Hennie Cramer skrifaði:
In de beschrijving van de pas kan ik niet ontdekken uit hoeveel regels die bestaat( licht en donkergrijs)?\r\nik maak het voor XL en kom niet aan 408 steken aan het einde van de pas!
25.11.2019 - 22:43
Belinda skrifaði:
Er staat bij de uitleg over de strepen: herhaal strepen 1 en 2 een keer, brei dan streep 1 een keer. Op de foto staan evenwel 3 x streep 1 met grijs er tussen en dan een grote strook grijs tot het einde. Als ik het goed heb begin je de mouwen vanaf 40 cm. Is dit correct? Mvg
24.10.2019 - 09:00DROPS Design svaraði:
Dag Belinda,
Je herhaalt strepen 1 en 2 een keer, dus in totaal brei je strepen 1 en 2, 2 keer. Daarna streep 1 nog een keer, waardoor je op een totaal van 3 herhalingen komt.
29.10.2019 - 10:16
Gunilla Johansson skrifaði:
78 maskor skall läggas upp för halskant i strl M. Förstår inte hur jag skall få ponchon över huvudet med det maskantalet. Vilken omkrets har halsöppningen på modellen på bilden?
17.10.2019 - 18:45DROPS Design svaraði:
Hej. Du hittar alla mått på måttskissen längst ner på mönstret i de olika storlekarna. Lycka till!
18.10.2019 - 07:09
Mirjam skrifaði:
Jeg kan ikke få maskeantallet til at passe ved bærestykket. Hvis jeg skal tage yderligere 18 x2 masker ud = 36 m for hver markør oven i de 8x2 =16 masker, får jeg langt flere end de oplyste 408, Efter de første 8 udtagningers har jeg i str. Xl 288 masker. Trækker jeg dem fra de 404, kan jeg se hvor mangemasker jeg burde tage ud 18 gange på hver 4. pind. Det giver kun 120 delt med 18 gange(2 masker p gang ) Jeg er forvirret på et højere plan...Hvad misforstår jeg? Kh Mirjam
09.10.2019 - 19:08DROPS Design svaraði:
Hej Mirjam, du tager kun 1 maske ud ved hver mærketråd! Du starter med 96 masker, tager ud 12x8=96, tager ud 12 x 18 = 216. 96+96+216=408 masker. God fornøjelse!
10.10.2019 - 14:46
Beatriz Sitja Álvarez skrifaði:
Me encantan los modelos que presentan, he tejido una prenda, muy fácil de entender, muchas gracias
04.10.2019 - 00:30
Sue Holecheck skrifaði:
Where are the videos for help? This pattern translation shouldn't be this hard to follow. I'm jumping back and forth trying to figure out these increases. I think I'll have to rip it out because of the explanation/tip-2. Hopefully second time will go smoother. 😬
10.09.2019 - 17:25DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Holecheck, the increase-tip-2 explains how to increase before or after the markers; you will first increase before each marker then on first increase you will increase after each marker, ie you will increase 12-13 stitches (= 12-13 markers). Repeat the increase like this, ie the 3rd time you will increase before each marker, then the 4th time you will increase after each marker, and so on. Happy knitting!
11.09.2019 - 07:42
Elizabeth skrifaði:
Me encanta esta pagina
02.09.2019 - 07:23
Delchet skrifaði:
Bonjour Pour les augmentations (2)pour l empiècement augmenter alternativement avant et après chaque marqueur c’est à dire sur le même rang ou bien tantôt un rang avant et le prochain après? Merci
31.08.2019 - 18:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Delchet, on va d'abord augmenter avant chaque marqueur, puis au tour d'augmentations suivant, on augmentera après chaque marqueur, et on va continuer ainsi, 1 tour d'augmentations avant chaque marqueur et 1 tour d'augmentations après chaque marqueur. Bon tricot!
02.09.2019 - 10:11
Ingrid skrifaði:
Dieser Poncho-Pullover gefällt mir sehr gut und das dunkle Boucle für die Streifen habe ich noch vorrätig. Den Poncho werde ich demnächst anstricken.
30.08.2019 - 18:38
Claudia skrifaði:
Hola a todxs!!!! me encanto el modelo, me gustaria poder traducir la pagina, aunque con el patrón, para este trabajo me alcanza!!!! Muchas gracias por compartir!
30.08.2019 - 13:35DROPS Design svaraði:
Hola Claudia. Esté patrón está publicado en español: https://www.garnstudio.com/pattern.php?id=9299&cid=23. Bajo la foto tienes la opción de elegir el idioma.
31.08.2019 - 21:23
Seashell Search#seashellsearchsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð poncho peysa úr DROPS Alpaca Bouclé. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 207-18 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 74 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 7,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 7. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. RENDUR: RÖND 1: * 1 umferð með litnum dökk grár, 2 umferðir með litnum grár *, prjónið frá *-* í 9-10-10-10-10-11-11 cm og prjónið 1 umferð með litnum dökk grár. RÖND 2: Prjónið 3-3-3-3½-3½-3½ cm með litnum grár. Endurtakið rönd 1 og 2 einu sinni til viðbótar, síðan er rönd 1 endurtekin 1 sinni til viðbótar. Prjónið síðan með litnum grár til loka. ÚTAUKNING-2 (á við um berustykki): Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 74-78-82-86-90-96 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með litnum grár. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-6-9-10-6-8 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 84-84-91-96-96-104 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Setjið nú 12-12-13-12-12-13 prjónamerki í stykkið (látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau eru notuð fyrir útaukningu), þ.e.a.s. prjónið næstu umferð þannig: Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar, prjónið 7-7-7-8-8-8 lykkjur sléttprjón, * setjið 1 prjónamerki, prjónið 7-7-7-8-8-8 lykkjur í sléttprjóni *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 12-12-13-12-12-13 prjónamerki í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið síðan sléttprjón og RENDUR – sjá útskýringu að ofan, jafnframt er aukið út um 1 lykkju við hvert og eitt af 12-12-13-12-12-13 prjónamerkjum – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 7-7-2-8-8-4 sinnum, síðan er aukið út í 4. hverri umferð alls 16-17-20-18-19-22 sinnum = 360-372-377-408-420-442 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón með grár og í næstu umferð er lykkjufjöldinn jafnaður til 360-372-380-404-416-440 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 38-40-41-43-45-47 cm frá eftir kanti í hálsmáli. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 146-152-156-166-172-182 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 34-34-34-36-36-38 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 146-152-156-166-172-182 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 34-34-34-36-36-38 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 304-316-328-348-364-384 lykkjur. Haldið síðan áfram hringinn í sléttprjóni með litnum grár. Þegar stykkið mælist 5-5-6-6-6-6 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 48-52-52-56-60-64 lykkjur = 352-368-380-404-424-448 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. ERMI: Setjið 34-34-34-36-36-38 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 40-40-42-44-46-48 lykkjur. Haldið síðan áfram hringinn í sléttprjóni með litnum grár þar til stykkið mælist 13-11-11-9-8-6 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 13 cm að loka máli – ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-4-6-8-6-8 lykkjur jafnt yfir = 44-44-48-52-52-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 13 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seashellsearchsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 207-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.