (m end + jeté + m end)? Merci de votre réponse.
24.02.2020 - 22:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Caroline, vous ne le faites qu'une seule fois, ainsi vous avez 3 mailles tricotées dans 1 seule maille (= 3 mailles au lieu d'1 seule) - ces 2 augmentations sont compensées par la diminution de part et d'autre de cette augmentation. Bon tricot!
25.02.2020 - 09:32
Martina Schmidt skrifaði:
Super. Dankeschön für die schnelle Erledigung.
14.02.2020 - 20:39
Martina Schmidt skrifaði:
Hallo Sehr schöner Pullover..habe auch schon die Wolle gekauft. Aber bitte wo ist das Diagramm des Lochmusters?
13.02.2020 - 16:11DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Schmidt, Diagramme sind wieder da, und die finden Sie zwischen Diagramtext und Maßskizze nach der schriftlichen Anleitung. Viel Spaß beim stricken!
14.02.2020 - 08:03
Jokima skrifaði:
Coup de coeur!!!
24.01.2020 - 19:29
Géraldine skrifaði:
Très beau
13.01.2020 - 22:04
Michèle skrifaði:
Woah!!là j'adore
11.01.2020 - 18:05
Kersti H-B Lycke skrifaði:
Elegant
02.01.2020 - 14:07
Seaside Watcher#seasidewatchersweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað með gatamynstri og blöðruermum. Stærð XS - XXL.
DROPS 212-43 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.3). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 100 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 11) = 9,09. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 8. og 9. hverja lykkju og 10. og 11. hverja lykkju slétt saman. ÚTAUKNING: Öll útaukning er gerð frá réttu. Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við 1 lykkju í hvorri hlið á stykki (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig. Fellið af lykkjur fyrir handveg og hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón. Prjónaður er kantur í hálsi þegar stykkið hefur verið saumað saman. BAKSTYKKI: Fitjið upp 88-94-100-106-115-124 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff með byrjun frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar stroffið mælist 5 cm, prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fækkið um 11-11-11-11-12-11 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 77-83-89-95-103-113 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið á stykki. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm frá uppfitjunarkanti, fellið af 4-4-4-5-6-6 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 69-75-81-85-91-101 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 41-43-45-47-49-51 cm, setjið miðju 37-37-39-39-41-41 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli í næstu umferð frá réttu og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig = 16-19-21-23-25-30 lykkjur eftir á hvorri öxl. HÆGRI ÖXL: Haldið áfram með sléttprjón og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Fellið af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli (þ.e.a.s. í byrjun á hverri umferð frá röngu) þannig: Fellið af 1 lykkju 2 sinnum = 14-17-19-21-23-28 lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm frá uppfitjunarkanti. VINSTRI ÖXL: Prjónið á sama hátt og hægri öxl, en þegar felldar eru lykkjur af fyrir öxl, fellið af í byrjun á hverri umferð frá réttu. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 87-93-99-105-114-123 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff með byrjun frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, 1 lykkja slétt * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar stroffið mælist 5 cm, prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fækkið um 10-10-10-10-11-10 lykkjur jafnt yfir = 77-83-89-95-103-113 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, 0-3-6-9-9-14 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 11 lykkjur), A.2 (= 10 lykkjur), A.3 (= 33-33-33-33-41-41 lykkjur), A.2 yfir 10 lykkjur, A.1 yfir 11 lykkjur, 0-3-6-9-9-14 lykkjur sléttprjón og 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm frá uppfitjunarkanti, fellið af 4-4-4-5-6-6 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 69-75-81-85-91-101 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, ysta lykkjan í hvorri hlið er prjónuð áfram í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 38-39-41-42-43-44 cm, (stillið af að það verði fallegt miðað við mynstur), setjið miðju 33-33-33-33-41-41 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli í næstu umferð frá réttu og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig = 18-21-24-26-25-30 lykkjur á hvorri öxl. HÆGRI ÖXL: Haldið áfram með sléttprjón, A.1 og A.2 eins og áður, ysta lykkjan í hvorri hlið er núna prjónuð í garðaprjóni. Fellið af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli (þ.e.a.s. í byrjun á hverri umferð frá réttu) þannig: Fellið af 2 lykkjur 1-1-1-1-0-0 sinnum, síðan 1 lykkju 2-2-3-3-2-2 sinnum = 14-17-19-21-23-28 lykkjur. Í stærð XS-S-M-L er ekki prjónað lengur gatamynstur í A.2, en haldið er áfram með brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. Í stærð XL-XXL heldur mynstrið áfram eins og áður. Ystu lykkjurnar í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm frá uppfitjunarkanti. VINSTRI ÖXL: Prjónið á sama hátt og hægri öxl, en þegar lykkjur eru felldar af fyrir hálsmáli, fellið af í byrjun á hverri umferð frá röngu. ERMI: Fitjið upp 35-35-38-38-41-41 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja garðaprjón í hvorri hlið) á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Þegar stroffið mælist 5 cm, prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, 4-3-4-4-6-5 slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 5-4-5-5-7-6 lykkjur eru eftir, 4-3-4-4-6-5 lykkjur slétt og 1 kantlykkja garðaprjón = 60-62-66-66-68-70 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, 24-25-27-27-28-29 lykkjur sléttprjón, A.2 yfir næstu 10 lykkjur, 24-25-27-27-28-29 lykkjur sléttprjón og 1 kantlykkja garðaprjón. Endurtakið A.2 á hæðina. Þegar ermin mælist 10 cm, aukið út 0-0-0-1-1-1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 8 cm millibili alls 0-0-0-2-2-3 sinnum = 60-62-66-70-72-76 lykkjur. Þegar ermin mælist 47-47-47-46-44-42 cm frá uppfitjunarkanti, setjið 1 prjónamerki innan við 1 kantlykkju í byrjun á næstu umferð – prjónamerki merkir hvar botninn á handveg byrjar. Prjónið þar til ermin mælist alls 50-50-50-49-48-46 cm. Fellið af – sjá AFFELLING! Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermasauminn saman, en skiljið eftir 3-3-3-3-4-4 cm efst á ermi (þ.e.a.s. að prjónamerki á ermi). Saumið efst á ermi við botninn á handveg og saumið síðan ermina við fram- og bakstykki. Saumið hliðarsaum innan við 1 kantlykkju. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra öxlina og prjónið upp frá réttu ca 75 til 96 lykkjur í kringum hálsmál. (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 3) á stuttan hringprjón 4,5 með Air. Passið uppá að kanturinn í hálsi verði ekki of stífur eða of laus miðað við hálsmál á peysu. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seasidewatchersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-43
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.