FABIENNE DANIELS skrifaði:
Bonjour, Pourquoi tricoter les manches en aller retour? Cela pose t-il un problème de les tricoter en circulaire puisqu’avec des aiguilles circulaires? Merci d’avance pour le retour. Bien à vous, Fabienne
17.02.2025 - 16:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Daniels, nos modèles s'adressent également à des tricoteuses qui ne sont pas habituées à tricoter en rond et préfèrent tricoter en allers et retours; vous pouvez probablement tricoter les manches en rond dès le départ pour éviter la couture sous la manche. Bon tricot!
18.02.2025 - 08:59
Letisia Phillips skrifaði:
What do you mean by decrease 6 stitches evenly over the middle 12 stitches for the back
09.02.2025 - 17:35DROPS Design svaraði:
Dear Letisia, since you need to decrease 6 stitches evenly (so not altogether) over the middle 12 stitches, you can decrease by knitting 2 together over all the 12 middle stitches; so you will decrease 1 stitch on every 2 stitches and get 6 even decreases. Happy knitting!
10.02.2025 - 01:02
Eugenia skrifaði:
Buongiorno avrei bisogno spiegazioni come fare a cucinare le tasche mi si vedono le stanchette specialmente sul punto rovescio vi ringrazio evi auguro una buona giornata
05.11.2024 - 07:19
Esther skrifaði:
Hallo, ich finde die Jacke sehr schön und trage sie eigentlich gerne. Leider ist sie aber schon nach ein paar mal tragen vorne an den Ecken viel länger als hinten (mindestens 10 cm Unterschied). Ich habe schon versucht die Jacke feucht in Form zu ziehen, das hat leider nicht geholfen. Haben Sie Tipps für mich, was ich noch tun kann, damit die Jacke wieder ihre ursprüngliche Form erhält?
13.02.2024 - 12:26DROPS Design svaraði:
Liebe Esther, solche Rückmeldung hatten wir noch nicht, am besten zeigen Sie die Jacke Ihr DROPS Laden - auch ein Foto per E-Mail, so kann man dort sicher weiterhelfen. Danke für Ihr Verständnis.
14.02.2024 - 13:15
Fabienne Cluts skrifaði:
Bonjour, Où se trouve le motif A1 car je ne le vois pas sur les explications. Pouvez-vous me l'expliquer ? Merci
03.07.2023 - 15:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Cluts, le diagramme A.1 se trouve à droite du schéma des mesures, sous la manche, il se tricote sur 2 mailles et 4 rangs. Bon tricot!
03.07.2023 - 15:59
Susanne skrifaði:
Dear Ladies and Sirs, I would like to knit above cardigan, Would you be so kind an email this instruction to me ? in german ? thanks a lot - kind regards Susanne
03.10.2022 - 17:28DROPS Design svaraði:
Dear Susanne, all our patterns ar available in German - click on the scroll down menu to edit the language so that you can print it - using a virtual printer will allow you to save it as a .PDF. Happy knitting!
04.10.2022 - 07:41
Pia skrifaði:
De 6 masker der skal tages ind, når ryggen måler 80 cm, skal de kun være over de 12 masker i midten, så man strikker 2 m sammen 6 gange (over snoningen), eller skal de fordeles over hele pinden? Den bliver så flot.
22.09.2022 - 14:07DROPS Design svaraði:
Hej Pia. Ja, de skal kun være over de 12 masker i midten. Mvh DROPS Design
23.09.2022 - 10:45
Lea skrifaði:
Hallo, kann ich diese Anleitung auch nur einfädig stricken? Z.B. Drops Wish? Vielen Dank.
05.06.2022 - 20:10DROPS Design svaraði:
Liebe Lea, die Maschenprobe würde lieber für Melody sein, mit Wish wird der Textur etwas dichter. Gerne wird Ihnen Ihr DROPS Laden das beste passende Garn empfehlen - auch telefonisch oder per E-Mail. Viel Spaß beim stricken!
07.06.2022 - 08:41
Riet Pranger skrifaði:
Klopt het dat ik voor vest 206-15 9 sky mix en 6 bollen drops Air naturel nodig heb . Kijkt mij net anders om.
11.05.2022 - 12:40DROPS Design svaraði:
Dag Riet,
Ja, dat klopt (voor maat XL).
14.05.2022 - 10:03
Kasia skrifaði:
Dziękuję!
25.04.2022 - 17:33
True North#truenorthjacket |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð síð peysa úr DROPS Sky og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað í perluprjóni, köðlum og með vösum. Stærð S - XXXL.
