Jacqueline Van Loon skrifaði:
Hallo, in bovenstaande beschrijving staat dat het patroon is aan gecorrigeerd (zie hieronder. IS dit dan automatisch aangepast of ??? Het is voor mij de eerste keer dat ik een patroon van jullie kies met een correctie. groetjes Jacqueline patroon is gecorrigeerd. Klik hier om de correcties te bekijken. Gewijzigd online: 18.06.2020 Correctie: Dit patroon is op verschillende plaatsen aangepast. Telpatroon A.1 (in XXL) is aangepast en er zijn 2 getallen in de tekening vervangen
14.02.2024 - 17:37DROPS Design svaraði:
Dag Jacqueline,
De correcties zijn in de online versie altijd al verwerkt, zodra er bij staat dat het patroon gecorrigeerd is. Als je een afdruk hebt van voor de correctiedatum, dan is de aanpassing dus nog niet verwerkt in de afdruk.
14.02.2024 - 20:08
Tatyana skrifaði:
Super
15.11.2023 - 23:41
Sanni skrifaði:
Suomenkielisen ohjeen L koossa virhe: pääntien reunuksen oikea aloitussilmukkamäärä on 94, ei 96.
02.11.2023 - 19:13
Tove Lasota skrifaði:
Strikker str xl men kan ikke få maskeantallet til at passe efter starten på bærestykket jeg har 116 m når jeg starter men ender med 108 når jeg har strikket omgangene færdige men skal ende med 124m hvad gør jeg forkert. venlig hilsen Tove Lasota
02.08.2023 - 21:07DROPS Design svaraði:
Hej Tove, du har 116 masker. Strik 4 ret, strik A.5 (= 24 masker) over A.2 (= halv bagstykke), * slå om, 1 ret, *, strik fra *-* totalt 3 gange, slå om (3+4= 7 masker ærme), strik A.5 (= 24 masker) over A.2, strik 7 ret (= midt foran), og strik A.5 (= 24 masker) over A.2 (= forstykke), * slå om, 1 ret *, strik fra *-* totalt 3 gange, slå om (3+4= 7 masker ærme), strik A.5 (= 24 masker) over A.2, strik 3 ret (= halv bagstykke) = 4+24+3+24+7+24+3+24+3= 116 m (+ 8 omslag) . Strik 1 omgang i mønster, de 4 omslag over hvert ærme strikkes drejet ret så der ikke bliver hul = 124.
07.08.2023 - 15:46
Hauchecorne Nathalie skrifaði:
Magnifique pull à tricoter , très agreable
17.01.2022 - 23:03
François skrifaði:
Bonjour Au 1 tour de l’empiècement a la fin on a plus de mailles de 108 on passe a 116 mes il y a pas d’augmentations ???
06.02.2021 - 08:10DROPS Design svaraði:
Bonjour Francoise, au premier tour de l'empiecement vous avez 8 jetes et ce sont justement les 8 mailles supplementaires. Bon tricot!
06.02.2021 - 19:31
Silvana skrifaði:
I gettati nel diagramma A5 NON vanno lavorati ritorti? Grazie
02.02.2021 - 17:12DROPS Design svaraði:
Buonasera Silvana, i gettati del diagramma A.5 vanno lavorati come indicato nel giro successivo del diagramma, cioè a diritto. Buon lavoro!
02.02.2021 - 21:14
Silvana skrifaði:
Buonasera, i gettati eseguiti nel diagramma A5 vanno lavorati normalmente non ritorti? Insomma li i l buchino deve venire? Grazie
02.02.2021 - 17:10DROPS Design svaraði:
Buonasera Silvana, i gettati del diagramma A.5 vanno lavorati come indicato nel giro successivo del diagramma, cioè a diritto. Buon lavoro!
02.02.2021 - 21:14
Saskia skrifaði:
Help! Ik brei maat S en kan niet verder. Ik vermoed minstens 2 fouten in het patroon. Wat nu? Na 18x (elke andere) naald te meerderen op de raglan, moet nog 4x zo voorts alleen voor de mouwen (2x2 = 4 meerderingen per naald). Het patroon zegt dat dit 22 steken meer zijn, maar 4x4=16 (en 5x4=20?!). Daarbij verschilt ook de lengte waar ik op uitkom. Patroon zegt 25 cm, ik heb 23 cm. Kan dat anders ook zijn doordat ik 16x20 stekenverhouding meet NA blocken? (Zo heb ik het geleerd te doen)
13.01.2021 - 21:18DROPS Design svaraði:
Dag Saskia,
Bij dit werk zou de stekenverhouding voor en na het blokken hetzelfde moeten zijn. Je meerdert eerst voor de raglan op zowel de panden als de mouwen in totaal 18 keer, dus 18 keer 8 steken= 144 steken meer. Daarna meerder je 4 keer alleen op de mouwen, dus 4 x 4 = 16 steken erbij. Die 22 steken lijkt inderdaad niet te kloppen in het patroon, maar het totaal aantal steken klopt wel, dus je kunt zo wel verder. Als je nog niet op de juiste lengte bent kun je een stukje door breien zonder te meerderen, maar de stekenverhouding moet wel kloppen. Misschien moet je het werk een klein beetje uitrekken bij het opmeten; ik leg het zelf altijd op de (stoffen) bank.
