Diana skrifaði:
Hello! is this a mistake " Knit 1 stitch in stitch under next stitch? In the video the tutorial is just " knit 1 in stitch from previous round". Thank you
06.11.2024 - 01:48DROPS Design svaraði:
Dear Diana, that's just another way to explain how to work this stitch, but you are right, that's the tutorial in video to follow (like a fisherman's rib). Happy knitting!
06.11.2024 - 08:49
Barbara skrifaði:
I have never made a sweater from the neck down and need some help. My yarn that was suggested gives me 24 sts to 12 cm and I don’t know how to adjust the pattern to make the correct measurements. Right now it is huge. Can you please help me?
31.01.2023 - 19:34DROPS Design svaraði:
Dear Barbara, you need to calculate the pattern. You could use a rule-of-three and make calculations as described in the following lesson: https://www.garnstudio.com/lesson.php?id=25&cid=19. Happy knitting!
31.01.2023 - 22:56
Carol skrifaði:
Is the yarn supposed to be used double? I've nearly done the small size and got loads of yarn left over. I'm an experienced knitter so know all about guage and that isn't a problem
24.04.2022 - 21:04DROPS Design svaraði:
Dear Carol, this is only worked with 1 thread and the amount seems to be correct. The average amount of Flora for a sweater size S would be 300 gr (which may increase depending on the length and width of sleeves, the length of the sweater, the pattern on the jumper). Happy knitting!
24.04.2022 - 22:31
Jeri skrifaði:
How do I change the yarn from an "A" yarn to a "B" yarn? I'd also like to change the sleeves to a short sleeve. How would I do this? Thanks for your help.
16.04.2022 - 05:26DROPS Design svaraði:
Dear Jeri, to use a group B yarn, you need to work a gauge and recalculate the stitches in the pattern according to your gauge, with cross-multiplication/ rule of three. To make a shorter sleeve, after the decreases of the sleeve you can work the sleeve edge, without increasing to make the trumpet sleeve. You could also work less rounds with increases, so as to have the trumpet form but in a shorter sleeve. Happy knitting!
17.04.2022 - 11:53
Arlen skrifaði:
Nello schema A1 deve esserci un errore all'inizio del motivo della foglia perché non è possibile fare un gettato formando il buco (pallino chiaro) se poi deve essere lavorata una maglia doppia (ripresa dal ferro sottostante). Viene fuori un pasticcio con un buco enorme che tra l'altro non risulta nemmeno sulla foto del modello. Come fare?
30.11.2021 - 09:15DROPS Design svaraði:
Buonasera Arlen, il diagramma A.1 è corretto, deve lavorare come indicato. Buon lavoro!
08.12.2021 - 18:27
Sabrina skrifaði:
Buongiorno. Nel diagramma c'è una maglia descritta con un rombo pieno in un quadrato, mentre, nel video tutorial viene spiegata la maglia il cui simbolo è un rombo vuoto in un quadrato. Si riferiscono alla stessa tecnica o sono diverse? In cosa differiscono?
25.10.2021 - 01:03DROPS Design svaraði:
Buonasera Sabrina, deve seguire la legenda del diagramma riportato nel modello. Buon lavoro!
04.11.2021 - 23:43
Małgorzata skrifaði:
Udało się, zrobiłam sweter według tego wzoru. Wszystko bardzo dobrze wyjaśnione , chociaż jak zaczęłam czytać, to bałam się, że nie dam rady. Ale udało się sweter dla córki zrobiony . Dziękuję za wzór
10.03.2021 - 06:50DROPS Design svaraði:
Witaj Małgosiu, cieszymy się bardzo. Koniecznie zamieść zdjęcie gotowej pracy na naszej grupie DROPS Workshop na facebooku albo prześlij zdjęcie swetra do galerii dropsfan TUTAJ, abyśmy mogli wszyscy go podziwiać. Pozdrawiamy!
11.03.2021 - 08:47
Essie skrifaði:
Ook bij de mouw: "Begin de naald bij de markeerdraad en brei in tricotsteek in de rondte": Als je de 8 steken hebt opgenomen/opgezet met een nieuwe draad, zit je draad al 4 steken voorbij de markeerdraad. Hoe moet je dit doen? (ik heb nu zowel opgenomen als gebreid (dus steek opnemen, gelijk breien, volgende steek opnemen met draad, en breien). Maar voor mijn gevoel is dit zo ingewikkeld dat als dat de bedoeling is, er zeker een video over gemaakt zou zijn. Hoe moet je dit dus doen?
