Bettina skrifaði:
Hallo,\r\nich wollte wissen, ob es das Andes Garn noch in der Farbe koralle gibt.
05.05.2024 - 18:37DROPS Design svaraði:
Liebe Bettina, Koralle gibt es in Andes nicht mehr, aber diese Farbe finden Sie in Snow, benutzen Sie den Garnumrechner wenn Sie diese Jacke in Snow stricken möchten, so lassen Sie die neue Garnmenge für Ihre Grösse kalkulieren. Viel Spaß beim Stricken!
06.05.2024 - 08:46
Kerim Montes skrifaði:
OK, Después de leer el patrón y la respuesta mil veces, entiendo que A1 se aplica después de los aumentos, sabia que debía estar haciendo algo mal ; )
22.09.2021 - 09:24
Kerim Montes Arancibia skrifaði:
Hola, tengo problemas para aplicar el patron A1 para el raglan,(5 pts) que indica abarca 9 puntos topandose con los aumentos de tránsicion entre el cuerpo y las mangas, ojalá pudieran aclararmelo. Saludos!
19.09.2021 - 13:33DROPS Design svaraði:
Hola Kerim, antes tenías 5 pts centrales más los aumentos a cada lado en forma de agujeros. Ahora no hay aumentos y se trabaja A.1 para mantener el dibujo. En A.1, los 5 puntos centrales son los pts del raglán y, para no tener aumentos, por cada hebra hay una disminución. No trabajas solo sobre los 5 pts centrales.
19.09.2021 - 22:30
Arja skrifaði:
Hej. Jag vill sticka den här koftan, men hittar inte en färg som jag vill ha av Andes. Vilket garn skulle ni rekommendera istället? Kan jag använda 2 trådar av Nepal eller Paris? Håller det formen om jag använder bomullsgarn?
31.03.2021 - 13:36DROPS Design svaraði:
Hej Arja, ja prøv vores garn konverterare, så ser du hvor meget du skal bruge i 2 tråde Nepal eller Paris. Ja den holder formen men sørg for at overholde strikkefastheden :)
06.04.2021 - 13:52
Steffi skrifaði:
Ich glaube und weiss mein Fehler gefunden zu haben, die Blendenmaschen sind schon mitgezählt, dass heißt ich habe 60M.+ 8M.=68M. Ich habe 68M. angeschlagen + 8M.extra🤦♀️
13.05.2020 - 12:45
Steffi skrifaði:
Hallo liebes Drops Team,ich stricke die Gr.L , leider muss ich feststellen das die Einteilung nicht auf geht und ich rechne die ganze Zeit schon hin und her... Bei der Passe in der ersten Runde wird ja die Raglanzunahme gemacht bei 68 M.bleiben 8 M bei mir übrig. erst 4 Blendenmaschen und dann 7U,5U,6U,5U,14U,5U,6U,5U,7U=60 was ist mit den restlichen 8, danach habe ich ja noch meine 4 blendenmaschen
13.05.2020 - 12:27DROPS Design svaraði:
Liebe Steffi, fehlt nicht die 4 Blendmaschen in Ihre Frage? In L stricken Sie so: 4 Blende-M + 7 M glatt rechts (= Vorderteil), 5 M Raglan, 6 M Ärmel, 5 M Raglan, 14 M Rückenteil, 5 M Raglan, 6 Maschen Ärmel, 5 M Raglan, 7 M glatt rechts + 4 Blenden-M = 4+7+5+6+5+14+5+6+5+7+4=68 M. Viel Spaß beim stricken!
13.05.2020 - 13:25
Marjorie skrifaði:
Can i knit this pattern in a dk wousterd using 5mm knitting needles
05.04.2020 - 07:30DROPS Design svaraði:
Hi Marjorie! Make sure your knitting tension is right! Happy knitting!
05.04.2020 - 16:55
Johanna skrifaði:
Love the fit despite the thick yarn, great !!
15.06.2019 - 23:32
Ellis skrifaði:
In thick yarn those holes in raglan are much to big, why not make without holes?
09.06.2019 - 21:36
Frozen Cranberries Cardigan#frozencranberriescardigan |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Andes. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með vösum. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-36 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 5 lykkjur sléttprjón (laskalína) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðið (= gat). Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 112 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 8) og deilið þeim fjölda lykkja sem eftir er með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 5,2. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 9-9-8-8½-8½-9 cm millibili. ------------------------------------------------------ BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli, berustykki og fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. Vasarnir eru prjónaðir fram og til baka á hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 60-63-66-66-72-75 lykkjur (meðtaldar 4 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 7 með Andes. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Prjónið stroff svona í 4 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem aukið er út um 0-1-2-2-4-1 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kantlykkjur að framan) = 60-64-68-68-76-76 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 8. Prjónið nú berustykki eins og útskýrt er að neðan. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! BERUSTYKKI: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 5-6-7-7-9-9 lykkjur sléttprjón (= framstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 5 lykkjur sléttprjón (= laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur sléttprjón (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 5 lykkjur sléttprjón (= laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 10-12-14-14-18-18 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 5 lykkjur sléttprjón (= laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur sléttprjón (= ermi), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 5 lykkjur sléttprjón (= laskalína), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 5-6-7-7-9-9 lykkjur sléttprjón og endið með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni (= framstykki). Fyrsta útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, er nú lokið. Haldið áfram í sléttprjóni með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þar til aukið hefur verið út alls 14-16-17-19-19-21 sinnum hvoru megin við hverja laskalínu – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu eru 172-192-204-220-228-244 lykkjur í umferð. Prjónið áfram án útaukningar þar til stykkið mælist 20-22-23-25-27-29 cm frá eftir kanti í hálsmáli, en til að gataröðin haldi áfram meðfram laskalínu eftir að útaukning hafi verið gerð til loka er prjónað A.1 í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þar til berustykkið hefur verið prjónað til loka (miðju 5 lykkjur = laskalína). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 27-30-32-35-37-40 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 36-40-42-44-44-46 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-6-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 46-52-56-62-66-72 lykkjur slétt (= bakstykki), setjið næstu 36-40-42-44-44-46 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-6-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 27-30-32-35-37-40 lykkjur sem eftir eru slétt (= framstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 112-124-132-144-156-168 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu). Þegar stykkið mælist 24-24-25-25-25-25 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 20-23-24-27-30-33 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 132-147-156-171-186-201 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 7. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 4 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið laust af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. ERMI: Setjið 36-40-42-44-44-46 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 8, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-6-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 42-46-48-50-52-54 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í 6-6-6-6-8-8 lykkjur undir ermi og byrjið umferð hér. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2 cm er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 2 sinnum = 38-42-44-46-48-50 lykkjur. Fækkið síðan lykkjum með 7-4½-4½-3½-3-3 cm millibili alls 5-7-7-8-8-8 sinnum = 28-28-30-30-32-34 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 38-36-36-34-32-31 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 5 cm að loka máli – ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 5-5-6-6-7-8 lykkjur jafnt yfir = 33-33-36-36-39-42 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 7 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. VASI: Fitjið upp 24-26-27-28-30-31 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 8 með Andes. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 10-10-11-11-12-12 cm. Skiptið yfir á hringprjón 7 og prjónið 4 umferðir garðaprjón með byrjun frá röngu. Fellið af með sléttum lykkjum frá röngu. Prjónið annan vasann á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. Saumið vasana niður innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni og saumið neðri kantinn með lykkjuspori – saumið niður þannig að vasinn byrjar mitt í hlið á peysu og síðan kant í kant með stroffi neðst niðri. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #frozencranberriescardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.