DROPS 206-25 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu! Peysan er prjónuð í tvöföldu perluprjóni með köðlum mitt að aftan og kaðla kanti í hvorri hlið meðfram miðju að framan. Kaðla kantar mitt að framan eru prjónaðir yfir ystu 12 lykkjurnar. Til að kaðla kanturinn verði umfangsmeiri og “rúllist”, prjónið ekki kantlykkjur yst (þ.e.a.s. ysta lykkjan í A.3 og A.4 eru prjónaðar eins og venjuleg lykkja í sléttprjóni bæði frá réttu og frá röngu). ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hversu oft eigi að auka út/fækka lykkjum í umferð, teljið fjölda lykkja á prjóni (t.d. 83 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 6 lykkjur) og deilið með fjölda lykkja sem á að auka út/fækka (t.d. 5) = 15,4. í þessu dæmi á auka út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir til skiptis ca. 15. og 16. hverja lykkju. Ekki er aukið út yfir 3 kantlykkjur í hvorri hlið. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum eru prjónaðar til skiptis ca 14. og 15. hver lykkja og 15. og 16. hver lykkja slétt saman. ÚRTAKA (á við um ermar í stærð L, XL, XXL og XXXL): Fækkið um 1 lykkju eftir 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið um 1 lykkju á undan 1 kantlykkju í garðaprjóni þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, takið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í stykkjum fram og til baka á hringprjón. Framstykkin og bakstykkið er prjónað neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður. Vasarnir eru prjónaðir hvor fyrir sig og saumaðir á í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 83-87-95-99-107-115 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Sky + 1 þræði Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 3 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til prjónaðar hafa verið alls 5 umferðir með stroffi. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (3 kantlykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar áfram í garðaprjóni) – JAFNFRAMT er aukið út um 5 lykkjur jafnt yfir í þessari umferð – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 88-92-100-104-112-120 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig: 3 lykkjur í garðaprjón, prjónið A.1 yfir næstu 30-32-36-38-42-46 lykkjur (= 15-16-18-19-21-23 mynstureiningar með 2 lykkjum), prjónið A.2 (= 22 lykkjur), prjónið A.1 yfir næstu 30-32-36-38-42-46 lykkjur og endið með 3 lykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 57-58-59-60-61-62 cm, setjið 1 prjónamerki í hvora hlið. Prjónamerkin merkja handveg. Þegar stykkið mælist 70-72-74-76-78-80 cm, fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA, yfir miðju 12 lykkjur = 82-86-94-98-106-114 lykkjur. Í næstu umferð er fækkað um miðju 12 lykkjur í öllum stærðum fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið svona áfram með mynstur og fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 34-36-40-42-46-50 lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram með A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni við háls og 3 kantlykkjur í garðaprjóni að hlið þar til stykkið mælist 72-74-76-78-80-82 cm. Prjónið 1 umferð frá röngu yfir allar lykkjur. Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Bakstykki mælist ca 73-75-77-79-81-83 cm frá öxl og niður. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 47-49-53-55-59-63 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Sky + 1 þræði Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu (= frá miðju að framan): * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni að hlið (það er rétt að fyrsta lykkjan við miðju að framan er prjónuð í sléttprjóni en ekki í garðaprjóni – sjá MYNSTUR). Haldið svona áfram með stroff þar til prjónaðar hafa verið alls 5 umferðir með stroffi. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (3 kantlykkjur í hlið eru prjónaðar jafnóðum í garðaprjóni) – JAFNFRAMT eru auknar út 3 lykkjur jafnt yfir í þessari umferð = 50-52-56-58-62-66 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig (= frá miðju að framan): Prjónið A.3 (= 17 lykkjur) – sjá útskýringu í MYNSTUR, prjónið A.1 yfir næstu 30-32-36-38-42-46 lykkjur, endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hlið. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 57-58-59-60-61-62 cm, setjið 1 prjónamerki í hlið. Prjónamerkið merkir handveg. Þegar stykkið mælist 72-74-76-78-80-82 cm, prjónið 1 umferð slétt frá röngu yfir fyrstu 34-36-40-42-46-50 lykkjur frá hlið, haldið síðan áfram með mynstur eins og áður yfir 16 lykkjur sem eftir eru. Í næstu umferð (rétta) eru prjónaðar fyrstu 16 lykkjur eins og áður (= kragi), fellið af 34-36-40-42-46-50 lykkjur sem eftir eru með sléttum lykkjum. Klippið frá. HÆGRI KRAGI: = 16 lykkjur. Haldið áfram með mynstur A.3 yfir fyrstu 15 lykkjur eins og áður (frá réttu) og prjónið 1 kantlykkju garðaprjón að öxl, jafnframt eru prjónaðar stuttar umferðir. Þ.e.a.s. byrjið frá réttu og prjónið * 2 umferðir fram og til baka yfir allar lykkjur, 2 umferðir fram og til baka yfir ystu 12 lykkjurnar *, prjónið frá *-* þar til kraginn mælist 6-6-6-7-7-7 cm innst þar sem stykkið er minnst. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og fellið síðan laust af með sléttum lykkjum frá röngu. VINSTRA FRAMSTYKKI (þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 47-49-53-55-59-63 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Sky + 1 þræði Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu (= frá hlið): * 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* út umferðina. Haldið svona áfram með stroff þar til prjónaðar hafa verið alls 5 umferðir með stroffi. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (3 kantlykkjur að hlið eru prjónaðar jafnóðum í garðaprjón) – JAFNFRAMT eru auknar út 3 lykkjur jafnt yfir í þessari umferð = 50-52-56-58-62-66 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið nú mynstur frá réttu þannig (= frá hlið): Prjónið 3 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.1 yfir næstu 30-32-36-38-42-46 lykkjur, endið með A.4 við miðju að framan (= 17 lykkjur). Þegar stykkið mælist 57-58-59-60-61-62 cm, setjið 1 prjónamerki í hlið. Prjónamerkið merkir handveg. Þegar stykkið mælist 72-74-76-78-80-82 cm, prjónið 1 umferð slétt frá röngu yfir 34-36-40-42-46-50 lykkjur sem eftir eru. Í næstu umferð (rétta) eru felldar af fyrstu 34-36-40-42-46-50 lykkjur fyrir öxl = 16 lykkjur eftir á prjóni fyrir kraga. Haldið áfram með mynstur út umferðina eins og áður. VINSTRI KRAGI: = 16 lykkjur. Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón (= að öxl), prjónið síðustu 15 lykkjurnar í A.4 eins og áður (frá röngu), jafnframt eru prjónaðar stuttar umferðir. Þ.e.a.s. byrjið frá röngu og prjónið * 2 umferðir fram og til baka yfir allar lykkjur, 2 umferðir fram og til baka yfir ystu 12 lykkjur *, prjónið frá *-* þar til kraginn mælist 6-6-6-7-7-7 cm innst þar sem stykkið er minnst. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og fellið síðan laust af með sléttum lykkjum frá röngu. ERMI: Ermarnar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Fitjið upp 46-50-52-54-58-60 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 6 með 1 þræði Sky + 1 þræði Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Prjónið síðan áfram mismunandi eftir stærðum þannig: Stærð S, M: Prjónið A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar ermin mælist alls 41-40 cm, prjónið áfram eins og útskýrt er að neðan. Stærð L, XL, XXL og XXXL: Prjónið A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA = 50-52-56-58 lykkjur. Úrtakan í stærð L er nú lokið. Í stærð XL, XXL og XXXL er úrtakan endurtekin með 4 cm millibili 1-2-2 sinnum til viðbótar = 50-50-52-54 lykkjur. Þegar ermin mælist 39-38-36-34 cm, prjónið áfram eins og útskýrt er að neðan. Allar stærðir: Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar prjónaðar hafa verið alls 5 umferðir með stroffi, fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Ermin mælist ca 44-43-42-41-39-37 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn (það eiga nú að liggja 2 brugðnar umferðir við hliðina á hverri annarri á öxl). Saumið kragann saman við miðju að aftan – saumið kant í kant þannig að saumurinn verði flatur. Saumið kragann við hálsmál aftan í hnakka. Saumið hliðarsauma á framstykki og bakstykki frá prjónamerki og niður – saumið í ystu lykkjubogann á ystu lykkju í garðaprjóni þannig að saumurinn verði flatur. Skiljið kannski eftir ca 15 cm fyrir klauf í hvorri hlið. Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á fram- og bakstykki og innan við uppfitjunarkant á ermum. Saumið saum undir ermum. VASAR: Prjónið 2 vasa eins og útskýrt er að neðan. Fitjið upp 29 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 6 með 1 þræði af hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Prjónið A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar vasinn mælist 19 cm, prjónið 1 umferð slétt frá réttu yfir allar lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til prjónaðar hafa verið alls 5 umferðir stroff. Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Staðsetjið 1 vasa á hvort framstykki ca 6 cm frá uppfitjunarkanti og 3 cm frá hliðarsaumi. Saumið vasana á framstykki innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á vösum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #truenorthjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 206-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.