30.06.2020 - 11:38DROPS Design svaraði:
Dag Essie,
Je hebt dan inderdaad al 4 steken voorbij het midden, waar de markeerdraad moet zitten gebreid. Na de volgende toer is het begin van de naald bij de markeerdraad.
30.06.2020 - 15:53
Essie skrifaði:
2 vragen over het breien van de mouw, ik kan er nergens uitleg of video's over vinden: MOUW: plaats steken van hulpdraad terug, en neem 1 steek op in elk van de 8 opgezette steken onder de mouw. --> ik kan alleen iets vinden over opnemen van steken bij een afgekante rand. Werkt dat hier hetzelfde? met een nieuwe draad, en onder de steek door met je naald? Uitleg is handig, voor alle rondgebreide topdown patronen. Ik heb het zo gedaan, maar krijg wel een groot gat na de 8 opgenomen steken.
30.06.2020 - 11:37DROPS Design svaraði:
Dag Essie,
Na het breien van de pas heb je het werk verdeeld om eerst het lijf verder te breien. Toen heb je onder de oksel 8 steken opgezet. In deze 8 steken neem je nu weer 8 steken op, dus aan de onderkant van de mouw, in de oksel zeg maar.
30.06.2020 - 15:51
Van Baelen Monique skrifaði:
Ik heb deze trui gebreid en het is een mooie geworden, eerst goed lezen en dan komt het goed. je moet alle instructies goed nalezen voor je begint; Groetjes Monique
13.04.2020 - 10:41
Quiet Moments#quietmomentssweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Flora. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, stroffi og blaðamynstri í fölsku klukkuprjóni á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 206-9 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 273 lykkjur) og deilið með þeim fjölda útaukningar/úrtöku sem á að gera (t.d. 59) = 4,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum er prjónuð til skiptis ca 3. og 4. hver lykkja og 4. og 5. hver lykkja saman. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki og mitt undir ermum): Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir svo ekki myndast göt. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. Eða að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-112-120-120-128-136 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með Flora. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= mitt að framan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið A.1 hringinn (= 13-14-15-15-16-17 mynstureiningar með 8 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 273-294-315-315-352-374 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 11-11-12-12-13-13 cm frá prjónamerki í hálsi. Prjónið 2 umferðir garðaprjón – JAFNFRAMT í síðustu umferð eru auknar út 59-76-81-85-90-106 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 332-370-396-400-442-480 lykkjur. Prjónið nú stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-4-4-5-5 cm. Prjónið 2 umferðir sléttprjón – JAFNFRAMT í síðustu umferð eru auknar út 36-38-40-42-46-48 lykkjur jafnt yfir = 368-408-436-442-488-528 lykkjur. Prjónið aftur stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-4-4-5-5 cm. Prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 46-46-42-16-34-34 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ ÚRTAKA = 322-362-394-426-454-494 lykkjur. Stykkið mælist nú ca 18-18-21-21-24-24 cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið sléttprjón (án útaukninga og úrtöku) þar til stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 48-53-57-63-69-76 lykkjur í sléttprjóni (= ½ bakstykki), setjið næstu 64-74-82-86-88-94 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 97-107-115-127-139-153 lykkjur í sléttprjóni (= framstykki), setjið næstu 64-74-82-86-88-94 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 49-54-58-64-70-77 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 210-230-250-274-302-330 Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-12 undir hvorri ermi. Látið prjónamerki fylgja með í stykkinu, þau eru notuð síðar þegar auka á út í hliðum. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3-3-3-4-4-4 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 3½-3½-3½-3-3-3 cm millibili alls 7-7-7-8-8-8 sinnum í hvorri hlið = 238-258-278-306-334-362 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 28-28-28-27-27-27 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 64-70-74-80-88-96 lykkjur jafnt yfir = 302-328-352-386-422-458 lykkjur. Aukið út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna, dragi stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 64-74-82-86-88-94 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-82-92-96-100-106 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum og auka út mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerkið og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2-2-2-2-1-1 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-1½-1-1-1-1 cm millibili alls 5-9-12-12-13-15 sinnum = 62-64-68-72-74-76 lykkjur. Þegar ermin mælist 16 cm frá skiptingu í öllum stærðum, aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 2-2-1½-1-1-½ cm millibili alls 10-11-12-12-13-14 sinnum = 82-86-92-96-100-104 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 39-37-35-32-30-28 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-26-28-28-30-32 lykkjur jafnt yfir = 106-112-120-124-130-136 lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 42-40-38-36-34-32 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #quietmomentssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 206-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.