Matilda skrifaði:
Ein sehr schöner Pullover, leider finde ich die Anleitung unübersichtlich, z.B. steht nirgends, dass die Passe bis auf das Muster links gestrickt wird.
11.04.2020 - 17:47
Ineke skrifaði:
Hoe brei ik figuur A1. 2x uitgehaald. Eerst gedaan zoals figuur A1 aangaf. Maar kreeg geen blad figuur. Was een rommeltje. Uitgehaald. En anders gedaan. 1ste naald zoals figuur A1 aanduiden. 2de naald herhaald. Ect. Maar toen werd het bladfiguur te lang. Patroon ook. Hoe moet wel. Snap het even niet.
21.03.2020 - 14:32DROPS Design svaraði:
Dag Ineke,
Jammer dat ik vanaf hier niet mee kan kijken wat er precies mis gaat. Ik neem aan dat je het telpatroon van onder naar boven leest? Alle naalden staan aangegeven in het patroon. Je moet inderdaad niet naalden dubbel gaan breien anders komt het niet uit en de aangegeven steken moeten precies boven elkaar komen, dus je moet ervoor zorgen dat er geen verschuivingen zijn. Bij bepaalde steken staan er rondjes naast. Kijk even goed waar die precies staan, zodat je ze niet per ongeluk overslaat.
22.03.2020 - 18:50
Dany skrifaði:
Come mai dopo gli aumenti nello sprone i risultati della somma tra maglie presenti sul ferro e numero di maglie aumentate non è la somma esatta? Es. 294+76=370 e non 381. Chiedo quindi se vi siamo errori nelle spiegazioni. Grazie
18.02.2020 - 09:18DROPS Design svaraði:
Buongiorno Dany. Abbiamo corretto il testo. La ringraziamo per la segnalazione. Buon lavoro!
18.02.2020 - 13:49
Lorraine skrifaði:
The chest measurements at the beginning of the pattern are different from the diagram at the bottom. Is the diagram correct?
17.12.2019 - 02:14DROPS Design svaraði:
Dear Lorraine, you are right, the chest measurements will be edited, diagram is correct - you can convert from cm into inches here. Happy knitting!
17.12.2019 - 09:32
Angela skrifaði:
It would appear that this pattern is still not available to knit? When will it be added to the items available to knit. It reminds me of a jumper I have knitted in the past and is very feminine and pretty.
06.10.2019 - 10:17DROPS Design svaraði:
Dear Angela, our editors and translators are working, and we continiously publishing the patterns of the new collection until the end of the year. Keep an eye on the design you liked, as it will be available to knit sooner or later. Happy Knitting!
08.10.2019 - 22:22
Elise Pedersen skrifaði:
Rigtig flot model- hvornår er opskriften klar.
18.09.2019 - 18:03
Svetlana skrifaði:
Veilchen - der Name :-) Wunderschöne elegante Form!
06.09.2019 - 15:51
Laure skrifaði:
Très beau pull. Comment puis-je recevoir les explications?
28.08.2019 - 19:25
Nath skrifaði:
A quand les explications ???!!!!
28.08.2019 - 15:46
Cécile M skrifaði:
Joli design, féminin et flatteur, à quand les explications ? Merci.
31.07.2019 - 07:33
Quiet Moments#quietmomentssweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, stroffi og blaðamynstri í fölsku klukkuprjóni á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 206-9 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 273 lykkjur) og deilið með þeim fjölda útaukningar/úrtöku sem á að gera (t.d. 59) = 4,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum er prjónuð til skiptis ca 3. og 4. hver lykkja og 4. og 5. hver lykkja saman. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki og mitt undir ermum): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir svo ekki myndast göt. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. Eða að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-112-120-120-128-136 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með Flora. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= mitt að framan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið A.1 hringinn (= 13-14-15-15-16-17 mynstureiningar með 8 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 273-294-315-315-352-374 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 11-11-12-12-13-13 cm frá prjónamerki í hálsi. Prjónið 2 umferðir garðaprjón – JAFNFRAMT í síðustu umferð eru auknar út 59-76-81-85-90-106 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 332-370-396-400-442-480 lykkjur. Prjónið nú stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-4-4-5-5 cm. Prjónið 2 umferðir sléttprjón – JAFNFRAMT í síðustu umferð eru auknar út 36-38-40-42-46-48 lykkjur jafnt yfir = 368-408-436-442-488-528 lykkjur. Prjónið aftur stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-4-4-5-5 cm. Prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 46-46-42-16-34-34 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ ÚRTAKA = 322-362-394-426-454-494 lykkjur. Stykkið mælist nú ca 18-18-21-21-24-24 cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið sléttprjón (án útaukninga og úrtöku) þar til stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 48-53-57-63-69-76 lykkjur í sléttprjóni (= ½ bakstykki), setjið næstu 64-74-82-86-88-94 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 97-107-115-127-139-153 lykkjur í sléttprjóni (= framstykki), setjið næstu 64-74-82-86-88-94 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 49-54-58-64-70-77 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 210-230-250-274-302-330 Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-12 undir hvorri ermi. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu, þau eru notuð síðar þegar auka á út í hliðum. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3-3-3-4-4-4 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 3½-3½-3½-3-3-3 cm millibili alls 7-7-7-8-8-8 sinnum í hvorri hlið = 238-258-278-306-334-362 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28-28-28-27-27-27 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 64-70-74-80-88-96 lykkjur jafnt yfir = 302-328-352-386-422-458 lykkjur. Aukið út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna, dragi stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 64-74-82-86-88-94 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-82-92-96-100-106 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum og auka út mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerkið og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2-2-2-2-1-1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-1½-1-1-1-1 cm millibili alls 5-9-12-12-13-15 sinnum = 62-64-68-72-74-76 lykkjur. Þegar ermin mælist 16 cm frá skiptingu í öllum stærðum, aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 2-2-1½-1-1-½ cm millibili alls 10-11-12-12-13-14 sinnum = 82-86-92-96-100-104 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 39-37-35-32-30-28 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26-28-28-30-32 lykkjur jafnt yfir = 106-112-120-124-130-136 lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 42-40-38-36-34-32 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #quietmomentssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 206-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.