17.01.2021 - 10:39
Olfa skrifaði:
Bonjour Marijse, Merci pour ta réponse ! je tricote du S.
09.12.2020 - 10:59
Roses at Dawn#rosesatdawnsweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 206-27 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning A.4 á ekki við um stærð S. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við hverja mynstureiningu A.5 (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (frá röngu) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 19 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 3,1. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður, frá miðju að aftan. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-94-94-102-102-110 lykkjur á hringprjón 4,5 með Nepal. Prjónið 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroff þannig: Prjónið A.1 (= 1-2-2-4-4-6 lykkjur), prjónið A.2 (= 20 lykkjur), prjónið 3 lykkjur slétt, prjónið A.2 (= 20 lykkjur), prjónið A.3 (= 1-4-4-8-8-12 lykkjur), prjónið A.2 (= 20 lykkjur), prjónið 3 lykkjur slétt, prjónið A.2 (= 20 lykkjur) og prjónið A.4 (= 0-2-2-4-4-6 lykkjur). Haldið svona áfram hringinn þar til mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina. Í síðustu umferð í A.1, A.2, A.3 og A.4 eru lykkjur auknar út og lykkjum fækkað – eins og útskýrt er í mynsturteikningu = 104-108-112-116-120-124 lykkjur. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 1-2-3-4-5-6 lykkjur slétt, prjónið A.5 (= 24 lykkjur) yfir A.2 (= hálft bakstykki), * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 7 lykkjur ermi), prjónið A.5 (= 24 lykkjur) yfir A.2, prjónið A.2, prjónið 1-3-5-7-9-11 lykkjur slétt (= mitt að framan) og prjónið A.5 (= 24 lykkjur) yfir A.2 (= framstykki), * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, sláið 1 sinni uppá prjónn (= 7 lykkjur ermi), prjónið A.5 (= 24 lykkjur) yfir A.2, prjónið 0-1-2-3-4-5 lykkjur slétt (= hálft bakstykki). Prjónið 1 umferð í mynstur, 4 uppslættirnir yfir hvorri ermi eru prjónaðir snúnir slétt svo að ekki myndist gat = 112-116-120-124-128-132 lykkjur í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nú er haldið áfram með A.5 og sléttprjóni yfir þær lykkjur sem eftir eru, JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert A.5 fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 18-20-22-25-27-31 sinnum = 256-276-296-324-344-380 lykkjur. Nú heldur útaukning fyrir laskalínu áfram á ermum 4-4-3-2-1-0 sinnum til viðbótar (þ.e.a.s. aukið út 22-24-25-27-28-31 sinnum í hvorri hlið á ermi), þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar í mynstri eins og áður. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar til loka, eru 272-292-308-332-348-380 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 25-27-28-30-31-34 cm frá uppfitjunarkanti og niður mitt að framan. Prjónið áfram eins og áður, en án útaukninga, þar til stykkið mælist 26-28-29-31-33-35 cm frá uppfitjunarkanti og niður mitt að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 43-46-49-53-56-61 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 51-55-57-61-63-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= hlið undir ermi), prjónið næstu 85-91-97-105-111-121 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 51-55-57-61-63-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi) og prjónið 42-45-48-52-55-60 lykkjur (= hálft bakstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 182-194-210-226-242-262 lykkjur fyrir fram- og bakstykki. Haldið nú áfram hringinn með A.5 eins og áður og prjónið sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru. Þegar stykkið mælist 26-26-27-27-27-27 cm frá skiptingu – stillið af þannig að endað sé eftir heila einingu A.5 á hæðina, prjónið slétt fram að fyrstu mynstureiningu A.5 í umferð. Setjið eitt prjónamerki hér. Þetta er núna byrjun á umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig: * Prjónið A.6 (= 24 lykkjur) yfir A.5, sléttprjón yfir næstu 6-6-8-8-10-10 lykkjur og aukið JAFNFRAMT út 2-2-0-0-2-2 lykkjur jafnt yfir, prjónið A.6 (= 24 lykkjur) yfir A.5, sléttprjón yfir næstu 37-43-49-57-63-73 lykkjur og aukið JAFNFRAMT út 11-9-11-15-17-19 lykkjur jafnt yfir *, prjónið frá *-* 1 sinni í umferð. Þegar A.6 hefur verið prjónað til loka eru 192-200-216-240-264-288 lykkjur í umferð. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjonið stroff (= 2 lykkjur slétt/2 lykkjur brugðið) umferðina hringinn – byrjið með 1 lykkju slétt þannig að stroffið gangi upp með slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið yfir lykkjur í A.6. Þegar stroffið mælist 4 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 51-55-57-61-63-69 lykkjur af þræði í annarri hlið á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermum = 57-61-65-69-73-79 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar 6-6-8-8-10-10 lykkjur undir ermi (= 3-3-4-4-5-5 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 2½-2-2-1½-1½-1 cm millibili alls 11-12-13-14-16-18 sinnum = 35-37-39-41-41-43 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 35-34-33-31-30-28 cm (eða prjónið áfram að óskuðu máli, nú eru eftir ca 4 cm að loka máli – ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Í næstu umferð eru auknar út 5-7-5-7-7-9 lykkjur jafnt yfir = 40-44-44-48-48-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 39-38-37-35-34-32 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rosesatdawnsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 206-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.